Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 1
Bankamannadeilan: Slitnaði uppúr viðræðum í gær Sérréttindi sendiráðs- manna: Allt leyfilegt Frétt Þjóöviljans i gær um franska sendiráðsmanninn, sem ók á konu sl. föstudags- kvöld og stórslasaði hana, veifaði svo dipl6mata-vega- bréfi og hvarf á braut, hefur að vonum vakið mikla at- hygli. Þjv. spurðist fyr- ir um það i gær hve langt sendiráðsmenn gætu gengið án þess að lögreglan mætti handtaka þá,og kom i ljós að lögreglan getur ALDREI handtekið sendiráðsmann, alveg sama hvað hann hefur af sér gert. Hún getur hins- vegar reynt að hindra hann i að fremja afbrot. Ef drukk- inn sendiráðsmaður stigur uppi bifreið i augsýn lögregl- unnar getur hún reynt að stöðva hann; ef hann neitar að hlýða getur lögreglan ekkertgert og hann má aka á burt eins og ekkert hafi i skorist. Þetta allt er samkvæmt svo nefndu Vinarsamkomu- lagi um friðhelgi diplómata, sem Island er aðili að. 1 29. grein þess samkomulags segirsvo: „Sendimenn erlendra rikja skulu njóta persónulegrar friðhelgi. Þá má eigi á neinn hátt hand- taka, né kyrrsetja. Móttöku- rikið skal sýna honum til- hlýðilega virðingu og gera allar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að koma i veg fyrir hverskonar tilræði við persónufrelsi hans eða sæmd.” Afturá mótier tekiðfram i 41. gr. Vinarsamkomulags- ins að viðkomandi sendi- ráðsmaður verði að virða lög og reglur þess rikis sem hann dvelur i. Baldur Möller ráöuneytis- stjóri i dómsmálaráðuneyt- inu sagði, að lögreglan gæti ekki undir neinum kringum- stæðum handtekið sendi- ráðsmann. Ef hún gerði það, gæti viðkomandi diplómat sagt, að á sig hefði verið ráð- ist af yfirvöldum og persónu- frelsi hans hefði veriö skert. Baldur var spuröur hvað gert yrði ef sendiráðsmaður yrði óður og fremdi morð. Hann sagöi að undir slikum kringumstæðum yrði hann eflaust settur i gæslu, en hann yröi ekki dæmdur hér, nema rikisstjórn lands hans samþykkti það. En hann yrði dreginn fyrir dóm i slnu heimalandi. Aftur á móti benti Baldur á, að ef sendiráðsmenn ger- ast brotlegir þá er strax kvartaö til viðkomandi sendiráðs og fyrir alvarleg eða itrekuð brot er hægt að segja að viðkomandi sé óæskileg persóna, og þá yrði hannumsvifalaust sendur úr landi af sinu sendiráði.-S.dór Búist var við að nýr fundur yrði boðaður í dag — Við litum svo á, bankamenn, að það hafi slitnað uppúr viðræð- um á samningafundinum i gær- morgun, sagði Gisli Jafetsson i verkfallsnefnd SIB er Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. Vilhjálmur Hjálmarsson i rfkissáttanefnd- inni tók ekki alveg jafn sterkt til orða. Hannbenti á að menn væru búnir að vera linnulitið á samn- ingafundi I nær 4 sólarhringa og að sjálfsögðu orðnir þreyttir. Það hefði þvieflaust verið rétt að gera fundarhlé til þess að samninga- nefndirnar gætu rætt við sam- starfsaðila til að átta sig betur á stöðunni. Gisli Jafetsson benti á, þegar menn væru að tala um að litið hafi boriðá milli um það bil sem fundi lauk, að eftir að bankamenn felldu samningsdrögin I byrjun október hefðu þeir sett fram viðbötarkröfur i lOliðum. Þar var launaliðurinn númer eitt og ekki hefði enn náðst samkomulag um hann, nú og um hina 9 liðina væri ekki farið að ræða, þannig að hæpiðværiaðsegja aðlitiðbæri á milli. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði i gær aðhann hefði ekki boðað nýj- an fund með deiluaöilum, en sagðist búast við að menn yrðu boðaðir til nýs fundar siðdegis i dag, fimmtudag. GIsli Jafetsson sagði að litið hefði borið til tiðinda á verkfalls- vaktinni I gær. Menn hefðu farið venjulega eftirlitsferö og þá hefði komið i ljós að i' mörgum bönkum væru nú iðnaðarmenn að lagfæra ýmislegt og þess hefði verið gætt að engir bankamenn væru þeim til aðstoðar. Þá væri búið aö loka Sparisjóði Skagastrandar, sem hefði þráast við að loka. 1 einu dagblaðanna i gær er það haft eft- ir sparisjóðsstjóranum að hann hefði sótt um aðild að SIB og lff- eyrissjóði bankamanna en veriö hafnað. Gisli sagði að enginn maöur hjá SIB kannaðist við umsókn þessa manns og hvað lif- eyrissjóð varðaði ættu banka- menn ekki neinn einn lifeyrissjóð, heldur væri lifeyrissjóður fyrir hvern banka fyrir sig. —S.dór örn Sigurðsson svinahiröir á Hamri I Mosfellssveit heldur hér á ónefndum gris sem virðist nokkuð ánægður með tilveruna. Svinabændur kvarta nú mjög undan afkomu búa sinna, og er nánar greint frá þvi máli á siðu 3 i dag. Samkeppnisnefnd úrskurðar: Óréttmætir viðskipta hættir bóka- útgefenda I gær felldi samkeppnisnefnd úrskurð sinn i deilumáli Hag- kaups og bókaútgefenda, sem Hagkaup visaði til nefndarinnar þar sem fyrirtækið fékk ekki leyfi bókaútgefenda til að selja bækur. Orskurður samkeppnisnefndar var sá, að þessir viðskiptahættir bókaútgefenda væru óréttmætir. Óliver Steinn, formaður Félags bókaútgefenda, sagðist i gær- kveld ekkert vilja um máliö segja á þessu stigi, þar sem sér hefði ekki borist úrskurður nefndarinnar. Heldur hefði hann, eins og aðrir landsmenn, fyrst heyrt hann i útvarpinu. Hann sagðist hafa reynt að ná i nefndarmenn og verðlagsstjóra i gærdag en sér hefði ekki tekist það. Ekki er ótrúlegt að þessi dómur samkeppnisnefndar verði til þess að þær verslanir sem kæra sig um geti verslað með bækur. S.dór Lagafrumvarp um jólafri sjómanna lagt_ fram: Vonum að það náist fram fyrir j ólin óskar Vigfússon: Timinn er naumur og við óttumst að frum- varpiö nái ekki fram að ganga. i gær mælti Tómas Arnason viðskiptaráðherra i staö Stein- grims Hermannssonar sjávar- útvegsráðherra, sem er fjarver- andi, fyrir frumvarpi til laga um jólafri sjómanna á fiskiskip- um. Með frumvarpi þessu er verið að efna loforð, sem gefið var i janúar 1979 og var liöur I svo nefndum félagsmálapakka sem þá haföi verið lagður fram, i sambandi við fiskverðsákvörð- un sem tekin var um áramótin 1978/1979. — Sjómenn vona að sjálfsögðu að frumvarpiö verði að lögum fyrir þessi jól, en timinn er orð- inn stuttur og ég óttast að svo verði ekki, þvi að ég hef rök- studdan grun um að útgerðar- menn hafi fengið talsmenn sina á Alþingi til að halda uppi mál- þófi svo aðfrumvarpið nái ekki fram að ganga fyrir þessi jól, enda seint sett fram, sagði Ósk- ar Vigfússon formaður Sjómannasambands Islands. Óskar sagði að þarna væri um að ræða mikiö réttlætismál. Sjó- menn á nær öllum minni skut- togurunum og á fiskibátunum eiga fri I landi um jólin, en sjó- menn á stærri skuttogurunum ekki. I sérsamningum sjó- manna á Vestfjörðum og Aust- fjöröum eru ákvæði um þetta mál og halda Austfirðingar þetta 100% og Vestfirðingar að mestum hluta. Aftur á móti vantar þetta ákvæði inni Sjó- mannasambandssamningana. Þeirsem undir þá falla eiga þvi ekki fri um jólin. Þá sagði óskar ennfremur að útgerðarmenn væru gersam- lega ófáanlegir til að semja um þetta atriði á þeim skipum sem ákvæöið um jólafri nær ekki til. Það sem þeir bera fyrir sig er að á þessum tima sé best verð að fá 'fyrir fisk á erlendum mörkuð- um, en i Sjómannasambands- samningunum er einmitt ákvæðiþess efnis að sé veitt fyr- ir heimamarkað eigi sjómenn fri um jólin, en sé veitt fyrir er- lendan markað eiga sjómenn ekki fri. Siðan segja útgerðar- menn að verið sé að veiða fyrir erlendan markað, en þegar kemur að þvi að sigla segja þeir að verð sé lágt á erlendum mörkuðum og fiskinum er land- aðhér heima. Þetta hafa þeir að sögn óskars margsinnis leikið. — Sjómenn munu áreiðanlega fylgjast vel með gangi þessa máls á Alþingi næstu daga enda er hér ekki um neitt smámál fyrir þá aö ræða, sagði óskar Vigfússon. — S.dór UOÐVIUINN Fimmtudagur 11. desember 1980. — 281. tbl. —45. árg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.