Þjóðviljinn - 26.09.1980, Page 6

Þjóðviljinn - 26.09.1980, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. september 1980 Gömlu- dansa námskeið Þjóðdansafélags Reykjavikur fyrir full- orðna og börn hefjast mánudaginn 29. september i Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu, R. Innritun og upplýsingar i sima 76420. Þjóðdansafélagið. Sendill á unglingsaldri óskast til starfa eftir hádegi miðvikudaga og fimmtudaga. Starfið felst i sendiferðum i næsta ná- grenni blaðsins. — Upplýsingar i sima 81333. Óskast í eftirtaldar bifreiöar er verða til sýnis þriðjudag inn 30. september 1980, kl. 13-16 i porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Volvo P-144fólksbifreið...... .................árg. 1974 Volvo P-144fólksbifreið.........................árg. 1974 Ford Cortina L-1600fólksbifreið.................árg. 1975 Ford Cortina L-1300fólksbifreið.................árg. 1972 Ford Broncotorfærubifreið.......................árg. 1974 FordBroncotorfærubifreið........................árg. 1974 Volkswagen I200fólksbifreið.....................árg. 1975 Volkswagen I200fólksbifreið.....................árg. 1972 Volkswagen 1200fólksbifreið.....................árg. 1972 Volkswagen 1200fólksbifreið.....................árg. 1972 Lada Sport 2121fólksbifreið.....................árg. 1978 Lada Station 2102fólksbifreið .................árg. 1977 GMC Rally 35....................................árg. 1977 GMC Rally 35....................................árg. 1977 Chevrolet Suburban sendiferðabifreið............árg. 1972 ShevroletSuburban sendif.bifr. ógangf...........árg. 1973 Chevy Van sendiferðabifreiö.....................árg. 1974 UAZ 452torfærubifreið...........................árg. 1973 Land Rover bensin, lengri gerð..................árg. 1972 Pontiac Firebird fólksbifreið, skemmd eftir árekstur..................................árg. 1971 Clark gaffallyftari diesel......................árg. 1965 Til sýnis hjá birgðageymslu Pósts og Sima, Jörfa: Kvinrude 16 vélsleði, ógangffær. Volvo Penta D-47 dieselvél, slitin Bilhús, 10 sæta. Ford F.conoline sendiferðabifr. árg. 1974, skemmd eftir árekstur. Til sýnis hjá áhaldahúsi Vegagerðar rfkisins i Borgarnesi: Mercedes P.eri? J.AK1519 vörubifr. 4x4 árg. 1972, ógangfær Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16:30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn tilaöhafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÓNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 OPIÐ HUS í Fylkingarsalnum Laugavegi 53A n.k. sunnudag 28.9. kl. 16.00. Einar Már Guðmundsson og Leifur Jó- elsson lesa úr verkum sinum. Combo flokksins sér um fjörið. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir FYLKINGIN „Frammistaða leikaranna er með þvf besta sem ég hef séð lengi. Sigurður Karlsson skapar algerlega heilsteypta persónu á sviðinu....” Eymd og ótti velferðarríkisins Leikfélag Reykjavikur sýnir Að sjá til þín maður eftir Franz Xaver Kroetz Leikstjóri: Hallmar Sigurðson Leikmynd: Jón Þórisstn Þýðing: Ásthildur Egilsson og Vigdis Finnbogadóttir 1 þessu verki beinir Kroetz ljósi sinu að kjarnafjölskyldu i vel- ferðarriki nútimans i Vestur- Þýskalandi, verkamanninum Ottó, konu hans Mörtu, heima- húsmóður, og stálpuðum syni, Lúðvik. 1 röð stuttra sviðsmynda úr lifi þessa fólks gerir hann áhorfendum ljós lifsskilyrði þess og samband milli, og sýnir þess i okkur siðan hversu heimur þess er fallvaltur, aö innri spenna hans er svo mikil að hann hrynur við tiltölulega smávægilegt áfall. Þó að athyglinni sé i þessu verki beint að einstaklingum og vanda þeirra er verkið engu að siöur harðpólitiskt, vegna þeirrar skýru þjóðfélagslegu greiningar sem það gerir á vanda einstak- linganna. Lifi Ottós eru markaðar mjög þröngar skorður af félags- legri stöðu hans. Hann þjáist af minnimáttarkennd vegna þess að hann er bara verkamaður og finnst hann vera einskis virði. Hann finnur engan tilgang eða fullnægju í vinnu sinni, sem er fólgin i þvi að skrúfa sifellt sömu þrettán skrúfurnar. Hann lifir í stöðugum ótta við atvinnuleysi og skriður þess vegna i duftinu fyrir yfirboðurum sinum. Þó að hann búi ekki við efnalegan skort þvinga aðstæöur hans hann til að vera sifellt að hugsa um peninga á mjög smásmugulegan hátt. Vegna algerrar kúgunar sinnar leitar hann sér útrásar á tvennan hátt, annars vegar i draumlifi sem aðallega er tengt flugmódel- um, hins vegar með þvi að kúga þá einu einstaklinga sem hann er yfir settur, konu sina og son. Son- urinn skal heldur ganga atvinnu- laus en gerast verkamaöur, ef hann fær ekki vinnu sem er nógu fin til aö fullnægja kröfum föður- ins um að hann færist upp i stétt. Eftir algera niöurlægingu son- arins gerir konan uppreisn og fer að heiman. Þar með stendur Ottó einn eftir og allt það sem hefur haldiö honum gangandi i lifinu er horfið, hann á engin raunveruleg verömæti til að standa sig einn i lifinu. Hann verður að læra, segir kona hans i lokin, en uppgjöf hans er slik að áhorfandinn hlýtur að efast um að hann eigi nokkra von. Hann er algert fórnarlamb vel- ferðarkapitalismans. Kroetz byggir verk sitt upp af mörgum stuttum svipmyndum sem framan af eru mjög sundur- lausar og mynda ekki samhang- andi söguþráð, heldur varpa ljósi á persónurnar frá ýmsum hlið- um. Um miðbik verksins fara at- riðin hins vegar að tengjast meira og mynda sögu af hruni þessarar fjölskyldu. En i grundvallaratrið- um er still Kroetz andstæöa hins hefðbundna dramatiska stils með fléttu, spennu, risi, hvörfum og úrlausn. Þessi still virðist hæfa viðfangsefni hans mjög vel, hann er að fást við hversdagslif venju- legs fólks og það væri fölsun i þvi fólgin aö ofdramatisera lif þess. Texti Kroetz er einfaldur á yfir- boröinu en hlaðinn mikilli spennu vegna þess að hann felur i sér það ósagöa, það sem persónurnar geta ekki tjáöi beinum orðum. Það er kannski mikilvægasta atriðið i uppsetningu þessa verks að einmitt þessi eiginleiki textans komist til skila, og til þess að svo megi verða þurfa leikararnir aö sannfæra okkur um að persónurnar búi yfir dýpt og innri baráttu sem aldrei komi fyllilega upp á yfirborðið. Þetta sýnist mér Hallmar Sigurðsson hafa skilið til fulls og farið rétta leið að marki. Leikararnir sýna gifurlega ein- beitingu, en um leið svo agaða hófstillingu að hvergi bregður fyrir vott af ofleik. Viða i þessu verki er vandrötuð leið sem fara verður til þess að persónurnar verði ekki bara hlægilegar og aumkunarverðar 1 augum áhorf- enda. Mér fannst Hallmar 1 túlkun sinni leggja áherslu á þá mannlegu reisn sem þær eiga þrátt fyrir alla sina eymd, og ég kunni vel við þá túlkun. Frammistaöa leikaranna er með þvi besta sem ég hefi séð lengi. Sigurður Karlsson skapar algerlega heilsteypta persónu á sviðinu, og það persónu sem er mjög margslungin og full and- stæðna en honum tekst að sýna okkur allar hliðar hennar. Kona hans er öllu einfaldari manngerð en Margrét Helga nær fullkomn- um tökum á einfeldningslegri góðmennsku hennar og ekki siður einbeittum hetjuskap hennar þegar á reynir. Emil Guðmunds- son lék innilokaöan og þrúgaðan soninn af næmri einlægni og tókst að sýna okkur algera auðmýk- ingu hans án þess það yrði vand- ræðalegt fyrir áhorfendur — sem er hreint ekki auðvelt. Þetta er sýning sem greip mig óvenju föstum tökum, óvægið verk sem lætur áhorfandann ekki i friði. Sumir eru að fjargviðrast útaf seinlegum skiptingum og mikilli lengd á sýningunni. Hlé milli atriðanna eru að minu viti nauðsynleg, þau voru hins vegar kannski óþarflega löng sum hver. Og leikmynd Jóns Þórissonar var áreiðanlega óþarflega flókin. En þetta eru smáatriði. Það sem máli skiptir er aö hér er á ferðinni með heilsteyptari og sterkari sýningum. Og verk sem á brýnt erindi við okkur öll. Sverrir Hólmarsson • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Ónnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verötilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.