Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. — 16. nóvember 1980 *mér datt þad í hug Þaö mun vera hiö háa alþingi Islendinga sem útbýr og semur reglurnar um skattaframtal og skattgreiðslu. Þaö er taliö skattsvikef einhver fer á bakviö þær reglur, misnotar þær eöa brýtur. Nú eru reglur þannig, svo dæmi sé tekiö, aö sá sem hefur 4 milljónir I tekjur á aö greiöa þrjár og sá sem hefur 40 milljónir á lika aö greiöa þrjár. Þetta heitir jafnaöarmennska og hefur hægt og hægt komist á viö siendurteknar myndanir vinstri stjórna. Ef sá sem hefur 4 milljónir i tekjur greiöir nú ekki nema 2, þá eru þaö skatt- svik og varöar refsingu, allt eftir eöli brotsins, — sektum, frelsissviptingu eöa lifláti. Guörún Helgadóttir varpaöi þeirri spurningu fram hér á dögunum, hverju þaö sætti aö óhemjuauöur gæti safnast fyrir á hendur einnar fjölskyldu. Viö þessa spurningu, þe. spurningu Guörúnar um höfuöstól Silla & Valda, hljóp hland fyrir hjartaö á nokkrum Sjálfstæöismönnum og var Moggi um tima fullur af svivirðingum I garö Guörúnar svo aö jaöraöi viö ósæmilegt orðbragö. Einkum reiddist aumingja Albert. Einhvers staöar las ég þaö aö Guörún heföi veriö aö dylgja um skatt- svik þeirra verslunarjöfra og þótti ósæmilegt. Hins vegar er mér alveg gjörómögulegt aö sjá þaö i skrifum Guörúnar. Þaö sem hún sagöi var, — þe. min túlkun, — aö þaö væri umhugs- unarvert, hvort ekki væri of langt gengið i jafnaöarmennsk- unni aö láta þann sem hefur 4 milljónir i árstekjur gjalda sömu skatta og þá sem hafa 40 milljónir eöa 400. Siöan ég fór aö fylgjast meö eigin skattagreiöslum hef ég þráfaldlega tekiö eftir þvi aö ýmsir auðmenn meö miklar Böövar Guðmundsson skrifar: Dylgjur Alberts eignir húsa og fyrirtækja hafa haft verulega minni gjöld aö greiöa til samneyslunnar en ég. Auövitaö er ég dálitiö stoltur yfir þvi aö geta h jálpaö börnum auömanna til menntunar eöa of- neyslufólki tilheilsu. — en þaö á ekkert skylt viö dylgjur um skattsvik þó ég sé misstoltur yfir þessari aöstoö. 1 sannleika sagt kemur nefnilega stundum yfir mig beiskja grimm yfir óréttlæti skattalöggjafarinnar. Mun þaö vera rétt hjá Ellert: aö þeim gangi öfund ein til sem ein- hverju vilja breyta. Flosi hinn tölvlsi reiknaöi þaö út á dögunum aö ekki tæki verkamann nema 1000 ár aö safna til menningargjafar á borö viö þá sem gefin er af verslunarauöi Silla & Valda. Til eru þeireinstaklin gar á landinu sem þurfa miklu styttri tima — þaö skyldi þó aldrei vera aö þaö sé einhver leyni- þráöur á milli þeirrar staö- reyndar og oröaflaums Alberts Guömundssonar á dögunum. Sú öfugsnúna jafnaðarstefna I skattgreiöslumálum sem nú rikir er nefnilega tilvalin fýrir hátekjufólk, braskara og þjófa að mata krók sinn á. Þeir eru nefnilega ýmsir sem hagnast vel á jöfnuöi sem þessum. Hins vegar má um þaö spurja, hvernig þaö megi vera aö skattalög hér séu svo undarleg þar sem mikill meirihluti lands- manna hefur einungis 4 millj- ónir i tekjur. Hvernig má þaö samt vera aö reglumar miöast viö þarfir þeirra sem hafa 40 milljónir eöa 400? Þegar ég var aö alast upp i Borgarfiröinum I gamia daga var stundum kosiö þar til hreppsnefndar, til fulltrúa- fundar kaupfélagsins, til sýslu- nefndar og fleiri trúnaöar- starfa. Þaö hefur mér stundum þótt undarlegt síöar aö þeir fáu efnabændur sem þá var aö finna i Borgarfiröinum virtust ávallt eiga fleiri fulltrúa en hinir. Samt höföu smábændurnir kosningarétt og þeir voru margir fyrir 30 árum. Hver af öörum kaus yfir sig og fyrir sig fulltrúa sem haföi allt annarra hagsmuna aö gæta en þeirra. Ogþanniger þaö enn. Þaö var ekki nema von aö hann Albert reiddist viö hana Guö- rúnu, — þaö gæti nefnilega oröiöhonum hættulegt ef fólkiö, sem kýs hann I þeirri góöu trú aö þaö eigi eitthvaö sameigin- legt meö honum, — uppgötvaði einn góöan veðurdag aö svo er ekki. Þeim er fátt sameiginlegt annaö en loftiö sem viö öndum öll að okkur og útsýn til Esju og Keilis. Og þetta má Albert Guö- mundsson ekki taka sem níö um sig dauöan eöa lifandi, — og svo vitlaus er hann nú trúíega ekki. Og sennilega var Albert ekki eins vitlaus eins og hann lést vera i svivirðingaræðunni um Guörúnu, —mér er nefnilega nær aö halda aö Albert viti ná- kvæmlega aö veröi skattalögum breytt þannig aö þeir rikari gini ekki yfir öllu, — þá getur hann ekki skiliö eftir sig þær menn- ingar- og minningahallir aö dánargjöf sem veita fólki heiöurshjónatitil og kopar- bústur í anddyri. Þetta væri nú reyndarleiöinlegt ef svo færi að Albert gæti ekki gefiö stór- höföinglega minningargjöf um sjálfan sig, þvl Albert er fal— legurmaður og bústa af honum mundi sæma sér vel 1 anddyri hvaöa menningar- og minninga- hallar sem væri. Nú trúi ég aö einhver freistist til aö túlka þessi orö min sem kvikindsku I garö Alberts. Þess vegna set ég strax undir þann leka og sver allt slikt af mér. Al- bert er nefnilega ekki bara friöur, hann er llka bliöur og hefur gefiö fátæku fólki eigur slnar til jafos viö sig, — enda maöur kristinn og þekkir boð Krists um yfirhafnirnar tvær, — aöra þeirra skal gefa fátækum. Margir smælingjar hafa þegiö af hans gæsku, — til dæmis — og þaö er eitthvað sem ég skil sem lélegur rithöf- úndur — hefur hann gert stórvel til Indriða G. Þorsteinssonar og gert hann aö kosningastjóra slnum. Og þannig mætti lengi telja, — en svo hefur nú högg- ormurinn gamli sem öllu gjörir að spilla nagaö um hjartarætur vorar smælingja aö þar fýrir- finnst stundum enginn vottur þakklætis heldur öfund og ill- gimi, — eins og Ellert hefur vitnaö. Og satt er þaö, aö ef ég mætti breyta skattalögunum yröu þau þannig aö sá sem hefur hefurtekjuruppá fjörutlu millj- ónir myndi greiöa þrjátlu og átta i skatt og sá sem hefur tekjur uppá fjórar mundi greiða tvær. Nú eigum viö, sem erum svona öfúndsjúkir, fjármála- ráöherrann, þess vegna er ekki nema von aö Albert sé reiöur henni Guörúnu fyrir aö benda á aö kosningalögin eru sniöin fyrir þá ríku og tekjuháu en ekki hina. En þaö hefur enginn sagt aö heiöurshjónin, Silli & Valdi eöa nokkur annar hafi stolið nokkrum hrærandi hlut. Þaö hefur hins vegar flökrað aö nokkrum öfundsjúkum sálum aö reglurnar séu meir sniönar viö þarfir þeirra sem hyggja á auðsöfnun en hinna sem stunda eftir stefjabókum. Já, þaö er ljótt aö saka sak- laust fólk um þjófnaö, — þaö er lika ljótt aö saka sakiaust fólk um aö hafa boriö þjófnaö á sak- laust fólk. Þetta ættu allir Al- bertar og Matthiasar landsins aö geta skiliö ef þá skortir ekki miklu meir en hingaö til hefur veriö haldiö. Auövitaö ætti Al- bert aö biöja Gruörúnu Helga- dóttur opinberlega afsökunar, þvi hún hefur hvergi látiö aö þvl liggja aö Silli & Valdi hafi ekki fariö eftir settum reglum. Þaö er ljótt aö svindla og hafa rangt viö I fótbolta Albert. En þaö er ekkert athugavert viö þaö I landi frægs málfrelsis aö varpa fram þeirri spurningu hvort reglurnar séu réttlátar. Þetta ætti stööugt aö hafa I minni, rétt skal vera rétt. Þess vegna finnst mér líka alveg til- valiö aö fyrirhuguö áletrun yfir borgarleikhúsinu nýja veröi ekki AF AVÖXTUNUM SKUL- UÐ ÞÉR ÞEKKJA ÞA, — eins og flogiö hefur fyrir, — heldur skal þar standa áminning aust- firska prestsins til sóknarbarna sinna: ÞVI SEM MENN STELA EIGA ÞEIR AÐ SKELA. Árni Bergmann skrifar: vina fundur Góðra Kynleg uppákoma blasir við á opnu Morgunblaösins I gær. Þar segir frá þvi, aö „nokkrir is- lenskir áhugamenn um alþjóöa- mál og bandarísk stjórnmál” hafi nýlega verið á ferö i Banda- rlkjunum — nánar tiltekiö hafa þeir allir komiö nokkuö viö sögu i yngri deild sjálfstæöisflokksins og hjá fjölmiðlum honum tengd- um. Blaöiö segir frá þvi meö nokkrum fögnuöi, aö þessum hópi hafi veriö sýndur sá sómi að leiöa þá fyrir Richard M. Nixon, fyrrum forseta Banda- rlkjanna. Og fylgir meö nokkur myndakostur af góöra vina fundi. Vitanlega er þaö ekki nema eölilegt áhugamál blaöamanna (en tveir slikir voru I hópnum) aö leita uppi núverandi og fyrr- verandi áhrifamenn 1 stjórn- málum og rekja úr þeim gam- irnar. En heimsóknin til Nixons og þaö samtal viö hann, sem einn Amríkufaranna hefur á blaö fest, er ekki bundin neinni sllkri forvitni. Gestimir hafa foröast aö minnast á neitt þaö sem gæti komiö illa viö gest- gjafann: I frásögninni er þess getiö aö varla hafi veriö minnst á innanrlkismál I Bandarlkj- unum og allra slst á ,,þá atburöi sem uröu þess valdandi aö Nixon hraktist úr Hvita húsinu á sinum tlma”. Þetta er svo kurteislega orðaö aö engu er llkt — menn gætu haldiö að ill örlög eöa skuggabaldrar hafi „hrakiö” góöan dreng út úr hans húsum. Hjá samherja Nei, Morgunblaösmaöur ætlar sér ekki aö minna neinn á þaö, aö Nixon varö aö hlaupa Ur embætti vegna þess, aö uppvlst varö aö nann haföi misbeitt herfilega valdi slnu og beitt glæpsamlegum aðferöum til aö tryggja sér endurkjör I forseta- stólinn. Einhverntíma heföi þótt viöeigandi aö geta þess, aö maöur sem beitir Watergateaö- feröum grafi stórlega undan trausti manna á lýöræöi. En ekkert slikt lætur á sér kræla I þeirri sælukennd sem umlykur efnispilta Sjálfstæöisflokksins I þeim frægöarljóma sem stafar af afdönkuöum forseta. Þvl þetta er ekki neinn venjulegur skálkur, heldur var hann forseti Bandarlkjanna og mjög langt til hægri. Heimsókn Sjálfstæöis- pilta til hans er pólitlsk heim- sókn, þeir eru aö leita sér siö- feröilegs trausts og halds hjá samherja. Hjörtun slá i takt Oll frásögnin ber þvl fagurt vitni hve mjög hjörtu gestanna og gestgjafans slá I takt. Yfir- skriftin er svofelld ummæli Nixons: „Veikleiki lýöræðis- rlkja eykur styrjaldar- hættu — en styrkur þeirra dregur úr henni”. Þetta er boö- skapur sem ungir menn og miö- aldra úr Valhöll kunna aö meta^ hann er auövitað ekki nýr fyrir þeim.en þeim fer sem mörgum öörum, aö þeir þurfa I slfellu aöheyra staöfestingu á þvi sem þeir hugsa sjálfir. 1 annan staö veröur Nixon gestunum eins- konar staögengill Reagans hins nýkjörna: hann útskýrir það fyrir þeim aö Reagan sé til góöra hluta líklegur og þá ekki sist til að halda uppi miklum vlgbúnaöi.Nixon er haföur til aö staöfesta þá fögru mynd sem Morgunblaðiö hefur ab undan- förnu veriö aö draga upp af Reagan, sem á vist aö bjarga heiminum meö þvl ab fjölga I honum sprengjum og eldflaug- um. Ogengum gestanna dettur I hug aö efast um ráösnilld þess manns um friöarmál, sem um margra ára bil stýröi stór- fekiustum hernaöi sem rekinn hefur veriö eftir aö slöari heimsstyrjöld lauk. Og skildi ekki aöeins eftir sig svibna og eitraöa jörö og tvær miljónir lika I Vletnam, heldur dró og Kampútseu inn I hildarleikinn meö hinum hörmulegustu af- leiöingum. Seint um siöir neyddist Nixon til aö semja um friö I Idndókína og senda mikinn Ritstjórnargrein bandariskan her heim: sú friö- argerö kom ekki til af þvl aÖ Bandarikin væru „sterk” held- ur einmitt af þvi aö oftrú Nixons og hans liðsmanna á pólitiskan sannfæringarmátt vopnanna haföi veikt Bandarlkin á alþjóðavettvangi jafnt sem heimafyrir. Gagnkvæm aðdáun Þaö er merkilegt, aö hvergi mega Sjálfstæöismenn svo hnusa af alþjóðamálum, aö þeir ekki velji sér þær fyrirmyndir sem lakastar eru. Einkum og' sér i lagi hafa þeir dálæti á mönnum sem duglegastir eru I vopnaskaki og eru reiöubúnir til aö fyrirgefa þeim alla glæpi. Aftur á móti verða allir þeir vestrænir leiðtogar meö einum eöa öörum hætti tortryggilegir hjá þessum sömu Sjálfstæðis- mönnumsem reyna aö brydda upp á nokkru þvi frumkvæöi sem tengist afvopnun: má þar um nefna dæmi af Olof Palme og öörum foringjum sósial- demókrata, eöa einhverjum þeim öörum sem dregur I efa visku Nixonmanna. Ungir Sjálfstæöismenn leit- uöu trausts og halds hjá Nixon, og Nixon fann loksins þá menn sem kunnu aö meta hann. Eftir Nixon var þaö á dögunum haft um fund þennan I Morgunblað- inu aö „sjö ungir menn úr islenska Sjálfstæöisflokknum heimsóttu mig I morgun. Þeir skafa sko ekkert utan af sinni pólitik”. Hve gott og fagurt og indælt er... ab

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.