Þjóðviljinn - 19.12.1980, Síða 16

Þjóðviljinn - 19.12.1980, Síða 16
16. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. desember 1980 fBorgarverkfræðingurinn í Reykjavik Eftirtaldar stöður á byggingadeild borgarverkfræðings eru lausar til umsóknar: 1. Rekstrarstjóri trésmiðastofu. Verksvið er stjórn trésmiðastofu, birgðastöðvar og módelverkstæðis. Æskilegt er að umsækjandi hafi verk- fræði, tæknifræði- eða viðskiptafræði- menntun og reynslu i stjórnun. 2. Eftirlitsverkstjóri trésmiðastofu. Verksvið er launaútreikningar þar með talið útreikningur á kaupauka (bónus) og úttekt á viðhaldsverkum. 3. Tæknimenntaður starfsmaður á bygg- ingadeild. Verksvið er hönnun viðhaldsverka og gerð verklýsinga. Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 2. janúar n.k. Umsóknir sendist byggingadeild borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 105 Reykjavik. Blaðberabio Biaðberabióið verður á laugardag- inn kl. 1 eh. i Hafnarbiói, en ekki i Regnboganum eins og stendur á miðunum. Myndin heitir Fjársjóðsleitin, sem er æsispennandi ævintýramynd með isl. texta. Munið: í Hafnarbiói kl. 1. UOMIUINN Siðumúla 6 S. 81333. ( Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar «IXF /IFERÐAR Dagmæður á námskeiöi ásamt leiðbeinendum 'ijpry W, MM ■' i'tll m villlÍlPltkÍ 9 Bi í!. iJH m ■Hl ájB ■&I s j[ 35 dagmæður á námskeiði 1 haust hefur farið fram, á veg- um Námsflokka Reykjavíkur i samvinnu við dagvistardeild Fclagsmáiastofnunarinnar, nám- skeiö fyrir dagmæður. Nám- skeiðið var sett 18. sept. s.l. af Gerði Steinþórsdóttur formanni Félagsmálaráðs og er nú nýlega lokið. Fengu 35 konur viðurkenn- ingu fyrir fullgilda þátttöku. Hér er um aö ræða kvöldnám- skeið, alls 60 kennslustundir og eru ýmsar greinar teknar fyrir, en dagmæðrum meö starfsleyfi frá barnaverndarnefnd er skylt að sækja slík námskeið. Frá 1. des. 1980 er þeim sem þvi hafa lokið, heimilt að taka 7% hærra gjald fyrir vinnu sina. Er það i samræmi við samninga Starfsmannafélagsins Sóknar, en við þeirra kjarasamninga miða dagmæður sitt gjald. Fljótlega eftir áramót taka ný námskeið til starfa og er ætlunin að hafa eins mörg i gangi og unnt er, þannig að allir sem taka börn til daggæslu á heimilum sinum hafi möguleika á að afla sér þeirrar fræðslu og réttinda, sem námskeiðin veita. Kór Langholtskirkju Miönœturtónleikar úti við Kór Langholtskirkju heldur tvenna tónleika i kvöld. Fyrri tónleikarnir verða haldnir i Bústaðakirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Seinni tónleikarnir verða miðnæturtónleikar i hinni nýju kirkjubyggingu Langhoits- safnaðar við Sólheima sem er i þann veginn að verða fokheld. Kirkjubyggingin verður upplýst með kyndlum og kertum meðan á tónleikunum stendur, en samt sem áöur er brynt fyrir fólki að koma vel búið. Ef veður kemur i veg fyrir þetta fyrirhugaða tónleikahald mun kórinn leita skjóls i safnaðarheimilinu og halda tónleikana þar, en þeir hefjast klukkan 23.00. Efnisskrá beggja tónleikanna inniheldur innlend og erlend jólalög. Stjórn- andi kórsins er Jón Stefánsson. Nýbók Sven Hazel HERRÉTTUR Hana þarf ekki að kynna — atfir þekkja þann heimsfræga höfund ís&sv **«sasC5SsöSP— Eldrí bækur Hazels í FREMSTU VÍGLÍNU GESTAPO hi n e i hafa ekki veríð á markaðnum um skeið, en fást nú í öllum bókabúðum SvenHazei ermest seidi e' 5 hfllö' •<e<°e,\a k p® e\nf\>a »e«h u" W.OO' u . he»e»' paKh*', ^.»8. »ö o«öu''\tHAWf0 ClR ERLENDUM RITDÓMUM: Hazel segir frá umbúðalaust og frásögnin er oft hörð undir tönn. Mál hermannanna er gróft og kröftugt Á skemmtihúsum eru þeir ekki alltaf að gæla við hlutina og gamanið er grátt Hazel þekkir þetta af eigin raun og veit að svona er stríðið. Hann töfrar fram eina brjálœðis- kenndu myndina eftir aðra. Maður les með andann á loftí. ERIK PAGH, B.T. Þetta i öllum sínum hryllingi getur sá einn skrifað sem sjálfur hefur verið í þessu vití. En þó er eitthvað fagurt við samstöðu hinna marg- hrjáðu hermanna sem smám saman gefast upp við að finna von og tíl- gang iþessum brjálæðiskenndu slátrunum. OTTO GELSTED, LAND OG FÓLK Hver ósköpin á höfundur eins og Sven Hazel að hugsa um sinar ein- stæðu vinsældir? Hann skrifar bækur sem fólk les, ekki aðeins í Dan- mörku heldur um allart heim, og það er vissulega umhugsunarvert. HASSE HAVGAARD, ROSKILDE TIDENDE. smósbókahöfundur á Engkmdi ÆGISUTGAFAN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.