Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur II. desember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íbróttir @ íþröttir (¥] iþróttir (*) ■ 'N—^ H Umcídn: Ingólfur Hannesson. ™ / Asgeír skoraði þrennu gegn Dynamo Dresden Asgeir Sigurvinsson átti stórleik meö Standard og skoraði 3 mörk 14—1 sigri liðsins á Utivelli gegn Dynamo Dresden. Tahamata skoraði fjórða markið. Asgeir Sigurvinsson var heldur betur I sviðsijósinu i gærkvöldi. Lið hans, Standard Liege, lék i Austur-Þýskalandi gegn Dynamo Dresden og sigraði glæsilega, 4—1. Ásgeir gerði sér Iltið fyrir og skoraði þrjú mörk, ,,hat-trick", i leiknum og tryggði Standard sæti Framarar sigruðu Framarar báru sigurorð af Keflvikingum i 1. deild körfu- boltans i iþróttahúsi Hagaskólans i gærkvöldi. Fram sigraði með 20 stiga mun, 86 stigum gegn 66 stigum sunnanmanna. Þá hafa bæði Fram og IBK tapað einum leik i 1. deildinni og stefnir i áframhaldandi einvigi á milli þessara liða. —IngH B-keppnin í handknattleik í Frakklandi: Hagstæð nlðurröðun fyrir okkar landsllð ,,Ég fæ ekki betur séö en að niöurröðun leikja f B-keppninni sé eins hagstæð okkur og hugsast getur,” sagði formaður Hand- knattleikssambandsins, Júlfus Hafstein, i stuttu spjalli við Þjv. I Fallbaráttan í algleymingi fyrradag. Keppnin fer fram i Frakklandi 21. febrúar til 1. mars á næsta ári. Með tslandi i riðli eru Frakkland, Pólland, Sviþjóð, Austurriki og Holland. 21. febrúar leika Island og Austurríki. Daginn eftir leikur landinn gegn Hollendingum. Það er mjög gott fyrir tsland aö leika gegn lakari þjóðunum fyrst, þvi reynslan hefur sýnt að okkar mönnum gengur alltaf fremur illa i 8-liða úrsiitum innar. UEFA-keppn- Onnur úrslit i UEFA-keppninni uröu þessi helst (feitletruð lið komast áfram): Lodz—Ipswich 1:0 AZ'67—Radnicki 5:0 St. Etienne— Hamborg 1:0 San Sebastian — Lokeren 2:2 Sochaux—EintnFrankf. 2:0 Köln—Stuttgart 4:1 Lokeren komst áfram með þvi að tryggja sér óvænt jafntefli á Spáni með 2 mörkum Danans Larsen. Revelli (2) tryggði franska liðinu Sochaux sigur yfir núverandi UEFA-meisturum, og þykja það mikil tiðindi. St. Etienne sigraði Hamburg 1—0, en hafði áöur sigrað á útivelli 5—0, samanlagt 6—0. Nýjasta undra- barnið i franska fótboltanum, Paganelli, skoraði sigurmarkið. Framlengingu þurfti i leik Kölnar og Stuttgart. Woodcock tryggði Köln sigur. i. -IngH VaLur marði sigur Valsmenn kræktu sér i tvö stig i l. deild handboltans I gærkvöldi, þegar þeir sigruðu Hauka suður i Hafnarfirði með eins marks mun, 23-22. Valur náöi undirtökunum þegar í byrjun. Munurinn varö aldrei mikill, 1-3 mörk, 4-3, 8- 5, 9-8 og 12-10 i hálfleik. Sami barningurinn hélt áfram i seinni hálfleik. Haukar jöfnuðu i byrjun, 12- 12, en Valur komst i 16-14. Haukar jöfnuðu, 17-17, og siðan var jafnt i 20-20. Valur komst i 22-20, Haukar jöfnuðu 22-22. Siðasta oröiö átti Stefán fyrir Val, 23-22. Valsararnir voru slakir i þessum leik.einkum ef miöað er við siöasta leik þeirra, sem var gegn KR. Máttu þeir teljast góðir að sleppa með bæöi stigin burt úr Firöinum. Arni Hermanns og Lárus Karl stóðu nokkuð uppúr i Haukaliðinu að þessu sinni. Flest mörk skoruöu. Valur: Bjarni 5, Þorbjörn G. 4 og Gunnar 4. Haukar: Arni H. 5 og Lárus Karl 4. Þess má geta að allir útileikmenn beggja liða, aö Jóni Karlssyni undan- skildum, skoruðu i leiknum. —IngH i fyrstu leikjunum á stórmótum, einkum ef leikið er gegn sterkum mótherjum. Daginn eftir leikinn gegn Hol- lendingum (23.) er fri og siðan eru Sviar andstæðingar okkur þann 24. Þann 25. er leikið gegn Frökkum. Aftur kemur fridagur, en 27. leika tsland og Pólland. Orslitakeppnin verður siöan i byrjun mars. - IngH. Punktamót í Borðtennisfélagið örninn hélt um siðustu helgi svokallað punktamót og urðu helstu úrslit þessi: Meistaraflokkur kvenna: 1. Susan Zacharian Gerplu 2. Asta Urbancic Erninum. 3. Guðrún Einarsdóttir Gerplu Meistaraflokkur karla: 1. Stefán Konráösson Vikingi 2. Gunnar Finnbjörnsson Ernin- um 3. Ragnar Ragnarsson Erninum 1. flokkur karla: 1. Jónas Kristjánsson Erninum 2. Daviö Pálsson Erninum 3. Alexander Amason Erninum Neðstu lið úrvalsdeildarinnar f körfuknattleik, ÍS og Armann, leiða saman hesta sina i iþrótta- húsi Kennaraháskólans kl. 20 i kvöld. Stúdentar komu mjög á óvart meö góðum leik gegn 1R i vik- unni. Hins vegar hafa Armenn- ingar veriö slappir uppá síðkastið og þeir verða að taka á honum stóra sinum i' kvöld,ætli þeir sér sigurinn. Dýrt að taka þátt í Evrópu- keppni Kostnaður knattspyrnuliös Skagamanna vegna þátttöku i Evrópukeppninni gegn Köln sl. sumar var 15.5 miljónir. Tekjurn- ar voru hins vegar ekki nema rúmar 11.1 miljónir, þannig að tapið á ævintýrinu varö liðlega 4 miljónir Þróttur og Fram leika i kvöld Einn leikur veröur I 1. deild handboltans i Laugardalshöllinni ikvöld. Þróttur og Fram leika og hefst siagurinn kl. 20. Þessi leikur er mjög mikilvæg- ur fyrir bæöi liöinJ’ram verðuraö sigra til þess að falla ekki i 2. deild og Þróttarar verðaaö sigra til þess að hanga i Vikingum á toppi deildarinnar... Um framavonir 20 míljóna svartra íþróttamanna í Bandaríkjunum: Aðeins 1000 komast áfram Fyrir flesta svarta Bandarikjamenn liggur eina leiðin út úr fátækrahverfum stórborganna í gegnum iþróttirnar. Sú leið er þó æði mörgum þyrnum stráð og sagt er að fyrir ungan strák, sem æf ir körfubolta 5 tíma á dag, 1500 tíma á ári, séu möguleikarnir á að komast í atvinnumennsku tuttugu þúsund. Þeir sem komast á toppinn i atvinnumannadeildinni (NBA) I körfubolta verða að einhvers konar dýrlingum I augum margra Bandarikja- manna. Sú saga gengur t.d. i fátækrahverfum Filadelfiu að Julius Erving (Dr. J.), snjall- asti körfuboltamaðurinn hjá „Philadelphia Sixers” og e.t.v. i Bandarikjunum, sé ein- hvers konar kraftaverka- maður, hann geti flogið. Dr. J. er einmitt fyrirmynd allra svertingjastráka, sem æfa körfubola linnulaust alla daga. Hann er væntanlega einn af hinum 20 þúsund sem „komst áfram”. Fyrsta skref ungra stráka frá fátækrahverfunum, með hjálp iþróttanna, er að reyna að komast á svokallaðan skólastyrk. Til þess að svo verði þurfa þeir aö sýna mikla hæfileika og einnig helst að vera hvitir. Af 6000 körfu- boltaleikmönnum i bandarisk- um háskólum, „college”, komast einungis um 30 i at- 1:20.000 — einn á móti vinnumennsku. Um 1000 taka einhvers konar próf og þaö er einmitt önnur aðalleiðin frá fáttækrahverfunum, en 5000 sitja eftir meö sárt ennið, draumurinn um atvinnu- mennskuna er úti og þeir hafa enga menntun fengiö á skóla- timanum. 1 þessum 5 þús. manna hópi eru 9 af hverjum 10 svertingjar. Samkvæmt könnun, sem i- þróttasálfræðingurinn Harry Edwards geröi, eru um 60% af þeim, sem útundan veröa i hinni höröu baráttu iþróttanna i háskólunum, vart læsir. „Þetta er glæpsamlegt”, segir hann. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er þetta eina von um 20.000.000 ungra Bandarikjamanna að komast burt úr fátækrahverfunum, jafnvel þó aö þeir viti aö ein- ungis um 1000 svartir landar þeirra hafi sitt lifsframfæri af iþróttaiökun og að möguleik- inn sé 1:20.000. (IngH —byggtá Stern )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.