Þjóðviljinn - 19.12.1980, Blaðsíða 8
8 SIDA — ÞJÓDVILJINN föstudagur 19. desember 1980
Ræður á útifundi til stuðnings Patrick Gervasoni 13. desember
Sigurður A.
Magnússon:
Góöir tslendingar.
Mál friöarsinna og flóttamanns
úr Frakklandi, Patreks Gerva-
sonis, hefur vakiö mikla úfa og
heitar tilfinningar hér á okkar
kalda landi, en satt aö segja hafa
viðbrögðin við bón hans um grið-
land oröið nokkuð á annan veg en
búast hefði mátt við af þjóð sem
sjálf var um aldaraðir kúguð til
undirgefni oglitilsvirt af voldugri
nágrönnum og átt hefur löngum
við vanmetakennd að striða. A
næstliðnum tveimur öldum fór sú
saga viða um heim, ekki sist fyrir
tilverknað erlendra ferðabókar-
höfunda, að i þessu landi byggi
greiðviknara og gestrisnara fólk
en almennt gerðist um heims-
byggðina. Sumir minntust jafnvel
lika á rika réttlætiskennd meöal
tslendinga sem yfirleitt höfðu
skömm á stærilæti og stórbokka-
skap og ástunduðu að meta menn
Ég er hættur að hlæja
fremur eftir menningu og mann-
gildi en auði eða völdum. Á þeim
árum voru tslendingar reyndar
snauðirað þessa heims gæðum og
urðu að láta sér lynda að orna sér
við eldana sem kviknuðu af
hugarflugi og hugsjónum.
Nú er afturámóti runnin upp ný
ogsumirsegja betri öld.Þjóðin er
orðin rik að þessa heims gæðum
og befur i svo mörg horn að lita
við að fullnægja þeim lifsþæg-
indakröfum sem verða æ stór-
brotnari og margbrotnari dag frá
degi, að hún á varla nokkra stund
aflögu lengur til að hugsa um
annaðeða sinna aðvifandi gestum
sem kynnu að eiga um sárt að
bindaóg þurfa á liðsinniað halda.
t hæsta lagi að við látum nokkrar
krónur af hendi rakna til hjálpar
bágstöddu fólki i fjarlægum álf-
um einsog til að friða þann snefil
af samvisku sem enn bærir á sér
einhversstaðar i sálardjúpunum,
þótt hitt sé kannski nær sanni að
við gerum þetta fyrst og fremst
vegna þessaðþaðer i tisku, þykir
fint, er til marks um að við erum
komnir i fylkingu þróaðra rikja,
einsog það heitir á tæknimáli. En
að fara að hugsa um nærstaddan
þurfaling, mann af holdi og blóöi
sem þarfnast beinnar og
áþreifanlegrar hjálpar, nei þaðer
of óskáldlegt og alltof truflandi
fyrir velmegunarvimuna.
Oskandi væri að þessi kald-
hæðna og ósanngjarna einkunn
um samlanda mina væri ekki
annað en hótfyndni i tækifæris-
ræðu, en máliöer þvi miöur miklu
alvarlegra. Má vera að erlendum
gestum og okkur sjálfum hafi
hrapallega skjöplast þegar við
töldum gestrisni, hjálpsemi, um-
burðarlyndi og réttlætiskennd
meðal þeirra dyggða sem tslend-
ingar gátu státað af á erfiðum
timum? Sú hugsun hvarflar
óneitanlega að manni þegar aug-
um er rennt yfir allan þann
óhroða sem flýtur uppá yfirborðið
þegar Gervasoni-málið er reifað
áopinberum vettvangi. Aövisuer
bróöurparturinn af slikum skrif-
um nafnlaus að gamalli islenskri
venju — sem ekki felur i sér
afsökun, heldur ásökun — og er
þvi likast sem bókstaflega allir
svarthöfðar landsins vakni
skyndilega af dvala þegar upp
kemur mál sem veitir þeim tilefni
og tækifæri til að spúa ólyfjan
sinni yfir landslýðinn, og ekki er
hörguli á blaðsneplum til að veita
þessum þokkalega skuggalýð
fulltingi sitt. Það sem mér finnst
umhugsunarverðast og iskyggi-
legast er, hve grunnt virðist vera
á fordómum og fordæmingu hjá
þessari umburðarlyndu þjóð, og
mætti rekja þess mörg ófögur
dæmi, til að mynda i sambandi
við fræga heimsókn Louis
Armstrong til Reykjavikur fyrir
mörgum árum, en þá linnti ekki
hneykslunarfullum simhringing-
um til ritstjóra stærsta blaðs
landsins vegna viðtals við hinn
fræga tónsnilling sem þar hafði
birst. Það sem sfðan hefur gerst
er i fáum orðum það, að menn
fara ekki lengur i felur með sálar-
kröm sina og fordóma, heldur
boða kenningar sinar kinnroða-
laust i þakklátum fjölmiðlum,
einsog mörg nýleg dæmi eru til
vitnis um.
SU uppvakning nýnasisma á Is-
landi, sem meðal annars hefur
orðið vart i sambandi viö mál
Gervasonis og teygir sig inni
Siguröur A. Magnússon.
ýmsar æöstu menntastofnanir
þjóðarinnar, er fyrirbæri sem
menn af einhverjum ástæðum
hafa ekki haft i hámæli, en á
þessu ber að vekja rækilega
athygli, þvi hér er á ferðir.ni ill-
kynjað æxli sem á eftir að grafa
um sig og sýkja útfrá sér löngu
eftir að niðurstaða fæst i máli
Gervasonis.á hvern veginn sem
hún verður. Að þvi leyti hefur mál
hans miklu viötækari og afdrifa-
rikari skirskotun en margir virð-
ast gera sér ljóst. Þó má þaöekki
skyggja á þá mikilsverðu stað-
reynd að fordæmi Gevasonis er
afar mikilvægt, þvi þjóðinni er
miklumeirifengurieinum manni
með sannfæringu, staðfestu og
djörfung Gervasonis en hundrað
múgsefjuðum eða fjarstýrðum
mörlendingum sem eru orðnir
svo siöblindaðir af sjónvarpsglápi
ogmoggaskrifum aðþeir áfellast
mann fyrir að afneita vopnaburði
og hernaðarhyggju, en gleðjast i
deigu geði yfir brenndum borg-
um, bækluðum konum og börn-
um, væntanlega i þeirri trú hinna
strútheimsku að þeir sleppi
sjálfir við það sem okkar biður
allra ef til styrjaldar dregur.
Hver einstakur maður sem neitar
að bera vopn I heimi samtimans
er eitt örlitið lóð á vogarskál lifs-
ins i átökum þess við sjálfsmorðs-
hvöt mannkynsins.
Við erum saman komin hér á
Lækjartorgi i dag til að itreka
eir.dregin tilmæli þeirra Islend-
inga, sem fortakslaust afneita of-
beldi sem lausn á póliti'skum
vanda veraldarinnar, um aö
Gervasoni verði veitt hæli á ís-
landi sem pólitiskum flótta-
manni. Við vitum sem er, að það
mál yrði auðsótt og ylli engum ýf-
ingum ef hann kæmi til landsins
úr annarri átt en hann kom,
þ.e.a.s. austanúr járntjaldslönd-
um, og við biðjum valdsmenn
þessa lands að afklæðast nú til til-
breytingar hjúpi farisea og
sleppa þeim loddaraleik og tvi-
skinnungi sem gerir það glæp hjá
einum manni sem er lofsvert
framtak hjá öðrum.
Frá fornu fari hafa tslendingar
verið ræmdir fyrir blinda trú á
lögkróka, sem er reyndar áber-
andi auðkenni ýmissa frum-
stæðra þjóða. Að undanförnu hafa
lögkrókadýrkendur óspart veifað
þvi, að Gervasoni hafi komið til
landsins skilrikjalaus. Mér er
spurn, hvenær gerðist það yfir-
eitt að flóttamenn væru ekkiskil
rikjalausir? Vilja menn kannski
halda þvi fram að flóttafólkið frá
Vietnam hafi verið með sin skil-
riki i góðu lagi eða flóttafólkið frá
Ungverjalandi 1956 og Chile 1973?
Er ekki kominn timi til að hætta
að ræða þetta makalausa mál á
forsendum franskra herdómstóla
eða bókstafsþræla lögfræðinga-
stéttarinnar, en reyna að fjalla
um það i ljósi þeirra einföldu
sanninda að til okkar hefur leitað
langhrakinn hugsjónamaður og
farið framá það eitt að fá að bera
skilriki þjóðar sem neitar að bera
vopn. Han hefur stofnað persónu-
legu frelsi sinu i tvisýnu fyrir þá
sannfæringu að vopnaburður sé
siðlaus. Ætlum við að eiga hlut að
frelsissviptingu hans? Svo einföld
er spurningin sem við erum beðin
að svara.
Það hefur verið sárara en tár-
um taki að sjá ungt fólk frá ýms-
um menntastofnunum og úr ýms-
um starfsgreinum ganga fram
fyrir skjöldu og ráðast að þessum
erlenda manni (um vesala út-
vegsmenn er vert að hafa sem
fæst orð), en þeim mun ánægju-
legra var að sjá einarða og ein-
dregna afstöðu Alþýðusambands
Islands. Afturámóti hef ég sárt
saknað frækilegrar framgöngu
þess aðilans sem fyrst og best
hefði átt aö ganga fram i máli
Gervasonis: þjóðkirkjunnar á Is-
landi. Ef nokkurntima var hæút
að sýna i verki að kristin kirkja
tæki meira mark á friðarhöfð-
ingjanum en flugnahöfðingjan-
um, þá var það með þvi að veita
málstað Gervasonis ötulan stuðn-
ing.
Halldór Laxness haföi það eftir
einum æskuvini sinum, Þóröi Sig-
tryggssyni, sem var maður
franskmenntaður, að Islendingar
væru eina læsa og skrifandi villi-
mannaþjóðin á jörðinni. Ég hló
með sjálfum mér þegar ég fyrst
las þessi orð fyrir tveimur árum,
minnugur þess að þau voru
hálfrar aldar gömul. Eftir
frammistöðu islenska dómsmála-
ráðuneytisins og Islenskra fjöl-
miðla I máli Gervasonis er ég
hættur aö hlæja.
Aðalheiður Bjjarníreðsdóttír:
Réttlæti en ekki hefnd
Góöir samherjar!
É.gvil f upphafi geta þess, að ég
tala hér ekki i nafni neinna sam-
taka nema þeirra, sem standa að
þessum fundi. Ég er hér til að
standa við það, sem hefur verið
sannfæring mín síðan franski
flóttamaðurinn Patrick Gerva-
soni steig hér á land, að hér ætti
hann að fá landvist svo lengi, sem
hann vildi lifa hér I friði og sátt
við okkur. Og þvi skyldi ég ekki
Sigurður Pálsson
áritar nýja Ijóðabók sína
LJÓÐ VEGA MENNíbókabúð
Máls og menningar í dag kl 4—6
Mál og menning
hafa þessa sannfæringu? Ég, Is-
lendingurinn, barn þeirrar
þjóðar, sem afneitar herskyldu,
fyrirliturherlögog hefur lýst yfir
ævarandi hlutleysi i þeirri
martröð, sem menn nefna stríð.
En ekki lita allir svo á. Við
höfum orðið aö hlusta á margt og
lesa margt þessa skammdegis-
daga. Róggreinum um þennan
unga mann hefur rignt yfir blöð-
in, oftast nafnlausum, van-
hugsuðum og illkvittnum. Tollari
af Suöurnesjum, kenndur viö
ýmislegt, telur þá menn undir-
málsmenn og einhverskonar
aumingja, sem ekki vilja gegna
herþjónustu I sinu landi. Min
skoöun er sú, að það þurfi miklu
meiri kjark til að neita herþjón-
ustu i landi, sem er gegnsýkt af
hernaöaranda en fylgja vananum
og gera eins og hinir. Þaö er lika
mln skoðun aö þá fyrst verði
friður i þessum blóði drifna
heimi, þegar ungmennin I öllum
löndum neita aö láta valdasjúka
vesalinga senda sig á vigvellina,
til að vega hvert annað.
Nú I seinni tið hefur rifjast upp
fyrir mér bernskuminning, sem
ég hugöi aö væri löngu gleymd.
Það var seint á góu og hjarn
Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir.
yfir öllu. Hrafnahópur settist á
túnið, hávaðasamur að vanda.
Faðir minn kom með byssu og
skaut. Einn hrafninn lá eftir,
dauður að þvi er virtist. Eftir
nokkra stund fór hann að hreyfa
sig, hoppaði ringlaður um og
hjarnið litaðist rauðu. Svo tók
hannsiguppog flaug af staö veik-
um vængjatökum og stefndi út á
hraunið. Þá komu hrafnarnir,
sem styggst höfðu viö skotið og
hópuðust um hann. 1 barnaskap
mlnum hélt ég að þeir ætluðu að
létta honum flugið. En, æ nei.
Þeir réðust allir á hann, og þaö
siðasta.semég heyrði og sá áður
en ég var lokuö inni i bæ, voru
kvalavein hins særða, og svartar
fjaðrir fuku um hjarniö. A ég nú,
á minu sextugasta aldursári að
horfa á íslenzka menn leika svip-
aðanleik við varnarlausan mann.
Égbýst við þvi. Það eru margar
hrafnssálir I dag á Islandi.
Við ykkur, sem á mig hlustið vil
égsegja: Látið ekkert hafa ykkur
til hefndarverka. Ég tek undir
meö ungu mönnunum, sem ný-
veriö gerðu grein fyrir máli
Gervasoni: Viö viljum réttlæti,
réttlæti en ekki hefnd.
Aöalheiður Bjarnfreösdóttir,