Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 15. — 16. nóvember 1980 — mhg rœðir við Stefán Hrafn Magnússon, sem hefur kynnt sér hreindýrarækt á Grœnlandi, Noregi, Svíþjóð og Kanada og hyggst nú snúa stefninu til Alaska Fyrstu kynni af hreindýrabúskap — ÞúfórsttilGrænlands 1975. Hvaða ástæður lágu til þess ferðalags? — Eigum við ekki aö segja aö það hafi bara verið ævintýra- mennska, útþrá, löngun til þess að sjá mig um og kynnast einhverju nýju? Ég hafði I raun og veru engin áform um hvað ég mundi dvelja þar lengi eða úti yfirleitt. En á Grænlandi komst ég i kynni við hreindýrabónda. Sá hafði verið viö nám i hrein- dýrarækt i Finnmörku i Noregi og setti svo saman hreindýrabú er heim kom. Við kynni min af þessum manni og búskap hans vaknaði áhugi minn á hreindýr- um. Hann á núna um 500 dýr. Það er allur hans bústofn og á honum iifir hann góðu llfi. Hjá þessum bónda hef ég unnið.en hann býr við Breiöafjörð i Eystri-byggð. Ég fór þangað frá einum Breiðafirðinum til annars. Einn þeirra bú- fræðinga sem útskrif- uðust frá Bændaskólan- um á Hvanneyri vorið 1974, var Stefán Hrafn Magnússon frá Ytri- Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Raunar er Stefán fæddur Reykvík- ingur,en ólst upp hjá afa sínum og ömmu og Steinólfi Lárussyni, móðurbróður sínum og bónda í Ytri-Fagradal. Árið 1975 brá Stefán Hrafn á það ráð að fara til Grænlands, tók að kynna sér hreindýrarækt og náði sér þar í konu, Larsine Abelsen frá Narssak í Eystri-byggð. Þau Larsine og Stefán Hraf n komu snöggvast til (slands á dögunum, en Heima eða erlendis Hjörðin gengur sjálfala — Segðu okkur eitthvað af þessum búskap. — Jú, þessi jörö er um 200 ferm. aö stærð. Landið er nokk- uð vel gróið, fjöllin þar mun betur gróin en hér yfirleitt. Og hjörðin gengur úti allt árið. Vinnan viöhreindýrin er einkum fólgin i smölun á dýrunum, mörkun og slátrun. Svo fer mik- ill timi i að ganga innan um dýr- in, gera þau mannvön og gæf. Þarf helst að gera það daglega. 1 sumum árum þarf að fylgjast með beitinni. — Hvað eru sláturdýrin yfir- leitt gerö gömul? — Yfirleitt er dýrunum slátr- aö á öðru ári og svo þá eldri törfum. Bóndi með500dýr á að ge'ta fellt 200 árlega. Afurðirnar eru fyrst og fremst kjötiö og skinnin, sem eru sútuð, — nú og svo hornin. Tarfur á þriðja ári hefur frá 70—100 kg fall og kg. af kjötinu selst á kr. 3000, og siðan eru aukaafurðirnar. — Hvaö um markaöinn? — Kjötið fer mest til inn- anlandsneyslu á Grænlandi. Dálitið er þó selt til Danmerkur. Verð á skinnum er frekar lágt um þessar mundir en þó einna best á Grænlandi. Horftin fara hreint ekki til næsta bæjar þvi opnast hefur markaöur fyrir þau i Japan. Japanir vinna úr þeim fjörefni og telja sér veröa gott af. — því verður ekki svarað nú — Er mikið um hreindýra- bændum á Grænlandi? — Nei, þeir eru fáir. Það er t.d. aðeins þessi eini i Eystri- byggð. Og á Grænlandi er hrein- dýrabúskapur staðbundinn. Hann byggist aöeins á notkun heimalanda þar sem á hinum Norðurlöndunum. eða I Noregi og Sviþjóð, er bæöi um að ræða notkun heimalanda og afrétta. — Hvernig kanntu þessum störfum? — Ég felli mig mjög vel við svona búskap og gæti vel hugsað mér að gera hann að ævistarfi, ef ég fengi góöa aöstöðu. En ef ég hyrfi að þvi,þá vildi ég heldur vera á Grænlandi en i Norður- Noregi þvi veðrátta er betri á Grænlandi. En ég er nú vist eini Islendingurinn, sem vinn við svona starf á Grænlandi. En þetta er á margan hátt heillandi starf og ég hef alltaf haft gaman af þvi að ganga á fjöll og lifa I sambandi við náttúruna. Víöar komið viö — Nú hefur þú verið ytra siðan 1975. Hefuröu alltaf dvalið á Grænlandi? — Nei, áhugi minn á hreindýrarækt vaknaði er ég komst I kynni við þessi dýr á Grænlandi. En ég vildi gjarnan kynnast henni viðar en þar. Og meiri hlutann af þvi timabili, sem ég hef veriö ytra hef ég dvaliö I Noregi og Sviþjóð. Þar stendur hreindýrabúskapur á gömlum merg. Ég var t.d. lengi I Jötunheimum og vann þar þá við hreindýrabúskap hjá sömu fjölskyldunni. Og niu mánuði vann ég við hreindýraræktar- stöð I Noröur-Sviþjóö. Ég held að ég hafi fengið sæmilega nasasjón af þessari búskapar- grein i þessum þremur löndum. islendingar og hreindýrin — Hvaö viltu segja um hreindýra-,,búskap” okkar Islendinga? — Ég held viö ættum ekki að tala um búskap i þvi sambandi. Ef hér ætti aö stunda hreindýrarækt, þá þyrfti að temja dýrin en ekki aö láta þau ganga villt um stór landflæmi og nýtingin á landinu þvi mikl- um mun lakari en ella. Ég get vel trúað þvi að það sé hreint tap á þvi að hafa hér hreindýr á þann hátt, sem gert er. Ef við höfum hér hreindýr á annað borö þá á að gera þau aö bústofni. Ef Austfirðingar hyrfu aö þvi ráði þá þyrftu þeir að mynda með sér félög, likt og bændur I Suður-Noregi hafa gert. Þar leigja bændurnir smala til þess að fylgjast með hjörðinni yfir veturinn og fjórir menn geta hæglega gætt 2000 dýra hjarðar. Hrepparnir eiga gjarnan landið og ef hreindýra- bændur eiga ekki aðild að þvi þá borga þeir beitartoll, sem mið- ast þá annarsvegar viö höfða- tölu hjá hverjum og einum og hinsvegar við stærð beitilands- ins. „Þetta er hálfgerð villimennska" — Ég hef litillega rætt þessi mál við bændur á Jökuldal og Efra-Fljótsdal og mér virðist þeir hafa áhuga á þessum hug- myndum. Mér sýnist liggja i augum uppi, að úr þvi að við erum á annaö borð að hafa hér hreindýr, — sem vera má að skiptar skoðanir séu um, — þá eigum við að nýta þau á sem hagkvæmastan hátt. Þvi fer viðs f jarri aö við gerum það nú. Hér ganga dýrin alveg villt. Svo er skotið úr hjöröinni af handa- hófi og af þvi leiðir m.a. óhag- stætt hlutfall milli framleiöslu- dýra og hinna. Hér eru bara höfðu fremur skamma viðdvöl. — Síðastliðinn þriðjudag flugu þau til Oslóar, en litu hér inn hjá blaðinu morguninn áður. Áttum við Stefán Hrafn þá með okkur rabb það, sem hér fer á eftir. nýttir bestu bitarnir af skrokkn- um, skinnum gjarna fleygt, hornum,blóðio.s,frv. og svo vill kjötið oft velkjast i flutningum og verður þá margfalt verri vara en vera þyrfti. Við þennan eltingarleik flæmast menn svo um allar jarðar á jeppum og stórskemma og eyðileggja viðkvæm gróðurlendi. Þetta er hálfgerð villimennska. Alaska er í sigtinu — Og hvað er svo framundan hjá þér svona á næstunni? — Við förum nú til Noregs i fyrramálið. Þar er ég að hugsa um að staldra dálitið við, m.a. i þvi skyni að læra að byggja bjálkakofa. Það á ekki að þurfa að taka mjög langan tlma. Það er alltaf gott að kunna sem flest og bjálkakofar eru einföld hús en skemmtileg. Að svo sem ári liðnu hef ég svo hugsað mér að fara til Alaska. Komast þar þá gjarnan i háskóla, nema vistfræði, jafn- framt þvi sem ég hef hugsað mér að kynnast þar hreindýra- og sauðnautarækt. Alaska er eina landið i heiminum þar sem sauðnautarækt er stunduð svo heitið geti a.m.k., en ullin af sauðnautunum er geysiverð- mæt. Grænlendingar leggja ekki stund á sauðnautabúskap. 1 sambandi við vistfræðina hyggst ég einkum kynna mér líf og lifnaðarhætti dýra I heimskautalöndunum, beit og landnýtingu á þessum norrænu slóðum. Á slóðum Vilhjálms Stefánssonar — Og yrði þetta þá þin fyrsta Vinlandsför? — Nei, raunar hef ég aldrei komiö til Alaska, en á hinn bóginn til Kanada og fór þá um slóðir Vilhjálms Stefánssonar. Þar rakst ég á dóttur Vilhjálms, sem ég veit ekki til að hann geti um i bókum sinum, og son átti hann þarna einnig, sem nú er dáinn.'Börnþessi eignaðist hann með Eskimóastúlku . Þarna höfðu menn nokkurn hreindýra- búskap við ósa Mackensiárinn- ar og fór ég vestur til þess að kynna mér hann. A þessu ferðalagi gekk ég m.a. frá Inuvik til Tuktuyaktuk og tók það mig um þrjá og hálfan dag. Þarna er landslag ásótt með mörgum vötnum og lækjum og fór langur timi I það að þræða fyrir þessi vötn. Ásarnir eru vaxnir mannhæðar- háum viði og virtist mér þetta búsældarlegt land. Svo tekur skógarbeltið við um 200 km. sunnar. Bjargast á eigin spýtur — Hefurðu fengið nokkurn styrk til þess að kynna þér hreindýraræktina? — Nei, ég hef alveg bjargaö mér á eigin spýtur, engra styrkja notið og ekki fariö fram á þá. — Framtiðin, þegar lengra er litið? — Um hana er nú öruggast að segja sem minnst, en ég býst alveg eins við að ilendast erlendis. Ef horfiö yrði hinsvegar að hreindýrarækt hér heima, — og eins og ég sagði áðan þá finnst mér að það ætti að gera úr þvi aö hreindýr eru hér á annaö borð, — þá gæti ég vel hugsað mér að starfa hér heima, til dæmis við leiðbein- ingar á þessu sviöi. En við för- um nú til Noregs I fyrramáliö. Og þá er aðeins eftir að óska þeim Larsine og Stefáni Hrafni góörar ferðar og framtiöar. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.