Þjóðviljinn - 15.11.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 15. — 16. nóvember 1986
DVERG
saumavélin
Aðeins 10 cm töngl
Midget handsaumavélin er upplögð til smáviðgerða. TilvaUn til ferðalaga,
og sjálfsögð á sjóinn. Skemmtileg gjöf. Allir geta saumað meö Midget Þú
getur faldað kjóla og gluggatjöldin hangandi fyrir gluggunum. Fylgihlutir.
Aukasaumnál, þræðari og statif fyrir tvinnakefli.
Verðkr.8000,- + burðargjald.
Sendið mér... stk. Midget. Hjálagt kr....+ burðargjald kr. 800.-
Sendið mér... stk. Midget i póstkröfu.
Nafn
Heimili
Póststöð
Simi 75253.
Sjálfvirkur simsvari tekur
i móti pöntun þinni allan
sólarhrínginn.
flKRflR /f
Pósthölf 9030 Reykjavfk.
G LANDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboð-
um i byggingu undirstaða o.fl. fyrir hluta
af 220 kV háspennulinu, Hrauneyjafoss —
Brennimelur (Hrauneyjafosslina 1), i
samræmi við Útboðsgögn 423A. Verkinu
er skipt i tvo hluta sem samtals ná yfir 61
km með 177 turnstæðum.
Verklok fyrir báða hlutana er 1. nóvember
1981.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 108
Reykjavik, frá og með 17. nóv. 1980, gegn
óafturkræfu gjaldi að fjárhæð kr. 30.000.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands-
virkjunar fyrir kl. 11.00 föstudaginn 19.
desember 1980, en þá verða þau opnuð i
viðurvist bjóðenda.
Verkalýðshreyfing —
verkalýðsflokkur
Opinn fræðslu- og umræðufundur að Hótel
Heklu (kaffiteriu) mánudaginn 17.
nóvember kl. 20.30.
Framsögumenn Þorlákur Kristinsson og
Hálfdán Jónsson.
Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Kaffi-
veitingar á staðnum.
Kommúnistasamtökin.
Útgáfu lokið:
LJÓSASKOÐUN
SKAMMDEGIÐ
FER í HÖND.
Viö aukum oryggi í umferóinni með
því að nota ökuljósin allan
sólarhringinn. rétt stillt og í góðu lagi.
Ljós geta aflagast á skömmum tíma, og
Ijósaperur fara aó dofna eftir u.þ.b 100
klst. notkun. þannig aðIjósmagn þeirra
getur rýrnaö um allt að því helming.
31 OKTÖBER á Ijósaskoðun aó vera
lokið um allt lanJ.
||U^FERÐAR
Manntal á lslandi
1801
Ot er komið þriðja og siðasta
bindið af Manntalinu frá 1801, en
fyrsta bindið, (Suðuramt), kom
út 1978. Það er Ættfræðifélagið,
sem gefur Manntalið út og hefur
notið til þess aöstoöar Þjóðskjala-
safnsins og styrkja úr rikissjóði
og Þjóöhátiðarsjóði.
Þetta er siðasta bindi og nær
það yfir svæöið frá Hrútafjarðar-
á aö Lónsheiöi, en þar bjuggu þá
16.128 menn. Eru þeir allirgreind-
ir með nafni og aldri og stöðu á
heimili og þess getið hvort þeir
séu ógiftir eða i 1. eða 2. hjóna-
bandi, eða ekkjur eða ekkjumenn,
eftir 1. eöa 2. hjónaband. Getið er
nákvæmlega um bjargræöisvegi
manna.
Manntalið veitir aö sjálfsögðu
mikilvægar upplýsingar er að
gagni mega koma við ættfræði-
rannsóknir, en einnig er þar aö
finna margvislegar hagsögulegar
upplýsingar, allt eftir þvi, hvers
menn vilja leita. Það veitir m.a.
merka fræðslu um nöfn Islend-
inga i heild og i einstökum sveit-
um á þessum tima.
Útgáfan er stafrétt eftir frum-
ritinu i Þjóðskjalasafni, með viss-
um frávikum þó, (um „egt-
astand”). Segir i formála að það
sé gert „til þess að sem minnstu
skipti fyrir notendur hennar hvort
þeir hafi hana fyrir sér eöa frum-
ritið sjálft. Gerir útgáfan þá
hvort tveggja að veita almenn-
um lesanda haldgóðan fróðleik
um forfeöur sina eða annað fólk á
þessum tima og fullnægja jafn-
framt visindalegum kröfum
fræðimanna”.
Manntaliö sjálft er 472 bls. Auk
þess eru I bindinu, eins og i fyrri
bindunum stuttur orðalisti og bréf
konungs og fyrirmæli um fram-
kvæmd manntalsins. Enn fremur
greinargerö fyrir útgáfunni og
sýnishorn af frumritinu, mynd af
siðu úr manntalinu úr Grenjaðar-
staöarsókn, rithönd sr. Tómasar
Skúlasonar.
Június Kristinsson, skjala-
vörður, bjó öll bindin til prent-
unar, en hann og Bjarni Vil-
hjálmsson, þjóðskjalavöröur,
hafa annast lestur prófarka.
Prentsmiðjan Hólar hefur
prentað bókina og bundið.
Bókin kostar 25 þús. kr. til
Ólafur Þ. Kristjánsson spjallar við fréttamenn um eitt og annaö við-
komandi manntalinu. — Mynd: gel.
félagsmanna en búöarverö er
töluvert hærra. Fyrri bindin eru
fáanleg enn og kostar hvert
þeirra 16.500 kr. til félagsmanna.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvert veröur næsta verkefni
Ættfræðifélagsins að þvi er
útgáfu snertir, en þar biða mörg
verk óunnin og öll kostnaðarsöm.
Þessi efni verða væntanlega rædd
á fundi I félaginu næstkomandi
þriöjudag. — mhg
Kjamfóðrið:
Skammturinn eykst
Framleiðsluráð landbúnaöar-
ins ákvað á fundi sinum i fyrra-
dag, meö hliðsjón af þróun
mjólkurframleiðslunnar i haust,
að kjarnfóður til framleiöslu
mjólkur á þessu verölagsári,
veröi 225 gr. á litra þeirrar
mjólkur, sem greidd veröur fullu
verði, og 500 gr. á kg. kindakjöts,
hvorttveggja miðað við búmark.
Kjarnfóöur til framleiöslu á 1 kg.
af eggjum verði 4,4 kg. á árinu.
Samþykkt þessi er háð staðfest-
ingu landbúnaöarráðherra.
Kjarnfóður út á mjólk hækkar
þannig úr 175 gr. i 225 gr. á ltr. á
kindakjötið úr 400 gr. i 500 gr. á
kg- og til eggjaframleiðslu um
10%.
Kaupi framleiðendur kjarn-
fóður umfram þau mörk, sem hér
eru sett, verða þeir aö greiða af
þvi fullan skatt.
— mhg
„Stíll sögunnar er ákaflega fjörlegur og
fullur af margskonar skemmtilegheitum
og óvæntum uppákomum... þessi saga er
full af lífsf jöri og kímni sem mátulega oft
jaðrar við að vera illkvittin... bráð-
skemmtileg lesning og aðgengilegri fyrir
fleiri en sumar fyrri bækur Guðbergs."
Gunnlaugur Ástgeirsson: Helgarpósturinn
7.11.
NÝ SKÁLDSAGA EFTIR
GUÐBERG BERGSSON
Sagan af Ara Fróðasyni
og Hugborgu konu hans
Þetta er saga af nokkrum framsæknum
nútíma (slendingum sem lenda í ýmsum
ævintýrum en bjargast úr hverjum háska
með þjóðlegu hugviti og hreysti.
Bókin er að ýmsu leyti í stíl skálkabók-
mennta.
Ari Fróðason, aðalpersóna bókarinnar, er
fyrst og fremst athafnamaður, það er at-
höfnin sjálf sem honum er hugleikin, en
niðurstaðan skiptir hann minna máli. Lýst
er ferð hans gegnum þjóðfélagið sem
hefst á leikvelli og lýkur í laxveiðiferð.
Langt er síðan Guðbergur Bergsson skip-
aði sér í röð allra fremstu rithöfunda
þjóðarinnar, og verk hans hafa notið mik-
illar hylli. Þessi bók er nýr sproti á þeim
meiði. Persónurnar hafa ekki birst áður í
bókum Guðbergs og stíllinn er nýr.
Síminn er 81333
DJQÐVIUINN s^um(^a 6 si333.v Mal og menmng ip