Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. september 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Merkja-
og blað-
söludagur
Sjálfs-
bjargar
Hinn árlegi merkja- og blaö-
söludagur Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra veröur n.k.
sunnudag 28. september. Veröa
seld merki Sjálfsbjargar og
blaöiö „Sjálfsbjörg 1980”. Verö á
merkinu er kr. 500.- og blaðinu kr.
1.000.-
Sundlaugarbyggingin er eitt af stóru verkefnunum hjá Sjálfsbjörg ná.
Af efni blaðsins, sem nú kemur
út i 22. sinn, má m.a. nefna:
Avarp heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra, Svavars Gestssonar,
Arni Gunnarsson, alþingismaöur
skrifar um undirbúning Alþjóða-
árs fatlaðra 1981. Greinar eru um
ýmis málefni fatlaðra s.s. Iþróttir
fyrir fatlaða, Hjálpartækjabank-
ann, Ferðaþjónustu fatlaðra,
Samgöngumál, og fleira.
Sjálfsbjargarfélögin ásamt
trúnaðarmönnum og velunnurum
samtakanna sjá um sölu útum
land. Sjálfsbjargarfélagið i
Reykjavik sér um söluna á höfuð-
borgarsvæðinu og sjá félagar og
styrktarfélagar um söluna. Af-
greiðsla á merkjum og blöðum
hefst kl. 13.00 á laugardaginn i
Félagsheimilinu á 1. hæð i Sjálfs-
bjargarhúsinu, Hátúni 12, simi
17868. A sunnudag verður Félags-
heimilið opiðfrá kl. 10.00, en sala
hefst kl. 11.00.
Góðaksturskeppni
A morgun, laugardag, efnir
Reykjavikurdeild Bindindis-
félags ökumanna tU góðaksturs-
keppni i höfuöborginni.
Ekið veröur vitt um borgina og
ýmsar þrautir lagöar fyrir kepp-
endur á leiöinni. Keppninni lýkur
á maibikaða svæðinu sunnan við
Laugardalsvöllinn og þar munu
keppendur leysa af hendi margs
konar þrautir, sem reyna á öku-
leikni þeirra.
Tilgangur BFO meö góöakstri
þessum er að hvetja ökumenn til
góðra aksturshátta og þekkingar
á bilum sinum og umferðarregl-
um, um leið og þeir taka þátt i
skemmtilegum leik. Jafnframt
vonast BFÖ til, að keppni sem
þessi hvetji menn almennt til um-
hugsunar um umferöarmál, sem
gæti leitt til farsælli umferöar.
Þátttöku skal tilkynna á skrif-
stofu BFO i Lágmúla 15 (simi
83533) kl. 9—5 i dag. Þátttöku-
gjald er kr. 3000,- og fjöldi þátt-
takenda takmarkast við 20 bila.
FRÉTTASKÝRING
Þeir vita vel
Ihvað þeir gjöra
Þegar þetta er ritaö er enn
óljóst hver örlög Frakkans Pat-
ricks Gervasoni veröa. Hann
situr enn i Siöumúlanum og
biður úrslita, en siðustu fregnir
herma að lengri frestur fáist.
Ég veit að mörgum varö við
eins og mér þegar þær fréttir
bárust að það ætti að visa hon-
um úr landi, það var eins og að
fá kalda gusu i andlitið. 1
morgun (fimmtudag) kom svo
önnur gusa i leiöara Morgun-
blaðsins þar sem þvi er haldið
fram aö Gervasoni sé i trölla-
höndum kommúnista sem geri
málstað hans ógagn eitt, en þvi
hefur auðvitað enginn veitt at-
hygli nema Mogginn.
Þessi útlegging gefur tilefni
til nokkurra andsvara og skýr-
inga og tónninn I leiöaranum
minnir einmitt á fyrstu viöbrögö
islenskra yfirvalda viö umsókn
Gervasonis. Þegar betur er aö
gáö er samhengi i málflutningi
embættismanna dómsmála-
ráðuneytisins og ritstjóranna i
turninum við Aðalstræti.
1 vor var komiö aö máli viö
nokkra islenska námsmenn i
Kaupmannahöfn og þeim kynnt
mál Gervasonis. Þá þegar hafði
veriö send beiðni hingað um
landvistarleyfi honum til handa,
en þar sem lítið var um svör,
varö að ráöi aö leita til Islend-
inga um stuöning. „Vinstri sinn-
arnir” þar ytra sem samkvæmt
leiðara Moggans láta ekkert
tækifæri ónotaö til að láta andúð
sina á ameriska hemum og að-
ild Islands aö Nato i ljós (sem
Liana.BiMia...
Embœttismenn,
mannúð og
Gervasonimálið
auövitað er satt) litu á mál
Gervasonis sem algjört mann-
réttindamál, enda var okkur
tjáð að hann óskaði einskis ann-
ars en að fá að lifa og vinna i
friði, orðinn langþreyttur á 10
ára flótta.
Þaö var ekki fyrr en i gær sem
ég heyrði hvaöa ástæður lágu aö
baki þeirrar ákvörðunar Gerva-
sonis að neita að gegna herþjón-
ustu (sjá Þjv. 25. sept.) og hef
ég þó fylgst með málinu frá
upphafi. Þaö er alveg nægileg
ástæöa i augum þeirra sem
reynt hafa að hjálpa Gervasoni
að hann skuli ekki vilja bera
vopn og vera friðarsinni. Viö er-
um þeirrar skoöunar aö hver
maður hafi rétt til að hugsa, tala
ogskrifa eins og honum þóknast
og rétt til að koma skoöunum
sinum á framfæri, aðdróttanir
Moggans um annaö bera aöeins
vott um þau heljartök sem
kaldastriðsgrýlan hefur á þeim
bæ.
En áfram meö söguna. Þegar
ekkert svar barst til þeirra
Dana (þará meðal framsóknar-
þingmannsins Baunsgárds),
sem aöstoöuðu Gervasoni, voru
Islendingarnir beönir að kanna
hvort ekki væri hægt aö knýja á
um svör með einhverjum hætti.
Viö ætluöum þrjú að ganga á
fund Einars Agústssonar sendi-
herra, en hann sagðist ekkert
hafa um málið að segja. Fólk
hér heima ræddi viö embættis-
menn I dómsmálaráöuneytinu
og þá komu fram þau svör aö
þetta væri ÓÆSKILEGUR
maður. Sennilega hefur sú
hugsun alltaf legiö aö baki,
maöur eins og Gervasoni sem
villfá aö ráða lífi si'nu sjálfur og
hikar ekki við aö segja hern-
aðarmaskinunni strfð á hendur
er óæskilegur. Hvað sagöi ekki
Baldur Möller þegar hann var
spuröur um muninn á máium
Kovalenkos og Gervasonis.
„Hann (Kovalenko) hefur ekki
neitað aö gegna herþjónustu i
sinu landi”. Löghlýðnin börnin
góð, hún skal vera ofar öllu.
Vikur nú sögunni til siðasta
þriðjudags. Dögum saman var
haft samband við ráðuneyti
dóms og laga og spurt hvað liöi
afgreiöslu umsóknar Gerva-
sonis. Alltaf var verið að biða
eftir upplýsingum frá Frakk-
landi og loks komu þær eftir að
isienski sendiherrann þar gekk
sjálfur i máliö. Upplýsingarnar
bættu engu viö, þær staðfestu
sögu Gervasonis. Ráðuneytið
tók ákvörðun og hóf undirbún-
úng brottvisunar i kyrrþey.
Aætlunin var vel skipulögö,
rikisstjórnarfundur var nýlega
hafinn þegar Gervasoni var
handtekinn, svo stuönings-
mönnum var ókleift að ná til
dómsmálaráöherra eða ann-
arra i rikisstjórninni. Otlend-
Flugleiðir:
Ekki hægt að
fara eingöngu
eftir starfsaldri
Vegna forsiöuviötals viö Jófrföi
Björnsdóttur formann Flug-
freyjufélags tslands hafa Flug-
leiöir sent eftirfarandi athuga-
semd, undirritaöa af Erling
Aspelund, Má Gunnarssyni og
Hans Indriöasyni:
„Þegar fyrir lá að fækka yrði
flugfreyjum eins og reyndar fólki
úr öðrum starfshópum innan
Flugleiða var fjórum eftirlits-
flugfreyjum falið að útfylla lista
þar sem ráöa mætti af starfs-
hæfni og þjónustu flugfreyjanna
við farþega. Listarnir voru af-
hentir eftirlitsflugfreyjum, sem
siöan fylltu inná þá einkunnir
eftir ákveðnu kerfi. Listarnir
voru ómerktir. Starfsmannahald,
farþegaþjónustudeild og flug-
rekstrardeild unnu siöan sam-
eiginlega úr listunum. Þar að
auki var farið yfir starfsferil við-
komandiflugfreyja, farið var yfir
upplýsingar frá farþegum sem
félaginu hefur borist á undan-
förnum árum o.s.frv. Við gerö
lista með 68 flugfreyjum sem
félagið vill ráöa að nýju réði
starfsaldur mestu.
Þegar svo stendur á sem nú hjá
Flugleiðum er ekki mögulegt að
fara eingöngu eftir starfsaldi'i.
Fólki fækkar verulega hjá fyrir-
tækinu. Störf sem áöur voru unnin
af tveim eða þrem lenda nú hjá
einum starfsmanni. Þetta á sér
staö bæöi i skrifstofum félagsins
og öðrum vinnustööum. Starfs-
aldurslistar eru hvergi viðteknir
nema I sambandi viö flugmenn.
Þar eru þeir samningsatriði. Hjá
flugfreyjum eru hins vegar ekki
gildandi starfsaldurslistar
fremur en hjá öðru starfsfólki
félagsins að flugmönnum undan-
skildum sem að framan getur”.
Prófessor
E. Walter hjá
Málfræði-
félaginu
Islenska málfræöifélagiö efnir
til fyrsta fundar vetrarins næst-
komandi þriöjudag 30. september
kl. 17.15 i stofu 422 I Arnagarði við
Suöurgötu.
Gestur fundarins, prófessor
Ernst Walter frá Greifswald i
Þýska alþýöulýöveldinu, spjallar
um sögu islenskra og norrænna
oröa. Fundurinn er öllum opinn.
I dómsmálaráöuneytinu safnaö-
ist saman fjöldi manna þegar
fréttist um tilraun yfirvalda að
lauma Gervasoni úr landi.
ingaeftirlitiö sagöi manninn I
sinni vörslu, en nánast
samtimis og blaðamönnum
Þjóöviijans var sögð sú saga
sást hvar Gervasoni var leiddur
út úr Siöumúlafangelsinu og
keyrður i átt til Keflavikur. Það
átti aö koma honum úr landi
áöur en nokkur fengi neitt aö
gert.
Þaö er svo annað mál aö þeir
ráðuneytismenn áttu alls ekki
von á þeim viðbrögðum sem i
ljós komu. Vegna mikils þrýst-
ings og röksemda lögmanns
Gervasonis tók dómsmálaráð-
herra þá ákvöröun aö fresta
brottförinni.
Samtimis bárust þær fréttir
frá Danmörku að danska lög-
reglan heföi haft samband við
stuöningsmenn Gervasonis þar
og sagt þeim að hann fengi ekki
hæliþar f landi. Danska lögregl-
an vissi aö von var á Gervasoni
oghvaðanfékk hún þá vitneskju
nema frá Islenskum yfirvöld-
um? Skyldu Danir ekki hafa
tjáö yfirvöldum hér að þeim
bæri skylda til að afhenda
Gervasoni frönskum yfirvöld-
um? Er það liklegt að þeir
hlaupi út I bæ f Kaupmannahöfn
til aö tilkynna slikt en láti is-
lensk yfirvöld ekkert vita? Þaö
er heldur óliklegt. Af þessu er
mjög svo freistandi aö draga þá
ályktun aö embættismennirnir
hafi vitað fullkomlega hvaö þeir
voru aö gera, þeir ætluðu að
losna viö þennan „óæskilega”
mann þegjandi og hljdðalaust,
en sem betur fór mistókst þaö.
Þá er eftir sú spurning hvað
liggur að baki afstöðu embættis-
mannanna hér. Eru þeir eins og
hver önnur vélmenni sem vilja
losna við öll vandræöi, sama
hvort mannúð og mannréttindi
koma þar við sögu eður ei? Er
þetta hinn alkunni undirlægju-
háttur islenskra stjórnvalda
gagnvart NATO? Eða hefur
NATO kannski veriö með
klærnar i málinu og beitt þrýst-
ingi? Meöan ráðamenn afsanna
ekki að svo sé er ég sannfærð
um að siöasta tilgátan er sú
rétta.
Niðurstaöa min er sú að rök
ráðuneytisins séu haldlaus, það
er nánast enginn munur á máli
Kovalenkos og Gervasonis,bæði
snúast um það aö menn fái að
lifa á þann hátt sem þeir óska,
lausnin við þá kúgun sem rikir i
þeirra heimalöndum. Þaö er
mannréttindamál að veita
Gervasoni hæli og i samræmi
við mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu Þjóðanna. Við
„vinstri sinnarnir” sem teljum
okkur berjast fyrir réttlátu
þjóöskipulagi, styöjum að sjálf-
sögðu hvern þann sem á rétt
sinn aö verj^sama hvaöan hann
kemur, en það veröur ekki sagt
um suma aðra. Það sýndi eng-
inn annar máistað Gervasonis
áhuga, fyrr en nú allra siöustu
daga, og vonandi verður sá
stuöningur til þess að Gervasoni
fái hér landvist. Ég trúi þvl ekki
að dómsmálaráðherra ætli að
bera þann bagga til æviloka að
hafa sent ungan mann I fangelsi
franskra hernaðaryfirvalda.
Hamingjan hjálpi honum, þvi
þá veit hann ekki hvað hann
gjörir.
Kristin Astgeirsdóttir
I
■
I
i
■
I
■
I
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
1
■
I
■
I
■
I