Þjóðviljinn - 15.11.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. — 16. nóvember 1980 AF HÁMENNINGU ,/Hámenning er ekki til á islandi", sagði Guðbergur Bergsson í blaðaviðtali á dögun- um. Já, það er nú það. Hámenning er heldur ekki til í orðabók Blöndals, nei ekki frekar en heiðurshjón. Til skamms tíma hélt ég að ekkert væri til í lífinu og tilverunni, nema það væri í Blöndal. Nú veit ég afturámóti að heiðurshjón eru til, þótt þau séu ekki i Blöndal, og með því að lesa dagblöðin samviskusamlega, þá fer ekki hjá því að maður farið að hallast að því, að hámenning sé líka til. Að minnsta kosti er því ekki að neita, að öll umræða í blöðunum ber hámenningarlegt svipmót þessa dagana. Kannski er það svanasöngurinn fyrir verkfall. Hatrammar deilur hafa að unaanförnu risið um margt það sem til hámenningar heyrir, svosem Ijóðagerð Bubba Morthens, Tomma og Jenna, Andrésönd, Hraf nkels sögu Freysgoða og verklega tilraun Alþýðuleikhússins til áþreifanlegrar kynferðisfræðslu í skólum. Vondir og andhámenningarlegir menn hafa verið að reyna að gera því skóna að Hrafn- katla sé gömul lygasaga um austf irska sveita- menn, sem styttu sér stundir við það að hengja hver annan upp á af turf ótunum útaf hesti með greindarvísitöluna hundraðogáttatíu. Aðrir menn og betri hafa hinsvegar fært rök fyrir sannleiksgildi sögunnar með því að grafa upp gömul náð- og útihús austur í Múlaþingi. Og nú síðast eru þeir Oskar Halldórsson og Hermann Pálsson komnir í hár saman útaf því hvað sé „epík". Hermann segir að kviður Hómers sé epískur, og vonandi á Óskar eftir að fallast á það. Epík er hins vegar ekki til í Blöndal, svo ég er helst þeirrar skoðunar að fyrirbrigðið sé ekki til. Persónulega hef ur mér alltaf þótt gaman að lesa Hrafnkels sögu Freysgoða, án tillits til þess hvort hún er epísk, listræn, sönn eða log- in. Nú er mér það hinsvegar Ijóst, að eg hef alltaf lesið þennan gamla reyfara með röngu hugarfari, einkum eftir að ég las niðurlag Hermanns Pálssonar um þetta efni í Morgun- blaðinu á miðvikudaginn var, en þar segir hann orðrétt: „......í öllum frásagnarbók- menntum aftan úr grárri forneskju og allt fram til okkar daga, eru ýmis einkenni sam- eiginleg, þótt sundurleit séu um leið, en af því leiðir það að ritskýrandi er sífellt að fást við svipaða eða náskylda frumþætti hvort sem hann er að rannsaka forna goðsögu, epík á borð við Odyseifskviðu, skáldsögu frá síðustu árum, (slendingasögu eða riddarasögu frá miðöldum.... hitt er vitaskuld einsætt að niður- stöðurnar af rannsóknum hans verða jafn sundurleitar og verkin sem hann leysir upp í frumþáttu sína og ber saman við aðrar bók- menntir." (tilv. lýkur). Eftir að hafa meðtekið þessi frumsannindi ætti maður að geta farið að lesa Hrafnkötlu í dálítið hámenningarlegum stellingum. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn eru að riðlast útaf dægurþrasi, virðist Alþýðubandalagið vera að klofna vegna djúpstæðs hámenningarlegs ágrein- ings. Ágreiningsefnið er Ijóðlist. Það er einkum alþýðufarandrokkljóðið „Fangar hafsins", sem hefur valdið ágrein- ingi. Gamlir afturhaldsseggir um Ijóðlist segja að þetta Ijóð fullnægi ekki ströngustu kröfum um íslenska Ijóðagerð, en aðrir máls- varar menningarinnar segja að þetta sé eina Ijóðlistin sem höfði til alþýðunnar í landinu: FANGAR HAFSINS Þorskarnir í sjónum þeir koma í trollið inn þeir eru eins og fangar, þeir komast ekkiút je, je, je, je, je. Þeir geta ekki mótmælt með gítarinn í hönd og mígrafón í hinni, þeim halda trollsins bönd je, je, je, je, je. Þó þörf til mótmæla þeir hafi þvi þeir eru á bólakafi je, je, je, je, je. En við getum mótmælt með gítarinn í hönd okkur halda engin bönd nú dugar ekkert fokk rokk, rokk, rokk, rokk, rokk. pönkarar með einn hárlokk. Og um leið og við á dekkinu tökum trollið inn þá grípum gítarinn og mígrafóninn og kveðum þá i kút fríkum út. Eða svo ég endurtaki orð þjóðhátta- fræðingsins: Hámenningar helgu vé held ég séu að falla, þvi alþýðan er uppá sé (C) einhvern djöfulinn að bralla. Flosi. Veldi IBM á Islandi er nú ógnaö i fyrsta sinn þar sem Rafmagnsveita Reykja- víkur hefur ákveðiö að hafna til- boöi IBM og Skýrsluvéla rikisins og Reykjavikurborgar i tölvu- búnað fyrir fyrirtækiö. IBM hefur barist hart og m.a. undirboðið 'búnaðinn um nær þvi helming þannig að kostnaður er sá sami viö kaupin en allt kom fyrir ekki. Borgarráö fjallaði um málið á dögunum og þar greiddi Daviö' Oddsson atkvæði gegn ákvörðun Rafmagnsveitunnar, og þegar i borgarstjórn kom, óskaði hann eftir hálfs mánaðar fresti til um- hugsunar. Spurningin er ekki aðeins um vörumerkiö heldur einnig um það hvort tölvu- búnaðurinn verður staðsettur hjá SKÝRR eða inni i fyrirtækinu sjálfu,og sýnist mönnum að á þröskuldi tölvualdar sé ekki seinna vænna aö flytja tölvuþekk- inguna inn í fyrirtækin, þótt sam- bandinu við móöurtölvu IBM veröi að sjálfsögðu haldiö áfram. Læknamafían eins og Auður Haralds kallar þá, hefur nú séð að heilbrigðisyfir- völdum í borginni er alvara með áform sin um uppbyggingu heilsugæslustöðva, og eftir að ákveðið var að opna heilsugæslu- stöð i hluta Borgarspitalans nú i vetur, tóku læknar sig saman og mótmæltu þeirri ákvörðun. Vilja þeir righalda i gamla heimilis- læknakerfið, sem er úr sér gengið, enda eru þúsundir Reykvikinga heimilislæknislaysir. Heilbrigðis- ráö borgarinnar hefur unnið að undirbúningi nýja kerfisins lengi vel. Arbæingar hafa i nokkur ár búið við ágæta heilsugæslustöö sem mikil ánægja er með, hluti Borgarspitalans á aö koma i gagnið i vetur, búið er að taka á leigu húsnæöi hjá Landsbank- anum i Mjóddinni i Breiöholti, verið er að leita að húsnæði til bráðabirgða i Seljahverfi þar til heilsugæslustöð og hjúkrunar- heimili ris þar,og svo mætti iengi telja. Inn i mótmæli læknanna blandast hræðsla viö nýútskrif- aða heilsugæslulækna sem nú eru unnvörpum að flykkjast til lands- ins og vilja alls ekki setja upp heimilislæknastofu i stil eldri manna heldur nýta sina menntun á vel búnum stofnunum. Má búast viö miklum átökum um þetta á næstu vikum. Eitthvaö er rotið i riki Dana. A.m.k. hefur margt misjafnt orð farið af Fri- höfninni á Keflavikurflugvelli. Nýlega var tslendingur þar á ferð og fór á barinn og vantaði eld- spýtur. Frihafnarmaðurinn sem afgreiddi afhenti honum þá stokk sem kyrfilega var merktur Sjóher Bandarikjamanna. Á honum stóð: „United States Navy. World Symbol of Strength & Freedom”, sem útleggst: Bandariski sjó’- herinn. Tákn styrks og frelsis i heiminum. Ja. Sveiattan. Þessu eru starfsmenn islenska rikisins að dreifa til viðskiptavina Fri- hafnarinnar. Islendingur sem fékk stokkinn varð var við Hol- lending sem fékk svipaðar trakt- eringar. Sá varð mjög hissa og hneykslaður. Eftir lestur bókarinnar Valdatafl i Val- höll, sem tveir Heimdellingar skráöu: Eftirtekjan reyndist rýr reis ei lítil bára, frekar eins og káifar kýr kitla undir nára. Ungir ihaldsmenn hafa orðið að athlægi vegna heimsóknar sinnar til hins aflóga skúrks Richard Nixons. beim var boðið af. Upplýsinga- þjónustu Bandarikjanna til að fylgjast með forsetakosningunum um daginn.og á kosninganóttina var þeim boöið i drykkjuveislu til republikana, sem haldin var á þremur hæðum i einhverju hóteli þar vestra. Langþekktasti maðurinn i þessari veislu var Nixon,og þar komust þeir i tæri við hann — gapandi af hrifningu eins og myndir i Morgunblaðinu og Visi sýna. Áhugi á varðveislu og skipulagi Grjóta- þorps virðist ekki vera bundinn við tslendinga eina. Auk skípu- lagstitlögu Hjörleifs Stefánssonar sem unnin var á vegum Borgar- skipulags Reykjavikur og nýlega var kynnt,hafa nemendur i arki- tektúr i Danmörku, Englandi og Finnlandi nýlega gert tillögur um skipulag þessa umdeilda þorps.og verður á næstunni haldin sýning á þessum tillögum auk skipulags- tillögu Hjörleifs. Myndlistaráhugi Islendinga hefur löngum þótt með eindæmum. Þeir sem áhuga hafa t.d. á þvi að sýna á Kjarvals- stöðum þurfa ekkert að gera þvi skóna að komast þangað inn á næstunni. Þar er nefnilega upp- pantað allt næsta ár. Jón Múli Arnason hafði samband við Skráargatið og mótmælti þvi aö hann hefði tilkynnt uppsögn sina hjá útvarpinu 1. april n.k. eins og haldið var fram i skráargatinu. Við .fjögnum þessu nýju og hald- góðu upplýsingum og vonum að Jón MUli verði sem lengst i þular- herberginu. Þá haföi Þorgeir Astvaldsson sam- band við skráargatið og hvislaði i gegnum það aö greiðslur sem hann fær fyrir að sjá um eftirmið- dagsþátt i útvarpinu væru hans aðaltekjur en ekki auk,atekjur, eins og haldið var fram siðasta sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.