Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 16
DJQÐVHHNN Fimmtudagur 11. desember 1980. Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaösins I þessum simum: Ritstjóm 81382, 81482 og 81527, umbrot 8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná I af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Sementsverksmiðjan á Akranesi: Kolabremisla mxndi spara á annan miljarð Verksmiðjan hefur þegar keypt kolakvörn frá Sviþjóð Sementsverksmiðjan hefur boðið bæjarstjórnarmönnum á Akra- ncsi og heiibrigðisyfirvöidum til staða annarsstaðar á Norður- löndum þar sem sementsverk- smiðjur brenna kolum. — Málið stendur þannig að verksmiðjunni stóð til boða að kaupa notaða kolakvöm frá Svi- þjóö, fyrir mjög lágt verð, aðeins 15miljónir króna, og ákvað stjórn verksmiöjunnar að kaupa kvörn- ina. Nú er búið að kynna bæjar- stjórn og heilbrigöiseftirliti Akra- ness máiiöog við biðum bara eftir úrskurði þessara aðila. En jafn- vel þótt hann verði neikvæður, þá er mjög auövelt að losna við þessa kvörn, sagði Gylfi Þórðar- son forstjóri Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi er Þjóðviljinn spurðist fyrir um þá hugmynd að nota kol i stað oliu hjá verksmiðj- unni. Gylfi sagði að eftir siðustu hækkun á svartoliunni myndi oliukostnaðar Sementsverk- smiðjunnar verða 2,1 miljaröur Loönu- aflinn kominn í 360 þúsund lestir Eftir að kvótaskiptingin kom til á loðnuveiöunum hefur sú spenna sem rikt hefur i kringum þessar veið- ar undanfarin ár horfið og minna er rætt og ritað um veiöarnar en fyrr. Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd sagði i gær, aö heildarloðnuaflinn væri nú kominn uppi 360 þúsund lestir en leyfilegt er að veiöa i haust og vetur 460 þúsund lestir. Hann sagði að um 20 skip væru búin að veiða uppi þann kvóta sem þeim var ætlaður. Þau skip sem eftir eru fara sér hægt við veið- arnar. Nú eru 10 til 15 skip við loönuveiðar og öfluöu þau allvel um siöustu helgi. Andrés sagðist búast við, að um miöja næstu viku myndu loðnuskipin hætta veiöum, en þau sem ekki væru búin aö fylla kvótann myndu svo halda áfram veiöum eftir áramótin. —S.dór. króna á ári, en samkvæmt tilboði, sem verksmiðjan hefði frá Bandarikjunum og Kanada um kaup á kolum, yrði kostnaðurinn ekki nema um 600 miljónir ef kol yrðunotuð i staðinn. Og meira að segja væru inni i þessari tölu út- gjöld við að breyta yfir i kola- brennslu. Þá benti Gylfi á að auðvelt væri að vera með mögu- leika á að nota hvort heldur sem væri oliu eða kol, og litið verk að skiptaþar á milli ef með þyrfti. Aðspurður um kolareyksmeng- un sagði hann að þetta væri nú ekki lengur eins og f gamladaga þegar kolareykur lagðist yfir allt. Mengunarreglur væru orðnar svo strangar og hreinsitæki svo full- komin að um slika mengun yrði ekki að ræða. Semtsverksmiðjan hefur boðið mönnum frá bæjar- stjórn Akraness og heilbrigðis- yfirvöldum til staða annarsstaðar á Norðurlöndum til að skoða sementsverksmiðju sem brennir kolum i stað oliu. Þar gætu þeir séð hvernig þetta kæmi út. S.dór Það er ýmist alauð jörð eða snjóföl f Reykjavik þessa dagana. Til að bæta úr og gera jólalegra hefur veriðkomið fyrir miklu landslagi iBlómavali þar sem börnin virða fyrir sér kaffenntan burstabæ. Önnur umrœöa um fjárlög á morgun: Óskað afgreiðslu 21 máls fyrir jól Hlé á þinghaldi frá 20. desember Gert er ráð fyrir að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fari fram á Alþingi á morgun. Aðventuannir eru nti aö hefjast hjá þingmönnum og hefur rikis- stjórnin komið þvi áhugamáli á framfæri við formenn þingflokka að 21 lagafrumvarp veröi afgreitt fyrir jólahlé þingmanna, sem miðaö er við að hefjist laugar- daginn 20. þ.m.. Fyrir utan fjárlagafrumvarpiö eru ýmis mál sem afgreiöa á fyrir áramótin, t.d. fæðingarorlofið, hækkun á gamla tollvörugjaldinu sem lagt er á sælgæti og gos- drykki, breytingar á lögum um eftirlaun aldraöra, lántöku- og ábyrgðarheimildir fyrir 1980 og 1981, frumvarp til laga um mann- tal 31. janúar 1981 o.fl.. Þá liggja fyrir stjórnarfrum- vörp um framlengingu nokkurra timabundinna gjalda svo sem verðjöfnunargjalds á raforku, álags á ferðagjaldeyri, skatts á skrifstofu-og verslunarhúsnæði og sérstaks timabundins vörugjalds. í tengslum við gjaldeyris- breytinguna biða tvö frumvörp afgreiðslu fyrir jól^þe. um stimpilgjald og um að innheimta opinberra gjalda skuli fara fram i heilum krónum. Þá er frumvarp um niðurfellingu gjaldstofns, þeas. svokallaðs nýbyggingar- gjalds, sem fyrst var lagt á 1978. Þá eru ótaldar ýmsar lagasetn- ingar til staðfestingar á fyrir- heitum stjórnvalda i sambandi við kjarasamninga. —ekh Minni afli en í fyrra Heildarfiskafli landsmanna fyrstu 11 mánuði þessa árs er um 200 þúsund lestum minni en var'á sama tima i fyrra. Þá höfðu bor- ist á land 30. nóv. 1.612.136 lestir en i ár 1.420.391 lest. Mest munar um minni loðnuafla i ár en i fyrra. Þorskaflinn þessa 11 mánuöi varð 342449 lestir en var á sama tima i fyrra 300.567 lestir. —Sdór. Mikið hrun á Ennis- veginn Snemma i gærmorgun varð grjóthrun i Enninu á Snæfellsnesi og féllu nokkur hundruð tonn af grjóti á veginn. Engin umferð var þegar þetta átti sér stað, sem betur fer, þvi annars hefði þarna oröið stórslys. Vegurinn milli Ólafsvíkur og Hellissands var þvi lokaður i gær, en að sögn lögreglunnar var opn- að skarð i grjóthrúguna til aö þeir sem nauðsynlega þurftu að fara á milli kæmust leiðar sinnar. Það gerist nú æ tiðara aö grjót- hrun og skriður falli á Ennisveg- inn og eru menn vestra orðnir mjög uggandi vegna þessa. Mikið hefur veriö reynt að fá vegayfir- völd til að lagfæra veginn og vegarstæðið þarna eitthvað. Berg slútir viða yfir veginn, vatn seytlar i gegn og frýs i frostum, svo að þegar þiðnar springur bergið og grjót hrynur á veginn. Yfir veturinn falla svo oft snjó- skriður á veginn. I gær síðdegis var fyrirhugað að halda fund um þetta mál i Ólafsvik, fyrir tilstuðlan al- mannavarnanefndarinnar á staönum, þar sem ræða átti hvað hægt væri að gera til að fá þessu kippt i lag áður en stórslys hlýst af. —S.dór. Kröfluvirkjun: Aukning um 6,5 megawött Kröfluvirkjun framleiðir nú 11,3 megawött og hefur raforku- framleiðslan aukist um 6,5 megawött eftir að hola nr. 14 var tengd fyrir viku. „Við tengingu holu 14 jókst aflið úr tæpum 5 megawöttum upp I rúm 10 megawött,” sagði Einar Tjörvi Eliasson yfirverk- fræðingur Kröfluvirkjunar i gær. ,,En lögnin frá holu 14, sem er stærsta holan, er enn að mestu óeinangruð, þvi við stefndum að þvf að fá gufuna sem fyrst til að auka afl virkjunarinnar.” Nú er verið að vinna við ein- angrun á lögninni og er þegar búiðaöeinangra u.þ.b. þriðjung hennar. Við það hefur afliö aukist og er nú 11,3 megawött. Einar Tjörvi sagði að vonast væri til að aflið kæmist nálægt 12 megawöttum þegar ein- angrun lyki. Afl Kröfluvirkjunar er nú nálægt þvi sem Austfiröir þarfnast nUna, 10—14 mega- wött, og hefur aukningin þvi komiö sér mjög vel fyrir byggðarlögin þar. Meðaltals- raforkunotkun á Austurlandi hefur verið 12 megawött að undanförnu. Mestur hluti raf- orkunnar sem Kröfluvirkjun framleiðirfer til Austfjarða, en annaö fer I Kisiliðjuna og viðar. r Munum Happdrætti Þjódviljans 1980 1 L Dregið var í Happdrætti Þjóðviljans þann 1. des s.l.,en vinningsnúmer þá innsigluð og verða ekki birt fyrr en að uppgjöri loknu. Skrifstofa Happdrættis Þjóðviljans er að Grettisgötu 3, Reykjavík, símar 17504 oq 17500. Enn er hægt að kaupa miða og verður svo þar til uppgjöri lýkur. Raufarhöfn hefur nú bæst í hóp þeirra staða úti á landi sem gert hafa 100% skil. Auk þess hafa borist mjög góð skil frá Akranesi og ísafirði og fíeiri stöðum. Umboðsmenn eru hvattir til að gera skil hið fyrsta svo að unnt sé að birta vinnings- númerin. Þeir sem fengið hafa heimsenda miða eru hvattir til að snúa sér til skrifstof- , unnar á Grettisgötu 3 eða til umboðsmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.