Þjóðviljinn - 19.12.1980, Side 7
Köstudagur 19. desember 1980 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Amnesty
Inter-
national:
Skýrð afstaða til máls
Patricks Gervasonis
Þar sem islandsdeild alþjóöa-
samtakanna Amnesty Inter-
national hefur itrekaö orðið vör
bæði misskilnings og mistúlkunar
á afstöðu þeirra til máls Patricks
Gervasonis, þykir rétt að skýra
hana ögn nánar.
Þegar Patrick Gervasoni kom
til íslands höfðu stuðningsmenn
hans samband við stjórnarmenn
tslandsdeildar Amnesty Inter-
national og spurðust fyrir um
"það, hvort samtökin gætu með
einhverju móti lagt honum lið.
Mjörg strangar reglur gilda um
afskipti landsdeilda Amnesty
International af málum einstak-
linga i eigin landi, en með hliðsjón
af nýjum reglum um afstöðu
samtakanna til þeirra sem neita
að gegna herþjónustu, sem sam-
þykktar voru á ársþinginu i
Vinarborg 11.—14. september
1980, tók stjórn Islandsdeildar
málið til umræðu og ákvað að
visa þvi til aðalskrifstofunnar i
London. Voru henni sendar allar
þær upplýsingar, sem Islands-
deild A.I. hafði fengið um mál
Gervasonis. Þar var það tekið til
sjálfstæðrar könnunar og niður-
staðan varð sú, sem frá var skýrt
á blaðamannafundi Islandsdeild-
ar samtakanna 19. nóv. sl., þ.e.,
að yrði Gervasoni fangelsaður
fyrir að neita að gegna herþjón-
ustu af pólitiskum ástæðum
myndu samtökin taka upp mál
hans sem samviskufanga, og með
hliðsjón af þvi gæti tslandsdeildin
mælt með þvi við islensk stjórn-
völd, að þau sendu Gervasoni
ekki úr landi, nema tryggt væri
að hann lenti ekki i fangelsi.
I a-lið 1. gr. laga alþjóðasam-
takanna Amnesty International,
segir um hlutverk þeirra, að þau
skuli vinna að þvi, að leystir verði
úr haldi allir þeir, sem i bága við
Mannréttindayfiríýsingu Sam-
einuðu þjóðanna eru fangelsaðir,
hafðir i haldi eða beittir annars-
konar likamlegum þvingunum
vegna stjórnmálaskoðana, trúar-
skoðana eða annarra samvisku-
bundinna skoðana, eða vegna
þjóðernis, kynferðis, litarháttar
eða tungu, svo framarlega sem
þeir hafi ekki beitt valdi né hvatt
til valdbeitingar. Þeir sem falla
undir þessa skilgreiningu eru
nefndir samviskufangar.
1. b- og c-liðum 1. gr. laganna er
kveðið á um önnur meginmark-
mið samtakanna, þ.e. baráttuna
fyrir þvi að mál pólitiskra fanga
fái viðunandi réttarmeðferð og
baráttuna gegn pyntingum og
dauðarefsingu
Nær til þeirra
sem neita herþjónustu
Svo sem a-liður 1. gr. ber með
sér, er starfi samtakanna fyrir
samviskufanga þar markaður til-
tekinn rammi, en ekki nánar
kveðið á um hvað innan hans
skuli rúmast. Þa ð getur verið og
hefur reynst umdeilanlegt. Hafa
farið fram umræður um það inn-
an vébanda samtakanna árum
saman og verið markvisst að þvi
unnið að skilgreina hvern ein-
stakan þátt a-liðs 1. gr. Ljóát er
þó, að slikar skilgreiningar þurfa
ekki að vera eilifar og óum-
breytanlegar; nýjar og breyttar
aöstæður kunna að kalla á endur-
skoðun þeirra. Meðal hinna
mörgu atriða, sem rædd hafa ver-
ið á þingum Amnesty Inter-
national undanfarin ár, er afstaða
samtakanna til þeirra, sem neita
að gegna herþjónustu. Fékkst
niðurstaða þeirrar rökræðu ein-
mitt á siðasta ársþingi, sem fyrr
er getið, en þá var samþykkt, aö
a-liður 1. gr. laga samtakanna
skuli ná til þeirra, sem fangelsað-
ir eru fyrir að neita að gegna
herþjónustu á grundvelli
trúarskoðana, siðfræði- og sið-
ferðisskoðana, eða af mannúðar-,
heimspekilegum, pólitiskum eða
öðrum ámóta ástæðum. Enn-
fremur, þegar lagareglur i við-
komandi landi eru með þeim
hætti (sem nánar er tiltekið i
reglum A.I., en verður ekki farið
út i hér) að torveldi mönnum að
koma mótmælum sinum á fram-
færi svo og, þegar menn eru
fangelsaðir fyrir að neita að
gegna öðrum störfum i herþjón-
ustu stað, þegar lita má á þau
störf sem refsingu (svo sem þeg-
ar afplánunartíminn er tvöfalt
lengri en herskyldutiminn).
i mun að hindra fangelsun
Afskipti af máli Patricks
Gervasonis byggjast á sömu
hugsun, að hvetja rikisstjórn þess
lands, sem hann hefur leitað
skjóls I, til að reka hann ekki burt
þannig, að hann eigi yfir höföi
fangelsisvist. Þar með er alls
engin afstaða tekin til annarra
þátta málsins, hvorki til skoöana
Gervasonis né þess, hvernig hann
er til landsins kominn. Samtökin
Amnesty International vinna að
frelsi einstaklinganna, hvar sem
er i heiminum, til að halda fram
hvaða skoðunum sem er, og
gjaldi menn skoðana sinna með
fangavist, þótt þeir hafi ekki beitt
ofbeldi, lita samtökin á þá sem
samviskufanga og reyna að vinna
fyrirþá eftir megni. Jafnframt er
samtökunum að sjálfstöðu I mun
að hindra.að menn séu fangels-
aðir vegna skoðana sinna og
vinna að þvl með margvislegu
móti. , m
Lagatæknileg atriði á borð við
gildi skilrikja telja samtökin
hinsvegar mál út af fyrir sig sem
hvert riki hljóti að leysa meö
þeim hætti, sem það telur réttast.
Eftir könnun á máli Patricks
Gervasoni var hann talinn falla
undir a-lið 1. gr. — ef hann yrði
fangelsaður.
I Frakklandi er ekki viöur-
kenndur réttur manna til að neita
að gegna herþjónustu af pólitisk-
um ástæðum heldur aðeins
þeirra, (skv. 41. gr. Code du Ser-
vicenational) sem eru „skilyrðis-
laust andvigir persónulegri beit-
ingu vopna vegna trúarlegrar eða
heimspekilegrar sannfæringar.”
Sá frestur, sem mönnum er veitt-
ur til að leita réttar sina I þessum
efnum er mjög skammur.
Alþjóðasamtökin Amnesty Inter-
national hafa itrekað farið fram á
það við Frakka (og fleiri 'þjóöir
sem aðila eiga að Evrópuráðinu),
að sett verði lög þar i landi i sam-
ræmi við ályktun þings Evrópu-
ráðsins (nr.337frá I967),þarsem
segir, að með tilliti til 9. gr.
Mannréttindasamþykktar
Evrópuráðsins ætti aö losa ein-
staklinga undan herskyldu ef þeir
neiti að gegna henni af trúarleg-
um, siðfræðilegum, siðferðileg-
um, heimspekilegum.— mannúð-
ar eða öðrum ámóta ástæðum.
Yfir 30 fangelsaðir
Þegar beiðni manns i Frakk-
landi um aö losna undan her-
skyldu er synjað, á sá hinn sami
tvo kosti, að hlýða og fara i herinn
eða koma fyrir herdómstól þar
sem hann á yfir höfði sér allt aö
tveggja ára fangelsi. I nýútkom-
inni ársskýrslu Amnesty Inter-
nationalsegir, að á timabilinu frá
okt. 1979 til mars 1980 hafi yfir 30
manns verið fangelsaðir skv.
dómi herréttar og hafi það veriö
fjölgun frá fyrri árum. Þar segir
og, að nefnd sú, sem fjalli um
undanþágubeiðnir frá herþjón-
ustu hafi á árabilinu 1975—78 veitt
um 500 manns undanþágu á
grundvelli heimspekilegrar sann-
færingar, en siðan 1978 hafi
undanþágubeiðnum á þeim
grundvelli i vaxandi mæli verið
synjað.
Ein röksemdin gegn afskiptum
Amnesty International af máli
Patricks Gervasonis er sú, aö
hann sé ekki oröinn fangi og komi
samtökunum ekki viö fyrr en
hann sékominn bak við lás og slá.
Þetta er eðlilegur misskilningur,
þvi að til skamms tima bundu
samtökin starf sitt mjög af-
dráttarlaust við að menn væru
orðnir fangar. Sú afstaða reyndist
hinsvegar i mörgum tilvikum af-
ar erfið og geysilega umdeild.
Það kom fyrir að samtökin héldu
að sér höndum og horfðu aðgerð-
arlaust á að menn væru sendir
þaðan, sem þeir höfðu leitað at-
hvarfs, til sinna heima eða ann-
arra staða, þar sem þeir ýmist
lentu beint i fangelsi eða hurfu
sporlaust eftir handtöku við
heimkomuna.
Þegar flóttamannastraumur-
inn frá Vietnam var sem mestur
og unnið var að þvi að fá þjóðir
heims til að taka við hinu
bjargarlausa bátafólki var fyrri
afstaða Amnesty International
tekin til endurskoðunar. Amnesty
gat að visu ekkert fyrir einstaka
flóttamenn gert, þar sem þeir
voru ekki pólitiskir fangar en á
grundvelli þess, að þetta fólk
hafði ástæðu til þess að ætla að
svo yrði, færi það aftur heim, var
farið inn á þá braut að hvetja
rikisstjórnir heims til að veita þvi
skjól.
Skelfing er heimurinn skrítinn
Hrífandi bók fyrir
börn á öllum aldri
Þetta er tuttugasta og áttunda bókin sem
skáldkonan Hugrún sendir frá sér. Hún túlkar
hér í þessari bók hiö viökvæma og frjóa
tilfinningalíf barna á öllum aldri.
8Ími 13510.
HiN SM 225.
2x25 watta RMS/8 ohm magnari
útvarp meO 3 bylgjum. LB.MB, og
FM.
Sjálfvirkur spilari meö stilli-
hnöppum aö framan. Cassettu
segulbandstæki meö Dolby.
Tvískiptar hillur úr viö.
Verö meö öllu kr. 835.100.
Hifi SM 335
Há gæða FET útvarpstæki með FM
og miðbylgju. Sérbyggður for-
magnari með blöndunarmögu-
lelkum á hljóði. 2x40 watta RMS/8
ohm magnari. Beindrifin plötu-
spilari meö innbyggöu minni.
Cassettu tæki meö vökvadempuöu
loki og Dolby. Tvískipfar hillur
Verð með öllu kr. 998.900.-
Hifi SM 330
Há gæða FET útvarpstæki með FM
og miöbylgju. Sérbyggöur kraft
magnari 2x40 wött RMS/8 ohm
Sjálvirkur plötuspilari. Cassettu-
segulband meö Dolby. Tvískipar
hillur.
Verð með öllu kr. 1.059.700.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10 A Sími 16995
Sérstök kjör til jóla:
Utborgun kr. 250.000.- eftirstöðvar á 4 mánuðum
utborgun kr. 400.000,- eftirstöðvar á 6 mánuðum