Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. desember 1980. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5 Forsetakosnlngar í Frakklandi: Trúður 1 framboði Qiiiiimmdiir ýríuiamt ^rciumuv unciir hcmst stformim Ný ljóöabók eftírGuömund Frímann Draumur undir hauststjörnum heitir ný ljóðabók eftir Guðmund Frimann, sem Skjaidborg gefur út, og ber hún undirtitilinn ,,og önnur mennsk ljóö, ýmist frumkveðin eða þýdd”. I eftirmála bókarinnar, sem ber yfirskriftina Að siðustu segir Guðmundur m.a.: ,,t þessu kveri eru örugglega siðustu ljóð min, enda þótt margt bendi til þess að ég geti orðið allra karla elstur. t undirtitli kversins nefni ég ljóðin mennsk. Þau eru öll mannleg i þessa orðs hefðbundna skilningi. I kverinu eru engin æratobba- kvæði; þar verða engin kvæði lesin afturábak, það verður enga spéspekiað finna, vona ég. Og ég vona lika, að lesendur kversins, ef einhverjir verða, meti kvæðin svo sem þau verðskulda, enda þótt engar hundakúnstir séu við- hafðar við gerð þeirra.” „Um þýðingarnar er þetta að segja: öll eru ljóðin þýdd úr norðurlandamálunum þrem og ensku, þó nokkur þeirra séu frumkveðin á öðrum þjóðtung- um.” Trúðurinn Coluche er einn þeirra sem ætla að bjóða sig fram við forseta- kosningarnar næstu í Frakklandi. Coluche/ eða Michel Colucci,lofar engu öðru en þvi, að ef hann verður kosinn muni hann EKKI taka við embætti. Þegar hann er spurður um ástæðu fyrir því að hann býður sig fram svarar hann sem svo: Allir at- vinnustjórnmálamenn eru áhugatrúðar. Ég er at- vinnutrúður—hvers vegna ættu menn ekki að kjósa Coluche? . Coluche er eins og Fram- boðsflokkurinn islenski: hann vill hleypa fjöri i pólitikina, sem hon- um finnst leiðinleg. „Það er verið að drepa mann úr leiðindum i Frakklandi”, segir hann. Hann segist vera frambjóðandi þeirra sem sitja alltaf hjá, þeirra sem aldrei láta að sér kveða i stjórn- málum — „homma, leigubil- stjóra, rakara og bænda, fram- bjóðandi minnihlutanna”. Fær 10% atkvæða? Það sem alvöruframbjóðend- um þykir ekki spaugilegt við Fær hann tíunda hvert atriði? þetta framboð er, að Coluche er liklegur til að fá töluvert af at- kvæðum og þar með trufla ýmsa útreikninga um sambræðslu i seinni umferð forsetakonsing- anna, sem fram fara milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá i hinni fyrri. Þekktur kosningaspá- maður, Jerome Jaffré, segir, að sér muni ekki koma á óvart þótt trúðurinn fái 10% atkvæða. Hann segir að 10% atkvæða sé einmitt helmingur þeirra sem venjulega sitja heima. En ekki er vist að Coluche fái einungis slik atkvæði — hann er eins vis til að smala til sin atkvæðum ýmissa heimilis- leysingja og ráðvilltra manna á vinstri armi franskra stjórnmála. Vinstriblökkin sigldi i strand i siðustu kosningum, og allmargir hugsa þá sem svo: fyrst vinstri- framboðin eru vonlaus og Gis- card forseti öruggur um endur- kjör, af hverju þá ekki að slá öllu upp i kæruleysi, kjósa trúðinn Coluche — og skemmta sér? Vinstrifylgi Vinstri fylgi eins og Le Nouvel Observateur hafa birt lærðar út- Coluche: Heimilisleysingjar til vinstri vilja þá heldur skemmta sér við að kjósa hann. skýringar á fyrirbærinu Coluche og ýmsir menntmenn, m.a. bylt- ingarsinnaðir heimspekingar eins og Gilles Deleuze og Felix Gua- ttari hafa slegist i áróðursferð fyrir honum. Þeir segja eitthvað á þessa leið: „Hann er ekki að- eins frambjóðandi sem fullt mark er takandi á heldur ósvikinn vinstriframbjóðandi, sem getur -túlkað óskir og vonir ýmissa von- svikinna manna. Það er óvitlaus- ara en annað að styðja Coluche.” Þetta er einnig skoðun vinstra- blaðsins Liberation og Charlie - Hebdo, sem leggur stund á ögr- andiog fjarstæðukenndan húmor. En pólitisku flokkarnir i Frakk- landi neita — að minnsta kosti út á við — að taka „fyrirbærið Coluche” alvarlega. Þeirsegja að það Frakkland sem Coluche gerir tilkall til sé ekki til, hann sé ekki annað en fjölmiðlatilbúningur. —áb. Æviþættir Austfird- ings Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Æviþættir Austfirðings eftir Eirik Sigurðsson, fyrrverandi skóla- stjóra á Akureyri. Fáir hafa skrifað meira um Austurland, Austfirðinga og austfirsk málefni en einmitt hann. Hjá Skuggsjá hafa áður komið út eftir Eirik bækurnar Af Héraði og úr Fjörð- um, Af Sjónarhrauni og Með oddi °g eSg» æviminningar Rikharðs Jónssonar, myndhöggvara. Æviþættir Austfirðings er ekki ævisaga i venjulegri merkingu þess orðs, fremur minninga- þættir, þar sem stiklað er á veiga- mestu atburðum lifs hans, allt frá bernskuárunum i Hamarsfirði og á Djúpavogi til fjölþættra starfa hans á Akureyri sem skóla- manns, bindindisfrömuðar og af- kastamikils rithöfundar. Hann segir hér frá fjölda manna, sem hann hefur kynnst og átt skipti við á langri lifsleið, mönnum, sem margir höfðu sterk áhrif á lifsvið- horf hans og lifsstefnu. Jóhann Sigurjónsson Ritsafn í þremur bindum í sumar voru liðin 100 ár frá fæðingu Jóhanns Sigurjónssonar. (tilefni af því gef- ur Mál og menning nú út nýtt og glæsilegt safn verka hans. Auk þeirra verka jóhanns sem þegar eru kunn eru frumprentuð í þessu safni mörg Ijóð og bréf. Einnig er í safninu ný þýðing dr. Ólafs Halldórssonar á Lyga-Merði. Atli Rafn Kristinsson cand. mag. sá um útgáfuna. „Enginn sem les aðeins nokkrar línur rit- aðar af Jóhanni Sigurjónssyni mun villast á því að þar er snillingur að verki, mikið skáld, Ijóðrænn andi sem ekki er við jarðar-fjölina eina felldur, heldur lifir og andar jöfnum höndum í heimum hugmyndaflugs og ævin- týra.“ (Úr formála Gunnars Gunnarssonar.) Sérstakt tímabundið verð til félagsmanna M M Fram til 31. des. nk. verður ritsafn Jóhanns Sigur- jónssonar selt félagsmönnum Máls og menn- ingar með sérstökum afslætti á aðeins Gkr. 34.000. Eftir þann tíma verður félagsverðið Gkr. 40.940. (Nýkr. 409,40). Almennt verð rit- safnsins er Gkr. 48.165. Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir félags- menn MM.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.