Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 iL KtlstTirin H. Gunnarsson, Bolungavík: . **• ,P % *-■ <*. ,t?gm Jií ■» ^ \ ' ' g§||f Trú og verk í hverjum manni er tvennt ofar öllu. Eigin hagsmunir, egóiö, og hitt að láta gott af sér leiða. Oft er mönnum það tam- ara að hugsa fyrst um sjálfa sig og síðan um aðra. En þegar við göng- umst undir kristna trú skuldbindum við okkur til að koma fram við náung- ann eins og við viljum að náunginn komi fram við okkur. Þ.e., maður skuld- bindur sig til að snúa hlut- unum við, fyrst skal láta gott af sér leiða, ástunda náungakærleikann, siðan hugsa um sjálfan sig. Þessi þjóö hefur í hartnær eitt þúsund ár játast kristinni trú. Hvernig hefur henni miöað i þeirri baráttu aö setja kærleikann ofar ööru? Hversu djúpt ristir kærleiksboöoröið i vitund hennar? Hin kristna kirkja miðalda gerði sig seka um að banna frjálsa hugsun. Fyrir það eitt að halda þvi fram, að jörðin væri hnöttótt, voru menn dæmdir fyrir villutrú, þvi að það stangaðist á við kenningu kirkjunnar. Páfinn var óskeikull i Róm. í austantjaldslöndum Evrópu er sama upp á teningnum. Mönn- um er ekki frjálst að hugsa og segja annað en það sem yfirvöld- um lætur vel i eyrum. Þar situr páfinn óskeikull i Kreml. Og við fordæmum þessar skorður við frjálsri hugsun. Við höfum imugust á vopna- burði og fordæmum strið og mannvig. Við fordæmum. En hvernig bregðumst við við þegar til okkar er leitað og höfðaö til ná- ungakærleikans, sem við höfum ástundaö i 1000 ár? Hver fordæmdi innflutning á þýskum konum i lok siðari heims- styrjaldar? Hver fordæmdi þaö, aö ung- verskum flóttamönnum var veitt landvist hér 1956? Hver fordæmdi, þegar kóre- önsk börn voru ættleidd hingað fyrir nokkrum árum? Og hver fordæmdi, þegar vietnömsku flóttafólki var veitt hér hæli i fyrra? Hver ykkar myndi kerfjast þess, aö rússneskur hermaöur, sem kæmi til okkar og óskaði þess að fá að hefja nýtt lif meðal okkar, yrði sendur til sins heima? Ef flóttamaðurinn er* ung- verskur, rússneskur, kóreanskur eða vietnamskur er hann hingað velkominn. En ef hann er franskur skal hann burtrækur vera. Rússneskur herflugmaður ákvað að yfirgefa land sitt og flaug vél sinni til Japans. Hann var velkominn, þó kom hann ólöglega til landsins og var vega- bréfslaus. Hefur nokkur okkar átalið Japani fyrir þaö? Nei, þaö hefur enginn gert, og fáir hafa orðiö til þess að and- mæla áðurgreindu flóttafólki, sem kom til íslands. Þar höfum við sýnt kærleika og mannúð i verki. Verk kristinna manna Ef maður er aö flýja undan járnhæl páfans i Kreml er hann hingað velkominn, en ef hann kemur frá vestrænu þjóðfélagi er hann fyrirlitinn. Kærleikur okkar nær aðeins til þeirra þjóöfélaga sem við fordæmum. Við trúum þvi, að vestræn þjóð- félög hafi yfirburði yfir þjóðfélög austan járntjalds, og hver sá sem flýr undan vestrænu þjóöfélagi vanvirðir þá trú og þvi skal hann burtrækur vera. Enginn skal dirf- ast að halda þvi fram, að þaö þurfi að flýja OKKAR þjóðfélag, og hver sá sem leyfir sér slikt á ekki rétt á þeim kærleika sem við sýnum öðrum. Þetta er sá kærleiksboðskapur sem við ástundum. En við skulum hafa i huga sögu liöinna alda. Voru þaö ekki evrópskar þjóðir sem lögðu undir sig lönd og þjóðir i Afriku, Asiu og Ameriku? Voru þaö ekki evrópskar þjóöir sem höfðu þræla og ástunduöu þræla- sölu, fluttu milljónir svertingja frá Afriku til að þræla á baðm- ullarekrum hvitra manna af ev- rópskum uppruna i Ameriku? Voru það ekki evrópskar þjóöir sem útrýmdu Inkum i Suöur Ameriku, stráfelldu Indiána i Noröur Ameriku, kollvörpuðu þjóðfélögum hvar sem þeir komu og slitu upp með rótum menningu heilla þjóða? Það var hinn hviti kynstofn, sem þrátt fyrir þúsund ára kristindóm lét stjórnast af fé- græðgi og sjálfselsku, arörændi og kúgaði þjóðir af öðrum kyn- stofni. Og kirkjan lét ekki sitt eftir liggja. 1 þeirri óbifanlegu trú, að kristindómurinn væri öll- um trúarbrögöum æöri, komu sporléttir trúboðar i kjölfariö og færðu hinum undirokuðu og þjáðu þjóðum fagnaðarerindiö. Ef þær vildu ekki taka við þvi af fúsum og frjálsum vilja, var þvi þröngv- að upp á þær. Menningararfleið þúsunda ára var rifin upp meö rótum og varpað á bál trúvill- unnar. Afleiðing þessarar græögi og ásókn hvita mannsins i veraldleg gæði varð sú að heilu þjóðfélögin hrundu eins og spilaborg og þjóð- irnar slitnuðu úr tengslum við fortiðina og urðu sem rótlaust þang i öldugangi nútimans. Nær- tækt dæmi um þetta eru Græn- lendingar sem var kippt inn i 20. öldina og kristnaðir i svo að segja einu vetfangi fyrir um 60 árum. Og afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Þeim var ekki gefinn timi til þess að aðlagast nýjum hátt- um. Og hvar finnum við fátækari Erindi flutt í Hóls- kirkju í Bolunga- vík í desember 1980 þjóðir en þar sem Evrópuþjóðir hafa lagt Mammonshönd sina á i Rómönsku Ameriku, i Afríku og á Indlandi? Og hverjir hafa stofnað til heimsstyrjalda og ægilegustu blóðsúthellinga, sem sagan kann að greina okkur frá, aðrir en kristnir menn? Velferðarþjóðfélagið Þrátt fyrir hartnær 2000 ára ástundun kærleiksboöskaparins höfum við ekki enn megnað að setja kærleikann ofar eigin hags- munum og andlega auðlegð ofar veraldlegum gæðum. Við látum stjórnast af þeim þjóðfélagsöflum sem alla tið hafa svifist einskis til að komast yfir sem mest af veraldlegri auölegð, sem hafa arðrænt eigin landsmenn jafnt sem aðrar þjóðir. I þessu vel- ferðarþjóðfélagi dönsum við eftir vilja spekúlanta nútimans og lát- um gildismat okkar stjórnast af þeirra vilja. Það er ekki lengur nægilegt að hafa nóg til hnifs og skeiðar og eiga þak yfir höfuðið, heldur þarf nú að geta veitt sér dýrindis krásir, stór og glæsileg einbýlis- hús, dýra bila, litasjónvarp og geta sleikt sólskiniö við Mið- jarðarhaf. Við vinnum okkur undir drep til þess að geta veitt okkur. þann munað. En við gleym'um i þessum Hrunadansi - að útrýma fátækt, uppræta mis- rétti og jafna auði landsins milli þegnanna. Við gleymum ungum og öldnum, af þvi að við höfum ekki tima til þess að sinna þeim, vegna þess að allt snýst um að efla eigin hag. Viö setjum börnin og aldraða á stofnanir og heimtum aö rikið annist þau, og þegar tómstundir gefast frá öllu amstrinu heimtum við að rikið sjái okkur fyrir af- þreyingu og þar dugar ekkert minna en litasjónvarp og stereó- útvarp. Og það er lika svo þægi- legt að láta sjónvarpið hafa ofan af fyrir gamla fólkinu, þá þurfum við ekki að eyða þessum fáu fri- stundum okkar i að stytta þvi stundir. Við gerum kröfur og heimtum, til þess eins að geta spjarað okkur i lifsgæðakapphlaupinu. Viö krefjumst og heimtum, við gerum sifellt meiri kröfur til annarra og sifellt minni kröfur til okkur sjálfra. 1 þessari þjóðfélagsbyltingu siðustu 50 ára hefur okkur farist sem þjóðum þeim, sem forfeður okkar undirokuðu áður fyrr, við höfum misst fótfestuna, okkur rekur til og frá i algeru tilgangs- leysi auðsöfnunar. Viö höfum orðið Mammonsdýrkuninni að bráð. Við höfum gleymt þvi, að tilgangur lifsins er sá einn að efla andlegan þroska og sýna kærleik- ann i verki. Þvi aö þegar við leggjum af stað i langferðina miklu höfum við einungis þann sjóð meðferöis, sem I er sá auður, sem mölur og ryð fá eigi grandað. Og þegar við stöndum frammi fyrir skapara vorum er aöeins spurt úm hversu gildur sá sjóður er. Við högum okkur eins og lif okkar sé einskoröað við jarðvist- ina en gleymum þvi sem kristnir menn, að eftir aö jarðvist lýkur hefst annaö lif og þótt viöskiln- aður milli ástvina geti verið sár eru endurfundir framundan og þann tima, sem eftir er fram að þeim endurfundum, ber okkur að ástunda kærleikann og efla and- legt rikidæmi okkar. Kirkjan Til þess að snúa lifsgæðakapp- hlaupinu isöfnun andlegra gæöa þarf fyrst og fremst forsjá kirkj- unnar. En hvernig eru kirkjunnar þjónar i stakk búnir til að veita okkur þá forsjá? Ekki alls fyrir löngu kom yfir- maður kirkjunnar okkar, biskup tslands.fram i sjónvarpi, þvi hann hafði vissan boðskap fram aö færa. Og hvaö var það sem hon- um lá á hjarta? Var hann kominn til aö ávita okkur fyrir syndsamlegt liferni, til að ávita okkur fyrir Mammonsdýrkun okkar? Var hann kominn til að átelja þá sem hliðra sér hjá þvi að greiða keisaranum það sem keisarans er, svikjast um aö leggja fram sinn skerf til samfélagsins? Var hann kominn til að átelja þá sem auðgast á vinnu annarra? Eða var hann kominn til að ávita þá sem svikja, stela og ljúga? Var hann ekki kominn til að áminna okkur um að vera heiðarleg bæöi gagnvart okkur sjálfum og öðr- um, og elska náungann eins og okkur sjálf? Nei, hann var kominn til að vara okkur við fámennum sér- trúarsöfnuöum, sérstaklega vegna þess að þeir stunduðu auð- söfnun. Eru þaö aðeins þessir sér- trúarsöfnuðir sem ástunda auö- söfnun. Og ef menn vilja gefa eigur sinar til einhvers safnaöar þá hafa þeir sett náungakærleik- ann ofar eiginhagsmunum og eru slikir menn ekki kristnari en viö hin? Svona er þá komið fyrir kirkj- unni. Hún leggur ekki út i haröa og óvægna gagnrýni á þá sem breyta gegn siðferðisboðorðum kristinnar trúar. Hún hefur lagt á hilluna allar tilraunir til að hafa áhrif á gerð þjóöfélagsins og breyta þvi, sem hún telur þörf á að breyta. Hvenær hefur þjónn kirkjunnar hér ávitað harðlega þá menn, sem svikja undan skatti og hafa rangt við i viðskiptum við aðra menn? Kirkjan hefur látið sér nægja að fræða menn um boðskap Krists en það er ekki nóg, það verður lika að lita eftir þvi, aö þeim boðskap sé framfylgt. En þaö er verkefni sem kirkjan veldur ekki ein. Kirkjan og þjónar hennar endurspegla aöeins það ástand sem rikir innan þjóðfélagsins. Það verður að vekja þjóöina jafnt sem kirkjuna af þyrnirósarblundi sinum. Þvi að með núverandi breytni okkar fljótum við sofandi að feigðarósi. Niðurlag Ykkur kann aö finnast, vegna þess að sá er þessi orö mælir er engu betri en þeir sem gagnrýni hans beinist gegn, að orð hans séu marklaus, hann sé að varpa steinum úr glerhúsi. Og það er rétt, hann býr i glerhúsi, en við búum öll I glerhúsi, og ef þessi röksemdafærsla ætti rétt á sér yrði aldrei um neina sjálfsgagn- rýni að ræða og aldrei von um neina yfirbót. Við þurfum að gera okkurgrein fyrir göllum okkar og viðurkenna bresti okkar. Við þurfum að temja gallana og lag- færa brestina. Siðan þurfum við að hafa enda- skipti á eiginhagsmununum og kærleikanum. Setja kærleikann til náungans i öndvegi og skipa eiginhagsmununum á óæðri bekk. Þetta er ekkert áhlaupaverk, en þeim sem efast vil ég segja: Þeim sem efast ber að trúa. Hér eru sjálfsagt margir sem segja: ég trúi. Þvi sjá.ég sæki kirkju reglulega. Við þá vil ég segja: Þeim sem trúir ber að ef- ast. Þvi að hver sá, sem hefur svo takmarkalausa trú aö færa mætti fjöll úr stað en hefur ekki kærleika, er ekki neitt. Hér hef ég lýst skoðun minni á ýmsum málefnum. Ýmislegt kann ykkur að þykja óréttlátt og vanhiíijsað, og vel getur svo farið að siíi% meir verði ég ósammála mörgu af þvi, sem sagt hefur verið, enda er ég ekki fullkominn frekar en aðrir menn. En hitt hef ég gert, sagt sann- leikann umbúðalaust, eins og hann kemur mér fyrir sjónir. Og þó sá sannleikur kunni að breyt- ast i tímanna rás er þaö skylda hvers manns að segja satt og rétt frá, þvi að það er undirstaða and- legs þroska að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.