Þjóðviljinn - 26.09.1980, Side 1

Þjóðviljinn - 26.09.1980, Side 1
UOWIUINN Föstudagur 26. september 1980 — 219. tbl. 45. árg. Ályktun bókagerðarmanna: Viljum halda fyrri störfum 1 ályktun sem samþykkt var samhljóöa i gær á fundi i Bók- Á skoranir á stjórnvöld: Þyrmið Gervasoni 1 gærkvöldi bárust Þjóðviljan- um tvær fréttatilkynningar með áskorunum til islenskra stjórn- valda um aö þyrma Patrick Gervasoni og veita honum hæli hér. Fara þær hér á eftir: Sameiginlegur félagsfundur allra bókagerðarfélaganna, BFl, GSF og HIP, haldinn 25. sept. 1980 skorar á islensk stjórnvöld að veita franska flóttamanninum, Patrick Gervasoni, landvist og hæli þegar i stað á íslandi af mannúöarástæðum. (Fréttatil- kynning). Fundur haldinn i Menntaskól- anum við Hamrahlið, 25. sept. 1980 fordæmir þá ákvöröun yfir- valda að visa Frakkanum Patrick Gervasoni úr landi og ofurselja hann þar með fangelsum franska hersins. Við krefjumst þess að Patrick Gervasoni veröi veitt hér hæli sem pólitiskum flóttamanni svo lengi sem hann sjálfur vill. Krna Guömundur Guörún Haraldur Jón Baldvin I STYÐJUM GERVASONI Útifundur á Lækjartorgi kl. 4 í dag Patrick Gcrvasoni, franski flóttamaöurinn, sem hér hefur beð- ið um hæli var látinn laus úr varðhaldi i Síöumúlafangelsinu i gær og veitt dvalarleyfi hér i þrjá mánuöi meðan aiál hans verður athugaö nánar. Stuöningsmenn Gervasoni boöa til útifundar á 'Éækjartorgi klukkan 4 i dag til aö Jöera (ram kröfuna um aö honum veröi veitt landvistarievfi hér á landi. FJÖLMENNUM Á FUNDINN Ræðumenn á fundinum verða: Erna Kagnarsdóttir, innanhússarkitekt Guömundur J. Guömundsson, fonnaöur Verkamannasambands islands Guörún Helgadóttir, alþingsimaöur llaraldur ólafsson. lektor og Jón Kaldvin llan nibalsson, ritstjóri. I J Gervasoni látinn laus Patrick Gervasoni var látinn laus í gær, eftir að dóms- málaráðherra ákvað að mál hans yrði kannað nánar. Gervasoni var mjög ánægður þegar hann kom frá út- lendingaeftirlitinu, en þangað var hann fluttur ofan úr Síðumúla. Hann sagðist vera mjög þreyttur og þrá það eitt að komast i hvild, þvo sér og raka. Hann sagði að dagarnir í Síðumúlanum hefðu verið þreytandi, hann hefði ekkert vitað hvað sín biði, allra síst í gær þegar hann var fluttur úr fangelsinu. Hann þakkaði þann stuðning sem fólk hefði veitt honum og sagði hreint ótrú- legt hve miklu hefði verið áorkað. Túlkur Gervasonis og lögmaður hans tóku á móti hon- um og voru mjög ánægðir með þau úrslit sem nú liggja fyrir, en baráttunni er þó hvergi nærri lokið; Gervasoni hefur ekki enn fengið landvistarleyfi. bindarafélagi fslands, Grafiska sveinafélaginu og Hinu isienska prentarafélagi segir m.a.: „Prentiðnaöarfólk hefur I tim- anna rás upplifað ótal tækni- breytingar og tekið við þeim og tileinkaö sér þær. Nú er hins vegar uppi tilburður i þá átt að rýra rétt prentiðnaöarfólks til þess aö annast þá vinnu sem þaö hefur ævinlega séð um, og færa hana á hendur annarra starfs- hópa. Bokagerðarmenn gera þvi þá sjálfsögðu kröfu að fá, eftirleiöis sem áður, að sinna þeim störfum sem lúta að gerð prentgripa og nota til þeirra þá tækni sem á markaðnum er hverju sinni. Um þessi atriði, auk annarra réttlætismála, er tekist á i þessari kjaradeilu og má i þvi sambandi nefna að óiðnlært fólk i okkar félagasamtökum býr við mis- munandi kjör eftir félögum, enda þótt það vinni við samskonar störf. Bókagerðarfélögin vilja undir- strika það, hvað atvinnuöryggis- og tæknimálin snertir er fyrst og iremst um það að ræða að prent- iðnaðarfólkinu verði tryggt að það geti haldið áfram að fram- leiða prentgripi með þeirri tækni sem á boðstólum er hverju sinni". __ ______ Samningamálin: Flokkun hjá netagerðar- mönnum llaldiö var áfram iaunaflokka- rööun hjá ríkissáttasemjara i gær og gengiö frá þeim málum hjá netageröarmönnum. I>á var haldiö áfram viöræöum um sér- kröfur Verkamannasambands- ins, en miöaöi litt, aö þvi er var aö heyra á Guölaugi Þorvaldssyni rikissáttasemjara. Annars fór mest af tima sáttasemjara i mál- efni prentara í gær, einsog fram kemur annarsstaöar i blaöinu. Patrick Genmoni: Fær frest í þrjá mánuði Mál Patricks Gervasoni var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar i gær. Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra gerði grein fyrir málinu. Siðdegis i gær sendi ráðuneytið frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu. A fundi rikisstjórnarinnar i dag gerði dómsmálamálaráðherra, grein fyrir stöðu máls Frakkans Patrick Gervasoni, sem leitaö hefur hér landvistar. Dómsmála- ráöherra skýröi frá þvi, aö hann teldi aö kkert það hefði komið fram, sem raskaði forsendum fyrir ákvörðun um brottsendingu mannsins Ur landi til Danmerkur og stæði hún óhögguð. Hinsvegar teldi hann rétt aö lengja frestinn DJOÐVIUINN Vegna verkfalls prentara kemur Þjóðviljinn nœst út miðvikudaginn 1. október til brottfarar hans úr landi, þannig aðhann yrði þrir mánuðir frá komu hans til landsins, hinn 2. þ.m. Mundi sá timi jafnframt not- aður til þess að kanna nánar alla málavöxtu. Lögmaður Patricks Gerva- sonis, Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, féllst á að taka ábyrgö á umsjá Gervasonis og var tilskilið, að útlendinga- eftirlitið yrði látið fylgjast með dvöl hans, eftir nánara sam- komulagi við forstöðumann þess. Dóms-og kirkju- málaráöuneytiö 25. september 1980 Henry Voillery fyrrum sendiherra Frakka á íslandi látinn Henry Voillery fyrrum sendi- herra Frakka á Islandi lést i gær á 86. aldursári. Hann var búsettur hér á landi i rúma tvo áratugi og var fulltrúi frjálsra Frakka viö lýðveldisstofnunina. Henry Voillery var sendiherra Frakk- lands hér á árunum 1947—1959. Útförin er ráðgerð á laugardag. Sparar 5,6 miljarða Svartolíubrennsla is- lensku togaranna sparar 5,6 miljarða króna í olíu- kaupum á árinu miðað við verðlag i þessum mánuði, en 50 af ríflega 80 togurum okkar brenna nú svartolíu. Þessar tölur komu m.a. fram i viðtali útvarpsins við Agúst Einarsson fulltrúa hjá Ltú i gær og sagði hann að meðalskuttogari af minni gerðinni eyddi nú 267 miljónum króna á ári i gasoliu- brennslu en ekki nema 172 milj- ónum i svartoliubrennslu. Oliuverðhækkanir undanfar- inna ára hafa komiö mjög illa niður á útgerö alls staðar i heim- inum en vegna svartoliubrennsl- unnar hefur islenski togaraflotinn komist mun betur frá afleiðingum hækkunarinnar en t.d. norski flot- inn. Arið 1978 var hlutur oliu- kostnaðar i útgerð 12% af afla- verðmæti bæði hjá tslendingum ogNorðmönnum iárerhann 25% hjá Norömönnum cn 20% hjá ts- lendinguin. Ef allur islenski togaraflotinn brenndi gasoliu myndi oliukostnaðurinn hins vegar nema 24% tekna. Miðað við núverandi verðlag á oliu eyðir islenski togaraflotinn 26,9 miljörðum króna á ári og hefur hækkað um 330% siöan 1978. Tekjur útgerðarinnar hafa á sama tima hækkað um 174%. Ef allur togaraflotinn brenndi gas- oliu myndi oliukostnaöurinn vera 5,6 miljörðum króna hærri. 1 gær flutti norski verk- fræðingurinn Torbjörn Digernes fyrirlestur á vegum Verkfræöi- og raunvisindadeildar Háskóla ts- lands um áhrif oliuveröhækkana á framtið fiskveiöa og var hann íjölsóttur. Digerström starfar við Fiskeriteknologisk Forsknings- institut I Þrándheimi og fæst þar við tæknileg og hagfræðileg vandamál tengd fiskveiöum. t máli hans kom fram m.a. að minnka má oliunotkun fiskiskipa um 10-20% með þvi að stilla skrúfu og snúningshraða rétt, keyra hægar og nota mæla sem sýna skipstjórnarmönnum ná- kvæmlega oliunotkunina. Hins vegar telur Digernes að minnka megi oliunotkunina um 30-40% þegar fram i sækir með breytingu á veiðunum sjálfum, búnaði skipa og minni vélum. ° il Mál Gervasoni athugist betur t morgun gekk Hrafn Bragason borgardómari, formaöur islands- deildar mannréttindasamtak- anna Amnesty International, á fund Friöjóns Þóröarsonar og kynnti honum reglur samtakanna um þá sem neita aö gegna her- þjónustu. Hrafn fór fram á þaö viö dómsmálaráöherra aö mátiö yröi athugaö betur áöur en frekar yröi aöhafst. tslandsdeild Amnesty hefur þetta mál nú til rannsóknar. Haft hefur verið samband viö höfuð- stöðvar samtakanna i Lundúnum og leitað ráöa um hvernig á mál- inu skyldi tekið. 1 samráöi við starfsmenn Amnesty I Lundúnum var ákveðið aö tslandsdeildin kannaði málið enn frekar. Hrafn sagði að tslandsdeildin gæti ekki tekið mál Gervasonis upp að sinni en benti á aö ástæður Gervasonis væru pólitiskar og samkvæmt reglum Amnesty International sem voru sam- þykktar nýlega lætur Amnesty sig skipta mál manna sem neita að gegna herþjónustu af trúarleg- um siðferöilegum, pólitiskum, heimspekilegum, mannúðar- ástæðum og öðrum ástæðum af þessu tagi. A6 sögn Hrafns mun rannsókn á máli Gervasonis bein- ast aö þvi hvort hann falli undir þessi ákvæði. Ef svo reynist munu samtökin taka mál hans að sér.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.