Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 9
8 SIOA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1980
Föstudagur 26. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Búist til atlögu viö Suöurgötu 14.
Fangar ieiddir út úr húsinu.
Mál franska flóttamannsins Gervasoni hefur valdið
töluverðu hugarróti meðal Islendinga nú síðustu daga og
ósjálfrátt hefur komið upp i hugann mál annars flótta-
manns sem mikil átök urðu út af fyrir tæpum sex ára-
tugum. Það er Drengsmálið svokallaða sem olii því að
nánast var styrjaldarástand i Reykjavik um hríð á
haustmánuðum 1921. og hervæddust Reykvíkingar og
götubardagar urðu. Verður Drengsmálið rif jað hér lítil-
lega upp.
Drengsmálið 1921
Ólafur fann
umkomulítinn pilt
Ólafur Friöriksson ri'stjóri Al-
þýöublaðsins var eirhver mál-
snjallasti og glæsilegasti mál-
svari sósialista er hreyfing þeirra
var að mótast. Byltingin i Rúss-
landi var þá vonarstjarna sósial-
ista og vorið 1921 var þeim Ólafi
og Arsæli Sigurðssyni, þá náms-
manni i Kaupmannahöfn, boðiö
að sitja 3. þing Alþjóöasambands
kommúnista i Moskva.
A þessu ári gengu miklar hörm-
ungar yfir hin nýstofnuðu Sovét-
riki, bæði vegna borgarastyrj-
aldar og uppskerubrests. Meðan
Ólafur dvaldi i Moskva rakst
hann á umkomulausan pilt sem
svaf úti um nætur og nærðist á þvi
sem honum tökst að snapa i það
og það skiptið. Þetta var Nathan
Friedmann, rússneskur gyöing-
ur. Faðir hans, Samúel Fried-
mann hafði eftir byltingu gerst á-
hrifamaður i röðum bolsévika og
var formaður sovéts i bænum
Voronesj viö Don. I borgarastyrj-
öldinni tóku hvitliöar borgina og
var Samöel hengdúr án dóms og
laga en eldri bróöur Nathans var
stungið ofan um vök á Don.
Nathan var aðeins 14 ára gamall
og til þess að iþyngja ekki móður
sinni, sem sat eftir meö tvö yngri
börn, fór hann til Moskva.
Nathan Friedmann talaði reip-
rennandi þýsku.enda hafði hann
alist að verulegu leyti upp i Sviss
þarsem foreldrar hans höföu ver-
ið landflótta. Ólafi Friðrikssyni
gast vel aöþessum pilti og ákvað
— vegna ástandsins i Rússlandi
— að fá að fara með hann til ís-
Þakiö rofiö.
lands og ganga honum i fööur-
stað. Var þaö auðsótt mál.
Augnveiki
og pólitískar
ofsóknir
Skömmu eftir að Nathan Fried-
mann kom til Islands varð vart
þrota i augum hans og rennslis úr
þeim. Fór Ólafur meö hann til
augnlæknis sem komst að þeirri
niðurstöðu að um væri að ræða
sjúkdóminn trakóma sem var
smitandi og hafði ekki áöur borist
til landsins. Getur hann valdið
blindu en er auðveldlega lækn-
aöur á byrjunarstigi. Ekkert var
gert til að setja piltinn i sóttkvi en
eftir nokkra daga úrskuröuðu
heilbrigöisyfirvöld að pilturinn
skyldi sendur úr landi. ólafur
ræddi málið við ýmsa lækna og
töldu sumir aö auðvelt væri að
'ækna drenginn og fannst litið til
um aðgerðiryfirvalda. Fór svo að
ólafur taldi að hér væri um póli-
tiskar ofsóknir á hendur sér að
ræða enda var þá Ihaldsstjórn
Jóns Magnússonar við völd i
landinu og ólafur talinn eldrauð-
ur bolsi af henni.
Ólafi var tilkynnt að drengur-
inn ætti að fara með Botniu til
Kaupmannahafnar hinn 18.
nóvember. Vildi hann ekki una
þessum málalokum og skrifaði
grein i blað sitt Alþýöublaðið, þar
sem hann skýrði mál sitt. Dró
nú til tiðinda.
Dró hann grátandi
út úr húsinu
Umræddan dag fór lögreglu-
stjóri ásamt lögregluliðinu
og nokkurri aðstoðarlögreglu,
heim að húsi þvi, er Olafur
Friðriksson bjó i, Suöurgötu
14. 1 aðstoðarlögreglunni voru
brunaliðsmenn og félagar
SkotfélaBsins. Voru þeir allir
vopnaðir kylfum. Mikiii mann-
fjöldi hafði safnast saman við
húsið, bæði vinir Ólafs og for-
vitnir borgarar, sem komu til að
sjá hverju fram yndi. Lögreglan
ruddi sér braut inn i húsið, leitaði
drengsins, sem hafði verið falinn,
fann hann eftir nokkra ieit og dró
hann grátandi út úr húsinu. Þar
var kominn allmikill liösafli Ólafi
til fulltingis, aðailega Dags-
brúnarmenn neðan frá höfn og af
öðrum vinnustöðum, sem frétt
höfðu hvað væri um að vera og
hraðaö sér á vettvang. Þegar
Ólafur Friðriksson varð þess var,
að drengurinn hafði fundist, kall-
aði hann upp yfir mannfjöldann;
„Nú eru þeir búnir að finna
drenginn og koma senn með hann
út. Þeir skulu aldrei komast með
hann burt!
Var nú barist
alllanga stund
Jafnskjótt og lögregluþjónarnir
komu út á tröppurnar með dreng-
inn, réðust fylgismenn Ólafs að
þeim, og sló þegar I bardaga.
Varaiögreglunni var þá skipað aö
skerast i leikinn og aðstoða lög-
regluna. Var nú barist alllanga
stund og af mikilli heift. Fóru lög-
regluþjónarnir halloka fyrir
mannfjöldanum. Voru kylfur
teknar af mörgum þeirra, ein-
kennishúfur tættar i sundur og
flestir hlutu einhvern áverka.
Snemma i bardaganum var rúss-
neski drengurinn hrifinn úr hönd-
Nathann Friedmann, rússneski
gyðingurinn, sem olli nær
borgarastyrjöld i Reykjavik.
Ólafur Friðriksson, hinn mál-
snjalli leiðtogi sósialista.
Rússneskur gyðingur fluttur
með valdi frá Islandi —
Götubardagar í Reykjavík
um lögreglumanna og farið með
hann aftur inn i húsið.
Ekki gerði lögreglan aðra til-
raun þennan dag til að ná drengn-
um.
Botnia fór en pilturinn ekki.
500 manna herlið
boðið út
Næstu daga voru æsingar
miklar i bænum. Varðflokkar
höfðust nætur og daga við i Suður-
götu 14 og rikisstjórnin bauð út
miklu varaliði. Um 500 manna
herlið sjálfboðaliða undir stjórn
Jóhanns P. Jónssonar skipherra
hóf æfingar og var þvi skipað i
liðssveitir.
Hinn 22. nóvember kvisaðist út
að þann dag mundi ráöin aðför að
Ólafi til að ná piltinum og hand-
taka þá menn sem fremst höfðu
staöið i þvi að veita lögreglunni
viönám.
Rikisstjórnin hafði leigt iðn-
aðarmannahúsið sem aöal-
stöövar liösins. Var þar saman
kominn fjöldi manns, og fyrir
framan dyrnar stóöu allmargir
vopnaðir varðmenn. Góð-
templarahúsið var einnig haft til
taks, ef á þyrfti að halda. Var þar
fyrir komið ýmsum hjúkrunar-
gögnum, sjúkrabörum, sáraum-
búðum, o.fl. Þótti á þvi sýnt að
búist var við hörðum átökum og
blóöugum.
Vopnaðir verðir höfðu verið
settir viða um bæ, um stjórnar-
ráöið, tslandsbanka, bústað for-
sætisráðherra og viðar. Umferö
var bönnuð á einstaka stað.
Lagt til atlögu
Upp úr hádegi var lagt til
atlögu. Tveir fjölmennir flokkar
gengu sinn hvoru megin að
heimili Ólafs Friðrikssonar.
Margir af liösmönnum voru
vopnaðir með byssum og aðrir
með bareflum. Hinn nýi lögreglu-
stjóri Jóhann P. Jónsson, krafðist
inngöngu, en þvi var ekki svarað.
Lét hann þá brjóta upp hurðina og
gengu lögreglumenn inn i húsið.
Leið örstutt stund, þar til út var
komið með Ólaf Friðriksson
handjárnaöan og þrjá aðra.
Ekkert viðnám hafði verið veitt.
Var umsvifalaust farið með þá
upp i fangahús. Siðan var haldið
áfram handtökum þeirra manna,
er i húsinu voru. Rak hver ferðin
aðra. Bifreiðar sóttu fangana
niðureftir og fluttu uppeftir.
Sumir voru hafðir lausir, en fleiri
þó i járnum. Húsiö var tæmt eftir
stutta stund. Voru þar alls hand-
teknir 22 menn. Með Önnu konu
Ólafs Friðrikssonar, og rúss-
neska drengina var farið upp i
sóttvarnarhús. Siðar voru 6 menn
handteknir. Flestum var fljótlega
sleppt en lengst sátu inni Hendrik
Ottósson og Ólafur Friðriksson.
Þeim siðarnefnda var sleppt eftir
viku og hafði hann einskis matar
neytt þann tima.
Endaöi líf sitt í
gasklefum nasista
Þau urðu afdrif hins óiánsama
flóttamanns, Nathans Fried-
manns, að hann var fluttur til
Kaupmannahafnar og komið
fyrir á Eyrarsundsspitala. Þar
voru hafnar lækningar á honum
og varð hann fullbata á 6 mánuð-
□m. Islenska stjórnin hafnaði
engu aö siður þvi að hann fengi
landvistarleyfi þá og var hann þá
sendur til Sviss þar sem hann átti
rikisborgararétt. Fór hann siðar
til Frakklands og lærði þar textil-
tiönnun. Þegar Þjóöverjar geröu
innrás i Frakklandi áriö 1940 var
Nathan Friedman handtekinn
vegna gyöinglegs uppruna sins
og endaði llfiö I gasklefum nas-
ista. (Byggt á Hvita striðinu eftir
Hendrik Ottósson og öldinni
okkar). —-GFr
á dagskrá
m r
A Islandi er samt hópur fólks sem heldur
dauðahaldi í gömul og slitin siðferðisvið*
mið og telur glœpsamlegt að slátra fólki.
Við, sem erum svona gamaldags skulum
ekki lúffa fyrir nýmóðins siðferði
islenskra embœttismanna
Tómas
Einarsson
Islensk stofumannúð
A siðari árum hafa islensk blöð
i æ rfkara mæli orðið viðtalsblöð.
Þau hafa snúið sér til ákveðins
hóps þjóðarinnar og tekið hann
tali — um heilu opnurnar hafa
geislað gáfnavindar og umfram
allt talgleði um allt og þó aðaliega
ekkert. Með þvi að þjóöin er fá-
menn, og þó einkum vegna fæðar
þess hóps er viðtalsnáðarinnar
nýtur, verður að ræða við menn
aftur og aftur. Að sama skapi
þverr i viskubrunnum, þeir eru i
besta falli staðnir, en i flestum til-
vikum þurrir.
Húmanískir embættis-
menn.
í fyrrnefndum viötalshóp er oft
að finna embættismenn, fólk sem
helgað hefur lif sitt og krafta hinu
opinbera pappirsfargani og lýj-
andi skjalaundirskriftum. Þau
óteljandi helgarviðtöl sem birtast
við embættismennina, geisla af
lifskrafti og yfirþyrmandi hress-
leika, sem sennilega stafaraf ótta
við að fólk haldi kontórista þurra
og leiðinlega. Lifsskoðun og
heimspekileg viðhorf henni
tengd, eru gjarna einn liður i
samræðunum. Þá flæöir húman-
isminn yfir alla bakka, mann-
úðarstefnan frá upphafi til enda.
Þessi mannúöarstefna er þó
sjaidnast skýrð með tilvisun i
ákveðin dæmi, þetta er hin ai-
menna, heimspekilega og yfir-
vegaða mannúð. Islensk stofu-
mannúð.
Grjótpálar islenskrar
mannúðarstefnu
Patrick Gervasoni fékk að
kynnast mannúöarstefnu is-
lenskra embættismanna s.l.
þriðjudag. Hann var handtekinn
fyrir hádegisbiliö og siðan fluttur
suður á Keflavikurflugvöll. Lof-
orð um að túlkur hans fengi að
fara með honum, var svikið.
Suður á Velli sátu svo lögreglu-
þjónar yfir honum i nokkra
klukkutima. Við getum imyndað
okkur liðan Patricks Gervasoni
þessar stundir. Tæpur áratugur i
Frakklandi i felum eða i fangels-
um, lif sem flesta hefði brotið
niður á miklu skemmri tima. Þar
á eftir áframhaldandi lif i felum i
Hollandi og Danmörku. Eftir
nokkurn tima vaknar von um að
hægt sé að fá griðastað á Islandi.
Málið dregst. mánuðir liða og
ekkert ger;st. Grjótpálar is-
lenskrar mannúbarstefnu, starfs-
menn dómsmálaráðuneytisins,
sátu sveittir daga og nætur og
könnuðu málið. Ekkert svar
fékkst. Siðan kemur Gervasoni til
Islands. Hans biður áframhald-
andi óvissa, sifelld könnun i
gangi. S.l. þriðjudag var svo sex
mánuða könnun lokið. Maðurinn
skyldi ekki fá dvalarleyfi hér.
Fólk getur reynt að imynda sér
liðan Patricks Gervasoni þær
stundir er hann dvaldi á Kefla-
vikurflugvelli. Siðasta vonin
brostin, ekkert eftir nema löng
dvöl i frönsku fangelsi. Tiu ára
barátta gegn hernaðarstefnu, tiu
ára flótti og óvissa. Og islenskir
stofuhúmanistar kváðu upp dóm-
inn, lengi skal manninn reyna!
Mannréttindi — grund-
vallarhugsjón.
A sama tima og islensk yfirvöld
kváðu upp dóm sinn yfir Patrick
Gervasoni hélt Ólafur Jóhannes-
son utanrikisráðherra ræðu á
allsherjarþingi SÞ. Þar sagði
hann m.a.: „Virðing fyrir mann-
réttindum er ein af grundvallar-
hugsjónum þess rikis, sem ég er
fulltrúi fyrir. Nýlega minntumst
við þess hér innan þessara
veggja, að 30 ár voru liðin frá
samþykkt mannréttindayfirlýs-
ingar Sameinuðu Þjóðanna. Það
er þvi sárt að þurfa að segja að
lýöréttindi og virðing fyrir mann-
inn eiga mjög i vök að verjast i
heiminum i dag. Þessa óheilla-
þróun verður að stööva”.
Að neita að drepa menn og
annan er glæpur i Frakklandi og
fleiri löndum. Þar er það líka
glæpur að neita að berja á and-
stæðingum kjarnorkuvera. Þetta
vissum við. Við vissum ekki að
embættismenn Islenska dóms-
málaráðuneytisins væru ein-
megin þessarar skoðunar. Það
vitum við núna.
A Islandi er samt hópur fólks
sem heldurdauðahaldi i gömul og
slitin siðferðisviðmið og telur
glæpsamlegt að slátra fólki. Við,
sem erum svona gamaldags,
skulum ekki lúffa fyrir nýmóðins
siðferði islenskra embættis-
manna. Við skulum sjá til þess að
drápsneitarinn, og þar með
glæpamaðurinn i augum is-
lenskra yfirvalda, fái griðarstaö
á tslandi.
Veitum Patrick Gervasoni
landvistarleyfi!
Tómas Einarsson
Síðustu tónleikarnir
með Bob í kvöld
Þriðja og siðasta jazzkvöldið
með Bob Magnusson að þessu
sinni verður á Hótel Sögu i kvöld
og hefjast tónleikarnir kl. 9.
Óhætt er aö segja, að vetrar-
starf Jazzvakningar fer vel af
stað með þessari heimsókn Bobs
Magnusson, sem vakið hefur
feykihrifningu jazzunnenda hér.
Meðfylgjandi mynd var tekin á
tónleikunum á Hótel Loftleiðum á
miðvikudagskvöldið og sjást á
henni frá vinstri Guðmundur
Steingrimsson, Bo;b Magnússon
og Rúnar Georgsson.Ljósm.K.M.