Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.12.1980, Blaðsíða 13
Fimmtudagur IX. desember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Siguröur Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir I hlutverkum hjón- anna Ottós og Mörtu. Aukasýning vegna aðsóknar Vegna þess hve mikil aðsókn var á siðustu sýningar á leikritinu Að sjá til þin, maður! hjá Leikfé- lagi Reykjavikur, verður auka- sýningá föstudagskvöldið. Verkið hefur verið sýnt i allt haust við af- bragðsgóðar viðtökur og hafa leikararnir þrir i sýningunni hlot- ið mikið lof fyrir leik sinn,en þeir eru Sigurður Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Emil Gunnar Guðmundsson. Leikritið, sem er eftir Franz Xaver Kroetz, kunnasta leikritahöfund bjóð- verja nú, þykir með áhrifamestu verkum höfundar enda verið sýnt viða um lönd siðustu tvö, þrjú ár. Leikstjóri sýningarinnar er Hall- mar Sigurðsson. Réttlæti Framhald af bls. 6 Við teljum okkur hafa hrakið þessa fullyrðingu hér að ofan þannig að samkvæmt alþjóða- samningum sem Islendingar eru aðilar að eigi það ekki að hafa áhrif á afstöðu yfirvalda til um- sóknar um pólitiskt hæli hvort viðkomandi er löglega eða ólög- lega kominn inn i landið. Enn- fremur má benda á að „fyrri neitun” laut að umsókn P.G. um atvinnuleyfienekkipólitiskt hæli. 1 öðru lagi: „Engir millirikja- samningareða alþjóðasamningar kveða á um, að herþjónustu- neitun veiti rétt til pólitisks hæl- is”. 1 samningum eru ekki tiunduð nein þau brot sem leiði til póli- tisks hælis, hvorki andúð á her- mennsku, barátta fyrir skoðana- frelsi i trássi við stjórnvöld (sbr. andófsmenn fyrir austan járn- tjald), barátta gegn pólitiskum ofsóknum og fyrir lýðréttindum (sbr. Chile, Urugpay ofl.). Með öðrum orðum: i alþjóða- samningum þeim sem við erum aðilar að er hvergi kveðiö á um hverjar stjórnmálaskoðanir flóttamannsins eigi að vera eða dæmi nefnd um hvers eðlis þær ofsóknir, sem hann sætir i heima- landi sinu, mega vera. Hér er fyrst og fremst um að ræða stjórnmálaskoðanir og/eða — baráttu sem striða gegn vilja stjórnvalda. Ef alltaf væri tekið mið af þessari röksemd skýrsl- unnar væri næsta auðvelt að neita sjálfum A. Sakharov um pólitiskt hæli á Islandi. 1 þriðja lagi: „Engin haldbær rök eru fyrir þvi að brottför Gervasonis frá Islandi til Dan- merkur leiði til sendingar hans þaðan til Frakklands”. Eftir að hafa kynnt okkur málið all itarlega virðist okkur einsýnt að ráðgjafar dómsmálaráðherra hafa einblint á röksemdir óvil- Berlínarmúr- inn lengdur Prentvilla hefur slæðst i grein Sigurðar A. Magnússonar i fyrri hluta Jólablaðs bjóðviljans. bar segir að Berlinarmúrinn sé 150 km langur, en hann er 14—15 km að lengd. Munar þar núllinu, sem lengir múrinn um hvorki meira né minna en 135 km. betta leið- réttist hér með. hallar umsókn P.G.. 'beir hafa hvergi visað til upplýsinga sem styðja umsókn P.G., virðast hafa kosið að gleyma yfirlýsingu Amnesty International og lagt lykkju á leið sina til að koma þessum vegalausa manni úr landi. Sanngirni kemst hvergi að. Reykjavik, 10. desember Björn Jónasson Torfi Túiiníus Pétur Gunnarsson örnólfur Thorsson Nám Framhald af bls. 3 nú þannig til hagað að erfitt eða ómögulegt er fyrir stúdenta að vinna fyrir sér á meðan á námi stendur,” segir ennfremur. „bvi veldur námsálag sem m.a. stafar af fjöldatakmörkunum, timatak- mörkunum og öðrum þrenging- um. Nám er þvi full vinna og þurfa flestir námsmenn fjárhags- lega aðstoð til framfærslu. bvi hlutverki sinnir Lánasjóður islenskra námsmanna. bað kann að varpa örlitlu ljósi á aðstöðu námsmanna, að nú i desember fær einstaklingur i námslán heldur minna til fram- færslu en einstaklingur sem lifir af ellilifeyri, að viðbættri tekju- tryggingu og heimilisuppbót. i Námsmanni á Islandi eru áætláðar kr. 302.600,- til fram- færslu en hann fær einungis 90% af þvi, eða kr. 272.340,-. Elli- lifeyrisþeginn fær hins vegar greiddan lifeyri i desember kr. 296.247,-. Er þá miðað við það að lifeyrisþeginn fái tekjutryggingu og heimilisuppbót. Sjálfur lif- eyririnn fyrir desember er þá kr. 275.229.-, en við það bætist uppbót fyrir nóvember (skv. upplýs- ingum Tryggingastofnunar rikis- ins). Ellilifeyrisþegar og náms- menn eiga það þvi sameiginlegt að þurfa að lifa af lægsta fram- færslueyri sem tiðkast i þjóð- félaginu. Sé litið til baka, til þess tima er Stúdentaráð hóf göngu sina, virð- ist samt eitthvað hafa miðað fram á við. bá voru það að mestu börn embættismanna og annarra forréttindahópa sem áttu þess kost að ganga menntaveginn. Nú er börnum efnaminni foreldra gert þetta kleift, en með þvi skil- yrði að sultarólin sé hert veru- lega.” ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Happdrætti Þjóðviljans Alþýðubandalagsfélagar i Reykjavik sem tekið hafa að sér að dreifa og innheimta happdrætti bjóðviljans 1980 eru hvattir til að ljúka störfum og gera skil. sem fyrst. Hafið samband við skrifstofuna og fáið gefið upp hverjir eru búnir að greiða. Alþýðubandalagið i Reykjavik Opið hús á Grettisgötu 3 Alþýðubandalagið i Reykjavik gengst fyrir opnu húsi n.k. fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Grettisgötu 3. bórhallur Sigurðsson leikari les kafla úr bók Einars Olgeirssonar „Island i skugga heimsvalda- stefnunnar”. Einar Olgeirsson mætir og rabb- ar við fólk um efni bókarinnar, einnig verður tónlist og fjölda- söngur. Félagar fjölmennum og njótum góðrar kvöldstundar yfir kaffi og Einar O. bórhallur kökum. Jólaglögg verður borið fram fyrir þá sem það vilja. Stjórn ABR Spennum beltin _____ ALLTAF - ekki stundum ||UJ/IFERÐAR 4 SKIPAUTGtRB RIKISINS Ms. Coaster Emmy fer frá Reykjavik 16. þ.m. vestur um land til Akureyrar. Ms. Hekla fer frá Reykjavik 18. þ.m. austur um land til Vopnaf jarö- ar. LEIKFÖNG FATNAÐUR Bílar: Fjarstýrðir (hljóð) kr. 14.155 Fjarstýrðir BMW kr. 12.000 Fjarstýrðir Porsche kr. 11.775 m/rafhlöðum Porsche kr. 4.900 m/rafhlöðum Lancia kr. 4.950 m/rafhlöðum Honda kr. 11.195 m/rafhlöðum Lögreglujeppi kr. 11.310 án/raf hlöðu Galant GTO kr. 10.620 án/rafhlöðu Honda kr. 8.650 án/rafhlöðu Scout jeppi kr. 6.050 Bflabrautir: Nr. 201 f. rafhlöðu kr. 10.800 Nr. 202 f.rafhlöðu kr. 14.400 Matchbox rennibraut 100 kr. 9.300 Matchbox rennibraut200 kr. 5.700 Matchbox rennibraut400 kr. 10.600 Fisher Price Activity Center kr. 17.995 Fisher Price barnaheimili kr. 21.315 Fisher Pricehús kr. 35.100 Fisher Priceflugstöð kr. 34.560 Dúkkur: Nancy kr. 8.600 Sally kr. 10.500 Minnie kr. 5.800 Begona m/rafhlöðu kr. 16.500 Dúkkurúm kr. 9.500 Hárþurrka kr. 3.265 Strauborð m/straujárni kr. 6.095 Eldavél kr. 12.180 Drengjaskyrtur (jóla) nr. 27—33 Drengjapeysur heilar og m/rennilás 4—12 ára Barnapeysur, heilar/hnepptar nr. 1—6 fr Ungbarnateppi, blá og bleik Flauelsbuxur barna, st. 150—155 Telpna náttkjólar, st. 92—164 Telpna íþróttabolir, st. 4—12 Heklupeysur, st. S-M-L Hvítir sportsokkar barna Mislitir sportsokkar barna st. 23—38 Herrasokkar m/tvöföldum leista Inniskór herra, leður Herraskyrtur Æf ingagallar S-M-L Hettupeysur S-M-L margirlitir Háskólabolir Náttkjólar telpna Barnapeysur hnepptar Barnapeysur heilar Drengjaskyrtur nr. 27—33 Telpnabolir m/ermum, bómull margir litir Herrabolir m/ermum, bómull, margir litir Telpnanærföt, st. 4—12, sett Herranáttföt, st. 48—56 Barnasmekkbuxur flauel, st. 92—116 Baðhandklæði m/hettu fyrir ungbörn Gestahandklæði Eldhúshandklæði Húfaog trefill (gjafasett) Barnasokkar hvítir/mislitir.allar stærðir kr. 4.330 kr. 4.400 kr. 5.500 kr. 9.580 kr. 5.310 kr. 9.700 kr. 1.435 kr. 930 kr. 1.600 kr. 10.820 kr. 6.800 kr. 23.900 kr. 9.700 kr. 6.700 kr. 5.310 kr. 4.400 kr. 5.735 kr. 4.330 kr. 1.900 kr. 2.200 kr. 2.995 kr. 9.250 kr. 5.640 kr. 5.500 kr. 1.270 kr. 1.135 kr. 5.800 SKEMMUVEGI 4A KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.