Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1980
Ég held það liði yfir mig, ef ég hitti blaða-
mann, sem ætti þá ósk heitasta að fá að f rum-
semja blaðamat á setjaravélar. Að fá vinnu-
aðstöðu í Blaðaprenti eða einhverri annarri
ofsetprentsmiðjU/ undirlagðri af. skarkala-
mengun og pikka hugaróra sína með tveim
puttum á hundraðmiljón króna tölvustýrða
kompjúterritvél. Maður fengi martröð.
Mér skilst að vinnustöðvun prentara sé af
því sprottin að þeir vilji ekki að blaðamenn
frumsemji eða skrifi beint á setjaravélar.
Sannfærður er ég um það að ef blaðamönnum
yrði sagt að nú ættu þeir að fara að nota setj-
aravélar til að vélrita á,þá færu þeir umsvifa-
laust í verkfall, svoekki fer milli mála að allir
eru sammála. Prentarar vilja ekki að blaða-
menn skrif i á setjaravélar og blaðamenn vilja
ekki skrifa á þær. Með öðrum orðum ekki um
annað að ræða en boða vinnustöðvun, því nú
ríður á að þrasa.
Og þess vegna var það að með helgarblaði
Þjóðviljans um þessa helgi, átti að koma svo-
nefnt ,,Húsablað" (a.m.k. þegar þetta er
skrifað).
Húsablaðið átti að verða fylgiblað með
föstudagsblaðinu og f jalla um sem flest það,
sem húsbyggjendur varðar. Kannske kemur
húsablaðið ekki fyrr en um næstu helgi.
Auðvitað verð ég að haga seglum eftir vindi
og þess vegna kemur vikuskammturinn nú á
föstudegi og er helgaður húsbyggingarmál-
um.
Til að geta settsaman slíktgreinarkorn verð
ég að hugleiða hvað þeim kemur til með að yf-
irsjást í Húsablaðinu, þegar og ef það kemur.
Ég er sannfærður um að þeir gleyma ekki að
fjalla um einangrunina, þar sem það verður
tíundað í löngu máli hvernig orkan^ylurinn og
peningarnir streymi útum glugga og hurðir,
veggi og loft og gólf, jaf nvel þó þess sé gætt að
hafa þrefalt gler og alla glugga lokaða að
staðaldri, að ekki sé nú talað um hurðir, já
samt tapast 75% af orkunni og ylnum og restin
verður að engu í svonef ndri ,,loptskiptingu við
umhverfið". Þá hefðu lesendur fengið að
njóta ráðgjafar um það, hvernig bókaskápum
eigi ekki að stilla upp, t.d. fyrir framan mið-
stöðvarofna og að hiti sé þeirrar náttúru að
hann haf i tilhneigingu til að leita uppí loft. En
í Húsablaðinu er ég hræddur um að eitt gleym-
ist, en það er að gefa húsbyggjendum góð ráð
um það hvernig haga skuli viðskiptum við iðn-
aðarmenn. Hvað á húsbyggjandi að gera,
þegar hitinn fer af húsinu hans af því að nipp-
ilstýring stútþynnustuðventilsins í rennslisrof-
anum virkar ekki á segullokann? Hann nær
auðvitað í pípulagningarmann. Og hann er
sveimér heppinn að-píparinn kemur til að
segja honum, aðalltþetta mál heyri undir raf-
virkjann. Síðan vísa þessir tveir á hvor annan í
þrjár vikur, en þá átti panillinn að vera orðinn
þurr, svo smiðurinn gæti byrjað. Allt er komið
í hnút.
Hætt er við að í Húsablaðinu gleymist að
ráða þeim heilt sem ná þurfa í iðnaðarupp-
mæiingamenn, en að lögð verði áhersla á að
brýna fyrir þeim sem eru að byggja að draga
(þegar þeir eru búnir að byggja) gluggatjöldin
vel fyrir lokaða svefnherbergisgluggana,
þegar gengið er til náða, svo að ríkjandi hita-
stig og andrúmsloft fái að leika létt um vit
rekkjunauta og að orkutap verði sem minnst
yfir nóttina.
Nei, húsbyggjendum verður ekki sagt með
hvaða hætti hægt sé að hafa uppá iðnaðar-
mönnum, eða lánsfé með 50% vöxtum. Hins
vegar kemur í blaðinu sennilega landakort þar
sem vtsaðer á textílhönnuði að velja gardínur.
Textílhönnuðir hafa nefnilega lýst því yfir,
að fólk kunni ekki að velja gardínur, af því að
gat sé á skólakerf inu og að verkmenntun haf i
verið forsmáð síðan baðstofulífið leið undir
lok.
En í Húsablaðinu mun gleymast að ráða
þeim húsbyggjanda heilt, sem loksins er búinn
að f á raf virkja til að ,,draga í", en þá kemur í
Ijós að múrararnir hafa múrað allar raf-
magnsdósir inní vegginn. Ég get svosem ráðið
framúr þessum vanda. Bara brjóta veggina
upp aftur og f inna dósirnar. Þegar það er svo
búiðer ekkertannaðeftir enað reyna að finna
rafvirkjana aftur. Ef þeir svo finnast, þá
draga þeir í, eins og upphaflega stóð til. Og
þegar það er búið, þá er að finna múrarana
aftur, og svo múra þeir aftur vegginn, sem
þeir voru að brjóta niður, en húsbyggjandinn
fer í apótekið og kaupir sér Líbríum, Valíum
og Moggadon. Hann er orðinn talsvert tæpur á
tauginni og húsið varla tilbúið undir tréverk.
Hætt er við að í Húsablaðinu gleymist að
fjalla um líkams- og sálarheill þess manns,
sem búinn er að „byggja" eins og það er kall-
að og eytt hefur bestu árum ævinnar í það að
koma sér þaki yf ir höf uðið hér á íslandi. Þeim
manni er nefnilega oft líkt farið og skáldinu í
Gerplu, hann hefur keypt húsið við fríðleik
sjálfs sín og heilsu, hendi og fæti, hári og tönn.
Eða eins og segir I hátíðarljóði Húsbyggj-
endafélagsins:
Husbyggjendur lúnir liggja
Itða tekur mjög á kvöld.
Nú er loksins búið að byggja
og btður þeirra gröfin köld.
Flosi.
um hclgina
Ljósmyndir í Djúpinu
Guörún Tryggvadúttir heitir
ung listakona, sem opnar á
morgun sina fyrstu einkasýn-
ingu I Djúpinu viö Hafnarstræti.
Guörún stundaði nám viö MHI
árin 1974—78, siöan i Paris i eitt
ár og s.l. vetur nam hún viö
Akademiuna i Mdnchen, og fer
þangað aftur i vetur. A sýning-
unni er eitt verk, sem saman-
stendur af 80—90 pörtum, ljós-
myndum, ljósritum ofl. Verkið
er ekki til sölu, enda sagöist
Guörún ekki vera aö þessu til aö
selja, heldur til aö segja eitt-
hvað. En hvaö það er sem hún
vildi segja verða menn að kynna
sér með þvi að sjá sýninguna,
það verður ekki sagt i einni
setningu.
— Það má kannski segja að
þetta sé leikur með orð og
merkingu orða, — sagði
Guörún. Þá sagðist hún vilja
vona að þetta flokkaðist undir
nýja list, en sér væri illa við
hugtakið „nýlist”.
— ih
Rúna sýnir
; í Gallerí
! Langbrók
IRúna, ööru nafni Sigrún
Guöjónsdóttir, opnar I dag sýn-
■ ingu á nýjum leirmyndum og
I teikningum í sýningarherbei gi
Langbrókar I Landlæknishúsinu
Bernhöftstorfu.
Myndirnar eru unnar á þessu
ári, og flestar snúast þær á ein-
hvern hátt um landslag. Þær
eru allar til sölu. Sýningin verð-
ur opin til 17. október, kl. 12 til 18
virka daga, en lokuð á kvöldin
og um helgar.
Þetta er fyrsta sýningin sem
sett er upp i sýningarherbergi
Langbrókar á Torfunni, en tyrir-
hugaö er að ýmistonar sýn-
ingar veröi þar aö jafnaöi. - ih
r
Haustsýning FIM
A morgun veröur opnuö aö
Kjarvalsstööum hin árlega
haustsýning Félags Islenskra
my ndlista rm a n na. Fimm
myndlistarmönnum hefur sér-
staklega veriöboöiö aö sýna þar
verk sin, en auk þess hefur sami
háttur verið hafður á og venju-
lega, aö félagsmenn senda
myndir sínar til sýningar-
nefndar, sem velur úr verkun-
um.
Þeir fimm sem mynda kjarna
sýningarinnar eru: Asgerður E.
Búadóttir, Guðmundur
Benediktsson, Leifur Breið-
fjörð, Valtýr Pétursson og Þórð-
ur Hall. Það er nýbreytni hjá
félaginu að bjóða svo mörgum
gestum á haustsýningu. FIM
hefur látið prenta fimm póst-
kort eftir myndverkum gest-
anna, og verða þau til sölu á
sýningunni, ásamt með kortun-
um sem gerð voru i tilefni af
sýningu Sigurjóns ólafssonar i
FIM-salnum á siðustu Lista-
hátið.
Það er áratuga hefð hjá FIM
að halda haustsýningu á verk-
um félagsmanna, og má rekja
rætur hennar til Listamanna-
skálans sáluga. Sýningin er
mjög stór að þessu sinni, og
verður uppi i vestursalnum og á
göngum Kjarvalsstaða til
sunnudagskvölds 12. október. Á
sýningunni eru teikningar, mál-
verk, vatnslitamyndir, gler-
myndir, höggmyndir ofl. Opið
er frá tvö til tiu daglega.
A siðustu haustsýningu bauð
FIM áhugamönnum um mynd-
list að gerast styrktarfélagar.
Þetta fékkgóðar undirtektir, og
á sýningunni nú gefst mönnum
kostur á að komast i tölu
styrktarfélaga. Þeir greiða FIM
ákveðið árgjald og taka þátt i
happdrætti, sem ætlunin er að
halda einu sinni á ári. Er þá
dregið úr myndum i eigu félags-
ins. Dregið verður i happdrætt-
inu meðan haustsýningin 1980
stendur yfir.
— ih
LARS HOFSJÖ
Hinn þekkti sænski lista-
maður Lars Hofsjö opnar á
morgun sýningu á verkum sin-
um I FÍM-salnum við Laugar-
nesveg. Sýnir hann þar teikn-
ingar af stórum veggskreyting-
um, vatnslitamyndir, grafik og
nokkur veggteppi.
Lars Hofsjö hefur fengist
mikið við skreytingar opinberra
bygginga. Hann hefur einnig
haldið fjölda einkasýninga i
heimalandi sinu og vlðar. Þá
hefur hann umsjón meö lista-
verkasöfnum skólanna i
Stokkhólmi og sér um upplýs-
ingar og fræðslu þar að lútandi.
Hann var formaður Norræna
/myndlistarbandalagsins um
árabil, allt til 1979. I fréttatil-
kynningu frá FIM segir, að sýn-
ing hans i FIM-salnum sé
„þakklætisvottur félaga i FIM
fyrir vel unnin störf að félags-
málum norrænna myndlistar-
manna”, og telji félagið mikinn
feng að komu hans hingað.
Listamaðurinn hefur áður
komið hingað til lands, og eru
nokkrar mynda hans héðan.
Hann heldur fyrirlestur um
stöðu sænskrar myndlistar i
Norræna húsinu 6. október n.k.
kl. 20.30.
Sýningin I FlM-salnum verð-
ur opnuð kl. 4 á morgun, laugar-
dag og lýkur 12. okt. Opið verður
kl. 17—22 virka daga og kl.
14—22 um helgar.
— ih
Ljóöalestur j
A sunnudagskvöldið kl. 9 mun *
Stefán Snævarr lesa upp úr J
nýrri ljóðabók sinni, Sjálfssal- I
inn, sem kemur út hjá Máli og I
menningu innan tiðar. Upplest- '
urinn verður framinn i Félags- J
stofnun stúdenta.
Tónleikar í
Kristskirkju I
Þýski organistinn Almuti
Rössler leikur á fyrstu tónleik-1
um vetrarins fyrir styrktar-1
félaga Tónlistarfélagsins it
Kristskirkju kl. 16 á morgun, i
laugardag.
Almut Rössler er einn þekkt- |
asti organisti Þýskalands, og ,
prófessor I orgelleik við Tón- i
listarháskóla Rinarlanda i I
DUsseldorf. A tónleikunum á |
morgun leikur hún verk eftir ■
Messiaen, og einnig eftir Niko- I
laus Bruhns og J.S.Bach.
Almut Rössler leikur nú i |
fyrsta sinn hér á landi. — ih ■
Strengjakvart- I
ett frá Kaup-
mannahöfn
Köbenhavns Strygekvartet J
leikur á fyrstu tónleikum .
Kammermúsikklúbbsins á I
þessu starfsflri, sem haldnir I
verða i Bústaðakirkju kl. 20.30 á J
sunnudag.