Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 15
Helgin 15. — 16. nóvember 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15 Ólympíumót 15. f5! -Df6 17. Rd6 + -Kf8 16. fxe6-Dxe6 18- Bc4 — Svartur gafst upp. Skákmótið i Buenos Aires var svo sannar- lega ofarlega i hugum manna ekki alls fyrir löngu, þó einkum fyrir glæsilega frammistöðu Friðriks Ólafssonar sem vann það afrek að leggja að velli heims- meistarann i skák, Anatoliy Karpov. Vegna starfa sinna fyrir FIDE hefur Friðrik sáralitið getað teflt og það kom ljóslega fram i fyrstu umferðunum á mótinu. Næsta verkefni Friöriks verður á Möltu þar sem hann mun tefla á 1. borði fyrir tslands hönd. Er ekki óliklegt að hann geti notfært sér þá æfingu sem hann hlaut i Argentinu, liðinu til góðs. Það er all-stór hópur sem heldur út til Möltu næstkomandi miðvikudag en það eru auk Friðriks og Inga R. Jóhannssonar sem þegar hafa leyst landfestar, Helgi Ólafsson, Jón L. Arnason, Margeir Péturs- son og Jóhann Hjartarson i karla- sveit. Konurnar eru Guðlaug Þor- steinsdóttir, ölöf Þráinsdóttir, Birna Norðdahl, Aslaug Kristins dóttir. Fararstjóri verður Guð- bjartur Guðmundsson. Eins og komið hefur fram getur Guð- mundur Sigurjónsson ekki teflt að þessu sinni og mun það vera i fyrsta sinn sem hann missir út Ölympiumót frá þvi að hann tók fyrst þátt, i Havana 1966. Tefldar verða 14 umferðir eftir sviss- neska kerfinu og munu meira en 90 þjóðir hafa skráö sig til leiks, sem, ef allar mæta, verður met- þátttaka. Liðsuppstilling sterk- ustu þjóðanna er nú kunn. T.a.m. tefla fyrir Sovétmenn i réttri röð eftirtaldir: Karpov, Polugaj- evski, Tal, Geller, Balashov og Kasparov. Spasski og Petrosjan eru úti i kuldanum. Sigurvegar- arnir frá siðustu keppni, Ung- verjar,skilja Adorjan eftir heima en sveitin verður skipuð eftirtöld- um: Portisch, Ribli, Sax, Csom, Vadsz og Farago. Enska sveitin verður þannig: Miles, Stean, Nunn, Speelman, Keene og Mest- el. Hvað varðar ástæðurnar fyrir þvi að Adorjan er settur út úr ungverska liöinu munu þær aðal- lega eiga rætur sinar að rekja til illdeilna á milli Ribils og Adorjan og mun Ribli hafa sett fótinn fyrir Adorjan. Búast má viö harðri keppni á Ólympiumótinu og verður fróð- legtað sjá hvort Ungverjum tekst að verja titil sinn frá siöustu keppni. Hér kemur ein skák fra ólympiumótinu á Kúbu 1966, sem að flestra áliti er best skipulagða ólympiumót sem haldið hefur veriö frá upphafi. Hvltt: R. Clavo (Spánn) Allt getur gerst á ólympiumót- um. Skyldu Islendingar verða efstir?! Möltu-farar ásamt forseta Skáksambandsins. Fremri röð frá v.: Ingi R. Jóhannsson, dr. Ingimar Jónsson, Friörik ólafsson. Aftari röð: Helgi ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Arnason og Guð- bjartur Gunnarsson, fararstjóri. A myndina vantar Margeir Pétursson. Rit Náttúrugripasafnsins á Akureyri Náttúrugripasafnið á Akureyri hefur á úndanförnum árum gefið út (eða staöið að útgáfu á) fjórum timaritum eöa ritseríum þ.e.: Týli, timarit um náttúrufræði og náttúruvernd. Myndskreytt timarit, ætlað al- menningi og fræðimönnum. Kem- ur út tvisvar á ári um 50 bls. hvert hefti. Það er gefið út i samvinnu við Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, sem annast um prentun og dreifingu á þvi. Út eru komnir 10 árgangar. Acta botanica Isiandica —timarit um islenska grasafræði. Þetta timarit er arftaki timaritsins Flóru, sem út var gef- ið af Bókaforlagi Odds Björnssonar á árunum 1963—1968. Siðan 1975 hefur safnið séð eitt um útgáfuna og frá sama tima hefur ritið verið prentaö beint eftir vélrituðum handritum. Ritstjóri er Hörður Kristinsson prófessor. Ritið er ætlað fræðimönnum og er þvi aöallega skrifað á ensku. Það er sent i skiptum við áskrift til grasafræðistofnana um allan heim. Askriftarverð hvers heftis (árgangs) er kr. 5.000,- Fjölrit Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Eins og nafnið segir er þar um að ræða fjölritaseriu, sem byrjað var að gefa út árið 1971. Það er fyrst og fremst ætlað til kynn- ingar á niðurstöðum rannsókna sem unnar eru við safniö eða á þess vegum og kemur þvi ekki reglulega út, en að meðaltali hef- ur þó komið eitt hefti á ári (alls 10 hefti). Þar hafa m.a. birst niður- stöður mengunarrannsókna, sem gerðar voru á sjónum við Akur- eyriárin 1971—1980. Einstök hefti eru látin ókeypis til áhugamanna, meðan nóg upplag er til, en séu öll ritin tekin kosta þau kr. 10.000 (100 nýkrónur). Arsskýrsla Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Kemur að jafnaði út -árlega fjölrituð (um 10—15 bls.) og flytur aðeins skýrslu safnsins. Er til upplag af henni frá 1968 (9 hefti alls). Ókeypis. Póstfang safnsins er: Pósthólf 580, Akureyri. Skoðið glæsilega ARISTON Með Ariston gæði og Ariston útlit verður valið auðvelt á Ariston þvottavélinni. Sparnaður: hún tekur inn heitt og kalt vatn, eða ein- göngu kalt sem gerir mögulegt að leggja í bleyti við- kvæmt tau við rétt hitastig. Annað for kerfi fyrir suðu- þvott, mikil stytting á vinnutíma. þvottavél A: Sérstakur sparnaðar- rofi (tvær vatnshæðir fyrir3eða5kiló). E: Sérstakt kerfi fyrir — ullarfatnað. B: C: Vindurá milli skolana. Er með þrem sápu- hólfum (þvottaefni má setja i öll hólfin í upphafi þvottar ásamt mýkingarefni). G: Þvottakerfi eru 15 og vinduhraói 600 snún- ingar á mínútu. F: Ljósmerki kemur meðan vélin er ( gangi og annaö Ijós þegar hún hitar vatnið. H: Barnalæsing er á hurð og valrofi er líka með öryggisbúnaði gagnvart börnum. Stöðva má vélina þótt hún sé i miðju þvottakerfi með þvi að ýta á valrofann, hægt er aö láta hana byrja aftur á sama stað án þess að rugla kerfið. Umsjón: Helgi Ólafsson Svart: V.Kortsnoj (Sovétrlkin) Sikileyjarvörn. 1. e4-c5 2. Rf3-e6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-a6 5. Bd3-Bc5 6. Rb3-Ba7 7. c4-Rc6 8. 0-0-DÖ4 9. Rld2-Rge7 10. c5-Re5 11. Be2-b6 12. f4-R5c6 13. Rc4!-bxc5 14. g3-Dh6 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 Verzlið við fagmenn Viðgerðar- og varahluta- þjónusta Smiðjuvegi 10 Kópavogi Sími: 76611

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.