Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Gunnar Elísson skrifar um útvarp og sjónvarp Tek ofan fyrir þeim sem hlustar sjálfviljugur Þaö muna fara fyrir mér eins og svo mörgum öðrum er i dálk þennan hafa ritaö, aö hann veröur-aö mestu notaöur til aö lýsa hneykslan og furöu á þvi efni sem útvarpshlustendur eru pindir meö ár út og ár inn. Eftir aö hafa gengiö i gegpum • þá þrekraun aö hlusta á út varpið I heila viku til aö geta skrifaö þessar llnur, verö ég aö segja aö ég tek ofan fyrir þeim hlustanda er gerir þetta sjálf- viljugur, og ég vorkenni þeim innilega sem þurfa aö hlusta á þessi ósköp, eöa leggja þaö á sig vegna þess aö ekki er á neitt annaö aö hlusta. A undanförnum árum hefur mér oft fundist aö nú væri mælirinn fullur, eina úrræöiö væri aö storma niöur i Otvarp og henda Þorsteini Hanness. og Co út um gluggann á 5. hæö, ef einhver von ætti aö vera til þess aö útvarp allra landsmanna færi aö útvarpa efni fyrir alla landsmenn. Þar sem tónlist er langmestur hluti dagskrár Útvarpsins veröur hún aöallega tii umfjöll- unar hér. A siöasta ári var gerö könnun á vinsældum útvarpsefnis og kom þá I ljós aö hlustun á sin- fóniur og aörar tegundir hinnar svoköiluöaöri tónlistar var svo gott sem engin Samt sem áöur er hún yfirgnæfandi i tónlistar- flutningi þessarar úrkynjuöu stofnunar. ,,Er þetta hægt Matthias?” Ég minnist þess aö Þorsteinn Hannesson sagöi i viötali viö Þjóöviljann aö sinum dómi þýddi þetta ekki, aö þaö bæri aö minnka hlut þessa sin- fóniugargs i Útvarpinu, heldur væri ástæöan I hans augum sú aö þetta garg væri ekki rétt kynnt! Er maöurinn ekki meö réttu ráöi eöa hvaö? Er svo erfitt aö skilja þaö, aö fólk hlustar ekki á þessa nauögun nema þaö hafi áhuga fyrir þvi? _ Sfðan kom nú nýlega siöasta skrautfjöörin I hattinn hjá tón listarstjóranum: Burt meö allt popp! Synd aö segja aö ekki sé gengiö hreint til verks! Hlust- endum er i staöinn ætlaö aö hlusta á svokallaða „eftirmiö- dagsröflara’\ Að visu er þeim ætlaö . aö spfla létta tónlist, en ekk: þó of mikiö af sliku. Þar er aö sjálfsögöu Svavar Gests sem leikur fyrir landslýö úrval af S.G. hljómplötum sinum, eöa hinum sigildu hljómplötum frá Islenskum Tónum, sem hann sjálfur er eigandi aö! Nei takk! Ég held aö timi áe til kominn aö fá til statfa mann sem tekur tillit til óska hlust- enda, fremur en aö þumbast viö og neyöa upp á fólk þvi sem þaö ekki vill, eingöngu vegna þess aö honum sjálfum likar þaö efni er sent er út. Hótelsamtökin, hvaöa hlutverki gegna þau I llfi þjóöarinnar? Helga Jónsdóttir, Siguröur Sigurjónsáon og Margrét Guömundsdóttir. Breytingar á rekstri Þjóðleikhúskjallarans Kjallarakvöld Þjóöleikhúsiö ætlar aö brydda upp á nýjungum i vetur. Þar veröa svokölluö kjallarakvöld á föstudags- og iaugardagskvöld- um þar sem flutt 'veröa skemmtiatriöi auk sunnudags- kvölda, þegar ekki er leikrit i kjaliaranum. Þaö eru leikarar Þjóöleikhússins sem flytja 1/2 tima dagskrá, sem byggjast upp á söng, dansi og grini. Sigriöur Þorvaidsdóttir hefur umsjón meö atriöunum. Jafnframt veröur boöiö upp á serstakan matseöil sem kostar 6000 kr. og hafa kokkar hússins kynnt sér alls konar lostæti frá OG öllum heimshornum til að gleöja gesti hússins. Undir boröum veröur leikin létt tónlist og forráöamenn hússins leggja áherslu á aö hún veröi þannig aö fólk geti talaö saman og notiö kvöldstundarinnar. Siöan verö- ur stiginn dans eftir tónlist af hljómplötum úr öllum áttum og frá öllum tlmum. Aögangur Hvaö er hann Arni Tryggvason aö syngja? veröur dkeypis, nema hvaö allir veröa aö greiöa hiö óhjákvæmi- lega rúllugjald. Fyrsta skemmtikvöldiö verö- ur hinn 21. nóvember og þaö er tryggara aö panta borö i tima, ef aö likum lætur. Veitingamaöur hússins bauð blaöamönnum upp á forsmekk aö þvi sem á boöstólnum veröur og ekki var annaö aö sjá en aö allir kynnu vel aö meta rækjur bakaöar á franskan máta, marineraö lamb, og fleira ljúf- fengt. Þjóöleikhúsiö býöur nú upp á nýjungar i skemmtanalif- inu og nú er aö sjá hvernig fólk kann aö meta meiri fjölbreytni á kjallarakvöldum. —ká Kjaliarakvöld i Þjóöleikhúskjallaranum. Leikararnir sem koma til meö aö skemmta gestum veröa: Siguröur Sigurjónsson, Arni Tryggvason, Rúrik Haraldsson, Margrét Guömundsdóttir, Herdis Þorvaidsdóttir og Helga Jónsdóttir. Limran Virkjun viö byggöum hjá Búrfeili og báöum aö engin þar skúr félli. En engin orka þar næst, ef ekki úr himninum fæst þetta sunnlenska ótætis úrfelli. Þessa ágætu limru fundum viö I nóvemberhefti SÍR-frétta, sem Samband Islenskra raf- veitna gefur út og stóö undir henni höfundarnafniö J. Nordal, sem aö öllum likindum er Jó- hannes Nordal Seölabankastjóri og stjórnarformaöur Lands- virkjunar. Karlremba Betra er aö kvænast en brenna. St. Paul Þeir brokka hratt semfjand- inn eöa fögur stelpa stýrir. Aiian Ramsey Hver og einn ástreyndur maö- ur veit, aö nei þýöir þýöir já, sé þaö endurtekiö þrisvar sinnum. Campoamor DÍLLINN Vitiö þiö hvaö þessir Sjálf- stæöismenn eru farnir aö segja um hana Ragnhildi mfna Helga- dóttur? Þeir segja: HÚN RAGNHILDUR FÉLL I VERÐI ÞAR Folda Getum viö stabið hér meö krosslagöa maga þegar hálft mannkyniö , þjáist af matarlyst. / : ■ 11 y c 5 ® © Bull's V— - Jenni Þú ert úlfaidi... Þu ert góöur i dáleiösiu!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.