Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. desember 1980. Rúnar, Maria, Engilbert og Þórir syngja nýtt og gamalt. „Með ÞREM” með fjórum hressum Komin er út ný hljómplata frá Geimsteini og hefur hlotið heitið „með ÞREM”, sem sett er saman úr upphafsstöfum þeirra sem mynda Geimsteinshópinn að þessu sinni, en þau eru Þórir Baldursson, Rúnar Júifusson, Engilbert Jensen og María Baldursdóttir. Hvert þeirra flytur þrjú lög á plötunni, ýmist ný eða gömul og góð, i' útsetningum þeirra Þóris og Rúnars. Upptökur fóru fram i New York og Hljóðrita. Otgefandi er Geimsteinn en Steinar hf. annast dreifingu. 1*1 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Si* Vonarstræti 4 - Sími 25500 Stuðningur 17 ára heimilislausan pilt vantar herbergi, helst hjá íjölskyldu sem gæti veitt ein- hvern stuðning. Upplýsingar gefur Björn Bjarnason i sima 25500. Framtíðarstarf Véladeild Sambandsins vill ráða til starfa mann til viðgerða á saumavélum, prjóna- vélum og ýmsum mekaniskum tækjum. Æskilegt er að viðkomandi hafi nokkra þekkingu á rafeindatækni. Góð vinnuskilyrði á afmörkuðu verkstæði. Umsóknir sendist til Starfsmannahalds Sambandsins. Fyrirspurnum einnig svarað i sima 38900. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉ1AGA STARFSMANNAHALO Verslunarst j óri Kaupfélag Vopnfirðinga óskar eftir að ráða verslunarstjóra sem fyrst. Æskileg reynsla i matvöruverslun og kunnátta i að saga kjöt. Umsóknir sendist Jörunai Ragnarssyni, kaupfélagsstjóra eða starfsmannastjóra Sambandsins, er veita nánari upplýsing- ar. KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA VOPNAFIRÐI Blaðberar óskast: Bogahlið — Mávahlið Hörpugata — Þjórsárgata MúmiUiNN Siðumúla 6 S. 81333.( BÆKUR BÆKUR BÆKUR BÆKUR BÆKUR Ljóð eftir Steingrím í Nesi, Heið- myrkur Almenna bókafélagið hefur sent frá sér ljóðabókina Heið- myrkur eftir Steingrim heitinn Baldvinsson i Nesi. Bókin er kynnt þannig á bókakápu: Steingrimur Baldvinsson i Nesi i Aðaldal, d. 1968, var þjóðkunnur maður, ekki sizt fyrir sinar snjöllu lausavisur. Hann lét eftir sig allmikið af skáldskap, sem Kristján Karlsson hefur valið úr i þessa bók. Steingrimur i Nesi var merkilegt skáld, og móðurmálið lék honum á tungu. Hér er að finna afburðakvæði svo sem Heiðmyrkur sem hann orti er hann beiö dauða sins i gjá i Aðal- dalshrauni i fimm dægur og var þá bjargað fyrir tilviljun. Steingrimur bjó á bökkum Lax- ár og var mikill laxveiðimaður. Skyldi einhver hafa lýst betur þvi andartaki þegar laxinn bitur á en hann gerir i þessari visu. Þegar strikkar stangartaumur stöngin svignar, hjóliö malar, þýtur um æöar þungur straumur, þanin taug viö laxinn hjalar. . Mikill vinur Steingrims i Nesi, Karl Kristjánsson alþingismaður, flutti minningarræöu við kistu hans, og er meginhluti hennar prentaður hér sem inngangur fyrir bókinni. Heiðmyrkur er 117 bls. og prentuð og bundin i Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Sophia Loren Ot er komin bókin Sophia Loren.ævi og ástir. A.E. Hotchn- er skráði eftir frásögn hennar sjálfrar. IÐUNN gefur út. í bók- inni eru fjörutiu myndasiður og ennfremur skrá um kvikmyndir þær sem Sophia hefur leikið i. 1 bók þessari rekur Sophia Lorén, hin viðfræga italska kvik- myndaleikkona, æviferil sinn. Sagan hefst á lýsingu af upp- vaxtarárum hennar i litlu þorpi skammt frá Napóli. Lýsl er fyrstu sporum hennar til frama i kvik- myndaheiminum, sagt frá fjöl- mörgum frægum kvikmynda- mönnum sem hún kynntist, og þá að sjálfsögðu mest frá eigin- manni hennar, kvikmyndafram- leiðandanum Carlo Ponti. Meðal annarra sem við sögu koma eru Charlie Chaplin, Richard Burton og Vittorio de Sica. Inn i frásögn Sophiu eru felldir stuttir kaflar með umsögnum fóiks sem haft hefur náin kynni af leikkonunni. Bókin er i tuttugu og fimm köfl- um, auk þess viðbætir um föt og snyrtingu, hár og likamsrækt og matargerðarlist. Páll Baldvinsson þýddi bókina. Hún er 240 blaðsiöur. Prisma prentaði. Snaran eftir Jakobínu Sig- urðardóttur SNARAN eftir Jakobinu Sig- urðardóttir er nýlega komin út i 2. útgáfu hjá Máli og menningu. Bókin kom fyrst út árið 1968 og vakti þá þegar mikla athygli og greindi menn mjög á um efnislegt inntak bókarinnar, en I Snörunni deilir hart á stóriðju og erlent fjármagn og yfirráð um leið og hún dregur upp mynd af verkamanni framtiöarinnar og setur hann i félagslegt og sögu- legt samhengi. Um hitt voru menn sammála að Jakobina hefði i þessari skáldsögu fitjaö upp á nýju formi sem ekki hafði verið reynt áður, og reyndar ekki eftir það, og vakti það ekki siður athygli. A bókarkápu eru fáein sýnishorn eða brot úr ritdómum sem birtust árið sem bókin kom út. Ólafur Jónssonsegir m.a. irit- dómi sem birtist i Alþbl. 21.12. 1968: „...Væru bókmenntir teknar hátiölega i samfélaginu yrði þessa saga Jakobinu Sigurðar- dóttur tilefni umhugsunar og umræðu... — ekki i bókmennta- selsköpum heldur i alþýðusam- tökunum, verkalýðsfélögum og á vinnustöðum, ekki sist þeim vinnustöðum sem um þessar mundir ganga fyrir erlendu fjár- Ævintýrasaga Gunnar M. Magnúss hefur gefiö út nýja æskulýðssögu sem hann nefnir „Óti er ævintýri”. Þetta er ævintýrasaga, sem höfundur segir að hafi lengi vakað i huga sér, og kemur þar mjög við efniö þjóðleg list, sem nú er flestum týnd, fingrarimið. Gunnar M. Magnúss hefur komið við sögu flestra greina bókmennta. Hann hefur skrifað nokkrar barna- og unglinga- bækur, sem hafa flestar verið gefnar út oftar en einu sinni og ein þeirra, Suöur heiðar, hefur verið þýdd á nokkur erlend tungumál. „Ég skrifaði allar þessar bækur mér til skemmtunar en ekki fyrir neinn sérstakan hóp”, segir Gunnar M. Magnúss í formála Ný skáldsaga eftir Líneyju AUMINGJA JENS eftir Lineyju Jóhannesdóttur er ný skáldsaga sem komin er út hjá Máii og menningu. Ytri efnisumgerð skáldsög- unnar AUMINGJA JENS er llf sex persóna i sömu götunni einn vetrarpart. A bókarkápu segir m.a.: „Einu gildir hvort sögu- manneskjan er heldur Marta eða Maria, öll kvika frásagnarinnar um AUMINGJA JENS er sjónar- mið konu. Heitt, lifandi, heilt, sjálfsagt, ljóðrænt, grimmt á stundum en lika undra fallegt án væmni. Af þvi verfmr bókin slungin og margræð eins og ljóð eiga að vera. Hér er að visu ekki skrifað eftir kórréttri kenningu um kvennabókmenntir en af magni. Ekki til pólitiskrar upp- byggingar i áróðursþágu, þó ef- laust verði hægt að nota hana á þann veg, heldur vegna hinnar siðferðilegu ádeilu sem er mergur sögunnar”. Sá timi nálgast nú óðfluga sem þessi framtiðarskáldsaga Jakobinu Sigurðardóttur gerist á, og mun eflaust einhverjum leika forvitni á að vita hvað af spádóm- um hennar hefur ræst, hvort þróunin hafi orðið sú sem lýst er i Snörunni. Snaran er 120 bls. og ljós- prentuð i Repró/Formprent. Kápuna gerði Gunnar Gunnars- son hjá Auglýsingaþjónustunni. Gunnar M. Magnúss hinnar nýju bókar sinnar. Myndir eru eftir Eirik Smith. Liney Jóhannesdóttir beyglausri tilfinningu og mikilli ratvisi.” Eftir Lineyju hafa komið út nokkrar bækur, þ.á.m. barna- bækur. Arið 1975 kom út bókin Það er eitthvað sem enginn veit, endurminningar Lineyjar, sem Þorgeir Þorgeirsson skráði, og Mál og menning gaf út skáld- söguna Kerlingarslóðir árið 1976. Ljóö og stökur eftir Þórarin Sveinsson Nýlega er komiö út kvæöakver (ljóð og stökur) eftir Þórarin Sveinsson fyrrum bónda I Kila- | koti, N.-Þing. og nefnist kverið „Að heiman”. — Þórarinn var kominn af þekktum þingeyskum ættum, Vikingavatns- og Hall- bjarnarstaðaætt, og eiga þær báðar innan sinna vébanda marga gáfu- og listamenn. Þórar- inn var faðir Sveins listmálara og þeirra systkina. Þórarinn átti þess ekki kost að ganga menntaveginn, sem svo er kallað, fremur en margir aðrir ' unglingar á þeim árum, en hann I var fróöleiksfús og kunni vel að hagnýta sér þann litla bókakost sem völ var á. — Eftir að hann tók að stunda ljóðagerö, leyndi það sér ekki að hann átti hagmælsku 1 rikum mæli, og að hann hafði gott vald á islensku máli og næmt brageyra. Urðu ljóð hans fljótt vel þegin til birtingar I sveitar- blaði Keldhverfinga og eftirsótt til upplestrar á skemmtimótum sveitarinnar. Björn, sonur höfundarins, gaf ljóðin út, en bókin er prentuö og hönnuð af prentsmiðjunni „Eddu”. Bókin fæst ékki i bókaverslun- um, en upplýsingar um útsölu- staði veitir útgefandi i sima 16957.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.