Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 1
Hafnaverkamenn í ÞJÚÐVIUINN Fimmtudagur 8. janúar 1981, 5. tbl 46. árg. BNOC-samningurinn reyndist dýr 1,5 milljarð yfir Rotterdamverði Sú ákvörðun að draga úr oliukaup- um frá Sovétrikjunum kostaði ís- lendinga 1.8 til 3.1 milljón Banda- rikjadollara á síðasta ári, eða á bil- inu 1.1 tii 1.9 milljarða gamalla króna. Engu að siður er það talið nokkurs virði að binda ekki oliuvið- skiptin eingöngu við einn aðila, og skynsamlegt að hafa fleiri en eina viðmiðun fyrir oliuverð i viðskiptum landsmanna. I oliukaupasamningnum við Sovétrikin er miðað við svokall- aðan Rotterdam-markað, en það er skráð verð á uppboðsmörkuð- um þar. Sú viðmiðun er mjög sveiflugjörn. Sérstaklega spenn- & m 8 - - - Snjóhraukar og hálka var á nánast öllum gángstéttum Reykjavikur- borgar i gær eftir rigninguna sólarhringinn þar á undan. Fótgangandi fólk átti fótum fjör að launa og mátti hafa sig allt við i dansinum á svellinu. Að sögn lögreglunnar var litið um óhöpp og höfðu henni ekki borist neinar fregnir af beinbrotum eða öðrum limlestingum sem hálk- unni fylgja að öðru jöfnu. — Ljósm: gel. Rotterdamverðið helst enn lægra en IjlNOC-verð ist verð þar upp ef framboð á oliu er minna en eftirspurn. í fyrra var i framhaldi af samningum Kjartans Jóhanns- sonar viðskiptaráðherra tekin ákvörðun um að kaupa 100 þús- und tonn af gasoliu af breska rikisfyrirtækinu BNOC. Keypt er á svokölluðu „mainstream” verði, sem er nokkurskonar innanfélagsverð oliuhringa i langtimaviðskiptum. Það er að jafnaði nokkru hærra en verð á uppboðsmarkaði þegar framboð er meira en eftirspurn, en stöðugra. Á siðasta ári voru þrir 20 þús- und lesta farmar frá BNOC af- greiddir hingað i september, október og desember á föstu verði, 330 dollarar tonnið. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér var verðið frá BNOC 30-35 dollurum hærra á tonnið en skráð verö á gasoliu i Rotterdam á þeim tima sem farmarnir komu til landsins. Ekki tókst að afla nákvæmri talna, en vist er að heildarmunur- inn nemur 1.8 til 3.1 milljón Bandarikjadollara, sem i göml- um krónum er á núverandi gengi 1.1 til 1.9 milljarðar króna. Nú i upphafi árs eru farmarnir tveir sem eftir eru úr samningn- um við BNOC að koma, annar i þessum mánuði og hinn 1. febrú- ar, samtals 40 þúsund tonn. Þeir eru eins og hinir fyrri á föstu um- sömdu verði, en þess má geta að litlar verðbreytingar hafa orðið á Rotterdammarkaði að undan- förnu og skráð gasoliuverð er enn talsvert undir „main-stream” verðinu i BNOC-samningnum. Skráð verð i Rotterdam var á Framhald á bls. 13 Keflavík sömdu Viðunandi lausn á deilum um „premíu” Samningar tókust hjá Sáttasemjara í gær i deilu haf narverkamanna í Keflavík og viðsemjenda þeirra. Deilan snerist um hækkun á /,premiu" og náðist viðunandi lausn að sögn fulltrúa Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavik- ur. Arið 1976 var samið um „premiu” og átti að endurskoöa hana eftir þrjá mánuði. Sú endur- skoðun hefur ekki farið fram enn og samkvæmt könnun sem gerð var nam premian aðeins 2/3 af þeim bónus sem greiddur er i frystihúsunum. 1 gærkvöld/ var boðaður fundur um samningana og benda allar likur til að ekki verði af boöuöu verkfalli við Keffavikurhöfn, sem átti að hefj- ast á miðnætti sl. nótt. —ká Kortsnoj Hiibner Tvísýnar biðskákir Þeir halda heldur betur dampin- um, kapparnir Victor Kortsnoj og Robert Hiibner, sem þessa dag- ana leiða saman hesta sina i Merano á italiu. Stuttar jafn- teflisskákir hafa ekki sést, heldur er hver skák tefld i botn. Bæði 9. og 10. skákin sem tefld- ar voru i gær og i fyrradag fóru i biö og verða tefldar áfram i dag. Helgi ölafsson fjallar um þær i blaðinu i dag. —eik— SJÁ 12. SÍÐU „Skinhelgi” ef þingmenn taka við niðurstöðu kjaradóms Styddi tfflögu um að hindra þessa hækkun — segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður V erkamannasambandsins „ Ég skil ekki niður- stöðu kjaradóms og mér þykja þessar stórfelldu og afturvirku kaup- hækkanir til þingmanna óeðlilegar og furðu- legar”, sagði Guð- mundur J. Guðmunds- son alþingismaður og formaður Verkamanna- sambands íslands i samtali við blaðið i gær. „Lagakrókar um þingfarar- kaup og hlunnindi alþingismanna eru ekki mittsvið, en ég er reiöu- búinn til þess að gerast meðflutn- ingsmaöur eða stuðningsmaður tillögu um að hindra þessa kaup- hækkun. Það er skinhelgi ef meirihluti alþingismanna, sem telur óhjákvæmilegt aö minnka kaupmátt almennings tima- bundið, tekur sjálfur viö kaup- hækkunum sem eru umfram al- mennar hækkanir. Þaö er ekki i anda þeirrar baráttu gegn verö- bólgunni sem þingmenn boða, og vilji þeir að tekið sé mark á þeim hljóta þeir að sýna gott fordæmi.” Skil ekki niðurstöðuna Guðmundur sagöi einnig að þegar hann hefði séð niðurstöðu þessa kjaradóms þá hefði undrunin vikið um stundarsakir fyrir þeirri „opinberun”, að ef til vill væri athugandi að koma Dagsbrúnarmönnum undir þennan kjaradóm. Allt ætlaöi sundur að ganga i húsakynnum sáttasemjara rikisins ef almennt verkafólk færi fram á nokkurra vikna afturvirkni við gerð kjara- samninga, en alþingismenn fengju tildæmdar stórfelldar kauphækkanir rúmlega hálft ár aftur í timann. Guðmundur J. Guðmundsson: Kannski alþjóðadómstóllinn I Haag geti bjargað þingmönnum undan hækkuninni. , „En auðvitað komst ég að þeirri niöurstöðu aö kjaradómur myndi aldrei sýna Dagsbrúnar- mönnum slika tillitssemi. Það virðist vera einkennislikra dóma, aö þeir dæma mönnum þvi meiri kauphækkanir þeim mun hærra kaup sem þeir hafa. Ég skil ekki niðurstöðu kjaradóms! Kaup- hækkun þeirri sem þingfarar- kaupsnefnd ákvaö i vor var mót- mælt.m.a. eindregið af Alþýöu- bandalaginu, og siðan var málinu vlsað i kjaradóm, sem dæmir þingmönnum engu minni kaup- hækkun. Það virðist vera erfitt fyrir þingmenn að fá að halda kaupi sinu innan eölilegs ramma, og ekki vist hvað nú er til ráða, nema ef vera kynni að visa mætti málinu til Alþjóöadómstólsins I Haag, sem verið hefur okkur harðdrægur, og gæti ef til vill fall- istá að dæma þingmönnum kaup- hækkun í samræmi viö það sem almennt gerist hjá þvf fólki, sem þeir vilja hafa vit fyrir.” Ekki sannfærandi Guðmundur sagði ennfremur aö hann teldi nokkuð vlst að ef vel væri á haldið þyrfti ekki að koma tilkjararýrnunar hjá meöaltekju- og láglaunafólki yfir árið. Ef áætlanir rlkisstjórna stæðust ekki og hallaöi á láglaunafólk er liði á áriö, myndi hann þó áskilja sér rétt til að krefjast ráöstafana sem réttu af kjör þeirra sem. hefðu meðallaun eða lægri. „En þegar meirihluti þing- manna telur óumflýjanlegt að skerða um stundarsakir verð- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.