Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 tfrá Hringiö i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Snjóinn af gangstéttunum! Siguröu Eiiasson hringdi: — Ég vil mótmæla harölega vinnubrögöum þeim sem viö- höfö eru við snjómokstur i Reykjavik. Þaö er öllu ýtt upp á gangstéttirnar. i Reykjavik er mikiö af Bogga hringdi: — Mig langar til að þakka út- varpinu fyrir að leyfa okkur að heyra viðtölin hans Björns Th. Björnssonar við konurnar þrjár sem sögðu frá Einari Ben. Þetta voru frábær viðtöl, skemmtileg og mjög fróðleg. É)g veitum marga sem misstu öldruðu fólki sem þarf að kom- ast leiðar sinnar fótgangandi. Þannig er það t.d. hér i Lang- holtinu, þar sem ég bý. Það er ekki nema fyrir hraust fólk á besta aldri að klöngrast yfir þessi snjófjöll sem hlaöin eru á gangstéttunum. af þessum viðtölum, og sjálf heyrði ég ekki nema tvö þeirra. Mig langar til að skjóta þvi að þeim útvarpsmönnum að endurflytja viðtölin við tæki- færi. Þeir endurflytja marga þætti sem minni tiðindum sæta en þessi viðtöl. Gegnum bernsku- múrinn Einn af lesendum blaðsins hefur beðið okkur fyrir nokkrar linur úm nýiega bók, Gegnum bernskumúrinn eftir aðeins nítján ára gamlan höfund, Eð- varð Ingólfsson. Þar segir: „Gegnum bernskumúrinn segir frá skólapiltinum Birgi, sem er að ljúka grunnskóla- námi. Hann er nýfluttur úr litlu þorpi úti á landsbyggðinni og til höfuðborgarinnar. Faðirinn er sjómaður á millilandaskipi og er því sjaldan heima, en móðir- in er drykkfelld. Bókin fjallar um samskipti móður og sonar svo og samskipti nemendanna i Holtsskóla. Hún er lipurlega rit- uð og þægileg aflestrar. Samtöl og viðhorf nemenda til skólans og heimila sinna eru að mörgu leyti svipuð og gengur og gerist i dag. Kannski er aðalsögu- persónan ofurlitið þroskaðri en almennt gerist meöal grunn- skólanemenda, en ekki svo að það verði neitt áberandi. Bókin flytur boðskap um bindindi, án þess þó að sá boðskapur sé uppáþrengjandi. Sem fyrsta bók er hún höfundium til sóma og lofar góðu. Ég vil hvetja hann til þess að halda áfram að skrifa. , Handaþvottur I tilefni af brottvisun Patricks Gervasoni frá Islandi: Þar sem menntog mannúð dvinar má það löngum heyra og sjá að hundingi þvær hendur sinar hér — sem fyrrum austur frá. H.J. Frábær viðtöl Barnahornid Umsjón: Magnús og Stefán Grímur og sálfræð- ingurinn Þaö barst eins og eldur i sinu um allt þorpið, að hertoginn hefði setið lengi dags inni í tjaldi við tsát ásamt Grími Jónssyni og öðrum ámóta peyjum, og samtalið hefði snúist um ræningja, rauðskinna og margs konar svaðilfarir til sjós og lands. Enn fremur átti tignin að haf a beðið þá að f ylgja sér á stöðina og litið í leiðinni inn til Mósa. Þar fékk hertoginn sér kókos- bollu, sem hann sagði að væri afbragð, bað um að sér yrði send ein tylft á mánuði og gaf strákunum tværhverjum. Þorpsbúar stóðu á öndinni af undr- un. Mósi varð eins konar ,,hirðsali", og allir keppt- ust um að kaupa hjá hon- um, en að mánuði liðnum neyddist ,,Malla" til að loka og bakarinn tók búðina á leigu. Rauðhærða afgreiðslu- stúlkan sagðist vera guðslifandifegin, því að hún hefði aldrei á sinni lífsfæddriævi kynnst öðru eins leiðindaplássi. Ungfrú Spenser varð fyrst til að koma orðum að því áliti, sem menn höfðu á Grími. Það var ekki vegna þess, að hún væri hrifin af piltinum. Nei, síður en svo. Grímur var vanur að erta köttinn hennar og hænsnin, trufla hvfldar- tíma hennar með sker- andi blístri og óhljóðum, brjóta rúður með boltan- um sínum og kasta grjóti yfir limgerðið ofan í garðtjörnina hennar. Dag nokkurn horf ði hún á Grím ösla eftir skurðin- um — hann gekk aldrei á veginum, ef hann gat komist hjá því — hann öslaði í forinni með hend- ur í vösum, örlítið álútur og brúnaþungur með kergjusvip. Nú setti hann totu á munninn og mynd- aði þetta ógurlega hljóð, en strákaskarinn fylgdi í fótspor hans eins og venjulega. Þá var það að ungfrú Spenser mælti þessi orð: ,,Það er eitt- hvað við þennan dreng —Endir. Götumynd frá Vln um aldamótin. Sinfóníuhljómsveitin hverfur til Vinar i kvöld og færir okkur þaðan tóna frá liönum tímum. Vínarkvöld í stereó Nú geta menn ekki lengur kvartaö undan „sinfóniu- gargi” á þeim forsendum að það sé ekki i stereó. Tónleik- unum I kvöld verður nefnilega útvarpað í stereó. Vinarkvöld heita þessir tón- leikar, en fyrri hluti þeirra er á dagskrá i kvöld, i beinni stereóútsendingu úr Háskóla- biói. Flutt verða atriði úr óperettum eftir Strauss, Útvarp kl. 20.30 Lehár og Stolz. Einsöngvari með hljómsveitinni er austur- riska söngkonan Birgit Pitsch- Sarata. —ih V erslunarstj órinn Fimmtudagsleikritið að þessu sinni er norkst og heitir „Verslunarstjórinn”. Höfund- ur þess er Odd Selmer. Þýð- ingu gerði Torfey Steinsd., en leikstjóri er Klemenz Jóns- son. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Gunnarsson, og Guðrún Ásm undsdóttir. Fiutningstimi er 58 minútur. Tæknimenn: Friðrik Stefáns- son og Jón örn Ásbjörnsson. Einar og Elna eru miðaldra hjón, sem vinna hjá sama fyrirtæki. Dag nokkurn er staða verslunarstjóra auglýst laus til umsóknar, og þau hjónin sækja bæði um hana. Konan hefur betri menntun, en mann hennar hefur alltaf dreymt um stöðuhækkun og Útvarp Hp? kl. 21.15 þetta kann að verða hans sið- asta tækifæri. Hjónabandið er i hættu, svo miklu skiptir hvernig tekið er á málunum. Odd Selmer er norskur rit- höfundur og blaðamaður, sem hlaut verðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir fyrsta útvarpsleik- rit sitt, „Heim frá Ameriku”, árið 1972. Hann hefur einnig skrifað allmargar skáldsögur. „Verslunarstjórinn” er fyrsta leikrit hans, sem flutt er i islenska útvarpinu. Kvöld- stund með Sveini Þorsteinn og Guðrún fara með hlutverk hjónanna sem sækja bæöi um sama starfið. Útvarp kl. 23.00 Sveinn Einarsson þjóðleik- hússtjóri verður i útvarpinu I kvöid með sinn vinsæla tón- listar- og rabbþátt. Sveinn er landsþekktur smekkmaður á tónlist og kvöld- stundirnar hans hafa hingaðtil einkennst af fjölbreytni i laga- vali og þægilegu rabbi inn á milli. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.