Þjóðviljinn - 19.12.1980, Side 20
MOÐVIUINN
Föstudagur 19. desember 1980
Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins Iþessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaðsins i slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Dánargjöf Helgu og Sigurliöa í Grimsnesi:
Hreppurinn ætlar ad
neyta forkaupsréttar
vefengt af tveimur gjafaþegum
Eignarnámsmatið
Hreppsnefnd Grímsneshrepps
hefur ákveöiö aö neyta forkaups-
réttar skv. jaröalögum á jöröinni
Asgaröi i Grimsnesi, sem hjönin
Sigurliöi Kristjánsson og Helga
Jónsdóttir ánöfnuöu Hjartavernd,
Skógrækt rikisins og Reykja-
vikurborg eftir sinn dag. Niöur-
staöa matsnefndar um eignar-
námsbætur þykir mjög lág og I
gær var á Selfossi þingfest krafa
dánarbúsins um nýtt mat á jörö-
dánarbúsins I gær aö ekkert vit
væri i þvi mati. Vegna brýnna
beiöna tveggja gjafþega, Hjarta-
verndar og Skógræktar rfkisins
var þvi ákveöiö aö fara meö
máliö til dómstóla en afstaða
Reykjavikurborgar og þriðja
gjafþegans, liggur ekki fyrir.
1 erföaskrá þeirra hjóna var
Hjartavernd ánafnaö sumarhíisiö
ásamt um 80 ha landi umhverfis
þaö, Reykjavikurborg veiðirétt-
inum og um 50 ha landsvæði og
Skógrækt rikisins tæplega 800 ha
lands.
— AI
Stereóútvarpið hefst á morgun:
mni.
Samkvæmt mati nefndarinnar
er jörðin sem er 8—900 ha, með
veiöirétti og sumarhúsi jafnvirði
um 105 miljóna króna og sagði
Sveinn Snorrason lögmaöur
Friðjón Guð-
röðarson
form. Sýslu-
mannafél.
Friöjón Guörööarson sýslu-
maöur Höfn Hornafiröi var kjör-
inn formaður Sýslumannafélags
íslands á aðalfundi þess i fyrra
mánuði. Aðrir i stjórn eru Böðvar
Bragason, sýslumaður, Hvols-
velli, Pétur Þorsteinsson, sýslu-
maöur, Búöardal, Jón Eysteins-
son bæjarfógeti Keflavik og
Kristján Torfason bæjarfógeti
Vestmannaey jum.
Nær til Vestfjarða og
Hornafjarðar
Klukkan 4 síðdegis á
morgun er stór stund í sögu
útvarpsins. Þá hefjast
formlega tilraunaútsend-
ingar í stereo og ná þær til
meira en 80% þjóðarinnar
eða svæðis frá (saf jarðar-
djúpi og suður um til
Hornaf jarðar. Þó ná þeir,
sem ekki eiga stereomót-
tökutæki, þessum útsend-
ingum og hætt er við að
skilyrðin verði léleg hjá
ýmsum þar sem koma
Útiloftnet eru
nauðsynleg
verður upp útiloftnetum til
þess að þau verði fullkom-
in.
Útsendingin kl. 4 á morgun
verður frá afmælishátiö úr Þjóð-
leikhúsinu og verður hún ein-
göngu bundin við FM-dreifikerfið
eins og allt stereoútvarp i fram-
tiðinni. Það sem veröur aðallega i
stereo til að byrja með er tónlist
af hljómplötum, segulböndum og
beinar útsendingar, og siðar eitt-
hvað af leikritum og öðrum þátt-
um. Annað efni eins og t.d. fréttir
og viðtöl verður að visu sent út á
tveimur rásum á FM-bylgjunni
en sama hljóð á báðum og kemur
það þvi út eins og mono.
Undirbúningsvinna og könnun á
þvi hvernig best verður að koma
tveggjarása-dagskrárefni til FM-
senda á Norður og Austurlandi er
þegar hafin og stefnt að koma
slikri sendingu á fyrir næsta
haust. — GFr
Hörður Frimannsson yfirverk-
fræðingur útvarpsins: Fólk þarf
að fikra sig áfram til að byrja
með.
Reglur um stjórnun þorskveiða
Leift að veiða 400 þús. lestir
Kikisstjórnin samþykkti á fundi
sinum i gær að fara að tillögum
fiskifræðinga um stjórnun þorsk-
veiða á næsta ári. Verð
ur leyft að veiða 400 þús. lestir og
verður aflanum skipt jafnt milli
báta- og togaraflotans.
Steingrimur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra boðaði
fréttamenn á sinn fund i gær til að
skýra tilhögun þorskveiðanna á
næsta ári. Hann sagði að mark-
miðað væri að aflinn yrði sem næst
þvi er stjórnvöld hafa ákveðið, en
á þessu ári fer hann allnokkuð
fram úr áætlun. Þá verður stefnt
að þvi að bæta gæði aflans, og að
ná sem mestri hagkvæmni.
Árinu verður skipt i þrjú fjög-
urra mánaða viðmiðunartimabil.
Sérstakar reglur gilda um báta-
flotann og eru takmarkanir á
veiðum sem hér segir: Á tima-
bilinu 11. april til 21. april eru
allar þorskveiðar bannaðar svo
og frá 25. júni til 3. ágúst (versl-
unarmannahelgin). Hið siðar
talda timabil nær ekki til báta
sem eru 12 lestir og minni og
stunda linu- eða handfæraveiðar.
Sagði Steingrimur að mikill
þrýstingur hefði verið frá báta-
eigendum fyrir norðan og austan
sem stunda sinar veiðar að mestu
á þessum tima og hefði þvi verið
gefin þessi undanþága. Þriðja
banntimabilið er frá 20. des. til 1.
jan. Hið fjórða nær yfir togveiðar
og er frá 1.—7. mai og hið fimmta
gildir um þorsknetaveiðar frá 15.
júli til 15. ágúst.
Stefnt skal að þvi að á fyrsta
timabilinu frá jan.-april veiði
bátaflotinn 65% af þeim afla sem
leyfður verður, eða 130 þús. lestir,
45 þús. lestir á öðru tímabili og 25
þús. á hinu þriðja. A grundvelli
þess afla Sem verður kominn á
land i lok mars verður lengd neta-
vertiðar ákveðin.
Eftirlit með netaveiðum verður
stórhert m.a. með fjölgun fastra
eftirlitsmanna. Verði fastar
reglur brotnar eða komið með lé-
legan afla i land verða bátarnir
þegar sviptir veiðileyfum. Þá
hefur nefnd verið skipuð til að
fjalla um bætta stjórnun neta-
veiða og er henni ætlað að finna
leiðir til að bæta gæði aflans.
Svipaðar reglur gilda um
togaraflotann. A fyrsta tima-
bilinu er þeim ætlað að veiða um
70 þús. lestir sem er nokkuð
minna en verið hefur á undan-
förnum árum og er það gert til að
jafna birgðastöðu frystihúsanna.
A þessu ári lætur nærri að aflinn
frá janúar til april sé um 2/3 af
heildaraflanum. A öðru timabili
skal stefnt að 64 þús. lesta veiði og
66 þús. lestum á hinu þriðja.
Gert er ráð fyrir að þorskveiðar
togara verði takmarkaðar við
15% af afla, minnst 4 daga i senn,
45 daga á fyrsta timabilinu, 65 á
öðru og 40 daga á hinu þriðja.
Skrapdögum fjölgar þannig um 17
daga og verða alls 150.
Steingrimur tók skýrt fram að
reglurnar verða endurskoðaðar i
lok hvers timabils. Verði aflinn
t.d. meiri en viðmiðunarmörkin
segja til um verður þorskveiði-
banndögum fjölgað.
Þá er von á tillögum frá nefnd
sem skipuð var til að fjalla um
togveiðar, þess efnis hvernig unnt
verði að bæta meðferð aflans.
Loðnuflotinn kemur einnig inn i
dæmið og sagði Steingrimur að ef
svo héldi áfram sem horfði að
loðnuaflinn yrði heldur lélegur
gæti svo farið að loðnuflotanum
yrði leyft að veiða þorsk eða
honum beint á kolmunnaveiðar.
Vandamál loðnuflotans verða
tekin sérstaklega fyrir þegar
endanlegar aflatölur liggja fyrir.
Af almennum aðgerðum sem
fyrirhugaðar eru til að bæta
stjórn fiskveiða nefndi Stein-
grimur að spornað verði við
nýsmiði fiskiskipa, endurskoðun
fari fram á starfsemi Fram-
leiðslueftirlits sjávarafurða og að
komið verði á betri samræmingu
veiða og vinnslu en nú er.
Steingrimur sagði að sú stefna
hefði verið tekin að endurbæta
fyrri leiðir, það yrði hert á gæða-
kröfum, og þannig næðist vonandi
upp það sem tapast með minni
afla.
Hagsmunaaðilar i sjávarútvegi
hafa að mestu lýst blessun sinni
yfir tillögunum og sagði sjávarút-
vegsráðherra að góð samstaða
rikti um það að reyna að stuðla
áfram að þeirri þróun sem þegar
er hafin, styrkingu hrygningar-
stofnsins og þroskstofnsins i
heild.
—ká
Ullariðnadurinn:
Skatta-
misrétti
veröi
aflétt
A haustfundi ullariðnaðarins,
sem haldinn var 12. desember sl.,
var samþykkt ályktun, þar sem
lögð er þung áhersla á, ,,að nú
þegar verði aflétt þvi skattamis-
rétti, sem islenskur iðnaður
verður að þola samanborið við
sjávarútveg og fiskiðnað. Þannig
verði iðnaðurinn ekki látinn
greiða hærra aðstöðugjald en
sjávarútvegur og launaskatts-
greiðslur verði jafnaðar,” eins og
segir i samþykktinni.
Jafnframt skoraði fundurinn á
stjórnvöld að hlutast til um að
lánskjörum rekstrarlána til
ullariðnaðarins verði breytt
þannig, að sá hluti fram-
leiðslunnar, sem ekki nýtur
fullrar gengistryggingar við sölu,
t.d. framleiðsla á prjónabandi og
prjónavoð, fái ógengistryggð
rekstrarlán. — eös.
Munum Happdrætti Þjódviljans 1980
Vinningsnúmer verða
birt á Þorláksmessu
Þeir sem hafa fengið heimsenda miða
geta enn gert skil á skrifstofu happdrættis-
ins á Grettisgötu 3, eða greitt gíróseðla á
næsta pósthúsi eða banka. Þeir fáu
umboðsmenn/ sem enn hafa ekki sent upp-
gjör, eru vinsamlega beðnir að gera skil
sem allra fyrst.
Skrifstofan á Grettisgötu 3 verður opin á
laugardag kl. 10—18 og á sunnudag kl.
13—16. Gerum lokaátakið glæsilegt.