Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 15
'Föstudágur 26. sept'etrtber 1980 ÞJÖÐVrtJINN — StÐA 15 Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum, Siðumúla 6. lesendum Magapínuskrif Svarthöfði Visis er undarlegt fyrirbæri i islenskum blaða- heimi. Oftast finnst manni vandalaust að afgreiða hann með þvi að sletta i góm: æ, þetta er bara svarthöfðaraus. Það er ekki mark á þvi takandi. En þegar hann fer að veitast að samborgurum sinum með skitkasti á borð við það sem birtist i Visi s.l. þriðjudag, þá fer manni að hætta að vera sama. Þettaec ekkii fyrsta sinn sem Svava Jakobsdóttir verður fyrir barðinu á Svarthöfða. Honum virðist vera alveg sér- staklega i nöp við Svövu, sem og aðra vinstrisinnaða rithöfunda. Kannski er það skiljanlegt, a.m.k. frá sálfræðilegu sjónar- horni, þegar þess er gætt að þetta bull kemur úr ritvél Ind- riða G. Þorsteinssonar, eins og alþjóð veit. Hann um sina sálfræði, en rit- stjóri Visis ætti aö fara að hugsa sinn gang. Ætli þessi magapinu- skrif öfundsjúks smákarls sem vill verða stór séu blaðinu til á- litsauka i samfélaginu? Visir er reyndar ekki merkilegt blað, en væri þó snöggtum skárra ef Svarthöfði hyrfi af siðum þess, það veit sá sem allt veit. Að lokum langar mig til að þakka Svövu Jakobsdóttur fyrir lestur hennar á smásögunni Vixillinn og rjúpan. Þetta var mjög góð saga og átti brýnt er- indi við vixlahrjáða húsbyggj- endur, sem eru eins og allir vita stór hópur i þjóðfélaginu. Svava er einn af okkar albestu rithöf- undum og ég ætla bara að vona að henni gefist nægur timi i framtiðinni til að semja fleiri snilldarverk á borð við Leigj- andann, Æskuvini og allar smá- sögurnar sem hún hefur glatt okkur með hingað til. Imba Ekki sama hvaðan flóttamennimir koma Nú er búið að visa franska flóttamanninum úr landi, en sá rússneski fær að leika hér laus- um hala þótt þeir viti ekkert um hans fortiö annað en það sem honum sjálfum finnst henta sér best. En það er ekki sama frá hvaða þjóð þessir menn eru. Ef þeirgeta kastaðskugga á Rússa er allt i lagi. Allur sá áróður og óþverri sem nú er rekinn i sjón- varpi og útvarpi um Rússland á sér sennilega fá fordæmi um hinn siðmenntaða heim. Það er nú eitthvað annað þegar Banda- rikin eiga i hlut, þó að i raun og veru séu það þau sem öllum þessum glæpum hafa komið af stað og standa á bak við flest af þvi illa sem nú er að gerast i heiminum. Svo er öllu komið yfir á Rússa. Seint mun ég gleyma ómari Ragnarssyni þegar hann stillti sér upp fyrir framan farar- stjóra ólympiufaranna og spurði með fyrirlitningarsvip hvort það hefði ekki verið einsog hjá nasistunum‘36, og hvort ekki heföu verið rauðir fánar i hverju horni. En fararstjórinn var bara heiðarlegur maður og sagði hlutlaust frá og fléttaði engri pólitik þar inn i. Siðan hef ég haft ógeö á Ómari, þvi svona auman hélt ég hann ekki vera. En um sjónvarpsfólkið má segja upp til hópa, og útvarps- fólkið oftast lika, að það er fylgjandi þvi sem er til hægri, það heyrir maður dags daglega. Svo hefur maður fimm hægri- sinnuð dagblöð — og Þjóðvilj- ann, sem er ekki nándar nærri nógu róttækur. Kristin. Leikþáttur Pétur og kaup- maðurinn Pétur: Ég ætla að fá einn kassa af vindlum. Kaupmaður: Með ánægju. (Pakkar kassa inn.) Gerðu svo vel, félagi. Pétur: Ég held annars að ég fái heldur hjá þér pipu á sama verði. Kaupmaður: (Pakkar pipu inn og réttir Pétri hana.) Gerðu svo vel. Pétur: Þakka þér kærlega fyrir. Vertu sæll. Kaupmaður: Heyrðu ungi maður, þú gleymdir að borga pipuna. Pétur: En ég skipti á henni og Gátur Hve lengi sefur asninn á nótt- unni? Hver er þaö sem fer i skólann á hverjum degi án þess að læra nokkuð? Hvort er þyngra eitt kiló af dúni eða eitt kiló af blýi? Hvað rekst maður á á hverri sekúndu, en aldrei á kiukku- stund? (S vör birtast á morgun) Sigga teiknaði þessa mynd af Heklu Það er verst við getum ekki prentað hana i litum, þvi að logandi hraunið er afskaplega litrikt. vindlakassanum. Pétur: Nei, en ég hef heldur Kaupmaður: Vindlakass- ekki fengið hann. (Verslunar- anum? Þú hefur heldur ekki maðurinn gefst upp og Pétur borgað hann. fer.) Leikþáttur Besti pabbinn Óli: Hefurðu heyrt um Alp- ana? Siggi: Alpana? Já, hvað með þá? Óli: Þá byggði pabbi minn. (Þögn) Siggi: En hefur þú heyrt um Dauðahafiö? óli: Já, hvaö með það? Siggi: Pabbi minn drap þaö! m Störf við í|f heilsugæslustöð Heilbrigðisráð Reykjavikurborgar aug- lýsir laus til umsóknar eftirtalin störf við heilsugæslustöð i þjónustuálmu Borgar- spitala (Fossvogssvæði). 1. Læknafulltrúi i fullt starf. — — Umsækjendur þurfa að hafa a.m.k. 2ja ára starfsreynslu sem læknaritarar. 2. Tveir ritarar i hlutastarf. — Starfið felst i móttöku, afgreiðslu og spjaldskrár- vörslu. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Umsóknir sendist til Heilbrigðisráðs, skrifstofu borgarlæknis, Heilsuverndar- stöðinni v/Barónsstig. Umsóknareyðublöð fást i afgreiðslu Heilsuverndarstöðvarinnar. Menningarsjóður Norðurlanda Verkefni Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuðla aö norrænni samvinnu á sviði menningarmála. t þessum til- gangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfs- verkefna á sviði visinda, fræðslumála og almennrar menningarstarfsemi. A árinu 1981 mun sjóðurinn hafa til ráðstöfunar 8,5 miljónir danskra króna. Af þessu fé er hægt að sækja um styrki til norrænna samstarísverkefna sem unnin eru i eitt skipti fyrir öll. Einnig má sækja um styrki til verkefna sem taka lengri tima og þá fyrir ákveðið reynslutimabil. Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóðsins og er umsóknum veitt viðtaka allt árið. Umsóknir verða af- greiddar eins fljótt og hægt er, væntanlega á fyrsta eða öðrum stiórnarfundi eftir að þær berast. Erekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins veitir Norræna menningarmálaskrifstofan, Snaregade 10, DK — 1250 Kaupmannahöín, simi (01)114711. Umsóknareyðublöð fást á sama stað og einnig i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik simi 25000. Stjórn Menningarsjóðs Norðurianda. DANSSKOLI Sigarbar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR — DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL. BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó). Örstutt frá skiptistöð SVK. Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00~I9.00 í sírna 41557 LbarnahemidJ DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.