Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 9
Helgin 15. — 16. nóvember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ólafur Gunnarsson. Fyrsta ogsiöasta reglan i þessum heimi er: Aörir karlmenn eru sjálfkrafa og náttúrulega fjand- menn þinir og munu kúga þig, nlöast á þér, niöuriægja þig og troða þig undir — ef þú veröur ekki fyrri til sjálfur. Þessa reglu viröa allir,ungir og gamlir karlar i bókinni. Forsendur þess aö svona regla geti staöiö er ótti mannanna og öryggisleysi sem þeir reyna aö leyna og bæla og veldur þvi sivaxandi árásargirnd, sem leitar sér útrásar á ymsa andstyggilega vegu. Súpermaöurinn, mister Ame- rika, hin mikla fyrirmynd, er fjarska vöövamikill og sterkur, haröur af sér tilfinningalega (þ.e. tilfinningasljór) og sföast en ekki sist er hann svo fullur af kynorku aö hann gæti lagt heilu herööin i eyöi! Svona er enginn karlmaöur (sem beturfer) og það er einmitt mergurinn málsins — allir karlarnir þjást af ótta viö þaö aö ófullkomleiki þeirra veröi opin- ber. Stefán Stefán er svo hræddur i þessu samfélagi aö óttinn fyllir lif hans oggegnsýrir allar hans hugsanir. Hann er ekkert karlmenni i raun og enn minni i sjón,- ljóshæröur, toginleitur og meö framstæöar tennur (72). Kynferöismálin skipta hann ákaflega miklu máli — enda er hann reynsluiaus á þvi sviöi. Hann viröist binda aUar sinar kynferöislegu langanir viö systur sina, Helgu, sem er jafn- framt eina konan sem hann þekk- ir eitthvað og hefur bundist nán- um tilfinningaböndum. Helga gegnir lika lykilhlutverki i hug- myndum Stefáns um eigið kyn- feröi, eigin karlmennsku, af þvl aö allir hans stærstu ósigrar sem karlmanns eru tengdir henni. Þegar strákarnir I hverfinu ráöast á þau systkinin á leiö I skólann ver Helga sig meö kjafti og klóm — en Stefán stendur hjá lamaöur af ótta. Strákarnir niö- ast á Helgu,en þó aö Stefán vilji verja hana, hjálpa henni — þorir hann ekki — og ekki bæta hvatn- ingaöskur fööurins úr skák. Niðurlæging hans er alger og hún á eftir aö veröa meiri. Þó aö Helga sé sterk, stór og hlý, þá er hún „bara” kvenmaöur og Stefán veröur vitni aö þvi aö hún er svi'virt, pyntuð og henni nauögaö — og hann þorir ekki aö hreyfa legg né liö á meöan á þvi stendur. Hann viröist fá tauga- áfall og hálf-lamast tilfinninga- lega viö þessa óhugnanlegu reynslu. Helga er eina manneskj- an sem hann elskar og hann upp- lifir eymd hennar svo sterkt vegna þess aö hann samsamar sig henni — þau eru bæöi minni máttar — þetta heföi eins getaö veriö árás á hann. Stefán festir ódauölegt hatur á mönnunum sem misþyrmdu og um leið fer hann aö efast um að hann geti nokkum tima gengiö inni hlut- verk þeirra — karlmenniö/ nauögarinn. Hann dreymir hins vegar þeim mun meira um þetta „ákjósan- lega” hlutverk sem er I hans aug- um grundvallaratriöi i sambandi viö hans eigiö kynferöi. Og allt i umhverfi hans snýst á sömu sveifina? yfirgengilegur klám- kjafturinn á vinnufélögunum, sjúkleg hræösla þeirra og fööur- ins viö hómósexúalitet og sú skrumskæling á konum sem þetta óttaslegna karlasamfélag byggir helftina af tilveru sinni á. Brjóstamiklar tussur öll karlmennsku-dýrkun felur i sér drjúgan skerf af kvenhatri — þvi allt er afstætt. Fáir karlmenn eru svo aumir aö þeir geti ekki niöst á konunni sinni — ef allt um þrýtur. 1 Ljóstollikemur afskap- lega berlega i ljós hvernig sú, árásargirni sem karlasamfélagiö elur upp i körlunum leitar skipu- lega útrásar i hegðun þeirra og viöhorfum til kvenna. 1 timburverksmiðjunni er sá hetja dagsins sem getur sullað saman herfilegustum klám- og/eöa fúkyröum um konur og kynlif yfirleitt. Hatur á konum og kynlifi er byggt inni mest allt klám — eins og oftlega hefur ver- iö bent á. og i Ljóstolli má sjá greinilega hvernig strákarnir nota klámið óspart til aö upphefja sjálfa sig og niðurlægja hver ann- an — um viðhorfin til kvennanna er best aö segja sem minnst. Dæmin myndu nú eiginlega lýsa þeim best, en ég veigra mér viö þeim af tepruskap. Hins vegar eru svo kaflamir um kynóra Stefáns, sem eru mjög vel geröir. Þar má til dæmis glöggt sjá hvaö „sadó-masókism- inn” og árásargirndin er tvinnuö saman viö kynferöislega sjálfs- mynd karlmanna. 1 Stefáns til- felli veröur þetta sérlega and- styggilegt af þvi aö þolandinn aö ölluhans ofbeldi tekur æfinlega á sig mynd Helgu. Um leiö kemur nokkuö fram i kynórum Stefáns sem ég trúi aö sé hluti að kyn- feröislegum Veruleika karlmanna — en þaö er hvernig hann dreym- ir um aö nota konur og kynlif til aö pina aöra karlmenn, niöur- lægja þá og hefna sin á þeim. Allt þetta væri efni i langt og mikiö skrif til viöbótar,en mál er aö linni . . . Svart ofani svart Hér hefur aöeins veriö rætt um hluta af þvi sem umræöu er vert i þessari bók. Þar er margt firna vel unnið og svipan látin ganga á karlmanna-móralnum, karl- mennsku-hugsjóninni og mótun karlmanna. I bókarlok er Stefán svo orðinn fullgildur meölimur þessa samfélags og farinn aö kunna bara vel viö sig — en þaö getur varla talist ýkja bjartsýnn endir. Og þarer ég komin aö þvi sem mér (og sérfræöingum min- um I karla-móral) finnst vera aöal-veikleiki bókarinnar. Mynd- in sem dregin er upp i bókinni er ákaflega ýkt. Vinnufélagar Stefáns eru of skepnulegir, kjafturinná þeim er ofsóöalegur, hugarheimur þeirra ofþröngur — þaö er meö öörum oröum málaö svart ofan i svart i allri bókinni. Mér finnst ekki að það rýri gildi hennar eöa dragi úr ádeilu henn- ar I sjálfu sér. Hins vegar er ég hrædd um aö menn, sem ekkert veitti af aö velta fyrir sér einu og ööru I sambandi viö sjálfsmynd sina og meiri og minna litt meö- vitaða karlmennskumótun af verri sortinni — hafni bókinni á þeim forsendum aö svona slæmt sé þetta nú ekki. Það fyndist mér mikill skaöi. Og aö lokum má ég til meö aö lýsa furöu minni á þeirri fárán- legusjónvarpsauglýsingu sem Iö- unn hefur nýlega sett af staö vegna þessarar bókar. Aug- lýsingin sýnir atburö sem hvergi er i bókinni — er leikin, hálfvita- leg morötilraun sem er bæði út- gáfunni og bókinni til háborinnar skammar. Dagný. Þessi mynd var tekin mánudaginn 3. nóvember s.l. af Satúrnusi I 13 milj. km. fjariægö. 113 milj. km. fjarlægð Bandariska geimfarið „Voyager 1 ” búið að vera 3 ár í geimnum -ym I byrjun nóvember var þessi mynd tekin frá bandaríska geimskipinu //Voyager 1" af plánetunni Satúrnusi sem var þá i 13 miljón km fjarlægð eða sem svarar þriðjungi vega lengdarinnar frá Jörðinni til kvöldstjörn- unnar Venusar. Hinir frægu hringir umhverfis Satúrnus,sem eru is- og rykagnii^ kasta dimmum skuggum á skýja- hjúpinn umhverfis plánetuna. Biliö á milli hringanna er 3500 metra breitt eöa sem svarar rúmum fjóröungi af þvermáli Jaröar. Tunglin Thetys og Dione sjást greinilega. Mvndin var send meö útvarps- bylgjum til Jaröarinnar og þurfti aö fara 1.6 miljaröa kilómetra leið sem er 10 sinnum meiri fjar- lægö heldur en frá sól til Jarðar. Þaö tók útvarpsmerkin hálfan annan tima aö komast á leiöar- enda. „Voyager” hefur nú veriö i himingeimnum I meira en 3 ár. Slðast kom geimskipiö frá Júpiter og ef allt fer aö óskum heldur þaö áfram til plánetunnar Uranusar og veröur komiö þangaö áriö 1986 og siöan til Neptúnúsar áriö 1989. Byggt á Dagens nyheter) Mest saltað á Höfn Samkvæmt skýrslum Sildarút- vegsnefndar var heildarsöltun 10. nóvember sl. orðin 211.430 tunnur. Mest hafði verið saltað á Höfn i Hornafirði, 43.434 tunnur, þar næst á Eskifirði, 35.456 tunnur, en siðan komu: Fáskrúðsfjörður 22.999, Þorlákshöfn 21.108, Grindavik 20.719 og Vestmanna- eyjar 18.287 tunnur. Söltun Suðurlandssildar það sem af er vertiöinni er nú orðin meiri en nokkru sinni fyrr, enda fer söltun upp i gerða samninga senn að ljúka. Heildarsöltun Suðurlandssildar á vertiöinni I fyrra var 190.546 tunnur, og i hitteöfyrra 194.417 tunnur. Afskipun sildarjnnar er hafin og fyrsti farmurinn farinn til Finnlands. Einstak/ega gott verð Aðeins kr. 1.195.000.— Utborgun kr. 195.000.- Greiðsla á mán. kr. 95.000.- t sem allir ráða við Laugavegi 166 — Símar 22222 og 22229

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.