Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. janúar 1981 - ÞJÖÐVILJINN StÐA 3 VINNUEFTIRLIT RIKISINS TEKIÐ TIL STARFA Þorvaröur Brynjólfsson stjórnarformaöur Vinnueftirlitsins. Eyjólfur Sæmundsson framkvæmdastjóri Vinnueftirlits rikisins. Stóraukin verkefni| í samræmi við nýju lögin um aðbúnað og öryggi á vinnustöðum Sem kunnugt er tóku ný lög um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnu- stöðum gildi 1. janúar s.l. en þau gera m.a. ráð fyrir því að sérstök stofn- un,Vinnueftirlit ríkissins, taki við öllu eftirliti með vinnustöðum i landinu, en það verkefni hefur hing- að til verið í höndum hei Ibrigðisnef nda og öryggiseftirlits ríkisins sem nú hefur verið lagt niður. I samræmi viö lögin hefur félagsmálaráöherra nú skipaö stjórn Vinnueftirlits rikisins og er formaöur hennar Þorvaröur Brynjólfsson, læknir og vara- maöur hans Atli Arnason læknir. Aörir i stjórn Vinnu- eftirlitsins eru tilnefndir af samtökum svo sem hér segir: Alþýöusamband lslands: Guöjón Jónsson, járnsmiöur, Karl Steinar Guönason, form. Verkalýös- og sjómannafél. Keflavikur, Guömundur J. Guömundsson, form. Verka- mannasambands tslands. Vinnuveitendasamband ísr íands: Guömundur Karlsson, alþingismaöur, Viglundur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri. Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna: Július Kr.’ Valdimarsson, framkvæmda- stjóri. Bandalag starfsmanna rikis og bæja: ólafur Jóhannesson, starfsmaöur á Veöurstofu Islands. Samband islenskra sveitar- félaga: Albert K. Sanders, bæjarstjóri. Jafnframt hefur Eyjólfur Sæmundsson veriö skipaöur forstjóri Vinnueftirlits rikisins, en hann gegndi áöur embætti Oryggismálastjóra. Eyjólfur sagði i samtali við Þjóöviljann i gær að starfsmenn Vinnueftir- litsins væru nú i óöa önn að undirbúa nauðsynlegar breyt- ingar og útvikkun á starfinu i samræmi við nýju lögin, en Vinnueftirlitiö erföi skipulag, verkefni og starfsmenn öryggiseftirlitsins. Verkefni þess er þó viöameira og sagöi Eyjólfur aö Vinnueftirlitið myndi fá fimm nýja starfsmenn til viöbótar við þá sem öryggis- eftirlitiö haföi áöur og bera ábyrgö á öllum þáttum vinnu- eftirlits i landinu. En þaö eru ekki aöeins hinar I opinberu stofnanir sem taka I breytingum i kjölfar nýju I laganna. Enn meiri breytingar " veröa á vinnustöðunum sjálf- ! um. Eyjólfur sagöi aö i tengsl- I um viö þaö þyrfti aö fara fram I viötæk kynningarstarfsemi, ' sem hvila myndi á Vinnueftirlit- ! inu,en samkvæmt lögunum skai I kjósa öryggistrúnaöarmann I starfsfólks á hverjum vinnustað 1 þar sem 10 eöa fleiri starfa og ! skipa öryggisnefndir, með þátt- I töku starfsmanna og atvinnu- I rekenda á vinnustöðum þar sem J starfa 50 manns eöa fleiri. . Vænta menn sér góðs af þessari I nýskipan og þing Alþýöu- sambands tslands i haust itrek- J aði tilmæli til aöildarfélaganna . um að skipa sem fyrst i þessar I nýju trúnaðarstöður. AI ! Leikfélag Vestmannaeyja: Sýnir ,Aumingja Hönnu' í Kópavogi um næstu helgi Um helgina verður Leikfélag Vestmannaeyja I leikför á megin- landinu og sýnir leikritið „Aum- ingja Hanna” eftir Kenneth Itorne i þýðingu Sverris Thorodd- scn í Kópavogsleikhúsinu föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 21. Leikstjóri er Unnur Guðjóns- dóttir og er þetta fjórða leikritiö, sem hún setur á svið fyrir félagið auk þess að hafa leikið ótal hlut- verk og verið i fararbroddi Nýir prófessorar Forseti tslands hefur sam- kvæmt tillögu menntamálaráð- herra skipað Helga Valdimarsson prófessor i ónæmisfræði i lækna- deild Háskóla íslands frá 1. júli 1981 aö telja og dr. Þórólf Þórlindsson prófessor i félags- fræði i félagsvisindadeild Háskóla tslands frá 1. janúar 1981 að telja. félagsins undanfarin 30 ár. Leik- mynd er eftir Arnar Ingólfsson. Leikfélag Vestmannaeyja varð 70áraá árinu I980og er „Hanna” þriðja verkefni félagsins á afmælisárinu en frumsýning var 4. des..Hin verkefnin voru „Sjó- leiðin til Bagdad” eftir Jökul Jakobsson undir leikstjórn Andr- ésar Sigurvinssonar og barna- leikritið „Nornin Baba Jaga” eftir Jewgeni Schwarts, leikstjóri Unnur Guöjónsdóttir. Aumingja Hanna er 131. verk- efni félagsins á 70 ára starfsaldri og lætur nærri þvi að félagið hafi sýnt tvö leikrit á ári frá stofnun þess. Sum leikritin hafa verið tekin upp og sýnd oftar en einu sinni á þessu 70 ára timabili þannig að frumflutningur er 103 verkefni. Núverandi formaður Leik- félags Vestmannaeyja er Auöberg Öli Valtýsson. Úr sýningu Leikfélags Vestmannaeyja á Aumingja Hönnu Póstur og sími Gjaldskrá hækkar um 10% Póst- og simamálastofnunin hefur fengið heimild til 10% hækkunar gjaldskrár fyrir sima- þjónustu frá 5. janúar 1981 og póstburðargjalda frá 1. febrúar 1981, í samræmi við ákvörðun rikisstjórnarinnar á gamlársdag um slika hækkun til opinberra stofnana. Helstu breytingar á simagjöldum verða sem hér segir: Stofngjald fyrir sima hækkar úr kr. 850.00 i kr. 935. Ofr og simnotandi greiöir fyrir talfæri og uppsetningu tækja. Gjald fyrir umframskref hækkar úr kr. 0.32 i kr. 0.35, afnotagjald af heimilis- sima á ársf jórðungi hækkar úr kr. 144.00 i kr. 158.40, venjulegt flutningsgjald milli húsa á sama gjaldsvæði hækkar úr kr. 425.00 i kr. 467.50 Við gjöld þessi bætist söluskattur. Helstur breytingar á póst- burðargjöldum verða þær, að burðargjald fyrir almennt bréf 20 gr. innanlands og til Norðurlanda verður 180 aurar, til Evrópu 220 aurar og fyrir bréf i flugpósti til landa utan Evrópu 380 aurar, gjald fyrir póstávisanir innan- lands og til Norðurlanda verður 420 aurar. Öldungadeildin í Hveragerði Lokainnritun á laugardag Kynning á námsefni öldunga- deiidarinnar i Hveragerði og lokainnritun á næstu námsönn fer fram laugardaginn 10 jan. í hús- næði gagnfræðaskólans kl. 14. stundvislega. Skólagjald er nkr. 550. Onnin sem nú er að hefjast er hin þriöja sem skólinn starfrækir. A fyrstu önninni voru 82 nem- endur við nám, á annarri 54. Nemendurnir þreyttu sömu próf og öldungar við Menntaskólann við Hamrahlið og varð árangur góöur. Segir i fréttatilkynningu frá skólanum að hin góða aðsókn sýni aö mikil þörf er fyrir fuil- orðinsfræð^lu á Suðurlandi sem og annars staðar og nú þegar hafa 50 manns frá 7 sveitarfélögum skráð sig til náms á vorönn. Tómas og Guðmundur ræða efna- hagsmálin Félag ungra Framsóknar- manna efnir til almenns fundar um efnahagsáætlun rikis- stjórnarinnar að Hótel Heklu, og hefst fundurinn kl. 20,30 i kvöld. Frummælendur verða Tómas Arnason viðskiptaráðherra og Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður. Skákþing hefst á sunnudaginn Skákþing Reykjavikur 1981 hefst á sunnudaginn, 11. janúar, og verður teflt i húsakynnum Taflfélags Reykjavikur að Grensásvegi 46. Tefldar verða ellefu umferðir i öllum flokkum. Lokaskráning i keppnina verö- ur á laugardaginn kl. 14—18. —ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.