Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. desember 1980. mOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóöfrelsis Otgefandi: (Jtgáfufélag ÞjóBviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó'.ífsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir ölafsson. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friörikssou. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvörður: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. S'mavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bllstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsia, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, slmi g 13 33. Prentun: Blaðaprent hf. Hvað á að gera við lýðveldið? • Sú regla hefur lengi verið í gildi á landi hér, að er- lendum fyrirtækjum sé meinað að reka hér útgerð, eða fiskvinnslu, og hið sama hefur gilt um aðrar atvinnu- greinar, nema sérstök undanþágulög komi til. • Allir þeir sem í alvöruhafaviljað byggja hér upp sjálfstætt þjóðríki hafa talið þessa reglu sjálfsagða, m.a. vegna þess, að komist eignarráð yf ir atvinnulíf inu i erlendar hendur þá verður sjálfstæðið naf nið tómt, og þá rennur arðurinn af vinnu landsmanna til erlendra auð- drottna. • Sú regla að við Islendingar eigum sjálf ir okkar f iski- skipog okkar fiskvinnslufyrirtæki er hins vegar ekkert sjálfsagðara en það, að viðeigum líka sjálf ir þau iðjuver af öðru tagi sem hér munu rísa á komandi árum. • Ekki minni f jármálamaður en Jóhannes Nordal seðlabankastjóri hefur reyndar lýst því yfir oftar en einu sinni, að á alþjóðlegum lánamarkaði hafi íslenska ríkið nú nægilegt lánstraust til að af la þeirra lána, sem til þyrfti að reisa hér þessi eða hin iðjuver, sem við teld- um okkur henta og ættum sjálf, séu líkur á arðbærum rekstri á annað borð fyrir hendi. • Auðvitað geta menn komið og sagt: — Það er áhætta að stunda atvinnurekstur á Islandi, en það er sú áhætta sem við tökum þegar við segjumst ætla að lifa sem sjálf- stæð þjóð í þessu landi. • Ef við ætlum að láta erlend auðfyrirtæki bygg ja hér hvert stóriðjuverið á fætur öðru á komandi árum, — hvers vegna afhendum við þeim þá ekki frystihúsin, jarðirnar, bátana og ullarverksmiðjurnar líka? Hvers vegna biðjum við þá ekki náðarsamlegast um að fá að vera amt í gömlu Danmörku? Okkur hef ur staðið slíkt til boða fyrr, og þá yrðum við um leið útkjálkahreppur í Efnahagsbandalaginu. — Þá gætum við líka lagt niður bæði lýðveldiðog Sjálfstæðisf lokkinn, Landsbankann og stjórnarráðið, — er þetta ekki allt saman eitthvert 19. aldar kram, sem þarf að losna endanlega við áður en ný öld gengur í garð? • Það skal tekið fram að tilefni þessara orða er mál- flufningur stjórnarandsfæðinga á alþingi og í fjölmiðl- um undanfarna daga um erlend stóriðjuver sem vaxtar- broddinn í atvinnuuppbyggingu komandi ára. • Þeir Geir Hallgrímsson og Benedikt Gröndal sögðu að vísu í sjónvarpsþætti i fyrrakvöld, að ekki þyrftu nú öll þessi iðjuver að vera í erlendri eign, en hins vegar þyrfti allt að vera galopið í þeim efnum. Hér skilur á milli. Alþýðubandalagið vill skapa þjóðareiningu um þá stefnu, að sérhvert fyrirtækLsem hér ris, verði íslensk eign, a.m.k. að meirihluta til, og þegar um stóriðjuver er að ræða eigi íslenska ríkið meirihluta. Og Alþýðubanda- lagið er ekki eitt um þessa stefnu. Framsóknarf lokkur- inn hef ur einnig með f lokksþingssamþykkt lýst sig and- vígan því að hleypa erlendum auðhringum inn í atvinnu- líf íslendinga og algerlega haf nað þeim möguleika að er- lendir aðilar eignist hér meirihluta í fleiri fyrirtækjum. • Núverandi ríkisstjórn hefur tekið af skarið hvað þetta varðar í sinni stefnuyf irlýsingu og er ekki vitað um neinn stefnuágreining innan hennar hvað þessi mál varðar. • Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hef ur haft um það forgöngu síðan hann tók sæti í ríkisstjórn að rannsaka f jölmarga iðnaðarkosti, — stóra og smáa, sem til greina koma í okkar atvinnulífi á komandi árum. Menn hafa hinsvegar verið sammála um það, að nýting innlendra orkugjafa til að útrýma innf luttu eldsneyti við húsahitun og draga úr notkun þess á öðrum sviðum sé forgangsmál. Fyrir því eru augljós rök. • Sé hins vegar við þetta miðað er hér ekki um neina orku að ræða á næstu 5 árum eða svo, sem hægt væri að ráðstafa til nýrra stóriðjufyrirtækja. Auk þess ættum við að hafa lært það m.a. af Kröfluævintýrinu að hyggilegt séað framkvæmdirnar gangi ekki á undan rannsóknum. Það að vilja reisa hér f jölþjóðleg stóriðjuver með hraði er erlend nýlendustef na. Hitt að undirbúa nú margvísleg nýiðnaðarverkefni, skynsamlega nýtingu orkulind- anna á okkar eigin vegum, og gæta alls samhengis í okkar atvinnuþróun, — það er íslensk atvinnustefna. • Sú er stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum, um hana skulum við sameinast. —k. aðarveröi, meöan islenskt fyrir- t«ki rekiö fyrir innanlands- markaö, sem aöeins notar nokk- ur prósent, yrði aö borga sann- virði. Orkuveröiö til Aburöarverk- smiðjunnar tekur miö af ál- samningnum, leiöarljósi Al- þýöublaösins. „Samkvæmt raf- magnssamningi Landsvirkj- unar og Aburöarverksmiöj- /stefna Alþýðufiókksins i ’orkumáíum:^ 'Alverið er leiðarljós * Alþý&ublaóiO hefur undanfarib birt greinar um stóriöjumál. Kveikjan ab þessum skrifum var ræba Lúbvlks Jósepssonar á landsfundi Alþýbubandalagsins. þar sem hann fðr htírbum orbum um stóribjustefnu „Ihalds og krata” eins og hann orbabi þab. Hann sagbi m.a. ab álverib hefbi nú starfab I 11 ár og hefbi á þessu timabili tapab 2,6 milljörbum króna, íært upp á núverandi gengi. Meb viðtölum vib ýmsa abila, sem reynslu hafa af stðriöju t.d. I Hafnarfirbi. Akranesi og Skilmannahreppi, hefur hins vegar komib fram, ab stóriöjan hefur reynst þessum sveitarfélögum drjúg tekjulind og má nefna, ab um 10% af heildar- tekjum Hafnarfjarbarbæjar koma meö beinum eöa ðbeinum hætti frá álverksmibjunni ál frá árinu 1%9 fyrir rúma 612 milljarba kröna, laun og launa- tengd gjöld nema nálcgt 29 milljörbum og framleiöslugjald nemur 5.3 milljöröum króna. Ef þessar tölur eru hafbar I huga, sést abtapiberl raun mjög lltiöef tekiber tillit til þeirra verömcta sem um verksmibjuna fara. Um orkuverö Lúbvlk Jósepsson og Hjörleifur Guttormsson hafa bábir haldiö þvl fram, ab orkuverb þab sem tSAL greiöir, sé aöeins brot af kostnaöarveröi orkunnar Eins og áöur hefur veriö rakiö I Alþybu- blaöinu, er hér um mikinn mis- skilningab ræba. Annars vegar er veriö ab bera saman greiöslur til ab standa straum af fjármagnskostnabi viö nyjar raunhæfur samanburöur á greiöslum og tilkostnaöi. en ekki samanburöur óskyldra hluta " I framhaldi af þessu er slban minnt á þá staöreynd, sem vikiö hefur veriö aö I blabinu, aö stóriöjuver eins og Isal og jámblendiverk- smiöjan nota orkuna I mun lengri tlma en hinar almennu rafveitur og eru þar ab auki skuldbundnar' til ab greiba hana, án tillits til þess hvort hún er notuö eöa ekki Ef litiö er á orkuverö til álvinnslu I heiminum, kemur I Ijós, aö veröiö er mjög misjafnt og fer eftir staöháttum og mark- aösaöstæöum. Orkuveröiö er oftl mælt i einingunni mill. sem jafn- gildir 1/1000 hluta úr Bandarikja dollar Itagnar Halldórsson sagör I vibtali vib Abl. ab Isal greiddi hærra orkuverö en t.d bæöi' ------------- "" , klippt Leiftursnilld Alþýðublaöið hefur gert merka uppgötvun og ræöur sér ekki fyrir kæti. Þaö hefur kom- ist að raun um af leiftursnilld sinni að Áburðarverksmiðja rikisins greiöir sama verö fyrir orkuna frá Landsvirkjun og tSAL. Af þessu er dregin ákaf- lega gáfuleg ályktun eins og rit- stjóra blaösins er von og vlsa. 1 Eorystugrein segir: „Orkuverö til ISALS er taliö skammariega lágt. Vera má. í sömu andránni er Aburöarverk- smiöjan talin fyrirmynd um þjóöhagslega hagkvæmt stór- iðjufy rirtæki. Orkuverö til Aburöarverksmiöjunnar er hiö unnar frá 20. ágúst 1976 fylgdi rafmagnsverð Landsvirkjunnar til Aburöarverksmiðjunnar veröinu til tSAL”, segir i skýrslu Landsvirkjunar um starfsemina 1979. Full tök eða engin Hér er og óllku saman aö jafna. Annarsvegar er álveriö, kýs aö flytja fjármuni til úr ein- um vasa sinum I annan. „ Vera má” tJt úr þeim umræöum sem spunnist hafa um stóriöju- mál á síöustu vikum hefur þaö helst komið aö fyrir liggur al- menn viöurkenning á þvi aö orkuverö til álversins sé of lágt. Smánarlega lágt. Meira aö segja ritstjóri Alþýöublaösins sem greinilega hungrar og þyrstir I ný Kröfluævintýri I álstil viöurkennir meö semingi aö tSAL-verðið sé lágt: „Vera má”, segir hann af hógværð og réttsýni. Iönaöarráöherra hefur hvað eftir annað vakiö athygli á þvi að I Noregi, Kanada og Astraliu sé hafinn undirbúningur aö endurskoöun gamalla orkusölu- samninga sem fela i sér bind- ingu viö „smánarlega lágt” orkuverö. En leiðarljós Alþýöu- blaösins, álsamningurinn, mun gera slíka endurskoöun torsótta hér. Samningurinn bindur ts- lendinga við hlutfallslega lækk- andi orkuverö fram til 1994, og fallist Alusuisse ekki af náð sinni á endurskoöun, fer máliö i erlendan gerðardóm. Þetta ætlar Alþýöuflokkurinn aö hafa aö leiöarljósi I mótun óðagots- stefnu I orkumálum. 50% stækkun 1 lokin er svo ekki úr vegi aö minna á aö fyrir dyrum stendur sama og til tSALS. Hvers vegna leggur ekki Þjóöviljinn til aö Aburöarverksmiöjan veröi lögö niöur? Veröur þaö kannski „næst besti kosturinn” I virkj- unarmálum samkvæmt stefnu Alþýðubandaiagsins?” Eggiðeða hœnan? Vandamáliö sem ritstjóri Al- þýöublaösins á viö aö glima I þessum hugleiðingum sinum er hin sigilda spurning hvort hafi veriö á undan hænan eöa eggiö. Aburöarverksmiöjan er aö vlsu miklu eldra fyrirtæki en álverk- smiöjan i Straumsvik. En ætli mönnum hafi ekki þótt þaö hart aögöngu aö erlendur aöili, sem notar um helming allrar orku- framleiöslu I landinu, fengi ork- una á útsölupris og undir kostn- sem er erlent fyrirtæki og fellur samkvæmt samningi aö mestu leyti utan Islenskrar lögsögu. Þaö er hluti af auöhring sem ræöur hráefnisöflun og mörkuö- um og getur framkallað gróöa eöa tap á frumvinnslu sinni á Is- landi meö millifærslum innan samsteypunar eftir hentugleik- um. Hinsvegar er allslenskt fyrir- tæki sem framleiöir fyrir innan- landsmarkaö og er aö litlu leyti háö erlendum hráefnismörkuö- um. tslenska rikiö hefur full tök á öllum þáttum er viökoma rekstri, framleiðslu og sölu á vegum Aburöarverksmiöj- unnar. Og spurningin um orku- verö og áburöarverö snýst fyrst og fremst um þaö hvernig rikiö 50% stækkun Aburöarverk- smiöjunnar i Gufunesi. Hún framleiöir aöeins 43 þúsund lestir af áburði á ári, en innan- landsnotkunin er um 70 þúsund lestir. t stóriöjuumræöu siöustu vikna hafa ihaldsmenn og kratar vandlega gætt þess aö geta ekkert um þessa stóriöju- framkvæmd. Þaö er svona eitt meö ööru visbending um hvert hugur þeirra stefnir. Ekki vottur af áhuga á þessari Is- lensku stóriöjuframkvæmd, sem miöar aö þvl aö gera okkur óháö innflutningi á tilbúnum áburöi og mun hafa I för meö sér gifurlegan gjaldeyrissparnaö og aukna hagkvæmni I rekstri verksmiöjunnar. — ekh Sinfóniuhljómsveitin: og shorið Amerískir söngleikir Efnisskrá tónleika Sinfónlu- hljómsveitar Islands I kvöld er úr ameriskum söngleikjum og hafa til þeirra veriö sóttir tveir ágætis einsöngvarar frá Bandaríkjun- um, Diane Johnson og Michael Gordon, en stjórnandinn er islenskur, Páll Pampichler Pálsson, reyndar fæddur Austur- rikismaöur, Viöar Alfreösson, sem allir Islenskir jazzunnendur þekkja, leikur einteik á trompett i einu verkanna, „As long as he needs me” úr Oliver eftir Bart og Jeaper, en Viöar hefur starfaö I hljómsveitinni frá 1971. Vlöarj Einleikur á trompett.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.