Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 16
MÐVSUmt Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná 1 blaöamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Fimmtudagur 8. janúar 1981 8i285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Eftir snjóþyngslin og illviöriö aö undanförnu brugöu höfuöborgarhrossin á leik i þiöunni i gær. — Ljósm. gel. Lausafjárstaða bankanna jákvæð um 30 milljarða gkr. Nagla- dekk á öDum hjólum Snjódekk mega vera aðeins að jraman eða aftan Það bregst ekki þegar færöin á götunum versnar skyndilega á höfuðborgarsvæöinu, aö bilar sem eru vanbúnir til aksturs i snjó og hálku stööva alla umferö á fjölförnum götum. Hjá Bifreiðaeftirliti rikisins telja menn að sjaldan hafi jafn margir bifreiöaeigendur lagt út i akstur i siæmri færð á sumardekkjum eins og nú undanfarnar vikur. Ef bilar undir 3500 kg að þyngd eru á nagladekkjum, mælir reglugerö svo fyrir að nagladekk skuli vera á öllum hjólum. Sekt fyrir að aka bil sem hefur nagla- dekk á sumum hjólum en ekki öll- um er nú 100 krónur. Sumardekk mega vera undir bilum ef keðjur eru notaðar þegar þess gerist þörf. Þá má nota snjó- dekk og striðir það ekki gegn reglum Bifreiðaeftirlitsins þótt þau séu aðeins að framan eða á afturhjólum. Hins vegar gilda ekki sömu reglur gagnvart trygg- ingafélögunum og verða menn að hafa snjódekk á öllum hjólum ef þeir ætla að hafa allan rétt sin megin vegna tjóna i umferð. Strætisvagnar Reykjavikur aka á snjódekkjum en ekki nagla- dekkjum. Gatnamálastjóri er andvigur nagladekkjum, enda koma þau ekki að verulegu gagnf nema örfáa daga á vetri, en slita aftur á móti malbikuðum götum mjög illa. hagsstaða Dagblaðsins veriö það slæm að það hefur ekki I getað ráöist i pressukaup, sem þó myndu marg borga sig þegar til lengri tima er litið. Ef Dag- blaðið legði i að kaupa sér prentvél þyrfti það áfram að greiða Mbl. fyrir prentun þar til vélin væri komin upp. Sá timi myndi skipta mánuðum og sikt er Dagblaðinu ofviða. Vegna þessa alls eru þessir keppinautar farnir aö ræða sameiningu i eitt stórt siðdegis- I blað i staö þess að standa yfir moldum hvers annars. —S.dór I Hagstætt hlutfall milli innláns- og útlánsaukningar á síðasta ári I frétt frá Seðlabankan- um kemur fram að við- skiptabankarnir hafa að ha|ns frumkvæði gert sam- komulag sem felur í sér áframhaldandi aðhald i útlánum næstu mánuði# einkum að því er varðar lán til fjárfestingar, kaup viðskiptavixla, aukavið- bótarlán út á afurðir og allar ska.mmtima fyrir- greiðslur, bæði til einstak- linga og fyrirtækja. Einnig hefur verið farið fram á að sparisjóðir fylgi svipaðri stefnu sem talin er nauðsynleg vegna þess að almenn útlána- stefna hefur enn ekki verið mörk- uð i kjölfar efnahagsáætlunar stjórnarinnar og vegna mikillar innlánsbindingar i þessum mánuði. Nóvembertölur benda til þess að aukning útlána og innlána i bankakerfinu hafi numið u.þ.b. 56% en innlánsaukningin verið allmiklu meiri, eða a.m.k. 65%. 1 frétt Seðlabankans segir að enda þótt þetta hagstæða hlutfall á milli innláns- og útlánsaukningar hafi gefið bönkum og sparisjóðum tækifæri til þess að bæta lausa- fjárstöðu sina sé ljóst, að staða innlánsstofnana muni versna ört á næstunni m.a. vegna aukinnar bindingar til þess að standa undir vaxandi endurkaupum afurða- lána, sem nam 67% á siðastliðnu ári. 1 frétt Seðlabankans segir að lausafjárstaða banka og spari- sjóða hafi batnað verulega á siðasta ári samkvæmt bráða- birgðatölum. Flest bendir til þess að lausafjárstaða þeirra gagn- vart Seölabankanum og erlend- um bönkum hafi veriö jákvæð um nálægt 30 milljörðum gamalla króna i lok ársins 1980, sem er um 17 milljarða gamalla króna bati frá áramótunum ’79/’80. Hér sé vissulega um jákvæðan árangur að ræða, einkum með tilliti til þess, hve erfið lausafjárstaða innlánsstofnana hafi verið orðin siðastliðið sumar og þá sérstak- lega i lok ágústmánaðar. Þá var gripið til sérstakra aðgerða af hálfu Seðlabanka og innláns- stofnana til þess aö draga úr útlánaaukningu og auka aöhald að lausfjárstöðu innlánsstofnana, og virðast þær hafa boriö tilætl- aðan árangur. — ekh Sameining Visis og Dagblaðsins á næsta leiti? Viðrœður hafa átt sér stað Dagblaðsmenn vilja skipta 60/40 sér í hag en Vísismenn vilja helmingaskipti Þjóðviljinn hefur fyrir þvi öruggar heimildir, að þegar hafi átt sér stað viðræður bak við tjöldin um sameiningu síðdegis- blaðanna Vísis og Dag- blaðsins. Og jafnframt að komiðhafi fram i þessum viðræðum að Dagblaðs- menn krefjist þess, ef af þessum samruna verður, að skiptingin verði 60/40 Dagblaðinu í vil, en að Vísismenn Ijái ekki máls á öðru en helminga- skiptum. En hver er ástæöan fyrir þvi að þessir keppinautar eru farnir að ræða sameiningu? Jú, af- koma beggja blaðanna er mjög slæm, þó sýnu verri á Visi. Þegar sprengingin varð á Visi, sem leiddi til stofnunar Dag- blaðsins, spáðu fróðir menn þvi, að þau gætu aldrei þrifist bæði, til þess væri markaöurinn of lit- ill. Þetta kom og fljótlega i ljós og þvi var spurningin aðeins sú hvort blaðanna þraukaði lengur. Það eru stóreigna- og bissnesmenn sem að báðum þessum blöðum standa. Þeir eru ekki tilbúnir til að gefa út blöð með stórfelldu tapi. Þeir sem að Visi standa sætta sig nú ekki lengur við tap á rekstri blaðsins, en heyrst hefur aö tapið hafi numið 10 milj. gkr. á mánuði allt sl. ár. Peningamenn una ekki sliku. Visir hefur orðið undir i smáauglýsingastriðinu og ræður það mestu um hvernig komið er. Dagblaöinu hefur vegnað betur, en þó er vitað að fjár- hagsstaða þess er slæm. Blað- inu hefur gengið illa aö greiöa laun og hefur blaðið reynt að koma sér undan þvi aö standa við gerða samninga B1 gagn- vart ritsjórninni eftir þvi sem Visir hefur eftir blaöamönnum Dagblaðsins i gær. Það sem hefur farið einna verst með fjárhag Dagblaðsins eru þeir afarkostir sem það sætir i prentkostnaði hjá Morgunblaðinu, sem hreinlega svinokrar á Dagblaðinu i þessum efnum, i skjóli þess að Dagblaðið á ekki i önnur hús að venda með prentun. Sagt er aö það verð sem Dagblaðið greiöir á ári fyrir prentun hjá Morgun- blaðinu sé uppundir kaupverð prentvélar. Samt hefur fjár- Af ram verður að- hald í útlánunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.