Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. desember 1980. HITAVEITA SUÐURNESIA óskar eftir að ráða lagtækan mann á aldr- inum 20 til 40 ára. Umsækjandi þarf að hafa bilpróf, vera reglusamur og geta unnið sjálfstætt. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. í umsókn skal tilgreina fyrri störf og vinnuveitendur. Umsóknarfrestur er til 15. des. 1980. Upplýsingar eru gefnar hjá Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustig 36, Ytri-Njarðvik i sima 92-3200. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmiði. Gerum föst verðtilboö SIMI53468 JOLAMARKAÐUR í BREIÐFIRÐING ABÚÐ Heildverslun sem er að hætta rekstri selur næstu daga fjölbreytt úrval af sængurgjöfum og allskonar ungbarnafatnaði. Einnig barna- x buxur, leikföng, gjafavörur og margt fleira. JÓLAMARKAÐURINN í BREIÐFIRÐINGABtJÐ UTBOÐ Rafmagnsveitur Rikisins óska eftir tilboð- um i eftirfarandi: 1. RARIK 80038 — Götugreiniskápar og tengibúnaður fyrir jarðstrengi. Tilboð verða opnuð kl. 14.00 mánudaginn 5. janúar 1981. 2. RARIK 80039 — Aflstrengir 12 og 24 kV óg koparvir. Tilboð verða opnuð kl. 14.00 þriðjudaginn 20. janúar 1981. 3. RARIK 80040 — Háspennu og lág- spennubúnaður i dreifistöðvar. Tilboð verða opnuð kl. 14.00 miðvikudaginn 7. janúar 1981. 4. RARIK 80042 — Stauraspennar 25, 37,5 og 75 kVa. Tilboð verða opnuð kl. 11.00 þriðjudaginn 20. janúar 1981. 5. RARIK 80043 — Dreifispennar 100, 500, og 800 kVA. Tilboð verða opnuð kl. 14.00 fimmtudaginn 22. janúar 1981. Hvert eintak útboðsgagna kostar kr. 2000.- Rafmagnsveitur Rikisins Laugavegi 118, Reykjavik. Jarðarför Hjartar Guðjónssonar frá Ljótunnarstöðum fer fram frá Prestsbakkakirkju i Hrútafirði laugardaginn 13. desember kl. 2 Skúli Guðjónsson. Frumvarpið um hollustuhœtti og hollustuvernd: Felur í sér sameiningu stofnana Svavar Gestsson, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra, mælti fyrr i vikunni fyrir frumvarpi til laga um hollustuhætti og holl- ustuvernd, sem m.a. felur i sér endurskipuiag heilbrigðiseftir- lits og mengunarvarna hér á landi. ' Þjóðviljinn birtir hér nokkra kafla úr ræðu ráðherra sem hann flutti er hann mælti fyrir frumvarpinu. Frumvarp það, sem ég mæli hér fyrir um hollustuhætti og holl- ustuvernd er samið af stjórn- skipaðri nefnd, sem þáverandi heilbrigðis- og tryggingamlaráð- herra Matthias Bjarnason skip- aði i ágústmánuði 1978 og falið var að endurskoða lög nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðis- eftirlit, með hliðsjón af fenginni reynslu og ennfremur að semja drög að nýrri heilbrigðisreglu- gerð. Nefndin gekk frá sinum fyrstu drögum á vormánuðum 1979 og sendi þau til umsagnar mjög margra aðila, sem þessi mál snerta, jafnt opinberra sem óopinberra. Flest allir þessara aðila skiluðu umsögnumum drög- in og tel ég þvi að þegar hafi verið fjallað um frumvarpið þannig að mark sé á takandi. Reyndi nefnd- in aö samræma sjónarmið þess- ara aðila eins og unnt var að hennar mati. Það er álit þeirra, sem að frumvarpinu standa, að tilgangur með frumvarpi sem þessu hljóti að vera að reyna að tryggja landsmönnum svo heil- næm lifsskilyröi á ölium sviðum þjóðlifsins sem unnt er að veita hverju sinni. I þvi skyni skuli leit- ast við að samræma kröfur um hollustuhætti um allt land og koma á viðhlitandi eftirliti með þeim, þ.e.a.s. hollustueftirliti. Yfirumsjón með þvi starfi, mat- vælaeftirliti, mengunarvörnum og rannsóknum þessu tengd skuli vera i höndum ákveðinnar stofnunar. Markmið laganna Skv. frumvarpinu er gert ráð fyrir því að landinu veröi skipt I hæfilega mörg og stór eftirlits- svæði, til þess að tryggja, annars- vegar.markvissteftirlit, sem nær til allra þátta á öllu eftirlitssvæð- inu og hins vegar nægjanlega mannmörg til að unnt verði aö gera kröfur um æskilega mennt- un eftirlitsmanna. Einnig að fram komi skýr ákvæði um valdsvið hollustueftirlits með það fyrir augum að ná fram nauðsynlegum umbótum, en samhliða verði ákvæði um sérstaka úrskurða- nefnd, til þess að tryggja sem best rétt þeirra, sem eftirlit er haft meö. Til þess að ná þessu markmiði leggur nefndin til eftirfarandi ný- mæli: 1 1. gr.frumvarpsins er lögð til ákveðin stefnuyfirlýsing, þ.e.a.s. að lögunum sé ætlað að skapa grundvöll til að tryggja lands- mönnum svo heilnæm llfsskilyrði sem á hverjum tima sé tök á að veita. Þetta skal vera tilgangur laganna. Lagt er til, að með markvissum aögerðum skuli unnið að þvi að ná þessu fram m.a. með þvi að gera eftirlitið sem virkast með um- hverfi svo og öllum þáttum, sem snerta hollustuhætti, heilnæmi matvæla og ennfremur að vernda þau lifsskilyrði, sem felast I ómenguöu vatni og hreinu lofti. Ennfremur er lögð áhersla á skyldur opinberra aðila til að veita alhliöa fræðslu og upplýs- ingar um þessi mál fyrir almenn- ing. Skipulagðar mengunarvarnir Gert er ráð fyrir þvl I frum- varpinu að það nái yfir alla starf- semi og framkvæmd sem haft geti i för meö sér mengun lofts, láðs og lagar að svo miklu leyti sem það er ekki falið öðrum með sérstökum lögum eða alþjóða- samþykktum. Eins og menn vita er islensk mengunarvarnalöggjöf mjög fábreytt og reyndar fá fyrirmæli nema i sérlögum um einstaka þætti og stofnanir og eru þau á engan hátt tæmandi. Hér er lagt til aö bót verði ráöin á þesssu, þannig að lög um holl- ustuhætti og hollustuvernd nái einnig yfir mengunarvarnir. Ekki er ætlast til aö þau nái yfir þau mengunarmálefni, sem þegar gilda sérlög um og alþjóöasam- þykktir og má sem dæmi nefna lög nr. 51/1970 um Siglingamála- stofnun rikisins, én þar er Sigl- ingamálastofnun rikisins m.a. falið að annast mengunarvarnir á sjó i samræmi viö alþjóöasamn- inga frá 1966 um losun úrgangs i sjó. Samkvæmt frumvarpinu tekur mengun yfir þaö, þegar örverur, efni og efnasambönd geta valdiö óæskilegum og skað- legum áhrifum á heilsufar þingsjá almennings, röskum lifrikis eöa óhreinkun lofts, láös og lagar. Þannig er ekki verið að hrðfla við náttúruverndarlöggjöfin frá 1970 á einn eöa neinn hátt, þvi ekki er ætlast til þess, svo dæmi sé tekiö, að jarðrask af mannavöldum faili hér undir. Hollustufulltrúar og hollustunefndir Eitt af nýmælum frumvarpsins er að gert er ráð fyrir að ekkert sveitarfélag skuli vera án viöhlltandi hollustueftirlits og þjónustu hollustufulltrúa. Þetta er eitt stærsta vandamáliö I dag, hvað snertir samræmingu holl- ustueftirlits I landinu, þvi víðast hvar er ekki um neina sllka þjónustu að ræöa og þaö oft hjá þeim aðilum, sem hafa með hönd- um mjög viðkvæma matvæla- framleiöslu. Verði þetta hins veg- ar að lögum á að vera girt fyrir sllkt. I frumvarpinu eru iögð til skýr ákvæði um það hvernig holiustu- ■ nefndir eigi að starfa út á við og innbyröis og ennfremur að hverju þær skuli fyrst og fremst vinna. Hollustuvernd ríkisins Eitt veigamesta nýmæli frumvarpsins er ákvæði um stofnun Hollustuverndar rlkisins en þeirri stofnun er ætlað aö hafa yfirumsjón með hollustueftirliti, matvælaeftirliti, mengunarvörn- um og rannsóknum þessu tengdu og á hún að sjá um framkvæmd þessa i samræmi við frumvarp þetta, reglugerðir og ákvæði ann- arra laga og reglna. Verkefni stofnunarinnar yrði m.a. að vinna að samræmingu hollustueftirlits i landinu. Stofnuninni er ekki ætlaö það sem við köllum beint hollustu- eftirlit nema i undantekningatil- vikum, þar sem kosið er að halda óbreyttu fyrirkomulagi og fela sveitarfélögum slikt áfram en þó á allt annan hátt en hingað til. Stofnuninni er sérstaklega ætlað að halda uppi fræöslu fyrir al- menning um mál er varða holl- ustu og standa fyrir námskeiöum fyrir þá aöila sem vinna að þess- um málum og ennfremur að standa fyrir menntun og fræöslu fyrir hollustufulltrúa. A slikt hefur skort til þessa. Gert er ráð fyrir að við stofnunina starfi sér- stök stjórn sem ráðherra skipar en ýmsir aðilar tilnefni i og að stjórnin fari með stjórn málefna stofnunarinnar undir yfirstjórn ráðherra. Hollustuvernd rlkisins er skipt I 3 deildir skv. frumvarp- inu, þ.e.a.s. deild sem annast skal hollustueftirlit, deild, er annast skal rannsöknir og deild, er ann- ast skal mengunarvarnir. Sameining stofnana Gert er ráö fyrir forstöðumanni yfir hverri deild, þ.e.a.s. þremur forstöðumönnum, auk þess sem gert er ráð fyrir sérstökum fram- kvæmdastjóra. Meö þessu er lagt til aö starfsemi Matvælarann- sókna rikisins, Heilbrigöiseftirlits rikisins og Geislavarna rlkisins veröi sameinuö I einni stofnun og undir einni stjórn. Tel ég slikt fyrirkomulag tvfmælalaust til bóta, m.a. vegna þess aö þannig verði hægt að koma I veg fyrir tviverknað, auk þess sem slikt ætti aö hafa I för með sér sparnaö, sé rétt á málum haldið. Ennfrem- ur er gert ráð fyrir þvi I frum- varpinu að Eiturefnanefnd, Afengisvarnaráði og Manneldis- ráði verði sköpuð aðstaða innan stofnunarinnar og að þar verði um mjög náið samstarf aö ræða. Eins og sakir standa er ekki talið ráölegt að fella þessa aðila undir verksviö stofnunarinnar en á næstu 5 árum gæti slikt veriö raunhæft, veröi sérstaklega unnið að þvi. Auk þessa er stofnuninni ætlaö aö taka við málefnum skv. lögum nr. 27/1977 um ráðstafanir vegna tóbaksreykinga, en á veg- um ráðuneytisins er unnið að gerð nýs frumvarps um þau mál og veröur v æntanlega gert ráð fyrir i þvi frumvarpi að Hollustuvernd rikisins fari með framkvæmda- atriði varðandi tóbaksvarnir, enda telst það á allan hátt eöli- legt. Stofnuninni er faliö aö hafa sem nánasta samvinnu við Náttúru- verndarráð, Vinnueftirlit og Sigl- ingamálastofnun um öll mál er varða mengunarvarnir við at- vinnurekstur o.s.frv.. Svefnbekkir og svefnstólar til sölu. Hagkvæmt verð. Sendum i póst- kröfu. Upplýsingar á öldugötu 33, slmi 19407.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.