Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 24
DJÚÐVIUINN Helgin 15. — 16. nóvember 1980. Þorskveiði- bannið verður ekki lengt Eftir fund sem sjávarútvegs- ráðherra hélt I gær meö hags- munaaöilum i sjávarútvegi, gaf sjávarútvegsráöuneytiö út reglu- gerö um þorskveiöibann frá 20. nóvembertil 31. desember 1980. t ljós kemur aö veiöibanniö veröur ekki aukiö, eins og margir bjugg- ust viö, þar sem heildar þorsk- aflinn nálgast nú óöum 400 þúsund lesta markiö. í reglugeröinni segir að frá 20. nóv. til 31. des. veröi þorskveiöi- bann skuttogara og annarra tog- skipa yfir 39 metra aö lengd, vera 18 dagar. Aöur haföi veriö ákveðiö 18 dag þorskveiöibann frá 1. des. til 31. des. Þessi reglugerö breytir þó ekki reglugerð frá 15. ágúst sl. um 18 daga þorskveiöibann frá 1. okt. sl. til 30. nóv. nk. En samkvæmt þessu ber skipum aö láta af þorskveiöum i 36 daga samtals frá 1. okt. til 31. des. —S.dór Gaffalbitar til Sovétríkjanna fyrir 1,2 miljarða 1 gær var skrifaö undir samning miiii Söiustofnunar lagmetis og viöskiptafuiltrúa Sovétrikjanna á tslandi fyrir hönd „PRODIN- TORG’’ i Moskvu um kaup á allt aö 40.000 kössum af gaffaibitum til afskipunar jafnóöum og varan verður framleidd. Andviröi sölusamningsins er tæplega 1,2 miljaröur islenskra króna. Framleiöendur þessarar vöru veröa fyrirtækin K. Jónsson & Co. hf. á Akureyri og Lagmetisiöjan Siglósfld á Siglufiröi. Vinnsla er þegar hafin hjá verksmiöjunum og mun framleiösla standa yfir nokkuö fram yfir áramót. Mikið tjón Mikiö tjón varö á Borgarfiröi eystra er tveir bátar slitnuöu upp Ióveörisl. fimmtudagsnótt. tbúar á Borgarfirði sögöu aö tjóniö væri tilfinnanlegt, þaö væri svipaö og ef stærri byggöarlög misstu tvo togara. Báöir voru geröjr út á línu og höföu veitt vel. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Verkfall á mánudag? Reynt til þrautar nú um Frá fréttamannafundi starfsmannafélags Arnarflugs I gær: Óskar Sigurösson, Orn Helgason, Halldór Sigurösson, Ellert Eggertsson, Sigrún Magnúsdóttir. ómar ólafsson formaöur félagsins er erlendis svo og annar stjórnarmaöur, Sigurlaug Andrésdóttir. Starfsmenn Arnarflugs: iStjóm Flugleiða jvill ekki selia helgina Stööugir fundir voru hjá sátta- semjara i gærdag með atvinnu- rekendum og ýmsum félögum, m.a. bókageröarmönnum, verka- lýösfélaginu Rangæing, blaöa- mönnum, flugfreyjum og fleiri. Bókageröarmenn hafa boðað verkfall á mánudag og var óljóst I gærkvöldi hvort samningar tækjust fyrir þann tima. Sögöu samningsaðilar aö reynt yrði til þrautar yfir helgina að ná sam- komulagi en skelli á verkfall búast flestir við að það standi þó Starfsmenn Arnarflugs telja að svör Flugleiða til ráðherra, sem setur sölu hlutabréfa Flugleiða í Arnarflugi sem skilyrði fyrir ríkisábyrgð, beri það með sér að Flugleiðir vilji ekki selja bréfin og að í svörunum sé einungis aðfinna fyrirslátt til þess ætlaðan að draga málið á langinn. Fyrir réttum mánuöi óskaöi starfsmannafélagiö eftir þvi viö . stjórn Flugleiöa aö kaupa bréfin, en Flugleiöir hafa átt 57,5% hlutafjár I Arnarflugi i tvö ár. Ekkert svar hefur borist viö þessari beiöni og eftir svörin til ráöherra setur starfsmanna- félagiö traust sitt á aö rikis- stjórnin neyöi Flugleiöir til aö selja. 1 svörum Flugleiöa kemur m.a. fram aö stjórnin visar ákvöröun um sölu bréfanna frá sér til hluthafafundar og sagöi Halldór Sigurösson, varafor- maöur starfsmannafélagsins,á blaöamannafundi i gær aö þetta væri fyrirsláttur til þess ætlaöur aö tefja máliö. Stjórn Flugleiöa ■ heföi sjálf tekiö ákvöröun um aö I kaupa bréfin og stærri fjárfest- , ingar eöa sölur á eignum væru Iekki lagöar fyrir hluthafafund. 1 svörum Flugleiöa er einnig tekiö fram aö umræöum um , sölu bréfanna tengist sala á Ivarahlutalager sem Flugleiöir liggi meö fyrir Arnarflug. Halldór sagöi aö þegar Flug- , leiöir eignuöust meirihluta i rArnarflugi heföi verið geröur samningur um aö þeir yfirtækju viöhaldiö á stóru Arnarflugsvél- unum. I framhaldi af þvi heföu Flugleiöir keypt varahlutaiager Arnarflugs. Þessi samningur heföi veriö báöum aöilum hag- kvæmur og hefði ekkert veriö talaö um breytingar á honum. Arnarflug hefur greitt á annan miljarö fyrir viöhald til Flug- leiöa og sögöu starfsmennirnir aö varahlutirnir hlytu að fylgja viöhaldsaöilanum en ekki eignaraöilanum. — En hvers vegna vill starfs- mannafélagiö kaupa bréfin? -Breytt stefna stjórnvalda i flugmálum er fyrsta ástæöan, en þau telja nú aö óeölilegt sé aö allar flugsamgöngur viö útlönd séu á einni hendi, sagði Halldór. Okkur þótti mælirinn fullur þegar Iscargo fékk leyfi til far- þegaflutninga til Amsterdam og greinilegt aö Arnarflug átti ekki aö veröa annaö afliö I milli- landafluginu. Astæöuna teljum viö þá aö Arnarflug er i meiri- hlutaeign annars flugfélags sem ekki vill láta af einokun sinni, sagöi Halldór. Þá álítum viö aö Arnarflug sé mun betur sett sem sjálfstæöur aðili og ef svo verði ekki,muni þaö liöa undir lok og veröa innlimað i Flug- leiöir innan nokkurra ára. Halldór tók fram aö þaö væru ekki flugleiöir Flugleiöa sem starfsmennirnir ásælast.heldur væri viöa óplægöur akur i far- þegaflugi til og frá landinu. einkum i Kanada, trlandi og S Evrópu,en árlega kæmu margi hópar feröamanna frá þessum löndum hingaö meö erlendum leiguflugum. Þá sögöu starfsmennirnir aö mikilvægt væri fyrir félagiö aö öölast kjölfestu hér á landi nú þegar samdráttur væri i flugi og ekki sist fyrir flugliöana sem nú geta ekki dvalist meö fjölskyldum sinum nema ör- stuttan tima milli mjög langra feröa. — Hvernig hyggist þiö fjármagna kaupin? Hlutafé Arnarflugs er ekki nema 120 miljónir króna og viö teljum aö 100 manna starfs- mannafélag ætti hæglega aö geta fjármagnaö kaupin á hlut Flugleiöa. Okkurer kunnugt um aö til hafa veriö á markaði hlutabréf I Arnarflugi og þau hafa ekki selst nema á nafn- verði. Flugleiöir keyptu sinn hlut á nafnveröi fyrir tveimur árum og eign félagsins hefur litiö aukist siöan þá, sagöi Halldór. Starfsfólkiö lagöi áherslu á að Arnarflug heföi ekki tekið vinnu eöa verkefni frá starfsmönnum Flugleiöa eins og oft hefur veriö rætt um. Arnarflug hefur skilaö rekstrarhagnaöi i þau fimm ár sem þaö hefur starfað nema 1978, og telur starfsfólkið vel- gengni félagsins fyrst og fremst byggjast á samstööu starfsfólks og sveigjanleika i rekstri. Flug- menn Arnarflugs fljúga t.d. jöfnum höndum á stórum þotum i millilandaflugi og á minni flugvélum i innanlandsflugi. Þá bentu þau á aö Arnarflug byggi yfir mikilli þekkingu i markaös- öflun og þau tvö ár sem Flug- leiöir hefliu haft meirihluta i félaginu heföi Arnarflug gert alla samninga fyrir Flugleiöir um leiguflug þeirra véla, nú siðast I haust til Nigeriu i pila- nokkurn tima. Dýrara að hringja út Mest hækkun til Færeyja öll simtöl til útlanda hækka i dag, en mest þó til Færeyja, þar sem framvegis veröur aö af- greiða þau gegnum Kaupmanna- höfn. Handvirk simtöl hækka um 9,6-19% og til Færeyja um 23,6% og gjöld fyrir sjálfvirk simtöl hækka um 2,6 til 5,8%, nema þau veröa óbreytt til V-Þýskalands. Hækkunin er vegna gengis- breytinga og til samræmingar segir i tilkynningu Póst- og sima- málastofnunarinnar: Gjöld fyrir telexþjónustu til út- landa hækka um 6,7% til 13% og simskeytagjöld um 10% til 13,6 frá sama tima. Kostar nú t.d. 1100 kr. á minútu aö hringja til Danmerkur ef pantað er gegnum simstööina og 3.500 kr. til Bandarikjanna. Til V- Þýskalands kostar handvirk min- úta kr. 1200 en sjálfvirk kr. 1014 og til Frakklands kostar 1300 kr. aö tala I eina minútu gegnum stööina, en 1092 kr. ef maöur hringir beint sjálfur. —vh Landsleikurinn ísland — V-Þýskaland: Landiim steinlá Heimsmeistarar Vestur-Þjóö- verja áttu ekki I miklum vand- ræöum meö aö sigra slakt lands- liö islands I Laugardalshöllinni i gærkvöldi, 16:9. Söknarleikur islenska Iiösins brást algjörlega og þvi fór sem fór. Landinn hóf leikinn af miklum krafti og virtist stefna i hörku- viðureign. Siguröur Sveinsson skoraði fyrsta markið með þrumuskoti, en þýskir jöfnuöu, 1—1. Næstu 2 mörk voru islensk, Björgvin og Siguröur 3:1. Þrátt fyrir 3 mjög góö færi tókst strák- unum okkar ekki aö auka mun- inn, Þjóöverjarnir gengu á lagiö og um miöbik fyrri hálfleiks höföu þeir jafnaö, 3—3. Bjarni Guömundsson kom Islandi yfir á ný, 4—3. Heimsmeistararnir voru ekki alveg á þvi aö gefast upp og þeir bættu viö 2 mörkum fyrir leikhlé, 5—4. Varnarleikur beggja liöa var sérlega góöur, en hjá islenska liöinu gekk allt á aftur- fótunúm i sókninni. Til dæmis skoraði liöiö einungis 1 mark i 24 minútur. Munurinn á liöunum jókst jafnt og þétt i seinni hálfleiknum, Þjóö- verjarnir léku á sama hraöa og fyrr, en islenska liöiö var alveg heillum horfiö; 6—4, 6—5, 7—5 og 8—5. Siguröur skoraöi 6. mark Islands, en 1 kjölfariö fylgdu 2 þýsk mörk, 10—6. Sigurður skoraði aftur, 10—7, en nú svöruöu Þjóöverjarnir með 4 mörkum i röö og leikurinn f raun búinn, 14—7. Þegar upp var staöiö aö leikslokum var staöan 16—9 fyrir heimsmeistara Vestur-Þjóöverja. Þrátt fyrir aö i liö Vestur-Þjóö- verja vantaði tvo þeirra bestu menn, Spengler og Wiinderlich, áttu þeir ekki i ýkjamiklum erfiö- leikum meö aö innbyrða sigurinn. Þó er það skoðun undirritaös, að meö þokkalegum leik heföi Islenska liöiö átt aö sigra Þjóð- verjana, en þaö er annaö mál. Siguröur Sveinsson er eini leik- maöurinn 1 islenska liöinu sem á hrós skiliö, skoraöi 7 af 9 mörkum þess. Reyndar áttu Olafur H., Alfreö og Björgvin þokkalegan leik i vörninni og Kristján Sigmundsson varöi sæmilega vel. Viö vonumst eftir betri frammi- stööu okkar manna i leiknum á morgun, sunnudag. —IngH Siguröur Sveinsson sést héf skora eltt af 7 mörkum sinum I leiknum I gærkvöldi. ljósm. gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.