Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. desember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum tfra lesendum Áskorun til forseta t tilefni af þvf aö Gervasoni- málið er oröið aö miklu hita- máli, og einnig f tilefni af kom- andi jólahátfö, vil ég beina þeirri áskoriun til friöarsinnans forseta vors, Vigdlsar Finn- bogadóttur, aö hún leiti eftir þvi viö rfkisstjórn tslands aö Patrick Gervasoni hinum franska veröi veitt landvist hér á landi, fyrst I staö til reynslu og svo eins lengi og hann óskar eftir, ef i ljós kemur aö hann reynist nýtur þegn vorrar þjóöar. Þaö er svo von min og trú, sem gamallar striöshetju úr siö- ustu heimsstyrjöld er slapp naumlega viö aö gista hina votu gröf af völdum kafbátahernaöar Hitlers-Þjóöverja hér á sigl- ingaleiöinni Eeykjavik-New York, einsog félagar mínir sumir uröu aö þola hér rétt viö bæjardyr Reykvíkinga er e/s Goöafossi var sökkt og alþjóö er kunnugt — aö æöstu ráöamenn þjóöarinnar láti friöarsinnann, sem ekki vill mann deyöa eöa standa i vigaferlum,hljóta land- vist hér og fái aö dvelja hér á landi i Guös friöi. Aö svo mæltu óska ég öllum landsmönnum, frá ystu nesjum til innstu dala, gleöilegra jóla, nýárs og friöar. Arni Jón Jóhannsson Til andstæðinga Gervasoni Þekktirðu þau? Hún var margræö á svip strax sem krakki. Lengi fékkst enginn til aö gefa út fyrstu söguna hennar, en þegar hún dó 1976 náöi upplag bóka hennar 350 miljónum — á flestum tungu- málum heims. — Agatha Christie. Þegar Islendingar eru sam- mála um aö taka ekki þátt i styrjöldum, manndrápum og frelsissviptingu karlmanna um lengri eöa skemmri tima til þessara verka, hvernig getið þiö þá talað um mann sem hefur nákvæmlega sömu skoðanir og er reiöubúinn að leggja þaö á sig sem Gervasoni hefur kosiö aö þola til aö eiga einhverja von um aö geta lifað samkvæmt sannfæringu sinni — hvernig getið þiö kallaö hann „vand- ræöabarn” og fleira I þeim dúr? Þiö ættuö aö skammast ykk- ar, og ég skammast min fyrir svona hræsnisfulla „friöarvini” sem þiö greinilega eruö þegar þiö kalliö Gervasoni „liöhlaupa, lögbrjót, vandræöabarn” osfrv. fyrir þaö eitt aö segja skoöun sina hreint út viö hernaöaryfir- völdin I Frakklandi, I staö þess aö skipa sér á bekk meö lygur- um og hræsnurum og ljúga upp einhverri trúarlegri eöa heimspekilegri ástæöu til aö komast hjá hugsanlegum manndrápum. Aö kalla mann lögbrjót fyrir þessa sök tel ég i hæsta máta vafasamt og má þá hafa i huga aö frönsk herlög eru algerlega aöskilin frá öllu almennu dómsmálakerfi i Frakklandi, en gagnvart þvi hefur Gervasoni hreinan skjöld. Vegna þessa máls er lika vert aö benda á aö styrjaldir sem hafa kostaö um 200 miljónir einstaklinga lifiö á s.l. 160 árum eru ekki slys eöa náttúrulögmál, heldur afleiöing af pukri og skipulagningu afla sem hinn almenni borgari skilur ekki og hefur ekki nokkra möguleika á aö fá heildarmynd af. Þaö eru þessi öfl, sem Gervasoni gerir sig sekan um aö neita aö ganga til liös viö. Eru allir vandræöabörn sem láta ekki berast meö straumn- um? Nanna Heiöarsdóttir. Litabók Gri óta- þorpið I dag ætlum við að segja ykkur frá bók sem var að koma út. Það er litabók um Grjótaþorpið eftir Gylfa Gíslason. Myndirnar í bókinni eru mjög skemmtilegar, einsog þið sjáið, og svo er textinn líka góðun þar er rakin saga Grjótaþorps- ins frá landnámsöld til okkar daga. Húsið sem þið sjáið hér heitir Vina- minni. Þar var áður iðn- skóli og verslunarskóli. Sigríður Einarsdóttir Sæ- mundsson lét reisa það sem kvennaskóla á Brekkubæjarskikanum_ Um hana var ort þessi vísa: Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ sú kann að gera skóna ha ha ha hæ! Eintómar rosabullur tra la la læ! Alltaf er Gvendur fullur í Brekkubæ. Hvísla að klettinum Einar Bragi rithöfundur sér um útvarpsþátt I kvöld, sem hann nefnir „Hvislaö aö klett- inum” — brot úr ljóða- og sagnasjóöi Sama. Flytjandi auk hans er Anna Einars- dóttir, en Einar Bragi hefur sjálfur þýtt efniö. — Efni þáttarins er þrenns- konar, — sagöi Einar Bragi, — i fyrsta lagi ljóö eftir nafn- greind nútimaskáld, i ööru lagi jojk, sem er kunnasta list- grein Sama, einskonar ljóö- söngur, og halda fróöir menn þvi fram, aö jojk sé uppruna- legasta alþýöutónlist Evrópu. fig les nokkur þýdd jojk-ljóö. Jojk hefur veriö iökaö um aldir, og þaö er ákaflega breytilegt eftir landssvæöum hve oröiö er mikill þáttur i þvi, sumsstaöar er tónlistin aöal- atriöi, annarsstaöar eru þetta löng og mikil ljóö. 1 þriöja lagi er ævintýri úr sagnasjóöi Skolta. Skoltar eru *Útvarp kl. 21.45 taldir til Sama, en þeir eru af öörum uppruna. Þeir komu þrammandi noröur aö lshafi alla leiö frá Tibet endur fyrir löngu og settust aö kringum Petsamo, en búa nú flestir viö Enare-vatniö noröaustast i Finnlandi, örfáir þó I Sovét- rikjunum. Skoltar eiga merki- lega menningu, sem varö fyrst kunn þegar ungur svissneskur rithöfundur, Robert Crottet, settist aö hjá þeim og safnaöi arfsögnum þeirra i bók. Bókin heitir Mánaskógar og kom fyrst út 1942, og hefur veriö þýdd á mörg tungumál. Úr henni er ævintýriö sem ég les 1 þættinum, — sagöi Einar Bragi aö lokum. — ih Staðið 1 stafni Einsog landsmenn vita von- andi allii* veröur Rlkisút- varpiö fimmtugt 20. þ.m. t til- efni af þvl hafa veriö teknir saman margir þættir, sem fluttir eru á slökvöldum I þess- um afmælismánuði. Þátturinn I kvöld heitir „Staöiö i stafni” og hefur Baldur Pálmason tekiö hann saman og er jafnframt kynnir. I þættinum veröa fluttir kaflar úr ræöum, sem útvarpsstjór- Útvarp ífp kl. 22.35 arnir Jónas Þorbergsson og Vilhjálmur Þ. Gislason fluttu á árum áöur. Þá veröur leikiö lag eftir Sigurö Þóröarson, sem var settur útvarpsstjóri um skeiö. — ih Tékkneskt andófsleikrit #Útvarp !kl. 20.30 I kvöld veröur flutt i útvarp leikritið „Opnunin” (Vernis- sage) eftir tékkneska rit- höfundinn Václav Havel. Þýö- inguna geröi Stefán Baldurs- son, og er hann jafnframt leik- stjóri og flytur formála aö verkinu. Með hlutverkin þrjú fara Saga Jónsdóttir, Siguröur Skúlason og Hjalti Rögnvalds- son. Flutningur leiksins tekur rúmar 40 minútur. Tækni- maöur: Hreinn Valdimarsson. Leikritiö gerist á einu kvöldi á heimili þeirra hjóna Veru og Mikaels. Þau hafa lagt mikla vinnu i aö gera upp stofuna sina, og af þvi tilefni bjóöa þau kunningjafólki sinu hjón- unum Ferdinand og Evu. Þegar til kemur birtist þó Ferdinand einn. Hann verður aö hlusta á hástemmdar lýs- ingar Veru og Mikaels á þvi, hve vel þau hafi komiö sér fyrir i lifinu. Auövitaö er þaö allt á kostnaö Ferdinands, sem þannig er litillækkaöur á alla lund. Sá maöur kann greinilega ekki „tökin á tilver- unni”. Václav Havel er fæddur i Prag áriö 1936. Hann hugöist Václav Havel, höfundur fimmtudagsleikritsins. leggja stund á listasögu, en var bannað það vegna þess aö foreldrarnir voru I andstööu viö stjórnvöld. Havel fékk starf sem sviðsmaöur i þekktu leikhúsi, vann sig þar upp og varð aö lokum leiklistarráöu- nautur. Eftir innrás Rússa 1968 var hann settur á svartan lista, og leikrit hans bönnuö i Tékkóslóvakiu. Fyrsta leikrit Havels var „Garðveislan” 1963. Þaö hlaut miklar vinsældir og var sýnt i mörgum löndum. Ein- þáttungurinn „Opnunin” var saminn áriö 1975, en alls hefur Havel skrifaö um tug leikrita, þ.á m. fyrir sjónvarp. Havel er ekki meö öllu ókunnur Islenskum útvarps- hlustendum, þvi aö 1969 var fluft leikrit hans „Verndar- engillinn”. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.