Þjóðviljinn - 19.12.1980, Page 5

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Page 5
Föstudagur 19. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Reglugerö um netaveiöar Sjávarútvegsráðuneytiö hefur gefið út reglugerð um veiðar i þorskfisknet. Samkvæmt reglugerö þessari eru allar veiðar i þorskfisknet háðar sérstökum leyfum ráðuneytisins. Ráðuneytið getur bundið leyfin og úthlutun þeirra þeim skily rðum, er þurfa þyki^ m .a. i þvi skyni að stuðla aö auknum gæðum afla og takmarka fjölda eða veiðar einstakra gerða skipa. Umsóknir um leyfi til þorskfisknetaveiða skulu hafa boristráðuneytinu a.m.k. viku áður en bátur hefur veiðar. 1 umsókninr.i skal greina nafn báts, einkennisstafi og skipa- skrárnúmer, ennfremur nafn skipstjóra og nafn og heimilisfang móttakanda leyf- is. (Fréttatilkynning! Stofnun samtaka foreldrafélaga Hinn 17. nóvember komu fulltrúar nokkurra for- eldrafélaga við grunnskóla i Reykjavik, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði saman i Hiiðaskóla i Reykjavik til að ræöa undir- búning að stofnun fleiri for- eldrafélaga i landinu, lands- hlutasamtaka þeirra og lands- sambands. Voru fundarmenn um 40 talsins. Fundurinn tilnefndi starfs- hóp til að sjá um undirbúning málsins, og var honum faiið að skrifa dreifibréf til for- eldrafélaga og skóla með beiðni um þátttöku og stuðning. Er i ráöi að boða til formlegs stofnfundar i febrúar n.k. að fengnum svörum þeirra. Nýr sendiherra Tyrklands Nýskipaður sendiherra Tyrklands hr. Haluk özgiil afhenti nýlega forseta tslands trúnaöarbréf sitt að Bessastöðum. Viðstaddur var ólafur Jóhannesson utanrfkisráðherra. Nýr framkvœmdastjóri Torgklukkan rekin í þágu fatlaðra Kiwanisklúbburinn Katla hefur nú tekið aö sér rekstur Torgklukkunnar á Lækjar- torgi. Rennur allur ágóði af rekstrinum til að bæta aðbúnað fatlaðra i Reykjavik. Klukkan gamalkunna hefur öll verið endurbætt og ætti þvi að ganga vandræðalaust næstu árin. ráðinn framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1. jan. 1981 i stað Arnórs Valgeirssonar, sem sagt hefur upp starfi sinu hjá fyrirtækinu. Gunnar Gunnarsson er fæddur i Reykjavik 3. sept. 1939. Eru foreldrar hans þau Gunnar Arnason búfræði- kandidat og kona hans, Olga Arnason. Að loknu búfræði- námi i Noregi á árunum 1956- 1958 hóf Gunnar nám við framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri og lauk þaöan prófi sem búfræðikandidat árið 1961. Að loknu námi réðst Gunnar til Véladeildar SIS, sem sölu- fulltrúi i Búvéladeild Véla- deildar. Arið 1966 tók Gunnar við starfi deildarstjóra Bú- véladeildar og gegndi þvi til ársins 1978, er hann varð að- stoðarframkvæmdastjóri Véiadeildar SIS. Gunnar er kvæntur Elinu Jónu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. — mhg 82220 w r ■ • FONN - Dráttarvéla Gunnar Gunnarsson, að- stoöarframkvæmdastjóri Véladeildar SIS hefur verið Gunnar Gunnarsson. Ólafur H. Totfason opnar sýningu: Gömlu húsin i Stykkishólmi 'og kynjamyndir Kerlingarfjalls skipa veglegan sess á mynd- listarsýningu Ólafs H. Torfa- sonar, sem hann opnar i Félags- heimilinu i Stykkishólmi á morgun, laugardag kl. 15. Móbergshrúgaldið Kerlingar- fjall hentar teiknurum mjög vel, segir ólafur, sem er lesendum bjóðviljans að góðu kunnur sem fréttaritari blaðsins i Stykkis- hólmi og nágrenni. A sýningunni nú eru bæði vatnslitamyndir og kolblýantsteikningar, flestar unnar á þessu ári og viðfangsefni Stykkishólmur og umhverfi hans Helgafellssveitin og hennar fjöll og fuglar. Þetta er þriðja einkasýning Ólafs á myndlist af þessu tagi, en hann hefur áður einnig sýnt ljós- myndir og mas. biómyndir, pinu- litlar, i gamla daga. Ólafur 11. Torfason með myndir úr Stykkishólmi og nágrenni. Stykkis hólmur og HelgafeUssveitin Meiri menning í Hóhninum: DARIO FO Á FIÖLUNUM Leikfélagið Grímnir i Stykkis- hólmi frumsýnir á morgun laugardag gamanleikinn Mar- kólfu eftir Dario Fo. Það er fyrst nú sem þetta bráðsmellna verk Italans Fo er flutt á tslandi, en Signý Pálsdóttir þýddi það fyrir leikfélagiö. Leikurinn gerist i niðurniddri höll markgreifa á miðri siðustu Stuðningur við Gervasoni Fjölmennur fundur i Kvenfélagi Sósialista, haldinn 3. desember, skoraði á rikisstjórnina að veita Gervasoni landvistarleyfi án tafar. öld, en hetja leiksins er vinnu- kona markgreifans, Markólfa, sem dettur i lukkupottinn á ýmsan hátt. bað er Jakob S. Jónsson, sem leikstýrir verkinu og hefur unnið með leikurunum daglega i 6 vikur. Leikarar eru 7: Elin Jónasdóttir, Svanhildur Jóns- dóttir, Guðrún Hanna ólafsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Jóhann j Björgvinsson, Vignir Sveinsson j og Birgir Sævar Jóhannsson. I Lárus Pétursson annaðist leik- myndina, en Sigrún Jónsdóttir og Signý Pálsdóttir sáu um búning- ana. Lýsing: Einar Gislason og leikhljóð: Axel Björnsson. j Sýningin fer fram i Félags- I heimili Stykkishólms og hefst hún I klukkan 11 á laugardagskvöldið, j en önnur sýning verður sunnu- j daginn 20 des. klukkan 4. Úr sýningunni á Markólfu i Stykkishólmi. Pamdís íslenskmr náttúru ÞÓRBUH TÓMASSON Þættir úr sögu ættarseturs og atvinnuhátta SKAFTAFELL Þættir úr sögu ættarseturs og atvinnuhátta eftir Þórð Tómasson A ári hverju heimsækja þetta undraland þúsundir islenskra og erlendra manna til þess að njóta töfra þeirra er náttúran býður vegfaranda, ekki einu sinni heldur ár eftir ár. Allir kveðja staðinn með djúpu þakklæti og sökn- uði og von um að fá að gista hann oftar. Bók þessi er skrif- uð af nærfærni og þekkingu þess manns er kann skil á lifi þeirra er hamfaraland þetta hafa byggt mann fram af manni. Njótið staðarins með sem ýtarlegastri þekkingu á sögu hans. Fjöldi mynda landslags, fólks og ýmiskonar gripa fylgir þessu bókverki til áréttingar allri frásögn höfundar. ^ sími 13510.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.