Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. janúar 1981 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó’.ífsson. AugiýsingastjOri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaOs: GuBjón FriBrikssoii. AfgreiBslustjóri: Valþór HlöBversson. BlaBamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Ingi- hjörg Haraldsdóttir, Kristln Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaOur: Ingólfur Hannesson. Otlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson, Ssvar GuBbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. SafnvörBur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjar/iadóttir. Skrifstofa: GuBrún Guövaröardóttir, Jóhannes HarBarson.p Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára SigurBardóttir. S'mavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún BárBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: SIBumúla 6, Reykjavik, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Dómsorð tunglkonunga # Þaö skeður sitthvaó f urðulegt hér í skammdeginu. Nú síðast fær þjóðin þær fréttir að Kjaradómur hafi úr- skurðað að þingfararkaup alþingismanna skuli hækka um 23,4% og meirihlutinn af þeirri launahækkun virka 8 mánuði aftur í tímann í þokkabót! #Og þeir háu herrar sem Kjaradóm skipa virðast ekki einu sinni telja sig skulda þjóðinni neinar skýringar á svo fáránlegri ákvörðun. • Dómendur Kjaradóms telja sig greinilega upp yf ir það hafna að láta sér koma nokkurn skapaðan hlut við þann þjóðfélagsveruleika, sem hér blasir við annarra augum. — Þeir tala frá tunglinu. •AAeð úrskurði sínum um hækkun þingfararkaups alþingismanna ganga þeir gjörsamlega þvert á markaða launastefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna kom fram í verki í kjarasamningum fjármálaráðuneytisins við opinbera starfsmenn á s.l. sumri. •Niðurstaða þeirra samninga var sú, að þeir sem hefðu í mánaðarlaun, sem nú samsvarar svo sem 6.600,- nýkr. eða þaðan af meira,skyldu alls enga launahækkun fá, en hinir sem hefðu lægri laun mesta hækkun þeir lægstu en síðan minnkandi upp að þessum mörkum. #í kjarasamningum A.S.Í. var einnig fylgt þeirri launa- jöfnunarstefnu sem verkalýðshreyfingin hafði markað og ríkisstjórnin gert að sinni, — þannig að almenna launahækkunin var ákveðin sem föst krónutala og samið um hlutfallslega mestar hækkanir til hinna lakast settu. • Dómendur i Kjaradómi láta eins og þeir hafi aldrei um þetta heyrt, eins og þeir haf i haldið til á tunglinu, a.m.k. allt þetta ár og engar fréttir haft héðan úr neðra. — Og þá er vist ekki við því að búast, að þeir láti sig nokkru varða þótt ríkisstjórn landsins haf i tveim dögum áður en þeir felldu úrskurð sinn sett bráðabirgðalög, sem m.a. skerða verðbótagreiðslur á laun þann 1. mars. •AAáske hafa þeir háu tunglkonungar í Kjaradómi ekki neitt um þetta heyrt, eða þá að þeir haf i talið slíka laga- setningu gefa sérstakttilefni til að hækka þingfararkaup alþingismanna um 23.4% einmitt nú? • Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra segir í dagblað- inu Vísi í gær að úrskurður Kjaradóms sé í engu sam- ræmi við launastefnu ríkisstjórnarinnar. Ragnar Arnalds f jármálaráðherra tekur í sama streng hér í Þjóðviljanum í gær, og bætir við að slíkar niðurstöður gangi gjörsamlega fram af bæði sér og öðrum. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra segir hér í blaðinu að niðurstöður Kjaradóms sæti furðu og kemst svo að orði að hér taki nú steininn úr. • Ekki fer milli mála, að ráðherrar í ríkisstjórn landsins skilja síst betur en almennir þegnar hin duldu rök fyrir úrskurði tunglkónganna í Kjaradómi, enda virðist dóms- orð þetta til þess eins ætlað að brjóta niður þá launajöfn- unarstef nu sem ríkisstjórnin hef ur boðað í orði og verki. • En þá er þess að minnast að tunglkóngar þessir hata sitt vald frá sjálfu Alþingi. • Væri ekki ráð að svipta þá því valdi? • Vonandi eru þeir þingmenn ekki margir, sem taka undir með formanni þingflokks Sjálfstæðisf lokksins, en hann segir í dagblaðinu Visi í gær, að niðurstöður Kjara- dóms færi þingmönnum „heldur ómerkilega kjarabót"!! • Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands islands segir i viðtali við Þjóðviljann í gær, að hann trúi því ekki fyrr en hann taki á því, að þingmenn láti þessa kauphækkun verða að veruleika. Því skal trúað meðan annað kemur ekki í Ijós, að flestir alþingismenn geri sér skýrari grein f yrir veruleikanum í kringum sig heldur en títtnefndir tunglkóngar í Kjaradómi. — AAáske finnast þar þó e\nhvef\ir sem ekki telja sig hafa neitt við Alþýðusamband fslands eða „lágstéttir" þjóðfélagsins að tala. • Að lokum skal svo hér vitnað til ummæla Guðmundar J. Guðmundssonar, alþingismanns og formanns Verka- mannasambands íslands,í viðtali við Þjóðviljann í dag, en Guðmundur segir: • „Lagakrókar um þingfararkaup og hlunnindi alþingis- manna eru ekki mitt svið, en ég er reiðubúinn til þess að gerast meðflutningsmaður eða stuðningsmaður tillögu um að hindra þessa kauphækkun." k. 1 í sjátfstæðisflokknum þarf að halda öllum möguleikum opnum Klfppt j 2 milljónamenn „Þetta eru allt menn sem llta ekki viö minna en 2 miljónum kröna i mánaðarlaun” sagöi einn af forkólfum Dagsbrúnar i samtali viö klippara I gær, og átti þar viö þá kjaradómsmenn ■ Benedikt Blöndal, lögmann, Jón IFinnsson, lögmann, Ólaf Nils- son, endurskoöanda, Jón G. Tómasson borgarlögmann og ■ Jón Rögnvaldsson byggingar- Iverkfræöing. „Þaö er þvi eöli- legt aö þeir hugsi i slikum tölum þegar þeir eru aö dæma þing- ■ mönnum laun”. IHeföi niöurstaða kjaradóms oröiö sú sama ef I dómnum heföu setiö fulltrúar sjómanna, ■ verkafólks og bænda? Þaö er Ispurning sem menn mættu gjarnan velta fyrir sér vegna þess aö úrskuröur sliks kjara- , dóms hefur lagagildi og veröur Iekki hnekkt nema meö lögum frá Atþingi. j Klojinn flokkur Forystumál Sjálfstæöis- , flokksins eru sigilt viöfangsefni. IEftir vetur kemur vor, og þá fara Sjálfstæöismenn aö hugsa til þess aö kjósa formann á , landsfundi. Skjálfti er tekinn aö Ifærast i liöiö og hafa tveir Sjálf- stæöismenn afyngri kynslóðinni kveöiö sér hljóös um máliö i , fjölmiölum. Annar er úr Gunn- Iarsarminum og hinn úr Geirs- arminum. Jón Ormur Halldórsson , aöstoöarmaöur forsætisráö- Iherra segir i yfirheyrslu Helgarpóstsins aö Sjálfstæöis- flokkurinn sé klofinn um fory stu , og málefni. 1,,Ég sá þaö einhvers staöar á prenti, að Sjálfstæöisflokkurinn stæöi frammi fyrir þeirri sem hugsanlegra formanns- efna. ,,Ef einhverjir menn eru nefndir sem hugsanlegir keppi- nautar núverandi formanns flokksins, þá myndi áróöurs- maskfna MorgunblaBsins — enda er núverandi formaOur Sjálfstæðisf lokksins þar stjórnarformaöur — þegja sllka menn i hel. Þvf vil ég ekki gera neinum manni slikan grikk.” Anders nefnir nöfn Anders Hansen er ninsvegar ekki banginn viöaö nefna nöfn I grein I desemberhefti Stefnis um aö halda þurfi öllum mögu- leikum opnum fram að lands- fundi. Meira aö segja þeim aö Geir lýsi yfir aö honum sé forystan ekki föst í hendi. And- ers er ekki hræddur við áróöurs- maskinu Morgunblaösins enda hluti af henni, og veröur því aö teljast aö upptaldir menn séu Morgunblaöinu og stjómarfor- manni þess þóknanlegir og þar með settir á biölista fram aö landsfundi þar til séö veröur þess, aöslíkt myndi leysa vanda fiokksins, Geir Hallgrlmsson er þvi enn sá maöur, sem llklegast er aö kjörinn veröi formaöur I vor til næstu tveggja ára, þó vitanlega beri aö hafa i huga, aö margt kann aö breytast á næstu mánuöum.” Skyldu þettahafa veriö nöfnin sem Jón Ormur Halldórsson haföi I huga I Helgarpóstinum? Um þab fáum viö ekkert aö vita vegna óttans viö áróöurs- maskinu Morgunblaðsins. Klippara er þó næst aö halda aö svo sé ekki. Æskilegt aö reka þá En dæmi um þaö ágætt hvem- ig menn eru aö slúðra sín á milli I Sjálfstæðisflokknum þessa dagana em vangaveltur Anders Hansen um hugsanlegar leiöir til sameiningar eöa frekari sundrungar i flokknum. Þar er m.a. þetta: „önnur leiB kann aö vera sú, aö nýr formaöur gefi stjórnar- sinnum ákveöinn frest til aö ganga úr rlkisstjórninni á grundvelli landsf unda rsam- I' ákvöröun hvort hann vildi höföa til 40% kjósenda eöa 14% þeirra. Undir núverandi forystu held ég aö seinni talan sé rétt, en meö I' algerum umskiptum á forystu- sveit flokksins f vlötækri merk- ingu þá getur og veröur vonandi fyrri talan nær lagi’/ | Áróðursmaskím Mogga Jón Ormur leggur áherslu á aö hin nýja forysta veröi ekki fulltrúi fyrir ákveöna arma I flokknum heldur sameiningar- • afl. Hann telur öruggt aö gerö Íveröi tilraun til þess aö skipta um forystu á landsfundi, en varla sé heppilegt aö þeir sem • standa aö núverandi stjórnar- Isamstarfi hafi forystu þar um. En Jón Ormur Halldórsson vill engum gera þann bjamar- * greiöa aö hann nefni nöfn þeirra hvemig úr málum spilast, og hvort Geir veröur sætt eöa ekki. Geir þó líklegastur ...innan Sjálfstæöisflokksins eru fjölmargir menn, sem nægan styrk hafa til aö bera, til aö gegna formennsku I hinum stóra flokki. Nægir aö nefna nöfn nokkurra manna i þvi sam- bandi, sem rætt hefur veriö um manna i miilum undanfarnar vikur og mánuöi, svo sem Þor- stein Pálsson, Ellert B. Schram, Styrmi Gunnarsson og Friörik Sophusson. Allir gætu þeir án vafa axlaö þær byröar er flokksformennskunni fylgja ef til kæmi. En einsog nú er ástatt er bara ekkert sem bendir til þykktar um stefnu Sjálfstæöis- flokksins, en óliklegt veröur aö telja aö sllkt bæri árangur, varla yröi þaö til sátta aö minnsta kosti. — Slikt gæti á hinn bóginn oröiö til þess aö stjórnarsinnar gengju úr eöa yröu reknir úr flokknum, en þaö mun raunar mörgum þykja æskilegast. Hafa veröur þó hugfast í því sambandi, aö veröi stjórnar- sinnar reknir úr flokknum, þá munu koma fram tvö framboö Sjálfstæöismanna I mörgum kjördæmum og Sjálfstæöis- flokkurinn I sinni núverandi mynd veröur ekki lengur til, ekki um stundarsakir aö minnsta kosti.” Brottrekstur stjórnarsinna, tveir flokkar ihaldsmanna — allt er semsagt til umræöu og margir leikir eftir I valdataflinu i Valhöll fram til vors. —ekh —oa skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.