Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir (2 íþróttir H Umsjún: Ingólfur Hannesson. íþróttir Hturinn STliRHÓLAR eqi n Sim 19250 Á seinni árum hefur ljósmyndin skipað æ stærri sess i fjölmiðlum og orðið að ómiss- andi þætti, enda segir góð ljósmynd oft meira en þúsund orð. Við hér á Þjóðviljanum eigum þvi láni að fagna að hafa innanborðs tvo mjög færa ljósmyndara, — eik og — gel, og er ekki úr vegi að viðrá bestu „skotin” þeirra í iþróttunum á nýliðnu ári. — IngH. * * IÞROTTA- LJÓSMYNDIR Hann var heldur betur einbeittur á svipinn Valsmaöurinn, Bjarni Guömundsson, þegar hann skoraði eitt markanna, sem tryggðu Val sigur gegn Atletico Madrid og sæti i úrslitum Evrópukeppni meistaraliða i handknattleik. — Mynd: — gel. Skagamcnn tóku þátt i UEFA-keppn- inni í knattspyrnu sl. sumar og léku i 1. umferðgegn hinu þekkta vestur-þýska liði 1 FC Köln. Akurnesingarnir höföu i fullu tré viö hina frægu mótherja sina i fyrri hálfleiknum og I leikhléi var staðan 0—0. Á 49. min skeði svo stóra slysið. Bakvörðurinn Kroth geystist upp völlinn og 30 m frá marki skaut hann á mark Skagamanna. Bjarni markvörður Sigurðsson kom höndum á knöttinn, en hélt honum ekki. 1-0. Eftir þetta var allur vindur úr Akur- nesingunum og Köln sigraði 4-0. Þess má geta, að Bjarni varði mjög vel i leiknum ef undan er skilið atvikiö sem innst ^TC OTA *T< Ol « KOI»*t 'TC OTA HOUft island sigraði meö umtalsverðum yfirburðum I Kalott-keppninni i frjálsum Iþrótt- um sl. sumar. Hér tekurOddur Sigurösson viö boöhlaupskeflinu af Aðalsteini Bern- harðssyni. — Mynd: —eik. Simon Ólafsson veit greinilega vart hvaðan á sig stendur veðrið þegar frönsku „naggarnir” hirða frákastið af honum. Myndin er frá landsleik Islands og Frakklands i körfubolta. — Mynd: —gel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.