Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 5
Helgin 15. — 16. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Námskeið í stillingu hitakerfa Námskeið i stillingu hitakerfa á vegum Byggingaþjónustunnar og iönaðarráöuneytis verður i Iðnskólanum á tsafirði laugardag og sunnudag 15. og 16. nóvember og á Egilsstöðum helgina 22. og 23. nóvember n.k. Eftir áramótin er fyrirhugaö að halda nám- skeið á Akureyri. Minna má á, að 20 gr stofuhiti er talinn æskilegur með tilliti til hollustuhátta og reksturskostnaðar. Hver gráöa fram yfir 20 gr eykur reksturskostnað húsnæðis um 7% i oliukyntu húsi en um 10% á hitaveitusvæði. Ef hitakerfi er rétt hannað, faglega vel unniö, einangrun hússins er góð, er hægt að spara verulega i upphitunarkostnaöi með þvi að stilla hitakerfin. Talið er að lækka megi upphitunar- kostnað að jafnaði um 25—35% og i einstaka tilfellum allt að 200%. Skákæfmgar fyrir konur StjórnT.R. hefur ihyggju að auka þátttöku kvenna i starfsemi félagsins. Fyrirhugað er að hafa kennslu og skákæfingar fyrir konur, bæði byrjendur og lengra komnar. Þess vegna býður stjórnin öllum konum, sem áhuga hafa á skák til fundar um fyrirkomulag vetrarstarfseminnar og verður fundurinn haldinn mánudaginn 17. nóvember 1980, kl. 211 félags- heimilinu að Grensásvegi 44—46. Að undanförnu hafa æ fleiri konur tekið þátt i starfsemi Tafl- félagsins. Enn er þó langt i land að þær láti jafn mikið að sér kveða og karlmenn. Eru þvi konur eindregið hvattar til að koma á fundinn og taka þátt i skipulagningu vertrarstarfsins. Fullveldisfagnaður á Selfossi Stúdentafélag Suðurlands gengst fyrir fullveldisfagnaði i Sel- fossbiói laugardaginn 6. desémber n.k. Að loknum kvöldverði flytur heiðursgestur kvöldsins, Guðmundur Danielsson rithöfundur, ræðu. Veislustjóri verður Þór Vigfússon. Hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi. Fagnaðurinn hefst kl. 19 og dansað verður til kl. 2. Allir stúdentar á Suðurlandi og gestir þeirra eru félagar. Þar sem engin félagaskrá er til, eru stúdentar á svæðinu beömr um að koma boðum um fagnaðinn til nágranna og kunningja. Frá afhendingu styrkja Menningarsjóðs Sambandsins, á mynd inni eru frá vinstri: Frú Aslaug Þorsteinsdóttir frá félagini Heyrnarhjálp, Pálmi Gislason, form. Ungmennafélags tslandi Óttar Kjartansson, form. Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Valur Arnþórsson, Erlendur Einarsson, Halldór Rafnar, form Blindrafélagsins, óskar Guðnason.frkvstj. Blindrafélagsins,ot Eysteinn Jónsson. Styrkir úr Menningarsjóði Sambandsins Veittir hafa verið styrkir úr Menningarsjóði Sambands islenskra samvinnufélaga samtals 7 miljónir króna.Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra fékk l,5milj,Skógræktarfélag Islands 2milj., Félagið Heyrnarhjálp l,5milj., Ungmennafélag Islands 1 milj., og Blindrafélagið 1 milj. Styrkirnir voru afhentir hinn 6. nóvember, en I stjórn sjóðsins eru: Valur Arnþórsson, Erlendur Einarsson, Eysteinn Jónsson, Magnús Sigurðsson og Siguröur Haukur Guðjónsson. Sfðan i byrjun október hefur oröið vart við verulegt magn af smáþorski i afla togara á svæði út af Vopnaijarðargrunni og hefur fjórum sinnum verið gripið til skyndilokunar af þeim sökum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú, að tillögu Hafrannsókna- stofnunar, gefið út reglugerð, sem gildir óákveöinn tlma og bannar allar veiöar I botn- og flotvörpu á svæöi út af Vopna- fjarðargrunni, sem markast af eftirfarandi punktum: 1. 66 gr 15’ ’N, 13 gr 22 ’V, 2. 66 gr 12’N, 12 gr 48 ’V, 3. 66gr 23 ’N, 12 gr 37 ’V og 4. 66 gr 27 ’ N, 13gr 12 ’V. BANN VIÐ TOGV'OÁKV. Lokað útaf Vopnafjarðargrunni Krafan um skerðingu se leiðrett 1 afongum Samkök miírara, pipulagninga- manna, veggfóðrara og málara hafa sent frá sér eftirfarandi greinargerð um stöðu kjaradeilu sinnar við atvinnurekendur: „Þarsem undirrituð launþega- samtök telja að umfjöllun fjöl- miöla um vinnudeilur þeirra og ' atvinnurekenda hafi ekki gefiö nægilega glögga mynd af þvl hvert ágreiningsefnið raunveru- lega er, vilja þau taka eftirfar- andi fram: Samkvæmt útreikningi, sem við höfum látið gera á skerðingu sem orðið hefur á reiknitölu ákvæðisvinnu miðað við tima- kaup áundanförnum árum,hefur skerðing þessi orðið frá 9,33—26,33%^ mismunandi eftir starfsstéttum. Skerðingu þessa má að veru- legu leyti rekja til þess að lög- gjafinn hefur itrekað vegið að reiknitölunni I sambandi við af- skipti sln af geröum kjarasamn- ingum og að ekki hefur fengist leiðrétting á henni þegar skerð- ingar á öðrum launum voru léið réttar svo sem með „þaklyft- ingu”. 1 samningi þeim sem okkur er boðiðupp á nú er gert ráð fyrir að . skerðingin sé enn aukin að mikl- um munog meira en tiðkast áður I einu stökki. Samkvæmt laus- legri athugun okkar myndi skerð- ingin miðað við þann samning geta orðið um 40%. Vinnuveitend- ur okkar hafa viðurkennt að þeg- ar sé orðin veruleg skerðing, þótt einhver skoðanamunur sé um töl- ur, en hika samt ekki viö að bjóða upp á áframhaldandi og aukna skerðingu. Meginkrafa okkar I yfirstand- andi kjardeilu er sú,að skerðing þessi verði viðurkennd og leiðrétt i áföngum. Þessari kröfu hafa viðsemjendur okkar alfarið hafn- að enn sem komið er, án þess að færa fram nein viðhlitandi rök fyrir þeirri afstöðu. Hliðunum i Heiðmörk þ.e.a.s. víð Vlfiistaöahlið Strípsveg við Ferðaféiagsplan og Hjallabraut hefur verið lokað, og meðan svo er, er bifreiðaumferð um Mörk- ina takmörkuð. Hægt verður að akaveginn um Rauðhóla framhjá Jaðriupp eftir Heiðarvegi og eftir Hraunslóð út hjá Silungapolli, eða öfugt. Vegirnir um Heiömörk eru að- einsgerðir fyrirsumarumferð, og þola ekki umferð þann árstlma, sem frost og þiðviöri skiptast á, Það er skoðun okkar að verði ekki spyrnt við fótum hér og nú leggist ákvæðisvinna 1 bygg- ingariðnaði niöur. Slikt mundi að okkar dómi draga úr afköstum og þar með lengja byggingartlma húsa, til stórskaða fyrir þjóðar- búið I heild. Félögin vilja að lokum vekja athygliá þvi að kjaradeilu þeirra var visað til sáttasemjara strax á sl. vori. Sáttafundir hafa þó til þessa aöeins orðið þrir og hefðum viðkosið aöafhálfu sáttasemjara og sáttanefndar hefði verið tekið af meiri festu á málinu.” Framhald á bls 23 og er þvi nauösynlegt að hlifa þeim við bifreiöaumferö yfir vet- urinn og þar til frost er aö mestu leyti farið úr jörð að vori. Þáð er ósk Skógræktarfélags Reykjavikur að fólk noti Mörkina til gönguferða og annarrar út- vistar þrátt fyrir takmarkaa bifreiðaumferð yfir veturinn. Félagið vill um leiö vekja athygli á reglu um umgengni og umferð á Heiðmörk, sem nýlega hafa verið settar upp á helstu aðkomu- leiðum að Heiðmörk. Umferð um Heiðmörk Gjafavörurnar frá Rosenthal hafa hlotiö óblandna aðdáun allra þeirra sem bera skyn á listfenga hönnun, glæsileik og fágun. „Bögglaöi bréfpokinn” eftir lista- manninn Wirkkala er skemmtilegt dæmi um hugkvæmni og frum- leika Rosenthal gjafavaranna. Hinir fágætu plattar Björns Wiin- blad hafa geysilegt söfnunargildi. Þeir eru gullfallegir. Þeir eru gulltryggöir. Suomi postulínsstelliö er eitt glæsilegasta stelliö frá Rosenthal. Þaö er gljáö í handavinnu og hluti framleiöslunnar er valinn til skreyt ingar meö gulli og hvítagulli af heimsfrægum listamönnum. Suomi er hannaö af Timo Sar- paneva. studio-line A EINARSSON & FUNK Laugavegi 85

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.