Þjóðviljinn - 15.11.1980, Page 7

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Page 7
Helgin 15. — 16. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Kapprœðufundur um gúanórokk: Tekst að leiða saman raf magnið og ljóðið? Gagnrýnendur og talsmenn gúanúrokks töluðu sig inn á eins- konar málamiðlun á heldur sátt- fúsum kappræðufundi um ádreputexta við rokkmúsik i Árnagarði I fyrrakvöld. Fundur- inn spratt af ritdeilum um gúanó- rokk svonefnt hér i Þjóðviljanum og viðbrögðum i öðrum biöðum. Félag bókmenntanema viö Há- skólann gekkst fyrir þessum fundi, sem var mjög fjölmennur. Meiri kröfur Arni Björnsson upphafsmaður umræðunnar, tók fyrstur til máls framsögumanna. Um gúanórokkið svonefnda sagði Arni m.a. að þessir söng- textar við poppmúsik um og eftir fiskiverkafólk létu uppi ýmsar hugmyndir sem hann sjálfur væri hrifinn af. T.a.m. ýmislegt er varðar baráttu farandverkafólks. Arni minnti um leið á það, hve erfitt það yfirhöfuð væri að meta notagildi slikra texta fyrir ákveð- in baráttumál, en þvi gildi væri mjög á loft haldið i umræðunni. Hitt væri vist, að gúanótextar væru svo óbjörgulegir yfirleitt, að mikil ástæða væri til að reyna að bæta um betur. Og ef spurt væri, hvort menn ættu að gera minni listrænar kröfur til pólitískra samherja, þá væri svar sitt að svo væri að sjálfsögðu ekki. Þvert á móti. Notagildið Silja Aðalsteinsdóttir bar lof á aðstandendur gúanórokksins fyrir að þeir túlkuðu nöturlegan veruleika og stéttaandstæður með einföldum og skýrum hætti. Hún sagði að textarnir hæfðu ekki þeim mælikvarða sem bók- menntastofnunin vildi leggja á texta. Hitt skipti þó mestu að notagildi þeirra væri mikið, þeir flyttu sjálfstjáningu fólks sem væri að reyna vekja sjálft sig og næsta umhverfi til að leita leiða út úr sinu helviti. Silja tók dæmi af rimnamergð, lausavisum og sálmakveðskap margra alda til að minna á, að mikið af leir yröi að bera fram til að eitthvað yrði til sem nær að halda lifi. Hún sagði um ambögur i gúanótextum og reynslu fyrri tima, að það versta fyrir islenska tungu væri ekkiþað að sett væru saman vond ljóð heldur það, að menn hættu að nota islensku sem tjáningarmiðil. Slæmur vopnabúnaður Eysteinn Þorvaldsson var hinn þriðji i röð frummælenda. Hann sagði að gúanórokk væri nýtt fyrirbæri i dægurmúsik i þeim skilningi, aö með þaö færu menn, sem vissu hvaö þeir ætluðu sér, þeir vildu snúa vissum þáttum skemmtiiðnaðar upp i vopna- búnað gegn vinnuþrælkun og út- gerðarauðvaldi. Eysteinn lýsti eindregnum stuðningi sinum við þau baráttumál farandverkafólks sem þessir textar tengjast viö. En hann átaldi harðlega hirðu- leysi gúanóhöfunda i meðferö málsins, þeir færu meö hrogna- mál, klúðruðu oröaröö, færu með rangar áherslur og vandræðarim. Með þeim hörmulegum afleiðing- um aö góð meining yrði afskræmisleg. Kannski væri þetta skeytingarleysi áhrif frá gamla textahnoðinu þeirra sem áður réðu húsum i poppheimi. Eysteini fannst undarlegt, að dæmi sýndu að talsmenn gúanó- rokks væru miklu betur máli farnir i ræðu og blaöagreinum en isöngtextum (og fleiri tóku undir þá skoðun). Þetta benti til þess aö þeir gætu gert miklu betur ef þeir kærðu sig um. Kannski færu þeir með leirburð af ásetningi, af þvi þeir héldu ekki annað hæfa rokk- músik? Eysteinn spurði einnig hvers vegna gúnaórokkarar færu ekki með texta ágætra skálda sem hefðu ort um svipuð efni — eða reyndu a.m.k. að taka mið af þeim. Baráttan rafmögnuð Allmargir tóku þátt i umræðum og fyrirspurnum, m.a. einn af gúanórokkurum, Þorlákur Kristinsson. Hann lýsti þvi hvernig gúanólist hefði byrjað göngu sina i verbúðum á Eskifirði þar sem hópur farandverka- manna lagði i púkk um texta og tók mið af blúsum og sveitarokki að þvi er músikefni varðar. Við sömdum þessa texta af þvi það var þörf fyrir þá, sagði Þorlákur. Svipað gerðist annarsstaðar, m.a. i Vestmannaeyjum. Verka- lýðsfélög fengu áhuga á þessu og báðu okkur að koma á samkomur sinar. Svo var klóin sett i sam- band og baráttan rafmögnuð. Þorlákur lagði áherslu á þýð- ingu gúanólistar sem sjálfs- tjáningar, að þegjandi fólk hefði fengið málið. Hann fór ekki að ráöi út i gagnrýni á textana en sagði sem svo, að gúanórokkiö væri pólitiskt afl sem ihaldið væri hrætt við, og tæki þessvegna feg- ins höndum möguleikum á að skýla sér bak við Arnagarð. Undir lokin fór Tolli eins og margir aðrir á fundinum að hall- ast að óskum um einkonar sættir: leiðum saman rafmagn og ljóð. Sá tónn varð rikjandi á fund- inum. Menn töldu það sem einu nafni er nefnt gúanórokk jákvætt lifsmark, en gagnrýndu það eöa viðurkenndu meö ýmsum á- herslum að textarnir þyrftu stórlega að batna. Kannski væru þeir þegar farnir að skána? Það var lika minnst á likur á þvi að gúanórokk hyrfi, eins og margt annað, inn i markaðslögmálinr á þann mikla hávaða sem einatt kæfir hina umdeildu texta og margt fleira. Tolli söng tvisvar á fundinum við góðar undirtektir , — áb. Nýjar og skemmtilegar barna-og unglingabækur Haraldur Guðbergsson ÞRYMSKVIÐA OG BALDURSDRAUMUR Tvær undurfallegar bækur með snilldarlegum teikningum Haralds Guðbergssonar við lítið sem ekkert styttan texta Eddukvæð- anna. Erfiðustu orðin eru skýrð í bókunum. Er hægt að hugsa sér skemmtilegri aðferðtil að kynnast fornum heimi? Gunilla Bergström GÓÐA NÓTT EINAR ASKELL FLÝTTU ÞÉR EINAR ASKELL SVEI-ATTAN EINAR ASKELL Þetta eru þrjár fyrstu bækurnar um Einar Áskel, sem alls staðar hef ur orðið uppáhald yngstu barn- anna. Þeir sem kynnast Einari Ás- keli, snáðanum litla sem býr einn með pabba sínum, verða ekki f yrir vonbrigðum. Þýðandi: Sigrún Árnadóttir „ Hér er um að ræða raunsæ hvers- dagsævintýri sem gerast á hverju heimili, en með bráðlifandi texta og frumlegum klippmyndum verður veröld þeirra að ævintýra- heimi sem allir hafa gaman af að kynnast". Gunnl. Astgeirsson, Helgarpósti. Valdís óskarsdóttir BÖRN ERU LIKA FÓLK „Guð á heima uppi í loftinu. Hvernig lítur hann út? Með skegg og svona voðalega fallegur. Ég held hann sé bara blár á litinn allur". Viðtöl Valdísar Oskarsdóttur við tíu börn á aldrinum 3-10 ára um líf ið á jörðinni — og uppi i himnin- um hjá Guði og hjá Ijótu skröttun- um inni í jörðinni, eru öll bráð- skemmtileg fyrir krakka — og fróðleg fyrir fullorðna. K.M. Peyton SÝNDU AÐ ÞÚ SÉRT HETJA eftir höfund bókanna um Patrick Pennington. Spennandi saga um Jónatan, 16 ára son milljónamær- ings, sem lendir í klóm mann- ræningja, og um viðbrögð hans, fjölskyldu hans og Péturs, vinar hans. Þýðandi: Silja Aðalsteins- dóttir. valdis cskar'Bdóttir < börn eru líka fólk Jóhanna Alfheiður Steingrimsdóttir VERÖLDIN ER ALLTAF NÝ Gaukur og Perla lenda í ýmsum ævintýrum og uppgötva veröldina í sameiningu. ( túninu fundu þau þyngdarlögmálið og Gaukur fann fugl i snjónum sem hann hjúkraði. En dularfyllstur og mest spenn- andi er þó sandkassaheimurinn, en þangað kemst fullorðna fólkið ekki, því það er veröld sem .Gaukur og Perla eiga út af fyrir sig. Teikningar eftir Harald Guð- bergsson. Asrún Matthíasdóttir VERA Vera er 5 ára og býr hjá pabba sín- urn.en mamma hennar á heima úti i bæ. Vera er hress stelpa sem veltir hlutunum fyrir sér og reynir að finna svör. En hún gerir fleira — hún fer í útilegu, skoðar sveit- ina, leitar að álfum og margt margt fleira.' ‘WfrsértW Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.