Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 sem v arnam álaráðuney ti Bandarlkjanna hefur fylgt frá ár- inu 1974, svokölluð counter-force strategy, i þvi felst að árásum yrði beint að hernaöarmann- virkum. I hugmyndinni um tak- markað kjarnorkustrið felst að stórveldin kæmu sér upp þeirri leikreglu að þau skytu eldflaug- um búnum kjarnoddum aðeins á hernaðarmannvirki. Hvatinn að þvi að ég, sem kann ekki aðhalda á haglabyssu og hef enn ekki jafn- ið mig eftir hrollvekjuna MUmiu- drauginn sem ég sá i bió ungur að árum, fór að kynna mér þá hroll- vekju, sem vigbúnaðarkapp- hlaupiö er, voru einmitt bolla- leggingar um takmarkað kjarn- orkustrið, sem ég rakst á I banda- riska timaritinu Scientific Ame- ricanfyrir 4árum. Mérofbauösá hrikalegi fáránleiki svokallaðrar hernaðarvisindamennsku sem birtist i þessum hugleiðingum i þessu virta visindatimariti. Hernaðarsérfræöingar virtust gera sér svipaðar hugmyndir um striðsrekstur og Halldór Laxness um spilið bridge, þar sem hann kveður menn byrja á þvi að segja hver öðrum hvaða spil þeir hafi á hendi og byrji siðan að spila. 1 ofangreindri grein voru helstu vandkvæðin á framkvæmd sliks striös talin, að ekki væri vist, að Sovétmenn heföu jafn brennandi áhuga á þvi', aö beina kjarnorku- eldflaugum sinum einungis að hernaöarmannvirkjum og i annan stað var dregið i efa að þeir réðu yfir nægilega háþróaðri stjórnunar- og miðunartækni til að vera hlutgengir i slikum leik. Væntanlega stæði ekki á upplýs- ingum um skotmörk og fer nú að vandast mat á iðju njósnara. Visast að ætti að hengja kross á þá i stað þess að hengja þá á kross. Ég hélt alltaf að leikrit Arrabals „Skemmtiferð á vig- völlinn” væri dæmigert fjar- skuli talin þörf að auka við vig- búnaöinn. Einhvern tima hélt maður I einfeldni sinni, að litið ynnistviðaðdrepa mann oftaren einusinni. Þaðer litil von til þess, að þjóð sem hefur vanist þvi að lita á þjóðsöguna af kerlingunni fjórdrepnu sem gamansögu, geti skilið þá gamansemi herfræð- i inga, að það að drepa mann tólf sinnum sé lágmark sem ekki veröi unað við. Þessari vitfirr- ingu veröu vart lýst betur en með þessum hendingum úr Sóleyj- arkvæði Jóhannesar úr Kötlum: Agara gagara veröir velta vitiskúlu sinni. Eitt sinn springur hún ef til vill á ástinni binni. Það er við hæfi að þessar hend- ingar byrja á orðum Æra-Tobba, þvi að hvað liggur nær en að ætla að þetta sé sturlun. Vincente Navarro prófessor I heilbrigðis- fræðum við Johns Hopkins há- skólann I Bandarikjunum hefur þó aöra og raunsærri skýringu á takteinum: Astæðan er að hans mati gifurleg pólitisk áhrif her- gagnaiðnaðarins (military-indu- strial complex) i Bandarikjunum. Ahrif sem jafnvel hin gamla striðskempa Eisenhower varaði við og taldi hættu á að græfi undan frelsi og lýðræði banda- risku þjóðarinnar. Margir hafa svipt hulunni af blekkingunni Vörtium dauðans sem velta vitiskúlunni hefur farið likt og óvitum sem velta snjóbolta þaö lengi, að hann hefur hlaðiö svo utaná sig að þeir fá ekki valdið honum. Ef bloti er i snjónum hleöst betur á snjóboltann og eins þarf ákveöin skilyrði til að vitis- »phlaupið stæðuleikrit, en það hljómar eins og raunsæisverk eftir svo fjar- stæðukennda lesningu. Hvernig stendur á þessum fáránleik? Jú, eins og ég drap á áður hafði vigbúnaðarkapp- hlaupiðnáð þvi marki fyrir 20 ár- um, að generálar sáu fram á að ekki var unnt að heyja strið ef öllu yrði beitt. Siðan hefur vig- búnaðarkapphlaupið verið hert og nú er svo komiö, að eyöingar- máttur kjamorkuvopna i heim- inum nægir til að tortima öllu mannlifiá jörðinni 12 sinnum eða samkvæmt annarri viömiðun, svarar samanlagður sprengi- máttur kjarnorkuvopna til 15 tonna af dýnamiti á hvert manns- barn á jörðu hér. 5 ára áætlun Carters Og enn skal aukið við. Carter lagði fram 5-ára áætlun fyrir tæpu ári um útgjöld til hermála. Samkvæmt henni verða útgjöld Bandarikjanna 250 biljónir dala áriö 1985þ.e. riflega tvöföldun frá árinu 1980. Það skal bent á það að þessi tillaga var lögð fram áöur en Sovétmenn réðust inni Afghanistan og ekki hefur sá at- burður dregiö úr. Hetja hvita tjaldsins, Reagan, ætlar að herða enn á enda virðist hann halda að hann sé enn að leika f vestra og boðar áþekkar aðferöir í sam- skiptum þjóða og tiökast i sam- skiptum manna i vestrum. Þessi tala,250 biljónir dala, er litt skiljanleg jafnvel i verðbólgnu þjóðfélagi Islendinga. Til þess aö færa þær i aðeins skiljanlegrj búning, skal þess getiö að 40% af öllum opinberum fjárveitingum i heiminum sem ætlað er til sam- félagsneyslu fer til hernaðar- þarfa og fjóröungur allra visinda- manna I heiminum er bundinn viö rannsóknir i þágu vopnadauðans. A timum, þegar hungurvofan biður viö dyr tæplega þriðjungs mannkyns og gifurlegt félagslegt misrétti blasir alls staðar við. Hvernig má það vera að enn kúlan hlaði utaná sig. Þau skil- yrði eru blekkingar. Það felst kannski viðvörun til varða dauö- ans hjá Jóhannesi úr Kötlum íað beita oröum Æra-Tobba. Sagan segir að Tobbi hafi orðið ær, vegna þess að hann blekkti mann sem spurðist fyrir um vað. Við erum nær daglega útsett fyrirþeirriblekkinguaðdregin er upp sú mynd, að i austri gnæfi vigtröll við himin sem geri Bandarikin og bandamenn þeirra að hemaðarlegum dvergum og þvi þurfi að verja meira fé til vopnasmiða til að kremjast ekki undir. Margir hafa bent á og svipt hulunni af þessari blekkingu m.a. þeir Philip Morrison prófessor i eðlisfræði viö Massachussets In- stitute of Technology og Paul F. Walker sérfræðingur við Harvard háskólann, sem starfar að áætlun um visindi og alþjóðamál. Þeir birtu fyrir tveimur árum grein i Scientific American. Þeir beittu svonefndri núllpúnkts-áætlana- gerð til að meta hve miklu fé þyrfti að verja til hernaðar til aö tryggja öryggi Bandarikjanna. Niöurstaða þeirra var, að draga mætti úr hernaðarútgjöldum árið 1978 um 40% og meö þvi væri engu fórnað I öryggi Bandarikjanna og bandamanna þeirra, heldur væri það i raun betur tryggt. Niður- staða þeirra á samanburði hern- aðarmáttar stórveldanna varð sú aö Bandarikin væru eina bern- abarlega heimsveld.ið i þeim skilningi að þau væru eina rikið i ■heiminum sem gætu skotið á hvern einasta blett á jarðkringl- unni. Hvemig má það vera að unnt sé að beita slikum blekkingum? Frank Blackaby, forstöðumaöur National Institute for Economic and Social Research i Bretlandi telur skýringuna felast i einokun hernaðarmaskinunnar á nauð- synlegum upplýsingum. Þegar borgaraleg stofnun gerir grein fyrir aukinni fjárþörf er unnt að sannreyna þaö. öðru máli gegnir á dagskrá Gervasoni gerdi þau stóru mistök aö misreikna móttökurnar hjá þeirri þjóö, sem hefur enga herskyldu Lögum er fullnægt en lániö er fallvalt Þetta er skrifað þann sama dag og hinn auðnulausi maður Pat- rick Gervasoni er flittur á vit danskra, reyndar las ég i frétta- blaði ,,á eigin vegum” hvað sem það nú þýðir, þar sem tveir menn voru látnir fylgja honum úr landi, og annar þeirra var lögreglu- þjónn. Gert er ráð fyrir, að okkar gömlu nýlenduherrar veiti honum vegabréf af rausn sinni, og þá mun hann vera velkominn til okkar aftur. Min greindarvisitala hefur aldrei verið mæld, en ég gæti vel trúaö þvi, og skal fúslega viður- kenna þaö, að hún hlýtur aö standa mjög neðarlega, þvi sú málsmeöferð og afgreiðsla sem þessi lánlausi maður hefur fengiö er langt fyrir ofan minn skilning. Réttlætiskennd min hefur orðið fyrir stóru áfalli; hvað táknar það orð sem er mannúð? Hér sannast það fornkveðna, ekki er sama Jón og séra Jón. Hvursu margir flóttamenn hafa rekið tærnar i islenska grund og hafa umsvifalaust fengið fyrir- greiðslu, einkum ef þeir hafa verið frægir, eöa rikir, eða austantjaldsmenn, jafnvel helst þaðan; sumum af þessum flótta- mönnum hefur snarlega verið veitt rikisfang. 1 góðri trú um góðar móttökur I Danaveldi, sendi dómsmálaráö- herra þennan ógæfumann i héndur danskra, og hann var ekki fyrr stiginn út úr flugvélinni en hópur lögregluþjóna svipti hann umsvifalaust ferðafrelsi; svona er lánið stundum fallvalt. Þó min greindarvisitala standi kannski lágt, þá er ég ekki alveg svo skyni skroppinn að skilja ekki það, að ef sett eru lög þá er skylt aö fara eftir þeim, og dóms- málaráðherra skal sjá um, að það sé gert. Einhver sagði einhvern- tima: Sjá, ég þvæ hendur minar. Ég hef oröið þess vis um ævi minnar skeið, að lögum má hag- ræða, og lærðir menn hafa oft veriö fundvisir á smugur, og ekki alltaf til góðs. Vist er svo, að Gervasoni reyndi að komast ólög- lega inn i landið; hvernig gat hann farið öðruvisi að, þar sem hans eigin þjóðfélagi hafði láðst að láta hann hafa skilriki? Engin getur um frjálst höfuð strokið, nema aö hafa skilriki, meira að segja hér I okkar lýðfrjálsa þjóðfélagi fær maður ekki afgreiðslu i banka eða pósthúsi, nema hafa skilriki. Gervasoni var alinn upp á munaðarleysingjahæli, og munaðarleysingjar hafa oft ekki veriö hátt skrifaöir. Það vill kannski gleymast að láta þá fá - þjóðfélagslegan rétt. Við ættum aö vita þaö, meö alla okkar niður- setninga fyrr á timum, eöa hvenær voru þeir teknir inn i þjóðfélagið okkar sem fullgildir borgarar. Þeir timar eru reyndar liönir, og kannski erum við þetta framar i mannúðarmálum en franskir. Gervasoni gerði þau stóru mistök, að misreikna mót- tökurnar hjá þeirri þjóö, sem hefur enga herskyldu, en franskir þurfa á öllum að halda sem haldið geta á byssu, og ef sá sami hefur ekki vilja, atgervi eða hugrekki til aö taka i gikkinn og drepa náungann þá er alltaf hægt aö nota hann fyrir fallbyssufóður. En Gervasoni var ekki sáttur við lög sins þjóðfélags, vildi hvorki drepa né vera drepinn, þaö var hans glæpur, i fangelsi með hann fyrir þaö. Og þess vegna reyndi hann og varð meö einhverjum ráöum að smygla sér inn i það þjóðfélag, þar sem dráp er ekki viöurkennd dyggð. Hvernig væri heimurinn i dag, ef allir neituðu aö bera vopn; væri þá ekki eilifur friður? En þessi spurning er út i bláinn, meöan valdagráðugir og auðsjúkir menn stjórna heiminum. Þessar vangaveltur minar eru ekki skrifaðar til að veita Gerva- soni stuðning, enda er ég lítils megnugur i þá áttina; þess- ar linur eru skrifaðar i reiði og hneykslan á þvi fólki, sem hefur verið að dæma þennan ólánsama mann með blaöaskrif- um; ég er næstum i vafa, að ég búi i kristnu þjóðfélagi, ég hef reyndar ekkert heyrt til þeirra sem eiga að boða kristinn kær- leika i þessu landi um þetta mál, þeir hafa þagað þunnu hljóði; kannski það hafi fariö framhjá mér, og þá bið ég afsökunar, en mér finnst það fólk, sem hefur verið að dæma þennan lánleys- ingja og kallað hann glæpamann og mörgum illum nöfnum, vera persónugervingar þeirra, sem hrópuðu fyrir tvö þúsund árum: Krossfestið hann, krossfestið hann. Mér finnst þetta fólk sams- konar og sagt var við: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Var það ekki fólk með þannig geð, sem hópaöist i kringum Adólf sálaða Hitler. Er það ekki svona fólk, sem kallar alla kommúnista og skril, sem er ekki sama sinnis og þaö sjálft. Ég geri ráð fyrir, að ég veröi kallaður kommúnisti, eftir þessi skrif min, og það skipti engu, þó ég væri innsti koppur i búri, lengst til hægri i Sjálfstæðis- flokknum, ég verð samt kallaður kommúnisti. Reyndar hef ég aldrei fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, ég hef heldur ekki fylgt kommúnistum eöa sósial- istum eða hvaö þið viljiö kalla þá, en það er ekki gott að segja hvað ég geri i framtiðinni, þvi ég er verkalýðssinni og þoli illa rang- læti. Ég hef oft upplifað þær stundir, aö vera stoltur af þjóð minni, ég hef lika upplifað þá stund aö tár- fella á erlendri grund, þegar ég sá islenska fánann óvænt, eftir nokkra f jarveru frá föðurlandinu, en i dag skammast ég min fyrir hönd þess fólks i minu þjóðfélagi, sem dæmir náungann án þess aö þekkja hann, og þó þaö sé land- flótta auðnuleysingi, eða kannski einmitt þessvegna. Sofus Berthelsen 8260—3158. um herinn. óskir um aukin fjár- framlög til hersins eru ætið rök- studdar með vaxandi ógnun and- stæðingsins. Allar upplýsingar um athafnir andstæðingsins, svo sem hervæðingu, er safnað og þær túlkaðar og settar fram af hernum og nær ógerlegt að sann- prófa þær. Og þvi veltur vitis- kúlan áfram, og er svo komiö að kæmi til kjarnorkustriös er tvi- sýnt um aö lif fengi þrifist á þess- um hnetti. Hvað er til ráða? Hvaö er þá til ráða? Fá Islend- ingar nokkru áorkað I þá veru aö vitiskúian fari að velta ofanaf sér? Aö minu mati getum við Is- lendingar lagt eitthvaö af mörk- um og ég tel það siðferöilega skyldu okkar að leggja fram okkar skerf, þó að hann sé smár og valdi efalitið engum stráum- hvörfum. Okkar skerfur er að snúa baki viö þeirri hernaðar- hyggju, sem felst i þvi að taka þátt i hernaðarbandalagi og leyfa herstöðvar i landinu. Ég lit svo á, aö tilgangur baráttu herstöðva- andstæðinga sé ekki einvöröungu sá, að bægja hættu frá tslandi, heldur engu siður framlag til friöar gegn vigbúnaðaræði. Þaö er ljóst aö hver þjóð, hversu smá hún er, verður að leggja sitt af mörkum. Það virðist augljóst, aö stór- veldin eru ófær um að leysa mannkynið undan ógnun vig- búnaðar. Afvopnunarviðræöur og samningar þeirra hafa til þessa ekki leitt til þess að drægi úr vopnabúnaði, heldur þvertámóti ýtt undir. Ekki leið nema vika frá undirritun Salt T 1972, þar til Mel- vin Laird varnamálaráðherra Bandarikj anna lagði fram „fjölda endurbóta á hernaöar- áætlun Bandarikjanna m.t.t.Salt- samningsins ”.Að sjálfsögðu svöruðu Sovétmenn i sömu mynt. Blekið var vart þornað á penna CarterseftirundirritunSalt II, aö hann lagði til á Bandarikjaþingi, aö fjárframlög til hermála yröu aukin um 11 milljaröa dala. Og ekki sitja sovéskir auðum hönd- um. Reyndareru Bandarikin ekki ennþá búin að staöfesta Salt II. Jafnvel fyrrverandi varaforstjóri CIA, Herbert ScoviIIe, kvartaði um það skömmu eftir undirritun Salt II, að „afvopnunarviöræöur séu i auknum mæli afsökun fyrir þvi að kynda undir vigbúnaöar- kapphlaupið, i stað þess að stöðva það”. Lokaerindi kvæöis Jóhannesar úr Kötlum: A þessari rimlausu skeggöld.hljóðar svo: ég hlýt þ vi aö bjóöa yöur togleöur og hanastél skjóta þctunni upp í yfirvitundina sökkva kafbátnum niöur i undirvitundina unz allurtilgangur er úr sögunni unz berskjaldaö lifiö og tæknibrynjaöur dauöinn sættast á eilifa þögn og fortfö nútiö og framtið mætast i hinu óskiljanlega núlli. Skjótum ekki vitneskju okkar um vigbúnaðaræðið og þarmeð ábyrgð okkar útúr meðvitund- inni. Sláum skjaldborg um lifið, gegn helstefnu. Vinnum að þvi.að fortið og nútið og framtið mætist aldrei i óskiljanlegu núlli^neð þvi að losa Island úr viðjum hernað- arbandalags, hreinsa það af vig- hreiðrum og halda ótrauðir fram hlutleysisstefnu i þágu friðar. DISSAMKOMU NÁMSMANNA í ÓSLÓ 29. NOVEMBER 1980

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.