Þjóðviljinn - 19.12.1980, Side 1
MOÐVIUINN
Föstudagur 19. desember 1980. — 288. tbl. —45. árg.
Hjörleifur Gutt-
ormsson, iðn-
aðarráðherra um
súrálsviðskiptin:
Hjörleifur Gutt-
Nú þarf
þjóðar-
samstöðu
ormsson.
40% hærra verð en
frá óskyldum aðila
Hjörleifur Guttormsson, iönaöarráöherra sendi I gær til
fjölmiöla nýja greinargerö um súrálsmáliö. Þar seeir:
Ég tel ástæðu til að fagna þeim jákvæðu undirtektum
sem fram hafa komið frá talsmönnum úr öllum stjórn-
málaflokkum og i fjölmiðlum i framhaldi af frásögn iðn-
aðarráðuneytisinsum athugun á verðlagningu á súráli frá
Alusuisse til tslenska álfélagsins og ákvörðun rikis-
stjórnarinnar um að taka upp viðræður við Alusuisse
varðandi það mál og endurskoðun á núverandi samning-
um um álverið i Straumsvik.
Nokkrar aðfinnslur hafa hins vegar komið fram um það,
hvernig að málinu hefur verið staðið af minni hálfu. Get-
sakir um pólitiskar árásir i þessu sambandi eru ekki
svaraverðar, en varðandi málsmeðferðina að þvi er
varðarupplýsingar vil ég benda sérstaklega á þrjú atriði:
Fyrsta: Rétt fob. verð ekki gefið upp.
Ráðuneytið hafði aflað upplýsinga sem gáfu visbend-
ingu um, að mjög mikill hagnaður sé tekinn af móður-
félaginu Alusuisse út úr súrálsviðskiptum þess við dóttur-
fyrirtæki sin i Astraliu og á Islandi, og þau rekin að mestu
án hagnaðar, eða með reikningslegu tapi i þeim löndum
þar sem þau eru skattlögð. Þessi hagnaður Alusuisse er
m.a. tekinn með þeim hætti,að sú venja er sniðgengin, að
innflytjandinn til Islands gefi upp rétt fob-verð uppruna-
iandsins i aðflutningsskjölum sinum.
Annað: Verð frá óskyldum aðila hækkað um
40%.
Ráðuneytið hefur i höndum upplýsingar um, að súrálið
til Isals er að hluta til keypt af óskyldum áströlskum aðila
með langtimasamningi til 20 ára, en samkvæmt ákvæðum
álsamningsins ber að miða við súrálsverð i viðskiptum
óskyldra aðila i útreikningi á arði og sköttum tsal. Ofan á
þetta súrálsverð hins óskylda aðila virðist Alusuisse
leggja að meðaltali um 40% i uppgjöri til Isals. Ráðu-
neytið hefur i höndum tölur úr reikningum þessa óskylda
aðila, Gove Alumina Ltd., sem sýna umtalsverðan gróða
fyrirtækisins þau ár, sem hér eru til skoðunar.
Þriðja: 1974 var verðið 30—40% of hátt.
Skýrsla Coopers & Lybrand um súrálsviðskipti Alusu-
isse og tsal reikningsárið 1974 sýnir, að Alusuisse seldi
Isal árið 1974 súrál á verði sem var milli 30—40% yfir
verðum óskyldra aðila á þvi ári, að mati endurskoðunar-
skrifstofunnar. Niðurstöður þessarar skýrslu höfðu ekki
verið birtar, og i skjóli þess héldu forráðamenn Alusuisse
og tsal þvi fram, ma. framkvæmdastjóri tsals i fjölmiðl-
um, að reikningar hafi verið skoðaðir af erlendum aðilum
og ekkert fundist athugavert við þá, og að súrálsverð til
tsals hafi ávallt verið i samræmi við verð milli óskyldra
aðila.
ótvíræð upplýsingaskylda.
Með þessi þrjú efnisatriði sérstaklega i huga og þá stað-
reynd að ýmsir efnisþættir málsins voru þegar á all-
margra vitorði^taldi ég mér skylt sem ráðherra að upp-
lýsa þing og þjóð um stöðu málsins, nokkru eftir að um
það hafði verið fjailað i rikisstjórn og hlutaðeigandi fengið
málsgögn i hendur og gefist kostur á að koma á framfæri
athugasemdum.
Auk þess sem ég tel, að rik upplýsingaskylda hvili á
stjórnvöldum i máli sem hér er á ferðinni, tel ég að þessi
fráskýrsla styrki samningsstöðu Islendinga nú þegar
ákveðið hefur verið að hefja viðræður um endurskoðun
samninga við Alusuisse.
Rétt er að benda á, að meðferð mála af þessu tagi getur
tekið alllangan tima, áður en niðurstaða liggur fyrir og að
minu mati er óeðlilegt, aö gerð sé tilraun til að leyna efnis-
atriðum og standa að samningum að tjaldabaki um jafn
þýðingarmikið mál.
Þvert á móti tel ég, að á stjórnvöldum hvili rik skylda
um upplýsingar gagnvart almenningi i stórmáli af þessu
tagi, þar sem um mikla hagsmuni getur-verið að ræöa og á
reynir um mótun eðlilegra viðskiptahátta.
Hér er um að ræða upphaf að viðtækri skoöun þessa
máls og iumsögn iðnaðarráðuneytisins felst engin fullyrð-
ing um endanlega niðurstöðu.
Rétt er að benda á, að fyrir utan könnun á súrálsviö-
skiptunum hafði ráðuneytið til athugunar að óska eftir
samningaviðræðum við Alusuisse um orkuverð til ál-
bræðslunnar i Straumsvik með tilliti til gjörbreyttra við-
horfa i orkumálum i heiminum. Ég tel að raddir i þá átt,
að samningsstaða tslendinga varðandi endurskoðun á
orkuverðinu sé veikari nú en áður vegna vitneskju al-
mennings um vissa þætti i viðskiptum Alusuisse og Isal
hafi við engin rök að styðjast. 1 þvi efni setjum við fram
sanngirniskröfur, þrátt fyrir litið svigrúm i gildandi
samningum og niðurstaðan mun ekki sist ráöast af þvi, að
góð samstaða takist meðal þjóðarinnar um málið.
Vandi útgerðarinnar:
Lausaskuldum
breytt í lán
t gær var gefin út reglugerð í
Sjávarútvegsráðuneytinu sem
heimilar Fiskveiðasjdði að breyta
lausaskuldum útgerðarinnar við
Óskalisti
Rafmagnsveitunnar
og Hitaveitunnar:
30% verð-
hækkun 1.
febrúar?
Borgarstjórn staðfesti i
gærkvöldi með 8 atkvæðum
meirihlutans hækkunarbeiðni
Rafmagnsveitu Reykjavikur og
verður hún nú send til verðlags-
ráðs. Miðar hækkunarbeiðnin viö
1. febrúar 1981.
Hitaveita Reykjavíkur fer fram
á 33% hækkun og ef það verður
samþykkt hækkar heimilistaxti
hitaveitunnar úr 203 krónúm
tonnið i 270. Ekki fengust nánari
upplýsingar um þessa beiðni i
gær, enda hefur borgarráð ekki
fjallað um hana.
Rafmagnsveita Reykjavikur
fer hins vegar fram á 28.6%
hækkun á heildsöluverði frá
Landsvirkjun. Ennfremur er
óskað eftir heimildum til áfram-
haldandi einföldunar á töxtum
Rafmagnsveitunnar sem felur i
sér 4,6% lækkun á raforkuveröi til
lýsingar og smærri véla og 3,2% i
hækkun á heimilistaxta.
Beiðni Rafmagnsveitunnar
byggist á þvi að þessi eina
hækkun muni duga út árið, miöað
við 54% verðlagshækkun 1981. ai
sjOOinn f 5 ára lán. Jafnframt er
lokið athugun á þvi hvernig hægt
verði að breyta skuldum
sjávarútvegsins við oliufélögin og
bankana og byggöasjóö.
A fundi meö Steingrimi
Hermannssyni sjávarútvegsráð-
herra i gær kom fram, að stærstu
skuldunautar útgerðarinnar voru
beönir að taka saman skuldayfir-
lit en þeir voru auk Kiskvéiða-
sjóðs, bankarnir, oliufélögin og
Byggðasjóður.
Niðurstöður könnunar á mögu-
legum skuldabreytingum eru
þær, að 10.510 miljón kr, skuldum
við Fiskveiðasjóð verður breytt i
5 ára lán. Á móti er sjóðnum
heimilt að setja skilyrði um að
hægt verði að taka fé inn i stofn-
lánasjóð.
Skuldir við olíufélögin nema 12
1/2—13 miljörðum kr. og taka
bankarnirá sig 7,6 miljarða, sem
breytt verður i vaxtaaukalán og
verðtryggð lán. Skiptast þau milli
Seðlabankans sem yfirtekur
helminginn, en viðskiptabank-
arnir sjá um hinn helminginn.
Þetta þýöir aö útistandandi
skuldir við oliufélögin minnka úr
145 daga úttekt I 60 daga.
Steingrimursagðiaö stefntyrði
að svipuðum aögerðum hjá
Byggðasjóði en skuldir viö hann
nema 3,2 miljörðum kr.
Steingrimur kvaðst ánægður
meöþessarniöurstöður, það væri
ljóst að miklar lausaskuldir
hvildu á útgerðinni, en þaö væri
ekki hægt að breyta skuldunum
bara einhvern veginn. Það yrði að
borga þær og það væri ekki
ætlunin að verölauna þá sem
steypa sér i skuldir.
Vandi útgerðarinnar i Vest-
mannaeyjum var sérstaklega
kannaöur og mun Seðlabankinn
lána Útvegsbankanum þar 1500
miljónir kr. til aö kom» málum i
viðunandi horf.
EL J
Stefán Jón Hafstein fréttamaður var einn leiösögumanna þeirra fjölmörgu gesta sem komu til aö skoða
útvarpiöigær. Hér er hann með einn hópinn á heimavígstöðvum, fréttastofunni. (Mynd: — gel.)
Örtröð hjjá útvarpinu í gær:
„Já, svo þetta er
þá fréttastofan”
Það var mikil örtröð að
Skúlagötu 4 i gær. Starfsmanna-
félag útvarpsins bauö mönnum
að koma og skoða húsnæði þess-
arar fimmtugu stofnunar og það
leyndi sér ekki að mörgum lék
forvitni á að kynnast innviðum
hennar. Flestir hlusta meira
cða minna á útvarpið þá 17—18
tima á dag scm útvarpað er, en
fæstir hafa átt þess kost að
skoða sig um á Skúlagötunni og
standa augliti til auglitis við
fólkiö á bak við raddirnar, svo
og annað starfsfólk, sem aldrei
lætur i sér heyra á öldum
Ijósvakans.
Menn streymdu hópum sam-
an um ganga útvarpsins undir
leiðsögn starfsmanna stofn-
unarinnar. Ekkert lát var á
aösókninni allan daginn. Fyrsti
gesturinn mætti timanlega, eða
klukkan niu um morguninn, en
fyrsti hópurinn hélt af stað i
skoðunarferö um útvarpshúsiö
klukkan tiu. Og kl. 17.15 sáum
við Stefán Jón Hafstein frétta-
mann á þönum með siðasta hóp-
inn.
Eins og flestum er kunnugt,
eru þrengsli mikil hjá útvarpinu
og meðal þeirra deilda sem
kvartað hafa undan lélegri
áðstöðu og litlu plássi er frétta-
stofan. Einn gestanna kom i
gættina á 6 fermetra kompunni
sem innrétttuð hefur verið á
einum ganginum og hýsir 5
starfsmenn Morgunpóstsins og
þáttarins A viðavangi. Hann
heilsaði Sigmari B. Haukssyni
kumpánlega og sagöi: ,,Já, svo
þetta er þá fréttastofan!”
— eös.