Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helg>n 15. — 16. nóvember 1980 Dagný Kristjánsdóttir og Árni Bergmann skrifa um bókmenntir Köld eru karlaráð Lióstollur eftir Ólaf Gunnars- son er býsna mögnuö bdk. Eftir þvi sem maður brýtur heilann meira um hana viröist mann: dýpra á henni. Kannski er þaö þannig meö allar góöar bækur — en þessi er svolitiö sérstök. Karlfrelsisbókmenntir Nýja kvennahreyfingin fæddi af sér urmul af kvenfrelsisbók- menntum, sumum mjög góðum, öðrum vondum — eins og gengur. Samnefnari þessara bókmennta voru gagnrýnin viöhorf til hinna muöu vestrænu lýðræðisrikja þar sem frjdlsir atvinnurekendur kúga karla, karlarnir kúga kon- urnar, konurnar börnin o.s.frv. Gagnrýnir og hressir karlmenn innan vinstri hreyfingarinnar tóku vel við og byrjuðu að ráðast af hörku gegn sinni eigin kúgun og þeim mannskemmandi leik- reglum sem karlmenn neyðast til að gangast undir til að geta talist „menn með mönnum.” En þaðer skemmst frá að segja að karlmenn sem hafa viljaö reiða öxina aö rótum karlasam- félagsins hafa hreint ekki átt auö- velt uppdráttar. Róttæku konurn- ar segja stoltar: „Ykkar barátta er (að sjálfsögöu) töluvert ómerkilegri en okkar!” Og ákaf- lega margir róttækir karlmenn vilja ekki ganga lengra en það aö muldra vandræðalega: „En við karlamir erum vissulega kúgaöir lika . . . ” — og úr svipnum skin vantrú þeirra á eigin staðhæf- ingu. Bók ólafs Gunnarssonar ætti að geta vakiö góöa umræðu um kúg- un karlmanna, enda er hún, að minu mati, eitt af þvi besta sem fram hefur komið i seinni tið um mótun karlmanna i þvi karla- samfélagisem viðbúum i'— bæði kynin. Súpermenn Aðalpersóna bókarinnar, Stefán, er fimmtán eöa sextán ára. Hann er i skóla á veturnruen sumarið þegar sagan gerist vinn- ur hann i timburverksmiðju þar sem pabbi hans er verkstjóri. 1 timburverksmiðjunni vinna að- eins karlmenn. Á heimili Stefáns eru karlmenn i meirihluta, systir hans sér um heimilið fyrir pabb- ann, eiginmanninn, soninn og Stefán — móðir þeirra er á sjúkrahúsi. Utan vinnu og heimilis spreytir Stefán sig svo- litið á iþróttum og þar eru aðeins karlmenn. Stefán á enga vini, hvorki stráka né stelpur. Heimur hans er þannig karlmannaheimur þar sem konur eru annað hvort húsmæður eða eins konar „hlut- ir” sem karlar nota og niðast á kynferðislega. Sá karlmannaheimur sem Ólaf- ur lýsir i Ljóstoili er ekkert barnagaman — það veröur að segjast. 1 timburverksmiðjunni vinnur Stefán við aö stafla timbri og vinnufélagar hans i þvi eru mjög ungir menn annars vegar og gamalmenni hins vegar — eða þeir aldurshópar sem settir eru i skitverkin á flestum vinnustöð- um. Sá grimmasti og harðasti 1 hópnum, Viðar, átján ára, ræður „móralnum” og sá „mórall” er ekki ýkja félegur. Kvikindisháttur Viðars er fjöl- breytilegur og grimmd hans og ruddaskap eru litil takmörk sett. Það skiptir hins vegar ekki máli hve galinn þessi drengur er — það sem skiptir máli er það að ailir vinnufélagar hans ganga að þeim leikreglum sem Viðar setur. Otrúleikinn skartaði sínu besta Guðbergur Bergsson: Sagan af Ara Fróöasyni og ilugborgu konu hans. Mál og menning 1980. I þessari stuttu skáldsögu er Guöbergur búinn að yfirgefa plássið þai sem hann héit sig bókum saman og kominn aftur i þann höfuðstað þar sem Tómas Jónsson breyttist i kjallaraibúð, sællar minningar, og mörg hrikaleg tiðindi geröust af Ást- um samlyndra hjóna. Þessi saga er einfaldari að gerð en flokkurinn um Suður- nesjaplássið. Timinn er aðeins einn dagur (og þarf ekki einu sinni að bæta við: og þó sem þúsund ár), persónurnar eru svo fáar að vel veröur tölu á þær komið, og þótt þær séu ekki neitt sérstaklega skyldar persónu i raunsæislegri sögu, þarf lesand- inn samt ekki aö efast um hver er hver. Ari Frööason er at- hafnamaöur. Hugborg kona hans er alki sem situr að sumbli út i bilskúr meö Helga leigjanda þeirra. Ari bregður á það ráð að halda viö Ingu, konu leigjand- ans. Atburöir dagsins eru ofur hversdagslegir ef þeir eru settir fram i fölsku formi skýrsl- unnar: Ari yngri er sóttur á leikvöllinn, Óli leigjandasonur fer hjólandi heim, athafna- fegðar úöa i sig ótal pylsum með öllu, þegar þessir þrir koma heim eru Hugborg og Helgi sest að sumbli meðan popparar og kokkarar riöa húsum. Og svo framvegis. Ari og Inga fara með strákana i spaugilegasta laxa- túr... Heljarslóðarorusta Þessari sögu hefur verið likt viö prakkarasögur og hefur meiru veriö logið. Svo mikið er vist, að með henni berst lesand- inn um þjóöfélagsstigann meö ærslum og ólátum. Stundum er engu likara en við séum stödd i miðri gullöld kvikmyndafars ans — einkum þar sern segir frá laxatúrnum með bensinleysi, fiskleysi, bleytu, hálfgerðri drukknun og aö lokum kemur mikill suðupottur á öngulinn i stað fisksins stóra. 1 annan stað finnst lesanda, að Heljarslóðar- orusta Gröndals standi Guð- bergi nær en t.d. Ugluspegill og það fólk. Tökum dæmi af popparastriðinu mikla: „Eins og óður maður æddi Gunni gitar fram og haföi eld- rauða stjörnugitarinn sinn aö vopni, en hann var metir.n á þrjár miljónir. Hundrað silfur- stjörnur glitruðu á gitarnum, þegar sólin frétti af æði Gunna gitars. Hún vildi ekki vera eftir- bátur hans, heldur skein hún efld af vasaspegium fimm stelpna. Sólin jók stjörnuglitrið á gitarnum, og hún lék sér við strengi og stjörnur, þvi þær eru hennar leikföng. Aldrei hafði sólin fengið hættulegri keppi- naut um vinsældir heimsins en Gunna gitar og Óla æpara” (bls 74). Stórýkjur Með öðrum orðum: það er mikið einkenni þessarar bókar (og þarf ekki að koma lesendum Guðbergs Bergssonar á óvart) að raunveruleikinn er skotinn á kaf með ýkjum, utan á „venju- legar” uppákomur hans eins og samtal fóstra og stráka á leik- velli eða pylsuát feðga er hlaöið stórmerkjum og furöum og of- boðslegum viðbrögðum. Eitt einfalt dæmi úr upphafi sög- unnar: strákurinn Óli heyrir bil hemla við leikvöllinn með ógur- legu iskri. Honum finnst að „hljóðiö hlyti að skera eyrun af krökkunum”. Þó veit hann aö SVo er ekki. Engu að siöur eru ekki margar linur liönar þar til „eyrun höfðu eflaust fokið” af einni fóstrunni „En hún greip þau bæöi og smellti á sig með lófunum” (bls 5). Þessi áfanga- sókn imyndunaraflsins segir nokkra sögu af aðferð Guð- bergs. Sem er einatt hnyttin, en getur lika spólað eins og bill i sandi þegar höfundurinn fellur i þá freistni að nema of lengi staðar við ákveöið tilefni. Þar um má nefna annað dæmi úr upphafi sögunnar: þegar drengir og fóstrur stunda nafla- skoöun. Guðbergur Bergsson Þanþol efnisins Sem fyrr segir er ekki erfitt að átta sig á persónum þessarar sögu. Þær halda sig af nokkurri trúmennsku við kroppinn á sér og þann afstöðukjarna sem heldur þeim saman. En þær eru til margs visar, ýkjustillinn reynir mjög á þanþol efnisins i þeim. Tökum dæmi af Ara Fróða- syni. Hann þarf á sjálfs- réttlætingu athafnamannsins að halda: hann er einatt að bjarga fyrirtækinu, þegar hann snýr heim á kvöldin hefur hann það á tilfinningunni að „heilagur maður stigi inn i bil sinn eftir aö hann hefur unniö sitt daglega kraftaverk” (17). Nokkru siöar er hann byrjaður á skensi um auglýsingastarfsemi, rétt eins og hann væri sjálfur meinfýsinn niðurrifsmaður á borð við Guð- berg Bergsson: „Ef við auglýs- um okkur ekki sjálf með ráðum og dáðum, blöndnum fáránleg- asta fiflahætti, þá förum við hreinlega ekki aöeins fram hjá sa mferðam önnum okkar, heldur lika fram hjá lifsföru- nauti okkar og jafnvel sjálfum okkur” (23). Ekki hefur hann fyrr lokið sér af i þvilikum spekimálum en hann þarf endi- lega að gefa athafnaþrá sinni og græðgi útrás með að stela af diski sonar sins verstu fæðu i heimi, frönskum kartöflum (bls 25)). Löngu siöar er reynt að sætta okkur lesendur við slikar sveiflur, meö þvi að skjóta þvi að, að Ari Fróðason sé einatt að „leika sin ýmsu hlutverk” — og þó fyrst og fremst að gegna þeirri skyldu hins feita bisness- manns að vera „hrókur alls fagnaðar” (131). Ekki vist hvort viö þurfum svo mjög að hafa hugann við slikar afsak- anir — Ari er ekki einsdæmi, strákarnir i sögunni róla sér frjálslega milli bernskulegra röksemda og einkar guð- bergskra athugasemda, beint úr hrosskjaftinum eins og enskir segja. Enda er dagur sögunnar allur undir þvi formerki að „það leit helst út fyrir að ótrúleikinn hefði ákveðiö að skarta öllu sinu besta á þessum degi” (109). Skothríð Guðbergur skýtur fimlega á eitt og annað sem er uppi á teningnumnúum stundir (þetta lýst er degi á okkar ári, Ari Fróðason er einatt að kvarta yfir þvi aö kommarnir ráði öllu i landinu). Hann baunar á jafn- réttisumræðuna, félagsfræði- tiskuna (12), tæknitöfra I hvers- dagsleikanum (11), söguskýr- ingar Islendinga (79), og blessað helvitis elsku Alþýðu- bandalagið — já og á pólitiskt tal yfirhöfuð þegar lýst er öku- ferð til laxa. Margt af þessu er skemmtilegt, Guðbergur hefur, eins og menn ættu að vita, húmor á við sjö manns og er mesta meinhorn i þokkabót. En hann er eiginlega ekki eins grimmur við landsins börn i þessari prakkarasögu og i ýms- um stórum bókum sinum. í tvær áttir Sem fyrr var látið að liggja er þessi saga af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans með að- gengilegustu verkum Guðbergs. Engu að siður ethúniþeim mæli mótuð af þvi, að höfundur tekur sér mikiö frelsi i niðurrööun þeirra brota úr heiminum sem hann tekur sér til handargagns, að ástæða er til að hafa söguna að tilefni til að minna á vissa hættu. Guðbergur er i hópi höf- unda, ekki stórum og alls ekki samstæðum, sem trúa á imynd- unaraflið en vantreysta raun- sæinu, eru heimssmiðir með al- veg ódulbúnum hætti. Þessir höfundar eru, hver á sinn hátt, nálægt þeim háska, að það mikla frelsi sem þeir taka sér leiði þá inn i nýja tegund að ein- hæfni. Auk þess er lesandinn stundum að velta þvi fyrir sér, hvort islensk skáldsagnagerð sé ekki eins og að gliðna og veröi mönnum sifellt erfiðara að komast i kallfæri hver við annan. Þá er við það átt, að viö stöndum annarsvegar uppi með framúrstefnu sem alltof fáir hafa getu eða forvitni til að fylgja eftir, en á hinn pólinn setjist ýmiskonar eltingarleikur við markaöslögmálin, kannski tilbrigði við þær „sannar játn- ingar”sem Guöbergur minntist á i viðtali fyrir skemmstu. Út- hellingarbækur, einskonar blanda af sjálfspyntingu og sjálfshafningu. Og verði svo langt á milli að varla nokkurt kvikindi áræði að reyna að skjóta brú yfir. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.