Þjóðviljinn - 26.09.1980, Blaðsíða 5
Styrjöld íraks og írans:
í upphafi
var olían
Eidar brenna í íröksku olíuborginni Basra og írönsku
olíuborginni Abadan. Iðnríkin skjálfa af ótta við að ekki
sé aðeins tekið fyrir um 10% samanlagðrar olíufram-
leiðslu um lengri tima heldur óttast þau, að i versta falli
muni ófriðurinn valda stöðvun á olíuflutningum frá
Persaflóa öllum. Og má sjá minna grand f mat sínum.
Þaö er Irak sem rýfur friðinn,
eöa tekur sér hernaðarlegt frum-
kvæöi eins og þaö heitir á hlut-
leysismáli. Flest bendir til þess,
aö striöiö sé tilraun stjórnar
Baathista i Irak til að neyöa Iran
með nægilega ótviræðum hern-
aðarsigrum til aö viöurkenna að
Irak sé öflugasta veldi i þessum
hluta heims. Hiö persneska Iran
keisarans geröi áöur tilkall til aö
vera lögreglustjóri og verndari
hinna veikbyggöu en oliuauöugu
arabisku smárikja við Persaflóa.
írak er langöflugasta Arabariki á
þessum slóöum og ætlar nú aö
taka aö sér hlutverk verndarans
yfir arabiskum frændum — og
sjálfsagt þröngva upp á þá sinum
pólitiska vilja um leiö.
Háskalegar freistingar
Þetta markmiö krefst þess ekki
endilega að her íraks reyni aö
sækja fram alla leiö til Teheran.
Leiðtogar Iraks eru raunsærri en
svo, aö þeir reyni aö melta þann
sjóöheita þjóöargraut sem Iran er
oröið. Þeir munu að likindum láta
sér nægja aö vinna bug á iranska
hernum i oliuhéraðinu Kuzhest-
an.
En jafnvel þótt þeir ætli sér
ekki stærri hlut, og jafnvel þótt
her Irans reyni ekki annað en að
stöðva her Iraks i Kuzhestan, þá
getur allt hæglega fariö úr bönd-
um og báöir aðilar freistast til að
færa út vigvellina.
Ef aö her Iraks tekst að sækja
allgreitt fram i Kuzhestan og ná
héraðinu öllu á sitt vald, gæti sú
freisting oröiö mjög sterk aö
reyna að halda þvi með einum
eöa öörum hætti. Þvi Kuzhestan,
sem Arabar kjósa aö kalla Ara-
bistan, er frá fornu byggð Aröb-
um en ekki Persum — og enn i
dag er helmingur ibúanna Arab-
ar, þrátt fyrir mikinn aöflutning
Persa og Kúrda til starfa viö oliu-
vinnslu. Stjórnin i Bagdad hefur i
striðsáróörinum kallaö Iran-
stjórn „persneska kynþáttakúg-
unarstjórn” og réttlætir hernaö
sinn ekki sist meö þvi, aö trak
vilji tryggja minnihlutum i tran
(Aröbum, Kúrdum og Belútsjum)
rétt til sjálfsstjórnar.
En hvar endar sjálfsstjórn og
hvar hefst aðskilnaöarstefna?
Irakir hafa sjálfir dýrkeypta
reynslu af þeim málum: i þeirra
landi geisuöu áratugum saman
styrjaldir vegna þess aö stjórn-
völd i Bagdad viðurkenndu ekki
rétt Kúrda i trak til þeirrar
sjálfsstjórnar sem þeir gátu sætt
sig viö. Ef aö stjórn traks reynir i
alvöru aö losa Kuzhestan frá Ir-
an, þá mun aldrei friöur komast á
milli rikjanna. An oliunnar i Kuz-
hestan er Iran þurfalingur, sem
einskis má sin — stjórnvöld i
Teheran mundu gripa til hvaöa
örþrifaráöa sem tiltæk væru til aö
koma i veg fyrir þann missi.
Mótleikir
Ráöamenn i Teheran eiga kost
á ýmsum mótleikjum. Þeir reyna
nú þegar i áróöri að skirskota til
trúbræðra i trak. Þvi meirihluti
hinna arabisku Iraka tilheyrir
sama meiöi Múhameöstrúar og
flestir Persar — þeir eru Sjiitar —
og með þvi þeir telja sig einatt
misrétti beitta af ráðandi Súnnit-
um, þá getur veriö aö þeir séu
eitthvaö opnir fyrir boðskap aja-
tollana irönsku. I annan staö get-
ur það orðiö ráöamönnum i
Teheran nokkur freisting, aö færa
sér það i nyt, aö þrátt fyrir vin-
áttusamning og vopnakaup hafa
samskipti Iraks viö Sovétrikin
oröið æ kaldari. Um leiö og Sovét-
rikin telja það sér i hag, að stjórn
Irans fylgi áfram mjög and-
bandariskri stefnu.
(1 Iran og trak er sagan frá
Eþiópiu og Sómaliu aö endurtaka
sig — risaveldin hafa vopnað
hvort „sinn” aðila — og siöan
glutraö niöur vinfengi viö skjól-
stæðinginn. Amerikanar vopnuöu
Eþiópa, sem geröu byltingu og
vinguöust við Sovétmenn. Sovét-
menn vopnuöu Sómali, sem gera
landakröfur til Eþiópa — en reka
þá siöan i fangiö á Bandarikja-
mönnum. Hliöstæðan er greinileg
i Iran: þar skekur andbandarisk
stjórn bandarisk vopn — og þvi
Blaðburðar-
fólk óskast
Melhaga - Neshaga
(strax)
Skerjafjörður (1. okt)
Gnoðarvogur - Karfavogur
(1. okt)
Bjarmaland - Efstaland (1
okt)
Ath! 10% vetrarálag ofan á
laun frá og með 1. október.
DJODVIUINN
Síðumúla 6
simi 81333.
Föstudagur 26. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Sá sem hvorttveggja hefur: vopn og ollu...
fer ekki fjarri að eitthvaö svipaö
hafi gerst i samskiptum Sovét-
manna og Iraka. Það er ekki aö
furöa þótt sakleysingjum reynist
erfitt aö finna sér pólitisk hald-
reipi sem duga i heimi samtim-
ans).
Tækifæri gripið
Eins og fréttaskýrendur hafa
margsinnis itrekaö aö undan-
förnu, þá hafa írakir gripiö tæki-
færið einmitt nú, þegar hreinsan-
ir byltingarinnar hafa dregið
mátt úriranska hernum. Þeir vit:
lika, aö gislamálið hefur leitt til
þess, að stjórnin i Teheran á nú
formælendur fáa. Þaö er i fram-
haldi af þvi, aö islamskir höfö-
ingjar i Teheran þruma hátt i
fjölmiðlum, um aö Irak hafi meö
innrás sinni rétt „hinum mikla
Satan” höndina — meö öörum
orðum: Bandarikjunum. Þetta er
að sjálfsögðu oftúlkun hin mesta.
Báöir styrjaldaraöilar eru tor-
tryggnir i garö risaveldanna, og
þaö tilheyrir bænargjörð dagsins
i þeim búðum að formæla a.m.k.
Bandarikjunum — vegna Israels
og Palestinuaraba ef ekki af öör-
um ástæöum.
Að setja skilmála
Ef að írak tekur aö sér ein-
hverskonar stórabróöurhlutverk
andspænis hinum skelfdu oliu-
furstadæmum við Persaflóa
verður það ekki gert i þágu
Bandarikjanna. Eitt helsta vigorö
Baathflokksins, sem ku hvar-
vetna blasa við i írak, er:
„Arabiska oliu fyrir Araba”.
Stjórnin i Bagdad vill halda vörð
um oliuflauminn — meö skilmál-
um sem henni hentar og til þess
að fá aukin áhrif á samanlagöa
oliupólitik Arabarikja. Egypta-
land Nassers gerði tilkall til for-
ystu i arabískum heimi með til-
styrk mannafla og herstyrks.
Egyptaland Sadats hefur vikiö af
þvi taflborði með sérsamningum
við ísrael. Irak er smærraTiki en
Egyptaland, en samt lang-
öflugast arabiskra oliurikja. For-
ystumenn þess kunna aö vera i
þeim ham, að reyna ekki aðeins
aö koma i staö Iranskeisara i
oliuheiminum heldur og Nassers i
hinum arabiska heimi. —áb.
FRÉTTA-
SKÝRING
Þaö traust sem þú sýnir
kaupmanninum þegar þú
sendir þann út í búö sem enn
kann ekki að velja vörurnar
sjálfur, er gagnkvæmt.
Þegar þú skiptir við kaup-
manninn þinn eruö þiö tveir
aöilar aö sama máli.
Hagur annars er jafnframt
hagur hins.
Þaö er engin tilviljun aö
orðin vinur og viöskipti hafa
orðið aö einu -viðskiptavinur.
Búum betur að verslunirmi.
Það er okkar hagur.
viðskipti
&verzlun
argus