Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.09.1980, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 18. september 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 á dagskrá >Auðlindakreppan er að verða að raunveruleika hvort sem mönnum líkar betur eða verr, enda á hún rætur sínar að rekja til beinharðra náttúrufræðilegra staðreynda. Porsteinn Vilhiaimsson eðlisf ræðingur: bensinnotkun pr. bil minnki aðeins um 1% á ári á næstu 20 ár- um. Þegar meta skal framtiöar- horfur á þessu sviði sem öörum, kemur margt fleira til en viö ís- lendingar höfum einir vald á. Þannig minnist ég í fyrstu grein minni á þær breytingar sem nú eru að gerast i bandariskum bila- iðnaöi, seint og um siöir. Birgir kýs aö láta þetta atriöi sem vind um eyru þjóta i svargrein sinni, en þaö er auövitaö órjtlfanlega tengt mati manna á þvi, hvernig bilafloti okkar og annarra muni lita út i framtiöinni. Viö horfum t.d. fram á það aö bandariskir bensinhákar (gas—guzzlers, eins og kaninn kallar þá svo hnytti- lega) verða einfaldlega ekki framleiddir eftir nokkur ár. Þeir eftir aö hafa ýmsar afleiðingar. Til dæmis er nú gert ráð fyrir mun hægari vexti i stáliönaði heimsins en áður, m.a. vegna þess aö nýir bilar veröa minni og léttari og þurfa þarafleiðandi minna stál. En það sem nú er að gerast i oliumálum á þvi miöur eftir aö endurtaka sig um ýmsar aörar auölindir jaröar sem eru tak- markaöar. Þess vegna tel ég aö við horfum fram á svokallaða auölindakreppu. Hún á fyrst og fremst rætur aö rekja til þeirrar einföldu en óumflýjanlegu náttúrufræöilegu staöreyndar aö jöröin sem viö byggjum er endan- leg. Þegar þar viö bætist si- vaxandi mengun og linnulaus fólksfjölgun tala menn um svo- kallaða vistkreppu (ecocrisis). Auðlindakreppa og orkuspár Eitt tttið hugarreikmngsdœm 1 skýrslu Orkuspárnefndar er áætlaö aö árlegur innflutningur bifreiöa nemi um 8% af heildarflotanum. Einnig kemur fram aö reiknað er meö 4% fjölgun á ári um þessar mundir. Samkvæmt þessuhverfa þá 4 bflar af hverjum hundrað úr flotanum á hverju ári, sem hljómar ekki ótrúlega. Hugsum okkur nú að nýju bilarnir átta,sem bætast viö hverja hundrað á hverju ári, séu helmingi sparneytnari en hinir fjórir sem hverfa.(Nýir bilar eyöa t.d. aö meöaltali 7,5 litrum á 100 km en þeir gömlu 15 lltrum; þessar tölur skipta þó ekki máli fyrir út- komuna.) Hver verður þá breytingin á meðalneyslu I bilaflotanum á hverja 100 km? Lausn: Bilarnir átta sem bætast viö eyöa jafnmiklu og hinir f jór- ir sem hurfu. Bensinnotkun i heild er þvi óbreytt en bilunum hef- ur fjölgað úr 100 i 104. Bensinnotkun á hvern bil hefur þvi minnkaö um 4%. Athugasemdir: Hér er ekki tekiö tillit til hugsanlegra breytinga vegna þess aö hverjum bil sé ekiöaömeöaltali meiraeöa minna en áöur. Aðrar forsendur um aukna sparneytni en hér voru nefndar (nýir bilar helmingi sparneytnari en þeir sem hverfa) leiða auövitaö til annarrar niöurstööu.Mér sýnist þó erfitt aö fá út lægri tölu en 3% minnkun meö sannfærandi hætti. Verri lifskjör? Um ritdeilutilþrif. Föstudaginn 22. ágúst birtist eftir mig dagskrárgrein þar sem égbeindi m.a. allharöri gagnrýni aö Orkuspárnefnd vegna ný- legrar skýrslu frá henni um oliu- notkun Islendinga 1980—2000. Þessi gagnrýni min varð til þess aöBirgir Arnason eölisfræöingur, sem segist hafa unniö aö þessari skýrslu, sendi mér reiöilestur i dagskrárgrein þann 3. þ.m..Mér hefur veriö nokkur vandi á hönd- um ab svara grein Birgis, þvi aö sumt af ágreiningsefnum okkar á litið erindi viö almenna blaðales- endur. Ahinnbóginn er mérmjög ljúft að gera gleggri skil ýmsum þeim undirtónum umræöunnar sem ég tel eiga brýnt erindi viö almenna lesendur. Ég mun freista þess hér á eftir að sigla milli skers og báru i þessum vanda. Birgir Árnason velur málflutn- ingi minum hin verstu nöfn, svo sem „dylgjur og svivirðingar”, „fúkyrði” og „rógur”, svo að eitt- hvaösé nefnt. Þessu orðavali sinu reynir hann að finna stað með þvi aðfæra tilvitnanir i grein mina úr samhengi og leggja mér til i óbeinni ræðu „fúkyröi” sem ég á að hafa viðhaft, eins og „ósæmi- leg viðhorf og vinnubrögð”, „heimska” og „annarlegar ástæður”. Þessi orð er hins vegar hvergi að finna i upphaflegri grein minni og þau falla þvi ómerk sem hugarsmiö Birgis, utan við jákvæða og skynsamlega umræðu. Mér þykir auðvitað heldur leitt að mér skuli gert upp slikt oröa- val, en mun þó láta kyrrt liggja, enda geri ég mér ljóst að ég tók áhættuna i upphafi. Hvað hef ég sagt? Gagnrýni min á fyrrnefnda rit- smiö Orkuspárnefndar beindist bæði að viðhorfum og vinnu- brögöum, og er þó skylt skeggið hökunni. 1. Vinnubrögð Orkuspár- nefndar eru að minu mati gagn- rýniverö. T.d. er höfunda i engu getið og talnameðferð er óvenju flaustursleg á köflum. 2. Viöhorf þau sem birtast i skýrslunni orka mjög tvimælis, án þess aö höfundar viröist gera sér fullnægjandi grein fyrir þvi. Ég tel þessi viðhorf á eftir timan- um og þvi litt til þess fallin aö standa undir spá um framtiöina. Nafnleysið. Þegar visindalegar ritsmiöar eru birtar er sem kunnugt er ávallt getið höfunda, hversu virtar sem þær stofnanir eru sem hlut eiga aö máli. Þegar um er að ræða umdeild álitamál eins og téöa oliuspá er að minu viti ekki siður ástæða til aö geta höfunda. Þetta er almenn ábending sem margir aörir en Orkuspárnefnd geta þvi miður tekið til sin, enda ber Birgir i raun ekki brigður á hana i svari sinu, heldur hefur uppiyfirklór um þaö að mérhefði verið hægur vandi aö komast aö þvi hverjir sitji i Orkuspárnefnd. Þegar Birgir Arnason tekur til svara viö grein eftir mig sem ein- stakling verður honum m.a. aö skotspæni texti frá Orkusparn- aðarnefnd þar sem ég hef vissu- lega gegnt formennsku og tek ábyrgð á gerðum hennar skv. þvi. Hins vegar er óneitanlega kald- hæönislegt að þarna heföi Birgi auðvitað orðið vopna vant ef _ báöar nefndirnar heföu viöhaft sömu vinnubrögð nafnleyndar- innar. Talnaleikirnir. Það er i sjálfu sér rétt hjá Birgi að ég fór fljótt yfir sögu i gagn- rýni minni á talnameðferð Orku- spárnefndar, enda kemur fram i grein minni að ég taldi slikt eiga litið erindi viöblaöalesendur. Auk þess átti ég satt að segja ekki von á að menn mundu taka til varna um þetta atriði. En úr þvi að hiö óvænta hefur gerst skal ekki standa á mér aö fara svolitið nánar i saumana á þessu. 1 skýrslu Orkuspárnefndar kemur framaðhún kannbæðiskil á þrilibu og æðri stærðfræði. Þri- liðunni er beitt þar sem hún á að minu mati ekki við (samhengi þorskafla, sóknar og þorskstofns) og æðri stæröfræði (veldisföllum) er beitt þar sem flestir mundu láta sér nægja einfaldari aðferðir, með hliðsjón af gögnum og mála- vöxtum. Ég á hér við spá nefndarinnar um fjölda bila pr. 1000 ibúa, þar sem segja má að verið sé að reyna að skjóta smá- fugla með fallbyssu, og hitta þó ekki, en að visu er fallbyssan fengin að láni hjá Framkvæmda- stofnun. Gleggsta dæmib um flausturs- lega talnameðferð Orkuspár- nefndar er sýnt hér i sérstökum ramma, i ljósriti. Þar segir með töflusniði frá spá nefndarinnar um oliunotkun fiskimjölsverk- smiðja. 1 megintexta skýrslunnar er ekkiaðfinna neinn rökstuðning fyrir þvi að einmitt þessar tölur eru settar á blað. Ég vil einkum og sér i lagi biðja menn.sem eru vanir að umgangast tölur, að lesa þessar tölur vandlega og spyrja siðan sjálfa sig hvort þarna muni vera um að ræða igrundaða „spá” eða bara einfaldan leik með þægilegar tölur og ártöl. Sparneytni bíla. Grundvallarágreiningur okkar Birgis um framtiðarhorfur i mannlegu samfélagi virðist bæði .viðfeðmur og veigamikill eins og ég kem nánar að siðar. Þessi ágreiningur birtist i mati okkar á tilteknum atriðum raunveruleik- ans i nútið og framtið. Eitt þess- ara atriða er spameytni bila, en um þaðsegir Birgir i grein sinni: „A sjöunda og áttunda áratugn- um urðu (sic) verulegar breyt- ingar á bflaflota landsmanna þegar litlir evrópskir og jap- anskir bilar komu i stað ameriskra dreka. ...Að mati Orkuspárnefndar eru áður- nefndar breytingar orönar svo al- mennar að þvi miður sé ekki svig- rúm til jafn stórstigs bensin- sparnaðar og Þorsteinn vill vera láta” (leturbreyting min). Nú hlýtur hver lesandi um sig að leggja sitt mat á það sem þarna er sagt, en þegar ég lit út um gluggann hjá mér sé ég enn talsvert af „ameriskum drekum” og mér vitanlega er ekki einu sinni hætt aö flytja þá inn. Þó fer vonandi ekki milli mála að þeir bilar.sem fluttir eru til landsins á hverjuári, eruaðmeðaltalimiklu sparneytnari en flotinn sem fyrir er, að ekki sé talaö um gömlu bil- ana sem lagt er á hverju ári. Þessi þróun innflutnings i átt til sparneytnari bila hefur örvast að mun á allra siðustu árum, gagn- stætt þvi sem Orkuspárnefnd virðist gera sér i hugarlund, að þróunin sé að stöðvast eða hægja á sér. Til þess að gera mér og öðrum gleggri grein fyrir þvi svigrúmi, sem um er að ræða i aukinni spar- neytni bila, hef ég sett saman eitt litið hugareikningsdæmi sem fylgir þessari grein i sérstökum ramma. Getur þá hver gert upp við sig hvort hér sé um „ósk- hyggju” að ræða eður ei, en rétt er að rifja upp til samanburöar að Orkuspárnefnd gerir ráð fyrir að hljóta þvi óhjákvæmilega öa týna tölunni I flotanum, og er vonandi óþarfi að tiunda hver áhrif það hefur á meðaleyðslu. Það er svo ein kaldhæönin enn að það er einmitt skammsýni sömu ættar og Orkuspárnefnd hefur uppi, sem hefur komið bandariskum bilaiðnaði i þá klipu sem hann er nú i gagnvart öðrum sem hafa séð betur hvað fara geröi. Ég á hér fyrst og fremst við glámskyggni á ástand og þróun i oliumálum okkar jarðarbúa. Oliukreppa eða „sérstakar aðstæður”? Sem vænta má greinir okkur Birgi mjög á um þróun oliuverðs, hversu djúpt rætur hennar liggja o.s.fr.v.. Þessi ágreiningur krist- allast m.a. i eftirfarandi um- mælum Birgis: „A árinu 1979 urðu gifurlegar verðhækkanir á bensini ... sem drógu mjög úr notkun bifreiöa en það er hin mesta fásinna að marka langtimaþróun af svo sérstökum aðstæðum. Bensin- verð á ekki eftir að margfald- ast a hverju ári fram til alda- móta þannig að kreppuhugar- far Þorsteins er út i hötti’. Ég er i stuttu máli algerlega ó- sammála þvi mati Birgis að oliu- hækkanir ársins 1979 flokkist undir „sérstakar aðstæður”. Þvert á móti tel ég einmitt að þær lýsi „langtímaþróun” i þeim skilningi að oliuverðeigienn eftir að margfaldast á næstu áratug- um, hvort sem það gerist I fáum stórum stökkum eða mörgum smáum. Ég er ekki með þessu að leggja neitt mat á duttlunga ráða- manna i íran eöa Houston, heldur styðst ég fyrst og fremst viö þá jarðfræöilegu staðreynd að auö- tekin olia er á þrotum, þannig að það verður sifellt dýrara að vinna oliu úr jörðu, enda eru menn nú farnir aö hugsa til þess að búa hana til öðruvfsi, eins og kunnugt er. Auðlindakreppan. Þannig á oiiukreppan ein sér Nú er ég að sjálfsögðu ekki einn um aö flytja þann boðskap sem hér er tæpt á, né heldur er Birgir Arnason fyrstur manna til að andmæla honum. Meðal annars hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum öðrum en Birgi að vistkreppan muni leiða til verri lifskjara. Þvi er til að svara að Birgi og skoðanabræður hans hafa ekkert einkaleyfi á merkingu orðsins „lifskjör”. Ef svo væri og menn vildu eingöngu telja ti! lifskjara hvers kyns efnislega neyslu og efnisleg um- svif, oft langt umfram nauð- þurftir, þá er auðvitað ljóst að slik lifskjör hljóta að staðna eða rýrna i iðnrikjum Vesturlanda vegna vistkreppunnar. Ef menn nota orðið á hinn bóginn i viðtæk- ari merkingu, til að mynda um andlega lifsnautn, félagslegt ör- yggi o.s.frv.,þá er ekki að vita nema samfélag okkar geti haldið áfram að þróast til bættra „lifs- kjara” — betra mannlifs. Til u m- hugsunar Ef Jón Jónsson klipur ögn af þeim tima sem hann notar annars gagngert til útivistar og likamsræktar, en hjólar til og frá vinnu i staðinn, hvorthafa þá „lifskjör” hans batnað eða versnað? Hvaða breytingar verða á efnis- neyslu hans sjálfs og sam- félagsins vegna þessa tiltækis? — Hvað ef aðrir gerðu slikt hið sama, eða þá eitthvað hliðstætt? En nú er mál að linni.enda er ég kominn út i mál sem ekki verða gerð nein fullnægjandi skil i botninum á einni blaðagrein. En hver veit nema einhvern timann komistá skynsamleg rökræða um þessi veigamiklu mál; ekki skal standa á mér. Reykjavik, 15. sept. 1980 TAFLA 3 Spá um oliunotkun á tonn bræösluhráefnis 1980 1985 1990 1995 2000 Loóna og bræöslufiskur 60 kg 55 kg 50 kg 45 kg 40 kg Fiskúrgangur 75 " 70 " 65 " 60 " 55 " TAFLA 4 Spá um olíunotkun fiskimjölsverksmiöja (tölur í tonnum) 1980 1985 1990 1995 2000 Loöna 1,0 Mt 60.000 55.000 50.000 45.000 40.000 Bræöslufiskur 0,2 Mt 12.000 11.000 10.000 9.000 8.000 Fiskúrgangur 0,2 Mt 15.000 14.000 13.000 12.000 11.000 87.000 80.000 73.000 66.000 59.000 igrunduö spá eöa leikur aö þægilegum tölum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.