Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1980 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis titgcfandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstiórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. úmsjónarmaftur sunnudagsbiafts: Guðjón Friðriksson. Rekstrarstjóri: úífar þormóösson Afarelftsiustióri-.Valbór Hlöðversson Blaftamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson. Ingibjörg Haraldsdóttir. Kristin AstgeirsdóttMagnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórssor.. Þingfréttir: porsteinn Magnússon. iþróttafréttamuftur: Ingóifur Hannesson. Ljósmyndir: Eina'r Karlsson, Gunnar Elísson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvörftur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrfður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóftir: Anna Kristln Sverrisdóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsia: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Siftumúla 6, Reykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Beygðir menn • llla skartar heimskan heima, en hálf u verr utan húss, og hef ur það sannast á þeim forsvarsmönnum atvinnu- rekenda sem telja sig hafa sætt afarkostum af hálfu félagsmálaráðherra, og skirrast ekki við að líkja sjálfum sér við pólska verkamenn í stríði við yfirvöld. Heiftin í garð Svavars Gestssonar skýrist af því að verkalýðshreyfingin þurfti ekki að sýna atvinnurek- endum nema örlítinn andblæ af samtakamætti sínum til þess að beygja þá í mikilvægu máli. • í allt sumar hafa atvinnurekendur þverskallast við að ræða fæðis- og ferðakostnað farandverkafólks. Fyrir síðustu helgi þverneituðu þeir í tvígang að taka þessi mál á dagskrá samningaviðræðna, og Ijóst var að þeir vildu ýta þeim út af samningaborðinu. Verkamanna- samband fslands lét þá bóka að það myndi beita sér fyrir því að verkalýðsfélög innan þess féllu f rá samþykki sínu við veitingu atvinnuleyfa til erlendra manna, þar til málefni farandverkafólks hefðu verið útkljáð. Á sam- ráðsfundi ASf með félagsmálaráðherra var þetta itrekað sem sjónarmið verkalýðshreyf ingarinnar í heild. Þar sem félagsmálaráðuneytið þarf samþykki verka- lýðsfélaga til þess að veita atvinnuleyf i var það f ullkom- lega eðlileg ráðstöfun að tilkynna VSI og ASf, að þau yrðuekki veittþar til kröfu VMSI og ASÍ hefði verið full- nægt. • Verkalýðshreyfingin beygði atvinnurekendur með þessum hætti til þess að taka málefni farandverkafólks á dagskrá eftir að þeir höfðu þverneitað því um langt skeið. Hún beitti því vopni sem dugði, og verða atvinnu- rekendur að láta sér lynda að sitja eftir með sárt ennið eftir að hafa rekið sig á þennan vegg. Það er alkunna að farandverkafólk hefur sumstaðar þurft að greiða milli 60 og 70% af launum í fæðiskostnað. Leiðréttingar á þessu hafa atvinnurekendur ekki viljað ræða fyrr en nú, að verkalýðshreyfingin knúði þá til þess. —ekh Sveiflu-Kjartan # Kjartan Jóhannsson, fyrrum viðskiptaráðherra, kemst að þeirri athyglisverðu niðurstöðu i Morgunblaðs- grein að það sé eðli sveif Ina á olíumarkaði að fara bæði upp og niður. Og slíkur sveif lumaður er Kjartarbað m.a. fyrir hans tilstilli og áróður Geirsmanna hafa (slendingar nú sveiflast upp í olíuprísum í stað þess að fylgja Rotterdamverðinu niður, eins og verið hefur raunin á fram á síðustu daga. Og þeir láta ekki þar við sitja,því Geirsmenn og Kjartan Jóhannsson vilja nú taka upp séríslenska sveiflu út og suður í olíuviðskiptunum. # út af fyrir sig er það rétt hjá Kjartani Jóhannssyni að íslendingar þurfa að móta sér langtímastefnu í olíu- viðskiptum og undirbúa hana af kostgæfni. Þjóðviljinn hefur tekið undir þau sjónarmið, sem m.a. voru sett fram af Svavari Gestssyni, fyrrv, viðskiptaráðherra/að nauðsyn sé á sveigjanlegri stefnu í olíuviðskiptum en fylgt hefur verið og tryggja okkur fleiri kosti en Sovét- viðskiptin. En Þjóðviljinn hefur lagt höfuðáherslu á nokkur þýðingarmikil atriði: I fyrsta lagi er Ijóst að verð á olíuvörum og hráolíu mun fara hækkandi á næstu árum. Því skiptir mestu að tryggja öryggi í viðskiptum til lengri tíma. I öðru lagi er Ijóst að meðan framboð á olíu er nægjanlegt verður Rotterdamviðmiðun hagstæð eins og jafnan hef ur verið við þær aðstæður. Þessvegna var f ramboðskreppan í fyrra ekki ástæða til óðagots- samninga af neinutagi. I þriðja lagi eru Sovétviðskiptin okkur hagstæð eins og þau hafa verið í 23 af þeim 25 árum sem þau hafa staðið, vegna gæða olíunnar þaðan oq lægri flutningskostnaðar en frá Vestur-Evrópu. Bensínfnykurinn í höfuðborginni þessa dagana stafar m.a. af innflutningi lélegs bensíns frá Vestur-Evrópu. # Gasolíusamningurinn við Bretana kann að reynast íslendingum hagstæðari til lengdar en nú horfir. En milljarðaaukakostnaður vegna hans á þessu ári sýnir að óðagotsstefna Geirs-manna og Sveiflu-Kjartans borgar sig ekki. —ekh klíppt 56. greinin Tortryggni i samstarfi L: Benedikt Gröndal fyrrum utanrikisráöherra birtir gagn- merka grein i Morgunblaöinu i gær undir fyrirsögninni „Undir- staöan i samstarfi Flugleiöa og Luxemborgar”. Kemur þar fram aö tortryggni hafi verið mikil i þessu samstarfi m.a. vegna þess aö Luxemborgarar hafi setiö yfir hlut Flugleiða i Cargoluit, hugsanlega viljaö eignast hlut i Flugleiöum, viljaö MOKCCNBl.AOID. FIMMTUDAGUR 25 SKPTKMBKR 1> Benedikt Grondal: Morgunblaðiö birtir i gær 56. grein Jóns Þ. Arnasonar i greinaflokknum Lifriki og lifs- hættir.. Herraþjóðarhugmyndir eru þar viöraðar einu sinni enn: „Vafi getur þvi einungis leikiö á um tima, hversu lengi þræl- dómsandi jöfnunarstefnunnar fær enn haldiö frillutökum sin- um á annars heilbrigöu og heiðarlegu fólki. Or þvi sem komiö er, getur hinsvegar ekki liðiö á iöngu uns mikilhæfari þjóöir og þegnar gera sér ljóst, hvaö jöfnunarróðurinn þýðir og til hvers hann leiöir”. 56 greinar i hugmyndasjóö fasista framtiðarinnar, þegar og ef jarövegur skapast til þess aö hannskjóti rótum og blómg- ist. Þann hugmyndasjóö geta menn sótt i Morgunblaöiö, anno 1980. Vinstri-fóbia IEkki bilar siðferöisþrek Morgunblaösins þegar þaö fjallar um Gervasoni-máliö. Þó viröist nærri hafa legiö að siö- feröið spilltist og heiðrikja hug- ans þvi i forystugrein segir ,,aö Gervasoni hafi lent i islenskum tröllahöndum og þvi hafi bæöi Ihann og málstaöur hans fengiö óorö á sig”. Hér erátt viö það aö ýmis vinstrisamtök voru fyrst til að bregðast viö til varnar IGervasoni. En hvernig er það meö Morgunblaöiö. Tekur þaö málefnalega afstööu til mála, eöa er þaö fyrirfram á móti öllu sem vinstri samtök eru með á dagskrá sinni, enda þótt um sé að ræöa einföld mannúöar- og réttlætismál? Tónninn i for- | ystugrein blaösins bendir til , þess aö slik skilyrt viöbrögö séu Ivinnuregla á Morgunblaöinu og heiöarleg afstaöa blaösins til Gervasoni-málsins hafi nánast a oröið til vegna þess aö heilbrigö skynsemi kippti i spottann á siö- ustu stundu. Fyrr má nú aldeilis vera vinstri-fóbian. •> Barthrl. umKonKumila hltóamannafunili fjnr uiöuntu uk ntjornvnld hrföu attaö viu nda AtlantahaNfluKmnn Þaö hröan til utanrikiuraöunrjtanna n*»ti. "K að ujalfaOKÖu fulltruar Hamitnniojraöunrvtanna viö hliö þrirra I m þrtta Iryti foru forHtjorar Fluidnöa fram a viö utannkin- raöurrytiö. aö Intaö yröi hrimild- ar til þraa. aö i aumum frröum ma-tn frlaitiö fljuKa hrint nulli Kandarikjanna ok l.uirmlairKar, «K tnldu þrir aö þrtta mundi 1 ‘rr'a hotun. rn hrfur rk ■fnt i arinm viöræöum la-nKi var ulaö um u far|Hvaf1uKfrlaK> f>rn fUndirstaðan í samstarfi 'Flugleiða og Luxemborgar' Jón I>. Árnason: 1 I . inhirr ~ki lili v/m rj.t m/ir. hmrt ix | | flfifii/i nuMi-uujii lnniliini iiiiiiiini ;nl f.iA.i , | 1 <-f iir/»iii/., in- „i? /i.iu iin ,-rn. lil h rir i"i inl.ir. /i.i «r,l/ix .„ 1 -i.ir.i -/iiiriu'/iiriiii ii, ií.iiii/i' ‘ 1/,-k.ni,/, r >nl/hriiit-i /i — Lífríki ojlí lííslia llir LVI | llt-fnd ofundsjúkra: f joíntióiir Þegar kjark brest- ur, bilar þrek ná meiri yfirráðum yfir flug- málum i landi sinu og sjálfir ráögert samkeppni við Flug- leiðir á Atlantshafsleiöinni eöa viljaö stofna nýtt flugfélag sem Luxair ætti meirihluta i. Ekki siöur hafa Flugleiöa- menn aö mati Benedikts Grön- dals gefiö Luxemborgar- mönnum ástæöu til tortryggni: Seabord enn 1) Þeir sáu snemma vaxandi erfiöleika Flugleiöa f haröri samkeppni, m.a. vegna skorts á breiöþotu og þess króks á flugi, sem þaö var aö koma viö á Is- landi. Þetta geröi þá óróiega þegar 1978. 2) Luxemborgarmenn hafa veriö mjög tortryggnir út i hin nánu samskipti Flugleiða viö ameriska félagiö Seabord & Western. Þeir hafa jafnvel óttast, aö Flugleiöir ætluöu aö sllta sam- starfi viö Luxemborg og taka upp nýtt samstarf viö Seabord, e.t.v. gegn Cargolux. Samstarf Seaboard og Air Bahama i Ind- landi kynti undir þennan ótta. 3) Luxemborgarmönnum voru þaö vonbrigöi, að Flug- leiðir skyldu kaupa DC-10 af Seaboard, en ekki hafa sam- starf viö Cargolux meö þvi að kaupa 747 eins og þaö félag. 4) Þeim voru mikil vonbrigöi, að Seaboard skyldi fá viöhald á DC-8 vélunum, en Cargolux skyldi ekki fá þaö verkefni. 5) Loks hefur þeim mislikaö, að Flugleiöir og sænskt skipa- félag skuli eins og fóstbræöur halda fast í meirihluta i Cargo- lux, en heimamenn vera þar i minnihiuta. Af öllu þessu veröur ljóst, aö sennilega heföi veriö óhjá- kvæmilegt aö taka samstarf ts- lands og Luxemborgar i flug- málum til endurskoöunar, þótt annaö heföi ekki komið til”. Hvað næst? Nú biöa menn spenntir eftir þvi aö Benedikt Gröndal riti aöra grein um orsakirnar fyrir hinu nána samstarfi Flugleiöa við Seaboard, sem viröist hafa gengiö út yfir aðra hagsmuni félagsins og Islendinga. Kannski kemur það i Mogga eftir prentaraverkfall. — ekl «3 skorið Félagsráðgjafar álykta i Gervasonimálinu: Veitum landvistarleyfi Gervasoninefndin sem starfaö hefur frá þvi aö Patrick Gervasoni kom til landsins, sendi frá sér yfirlýsingu i gær. Efni hennar var, að nefndin harmaöi að ýmis öfl væru aö reyna aö gera mál Gervasoni aö pólitisku máli, en það væri fyrst og fremst mannúöar- og mannréttindamál. Björn Jónasson, sem sæti á i nefndinni sagöi aö þeim heföi fundist nauösynlegt aö itreka mannúöarhliöina eftir aö ýmis ónefnd öfl hefðu meö blaöaskrif- um reynt að setja ákveðinn pólitiskan stimpil á málin. Slik skrif væru Gervasoni ekki til framdráttar. —ká Fyrst og fremst mannúðarmál Stéttarfélag islenskra félags- ráögjafa skorar á islensk stjórn- völd aö endurskoða afstööu sina til umsóknar Patric Gervasoni um landvistarleyfi hér. Það getur engan veginn samræmst þeim mannúöar- og mannréttindasjónarmiöum, sem svo mjög eru höfö I hámælum hér á landi, aö visa Gervasoni af landi brott. Augljóst er aö hann hafnar beint i frönsku herfangelsi vegna andstööu sinnar viö herskyldu og hernaöarbrölt. Það ætti aö vera siöferöilegur réttur hvers einstaklings aö taka sjálfur ákvöröun um hvort hann skuli gegna herskyldu eöur ei. Núverandi afgreiösla málsins er þvi islenskum stjórnvöldum litill sómi. Veitum Gervasoni landvistarleyfi!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.