Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 11. desember 1980.
Fimmtudagur 11. desember 1980. ÞJODVILJINN — SIÐA 9
Einar Örn
Stefánsson og
r
Arni Bergmann
skrifa
bókmenitttir
Lífsháskinn í frá-
sögn og skáldsögu
Jóhann J. E. Kúld: _
Á hættusvæðinu.
Um heijarskóð.
Ægisútgáfan. 1980.
1 þessu fjórða bindi af ritsafni
Jóhannes Kúlds er frásögn hans
af siglingum til Englands og
Bandarikjanna yfir hættusvæði
full meö kafbáta og tundurdufl og
skáldsaga hans um sama efni;
báðar voru þessar bækur skrif-
aðar meðan reynslan sem þær
lýsa var fersk og ný, komu fyrst
út 1942 og 1943.
A hættusvæðinu er frásögn Jó-
hanns af þvi sem hann sér og
heyrir á siglingu til Fleetwood og
siðan á túr meö vöruflutninga-
skipi til Halifax og New York.
betta er á köflum ýtarleg og
greinargóð skýrsla um hvað það
var að sigla i skipalest, heimild
sem stendur fyrir sinu. En það
sem öðru fremur gefur þessari
frásögn lif er það, að i henni sjá-
um við „óspilltan” Islending á
nýjum slóðum, litt veraldar-
vanan og forvitinn, og vissan um
að það sem hann sér er merkilegt
og þarf á blað að komast.
Þegar hann sér og heyrir loft-
árás á Fleetwood grlpur hann til
samanburðar við Kötlugosið 1918.
Þegar hafnarlögreglan finnur að
þvi, að hann snúi of seint um
kvöld til skips, minnir hann þá
aðfinnsluskarfa á að hann sé af-
komandi glæsilegra vikinga.
Þegar hann ratar I soll mikinn i
vafasömu gleðihúsi er hann sá
prýðilegi sveitamaður, sem
hneykslast á ósköpunum en er um
leið nógu hygginn til að lauma
sterlingspundum sínum niður I
sokkinn á hægra fæti „alla leið
undir il”. Andspænis striði og
stórborg á þessi andlegi frændi
Eiriks frá Brúnum þá viðmiðun,
að „mannleg verk geta ekki verið
jákvæð nema þau séu i fullu sam-
ræmi við hina skapandi náttúru”
og þykir honum vist, að þeir sem
vaxið hafa upp í bæjum, þar sem
enginn ræktar neitt en
„húsakumböldum er hrúgað
upp” verði „rótslitnir menn”.
Þessar hugieiðingar verða til
þegar Jóhann þarf til læknis-
aðgerðar út fyrir bæinn „að
ferðast um landið að vorlagi,
þegar frjómagn gróðurmoldar-
innar er að vakna til lifsins að
nýju eftir margra mánaða endur-
nærandi hvild, er eins og að mæta
sjálfum guðdóminum i almætti
sinu” (bls. 32).
Þó fer það svo, að staður eins og
New York, sem er firnalangt frá
þvi samræmi við náttúruna sem
hinn ungi sjómaöur hefur hugann
við,yfirbugarhans gagnrýni: þar
eru mannvirkin svo stórbrotin,
hraðinn svo stórfenglegur og
umferðarmenningin aðdáunar-
verð. Sá kafli („Stórborgarmenn-
ing”) minnir lesandann rækilega
á það að fátt er fróölegra um
hverja kynslóð Islendinga en
vitnisburður um það hverju og
hvernig hún tekur eftir i útlönd-
um.
1 þessu bindi ritsafns Jóhanns
Kúlds sjáum við endurtaka sig
það sem annar og eldri sjálf-
menntaður alþýðumaður hafði
< «" ■ v * V V
Jóhann J. E. Kúld.
gert,Theódór Friðriksson: báðir
skrifa á vixl frásagnir og
skáldsögur um sömu atburði. Og
sama lögmál er að verki: i skáld-
sögunni er Jóhann eins og Theó-
dór i meiri háska sem rithöfund-
ur, honum hættir til að falla fyrir
klisjum ástarsagnanna og fyrir
vissri óskhyggju. Þegar frásögn-
in Á hættusvæðinuer borin saman
við skáldsöguna Um heijarslóð,
þá sést mjög glöggt hvernig iffs-
reynsla sögumanns er höfð að
stökkpalli inn i enn stærri
ævintýri en hann reyndi sjálfur,
til að gefa svigrúm stærri vonum
og draumum.
Skáldsagan er lögð i munn ung-
um islenskum sjómanni sem sigl-
ir vestur með norskum dalli,
skipið er skotið niður á austurleið,
aðeins örfáir skipsfélaga bjargast
á fleka. Hér er komin til
skjalanna Ástin mikla, sem er
leiðarstjama sjómanni á heljar-
slóð. Hér lendir Englendingur
(einn skipsfélaga) i Brasiliufara-
ævintýri er hann bjargar útlendri
prinsessu úr háska — nánar
tiltekið efnuðum kvenlækni i New
York. Hér segja sæúlfar af sér
hrikalegustu sögur, hér verður
hinn nagandi háski að raunveru-
legum skiptapa og lifsháska, sem
rennur saman við pólitiska
drauma ungra manna sem vona
að þessi djöfuls styrjöld sé um
leið hrunadans kapitalismans.
Það er i þeim anda, að skipbrots-
mönnum er bjargað af rússnesku
skipi og hefur þar allt annan róm
en á fraktskipum auðvaldsins.
Þessa daga er svo að koma út
fimmta bindið af ritsafni Jóhanns
— þar heldur hann áfram ævi-
minningum sinum og segir fleira
frá stríðsárunum, m.a. frá
sjaldgæfri reynslu sinni af breska
flotanum, en Jóhann var þrjú ár i
björgunarliði breska sjóhersins
við tsland. Hefur hann ekki sagt
frá þeim tiðindum áður. „Stillist
úfinn sær”heitir þessi nýja bók —
og geymir sögu höfundar fram á
þennan dag, ekki sist i marghátt-
uðu starfi við fiskvinnslu og fisk-
mat.
— AB.
Sjálfsagðir hlutir
Oddbjörn Evenshaug og
Dag Hallen:
BARNIÐ
Almenn fræðsla fyrir
foreldra um vöxt,
þroska og uppeldi barna.
Þórir S. Guöbergsson þýddi
og staðfærði.
Setberg 1980.
111 bls.
í formála þessarar bókar er frá
þvi greint, að höfundarnir hafi
fyrir fáeinum árum stjórnað um-
ræöuþáttum um uppeldismál i
norslia sjónvarpinu. Hafi norska
rikisútvarpið beðið þá að skrifa
bók um börn og þroska þeirra,
sem hægt væri að styðjast við i
sjónvarpsþáttunum. Höfundarnir
eru sagðir þekktir sálfræðingar,
m.a. hafi þeir skrifað bækur um
barna- og unglingasálfræði, sem
notaðar hafi verið til kennslu i
háskólum hér á landi.
Þórir S. Guðbergsson félags-
ráögjafi og barnahókahöfundur
þýddi bókina og er hann kynntur
rækilega á bókarkápu með mynd
og æviágripi. Það er næsta
óvenjulegt, svo ekki sé meira
sagt, að þýðandi bókar fái svo
ýtarlega umsögn á kápu þegar
höfundanna sjálfra er þar að engu
getið.
Hér eru á ferðinni sjálfsagðir
hlutir um börn og barnauppeldi.
Svarað er spurningum eins og:
Hvenær fara börn að tala?, —
Hvenær fara börn að ganga?
Höfundar reyna með ýmsu móti
að skjalla foreldra til fylgis við
barnasálfræði svonefnda.
Á eftir hverjum kafla eru
„spurningar til umhugsunar og
umræðu,” rétt eins og i kennslu
bók fyrir gagnfræöaskóla, og öll
er bókin sett upp I sllkum
kennslubókarstil.
Á bls. 9 er ruglað saman rétt
einu sinni orðunum „hlutlaus” og
„óhlutdrægur”, þ.e. fyrrnefnda
orðið er látið merkja hiö siöar-
nefnda. Þessi hvimleiði hugtaka-
ruglingur veður viða uppi og þarf
ekki annað en minna á höfunda
„Valdatafls i Valhöll”, sem gorta
mjög af „hlutleysi” sinu við
samningu þeirrar bókar.
Nokkra almenna fræðslu má
hafa af 2. kafla, þar sem lýst er
likamlegri þróun og þroska
barnsins. Sálfræðiorðið „vænt-
ingar” fer þar að tröllriða
annarri hverri setningu og kemur
siðan viða við i bókinni. T. d. á
bls. 95: „...hafa aðrar væntingar
til unglinganna...” Hversvegna
ekki frekar: „...búast við öðru af
unglingunum...”?
3. kafli fjallar um hugarheim
barnsins. Sagt er frá ýmsum rök-
fræðilegum tilraunum með
hugsun og ályktunargáfu barna
og vitnað I Jean Piaget hinn
svissneska, óumdeildan páfa
barnasálfræðinnar. Allt er þetta
þó mjög yfirborðskennt og afar
fljótt farið yfir sögu, nánast á
handahlaupum.
Unglingar hugsa meö gagnrýni
segja höfundar (bls. 45). Sam-
félagsskoðun höfunda kemur
greinilega i ljós I þessum orðum
þar: „Bráðlega færist gagnrýnin
yfir á þjóðfélagið almennt ....
Gagnrýni þessi ristir þó ekki eins
djúpt og hún virðist i fljótu
bragði. Þó að erfitt sé að umbera
hana og hún særi nánustu skyld-
menni, veröum við að telja hana
nauðsynlegan þátt i þroska ung-
lingsins til sjálfstæðis og sjálfs-
vitundar.”
Höfundar leitast viö að gefa
óhlutdræga lýsingu á ástandinu,
en bókin verður fyrir bragðið flöt
og fremur þurr aflestrar. Sem
dæmi um alla þá sjálfsögðu hluti
sem setja að manni geispa við
lesturinn: „Allt frá fæðingu er
tiarnið fært um að gefa frá sér
hljóð.” (bls. 29).
Kynjafordómar skjóta sum-
staöar upp kollinum: „Rann-
sóknir benda einnig til þess, að
drengir þola verr afskiptasemi af
persónulegu frelsi sinu en
stúlkur.” (Bls 100).
Ef satt skal segja, er það helsti
kostur bókarinnar hvað hún er
stutt og fljótlesin. Uppsetning er
góð og pappir vandaður. Nokkuð
er um klúðurslegt málfar og
prentvillur i bókinni.
Hallgrímur Helgason.
Islensk
kvæðalög
Bókaútgáfan örn og örlygur hf.
hefur sent frá sér bókina: ís-
lenskar tónmenntir, eftir dr.
Hallgrim Helgason. Með riti
þessu er lagður grundvöllur að
fræðilegum tónmenntum Islands
með grundvallarrannsóknum á
þeirri elstu hljómandi arfleifð
sem tslendingar hafa átt og
ástundað allt til vorra daga.
Iformála bókarinnar segir höf-
undur m.a.:
„Við íslendingar höfum löngum
verið hreyknir af fornbókmennt-
um okkar. Þar hefir skerfur okk-
ar til samfélags þjóðanna verið
viðurkenndur. En menning er
fjöistrengja harpa og tjóar litt að
knýja aðeins einn þeirra. Streng-
ur tónmennta hefir of lengi legið
i þagnargildi. Afleiðing er þjóð-
menningarlegt andvaraleysi,
skeytingarleysi um þjóðleg verð-
mæti og þar af leiðandi skortur á
menningarlegri sjálfstæðis-
stefnu, sem m.a. kemur fram i
gagnrýnislausri upptöku lánslaga
eftir ýmsa erlenda höfunda undir
yfirskini tónsettra islenskra önd-
vegisljóða. Þannig deyr út ekta
þjóðlegur lifandi arfur. Upp risa
undir fölsku flaggi „islensk” al-
þýðulög: og mörgum tslendingi
hefurorðiðháltá þvi að kynna er-
lendis þessa söngvategund undir
nafni Islands”.
Aðalkaflaheiti ritsins eru:
Galdraljóð, Edduljóð, Drótt-
kvæði, Fornir dansar. Uppruni
rimna, Þjóðfélagslegt gildi þeirra
og Formfræði rimnalaga.
Upplag Mkarinnar er aðeins
599 eintök, tölusett og árituð af
höfundi og verður bókin aðeins til
sölu hjá forlaginu.
Hvað er að?
Þjóðleikhúsið sýnir:
NÓTT OG DAG
eftir Tom Stoppard
Leikstjóri: Gisli Alfreðsson
Leikmynd: Gunnar Bjarnason
Þýðing: Jakob S. Jónsson.
Þegar Þjóðleikhúsið tekur til
sýningar leikrit sem er nýtt af
nálinni, eftir einn þekktasta höf-
und okkar tima, og fjallar um
spennandi efni sem öllum kemur
við á aðgengilegan hátt og útkom-
an er drepleiðinlegt kvöid þar
sem aidrei kviknar raunveruieg-
ur lifsneisti uppi á leiksviðinu —
þá hlýtur maður að spyrja I allri
einlægni: hvað er að?
t þessu tilviki er svarið eigin-
lega ósköp einfalt: það er allt aö.
Það hefur verið rangt og illa að
þessari sýningu staðið frá upp-
hafi. Það væri of langt mál og
leiðinlegt aö rekja allt þaö sem
aflaga hefur farið I þessari
sýningu. Réttara að láta nokkur
meginatriði nægja.
^ t fyrsta lagi er þýðingin ónot-
hæf. Þýðandinn hefur verið þess
algerlega ómegnugur að koma
texta Stoppards yfir á Islenskt
málfar sem gæti hugsanlega
lifnað á sviði. Honum til afböt—
unar skal það tekið fram að þessi
texti er mjög erfiður til þýðingar,
en það er engin afsökun fy rir leik-
húsið að notast við þennan ónýta
texta.
í öðru lagi misheppnast ger-
samlega að skapa það andrúms-
loft á sviðinu sem nauðsynlegt er
til að leikritið lifni. Andrúmsloft
skapast úr fjölmörgum þáttum og
samspili þeirra: texta, leikmynd,
ljósum, leikhljóðum, leik. í
þessu verki er mjög athyglisvert
að skapa framandi stemmningu,
tilfinningu fyrir þvi að við séum
stödd I fjarlægu landi. Þetta mis-
tókst gersamlega og var kannski
ekki einu sinni reynt. Leikmyndin
gæti næstum þvi verið einbýlishús
á Islandi, lýsingin er stemmn-
ingslaus og leikhljóö illa unnin.
Dæmi um slæleg vinnubrogð er
blábyrjun sýningarinnar. Hún
hefst á martröð ljósmyndarans,
honum finnst hann staddur inn i
frumskógi um nótt i jeppa og
verða fyrir þyrluárás. Þetta atr-
iði getur orðið mjög óhugnanlegt
ef rétt stemmning skapast á svið-
inu, en hér er öllu klúðraðmeð þvi
að láta ljósin koma upp fyrst og
sýna okkur leikmyndina á hreyf-
ingu, siðan fara ljósin niður og
martröðin hefst. Meiningin er að
við eigum ekki að vita að þetta er
martröð fyrr en ljósmyndarinn
vaknar upp af henni.
t þriöja lagi er persónusköpun
og leikur að mestu leytimisskilirin
og klaufalegur. Þeir Guthrie og
Wagner eru eitilharðir naglar
sem hafa bókstaflega séðog reynt
allt. thöndum Hákonar Waage og
Arnars Jónssonar verða þeir
ósköp sakleysislegir svona næst-
um eins og skátadrengir i útilegu
og er þetta undirstrikað af
alröngum búningum og framsögn
sem er meira I ætt við upplestur
en leik. Framsögnin er einnig
verstur galli á leik önnu
Kristinar Arngrimsdóttur, en öll
Þrlr blaðamenn með heimsfrétt: klaufaskapur og misskilningur...
sú persóna var greinilega rangt
upp lögð frá byrjun af hálfu leik-
stjórans. Rut Carson á að vera
menntuð og glæsileg heimsmann-
eskja sem á i fullu tré við
karlpening leiksins og stendur
uppi að lokum sem fulltrúi sann-
astra manngilda i verkinu. I þess-
ari sýningu er hún skrækróma,
móðursjúk stúlkukind, sem vekur
vorkunnsemi fremur en aðdáun.
Það mætti æra óstöðugan að
halda þessari upptalningu áfram.
A grundvelli þessarar sýningar er
mér algerlega um megn að ræða
verkStoppards. Þaðsem sásthér
á sviði Þjóðleikhússins var svik
við það verk og móðgun við höf-
undinn. Þetta var stórslys sem er
Þjóöleikhúsinu ekki samboðið og
stjórn hússins hlýtur að taka til
mjög alvarlegrar athugunar
hvernig unnt sé að koma fyrir að
annað eins og þetta endurtaki sig.
Sverrir Hólmarsson.
á dagskrá
Spurning er hvort vanþörf væri
á aö endurhæfa suma þeirra og
kenna þeim aftur barna-
lærdóminn um kristilegan
náunganskærleika
Bókstafsþrælar
Presturnokkur lét þau orð falla
hér á dögunum svo ég heyrði að
ákvörðun dómsmálaráðherra að
visa Patric Gervasoni úr landi,
væri hárrétt enda i fullu samræmi
við landslög. Þessi tónn minnti
mig á þann flokk manna sem
einna harðastan dóm fær i Nýja
testamentinu og kallaður var einu
nafni farisear. Flokkur farisea
boðaði fullkomna hlýðni og undir-
gefni gagnvart lögmálinu og öðr-
um boðum trúarinnar, en þá
skorti hins vegar það sem kristnir
menn töldu lögum og boðum æðra
og það var kærleikur. Enginn
þarf að efa að dómsmálaráðherra
hafi lög að mæla i þessu máli, en
lög má túlka á ýmsa vegu og veita
má undanþágu, þegar þannig
stendur á að lög brjóta i bág við
réttlætistilfinningu, mannúð og
kærleika. t þvi sambandi má og
minna á að lögfræðingur franska
útlagans hefur látið það álit i ljós,
að ákvörðun dómsmálaráðherra
samræmist ekki þeim yfirlýsing-
um um mannúð og mannréttindi
sem rfkisstjórn tslands hefur
undirritað.
_Þeir ungu menn sem framar
öðrum hafa gjörst málsvarar
flóttamannsins, hafa hlýtt rödd
samviskunnar. Má vera að flestir
þeirra telji sig litt eða ekki
kristna, en þeir styðja málstaö
mannúðarinnar i grimmum
heimi. Við sem munum upp-
gangsár þýskra nazista og siðan
striðið sjálft, höfum ekki gleymt
miskunnarleysi islenskra valds-
manna sem synjuðu þýskum
flóttamönnum landsvistar, jafn-
vel þeim sem komnir voru alla
leið hingað. Þeirra beið ekki
annað en dauðinn i höndum var-
menna og sumir kusu að farga sér
þegar von um landsvist brást.
Þjóðverjar sem sættu ofsóknum
af hendi yfirvalda i landi sinu,
reyndu stundum að foröa börnum
sinum til annarra landa. Hingað
barst beiðni um að nokkrum
bömum yrði bjargað með ættleið-
ingu og hér var fólk sem vildi
taka þau að sér, en rikisstjórnin
lagði blátt bann við þvi misk-
unnarverki, og i. blaði forsætis-
ráðherra var þvi fólki sem hafði
viljað bjarga börnunum sendur
tónninn.
Dómsmálaráöherra minnti á i
sjónvarpi á dögunum að ráðu-
neyti hans væri ekki góðgerða-
stofnun. Það mun mála sannast,
enda mun enginn vænta misk-
unnar af embættismönnum
dómsmálaráðuneytis. Þeir gegna
embættisskyldu sinni og þykjast
menn að meiri ef þeim tekst að
framfylgja lagabókstafnum út i
ystu æsar. Spurning erhvort van-
þörf væri á að endurhæfa suma
þeirra og kenna þeim aftur
barnalærdóminn um kristilegan
náunganskærleika eða blátt
áfram reyna að glæða með þeim
einhvem snefil af heilbrigðri
skynsemi. Til þess gæti bent frá-
sögn dómsmálaráöherra af með-
ferð þeirra á ungum mönnum
sem einhvem tima fyrir löngu
hafa brotiðaf sér og verið dæmdir
til fangelsisvistar en hafa bætt
ráð sitt og gjörst nýtir menn og
heimilisfeður. En yfirvöldin hafa
ekki gleymt þeim, og þeim skal
refsað með langri innilokun, þótt
þaðverði til að leggja litiðheimili
i rúst. I þágu hvers?
Dómsmálaráöherra er em-
bættismönnunum æðri og það ætti
að vera hans verk að innleiða
anda skynsemi og mannúðar
meðal þjóna lagabókstafsins.
Meðal annarra orða, hvenær
veröur manni úr hópi jafnréttis-
sinna trúað fyrir dómsmálaráðu-
neytinu? Fleiraenhér hefurverið
nefnt bendir til að brýnt sé orðið
að opna glugga og hleypa inn
ferskum blæ.
Atvinnuhúsnœði
Fasteignamat hefur
ekki fylgt verdbólgu
83% alls verslunar
og skrifstofu-
húsnæöis eru i
Reykjavík og
nágrenni
Byggingarframkvæmdir á
landinu hafa aukist um 4,8% I ár
miðað við árið 1979, eins og kom
fram I frétt hér i blaðinu I fyrra-
dag. Minna bættist hinsvegar við
af ibúðarhúsnæði i ár en I fyrra og
munar þar 16,3% eða 199,6 þúsund
rúmmetrum.
Sérhæfðarbyggingar o. fl. eru níi
7.778.300 rúmmetrar á landinu og
hefur rúmmetrafjöldi þeirra
aukist um rúmlega 500.000 eða
7,7%. Samkvæmt flokkun Fast-
eignamats rikissins teljast t.d.
skólabyggingar, sjúkrahús,
iþróttahús og aðrar opinberar
byggingar, svo og hótel, til sér-
hæfðra bygginga.
Verslunar- og skrifstofuhús-
næði hefur einnig aukist ffá fyrra
ári og munar þar langmest um
„Hús verslunarinnar” sem risiö
hefur I nýja miðbænum við
Kringlumýrarbraut og ekki af
vanefnum byggt til aö sjá.
3.124.000 rúmmetrar teljast nú til
verslunar- og skrifstofuhúsnæðis,
en 2.940.000 i lok siðasta árs.
Aukningin milli ára nemur 6,2%.
Athyglivekurhve verslunar- og
skrifstofuhúsnæði er ójafnt dreift
um landið. Ef miðað er við stærð-
ina i rúmmetrum, er 65,3 af hund-
raði eða um 2/3 allra slfkra
bygginga i Reykjavik og 76% i
Reykjavik og á Reykjanesi. Ef
hins vegar er miðað við fast-
eignamatsverð, er 74%
verslunar-ogskrifstofuhúsnæðis i
Reykjavik og 83% i Reykjavik og
á Reykjanesi til samans.
Verslunar- og skrifstofuhús-
næði er nú 6,7% af heildarfast-
eignamati á landinu, en var 7% i
fyrra. Þessu veldur það, að þetta
húsnæöi hækkaði minna á milli
ára en annað samkvæmt fast-
eignamati, eða um 45%, meðan
ibúðarhús á höfuðborgarsvæði
hækkuðu um 60% og aðrar fast-
eignir á sama svæði um 50%.
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði
er 5,3% af heildarstærö fasteigna
á landinu.
„Eignir sem notaðar eru til at-
vinnurekstrar hafa greinilega
ekki fylgt verðbólgu i ár,” sagði
Stefán Ingólfsson hjá Fasteigna-
mati rikisins er við ræddum þessi
mál við hann. Stefán sagði að
matsaukning verslunar- og skrif-
stofuhúsnæðis og iðnaðarhús-
næðis og vörugeymslna hefði
verið litil, vegna þess að fram-
reikningur væri þar minni en á
öðru húsnæði.
Iðnaðarhúsnæði og vöru-
geymslur teljast nú vera 19,2% af
heildarstærð fasteigna og er það
svipað og i fyrra. 11.106.000 rúm-
metrar teljast til þessa húsnæðis
og nemur aukning frá fyrra ári
336.000 rúmmetrum, eða 3,1%.
Þess skal getið, að stóriðja
flokkast ekki með iðnaöarhús-
næði, heldur telst hún til flokksins
„sérhæfðar byggingar o.fl.”
—eös