Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Þegar fráfarandi forseti Bandarfkjanna, Jimmy Carter, letraöi mannrétt- indamál á skjöld sinn við embættistöku, þá var kom- inn upp vandi sem átti eftir að reynast honum erfiður. Það þótti að vísu sjálfsagt að setja mannréttinda- kröfur ofarlega í sam- skiptum við Sovétríkin. En vandinn var sá, að það var illmögulegt að fylgja kröfugerð um mannrétt- indamál eftir, ef henni var aðeins stefnt í eina átt. Eins og svo oft áöur kom upp spurningin: hvaö eigum viö aö gera viö okkar tíkarsyni? Þar meö var átt viö einræöisherra og Blóðbað i E1 Salvador: hinn nýi sendimaður hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki i vafa um hvað gera skuli Reaganstj órnin ætlar ad vera mild vid „okkar tíkarsyni Haig hcrshöföingi og utanrikis- ráðherra. það hefði nú ekki þurft að slátra Somoza... herforingjaklíkur sem voru vin- samleg Bandarikjunum i utan- rikismálum og höfðu um leiö á sér hiö versta orð fyrir grimmdar- lega framgöngu gegn pólitiskum andstæðingum. Ca rter skammaður Þeir aðilar sem nálægt standa nýjum forseta, Ronald Reagan, hafa margir hverjir sakaö Carter beinlinis fyrir að hann hafi með mannréttindabrölti sinu látið flækjast fyrir sér að móta skyn- samlega afstöðu til „vinsam- legra” einræðisrikja og þar með hafi hann undirbúið valdatöku andbandarikskra afla bæði i Iran og Nicargua, þar sem áður sátu að völdum hjartkærir vinir Bandarikjanna, Reza Pahlavi keisari og Anastasias Somoza. Og ummæli þeirra og gjörðir bera þvi vitni, að þeir sem berjast fyrir lýðréttindum til dæmis i hinni py ntingaglöðu Rómönsku Ameriku megi ekki eiga von á neinu góðu af hálfu nýrra herra i Washington. Nýr fulltrúi hjá S. Þ. Prófessor Jeane Kirkpatrick heitir kona, sem i nóvember leið skrifaði grein i timaritið Commentary um þessi mál. Ronald Reagan þóttu viðhorf hennar svo aðlaðandi, að hann hefur þegar boðið Jeane Kirkpat- rick að verða sendiherra stjórnar sinnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Frúin segir, að menn Carters hafi framið margar alvarlegar yfirsjónir <og i Iran og Nicaragua hafi þeir beinlinis ýtt undir öfl sem steyptu „hófsömum ein- ræðisstjórnum” sem voru vin- samlegar bandariskum hags- munum. Kirkpatrick telur, að nú standi Bandarikin frammi fyrir svipuðum vanda i E1 Salvador, Guatemala, Marokko og Zaire. Að þvi er varðar E1 Salvador er hún ekki i vafa um að styrkja eigi núverandi valdhafa með vopna- sendingum — hvaðsem hún kynni að segja nú um stjórn sem styðst við óaldarflokka sem nú siðast hafa m.a. myrt fjórar nunnur bandariskar með herfilegum hætti. Forsendur lýöræöis? Jeane Kirkpatrik segir, að menn Carters hafi gert þau mis- tök þegar vissar stjórnir komust i úlfakreppu, að telja að hægt væri að finna lýðræðislega lausn og að ekki væri hægt að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún visar þessu á bug með þvi að staðhæfa, að forsendur fyrir lýðræði séu ekki til i þriðja heiminum. Fólkið hafi ekki verið alið upp i þeim anda, og skipulagslegar forsendur vanti og þvi brotni allt niður ef æðsti Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Þorsteinsdóttir, ölduslóð 17, Ilafnarfirði, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i Hafnarfirði föstu- daginn 9. jan. kl. 14.00. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag tslands. Hinrik Albertsson Margrct Ilinriksdóttir Sigurjón Ingi Haraldsson Ilalldóra Hinriksdóttir Guðrún Sigurjónsdóttir Mun treysta á svonefndar hefðbundnar harðstjórnir til að tryggja bandariska hagsmuni i þriðja heiminum maðurinn i einræðislegu valda- kerfi sé fjarlægður. Prófessorinn litur næsta mild- um augum „hefðbundin einræðis- þjóöfélög” á þeirri forsendu, að þau geti þróast i lýðræðisátt og séu þvi skárri en marxisk stjórn- kerfi sem geti ekki farið þá leið. „Neyðin er þolanleg" Málsvörnin fyrir „hefðbundna harðstjórn” er næsta fróðleg. Þar er viðurkennt, að slikt stjórnarfar viðhaldi þeirri eigna- og valda- skiptingu sem kemur hinum fáu riku til góða en heldur f jöldanum i fátækt. En, segir Jeane Kirkpat- rick, slikar stjórnir „tilbiðja hefðbundna guði og virða hefð- bundin boð og böhn. Þær trufla ekki háttbundna skiptingu milli starfs og fristunda, búsetu, fjöl- skyldumynstur og persónuleg tengsli. Neyðin er þolanleg fyrir venjulegt fólk vegna þess að það er henni vant og fólk lærir i upp- vexti að bjarga sér, rétt eins og börn hinna óhreinu á Indlandi, sem verða sér úti um störf og af- stöðu sem eru nauðsynleg til að lifa af I hinu ógæfusamlega hlut- verki sem þau eru forákvörðuð til að gegna”. Það er þess háttar málsvörn fyrir óbreytt ástand i ýmsum fá- tækum löndum heims sem Rea- gan telur sérstaka ástæðu til að verðlauna: sagan, örlögin, trúar- brögöin — allt er kvatt til að rétt- læta það, að hver sá sem nefnir heimsvaldastefnu og nýlendu- stefnu og annaö þessháttar á nafn sé barinn niður — með banda- riskri aðstoð ef þurfa þykir. „Hópar sem skilgreina sjálfa sig sem andstæðinga ber að fara með sem andstæðinga”, segir Jeane Kirkpatrick. Viöhorf nýs utanrfkis- ráðherra Frá hennar skoðunum er svo itarlega sagt vegna þess aö pró- fessorinn er mælskari en ýmsir aðrir áhrifamenn i hinu nýja gengi Reagans. En viðhorf hennar sýnast um margt ósköp svipuð og viðhorf Alexanders Haigs hershöfðingja og fyrrum herstjóra NATO, sem nú hefur verið skipaður utanrikisráðherra. I nýlegu Time er birt yfirlit um afstöðu hans til ýmissa mála. Um mannréttindi segir hann á þessa leið: „Það er hvorki i hag félagslegu réttlæti né lifshags- munum Bandarikjanna að fylgja undir yfirskrift mannréttinda þeirri stefnu sem mun hafa i reynd þær atleiðingar að reka harðstjórnir.sem hafa hefðbundin vináttutengsl við Vesturiönd, inn i alræðiskerfi þar sem þær munu festast i stöðugum f jandskap viö bandarisku þjóðina og hagsmuni hennar”. Um Rómönsku Ameriku segir hann m.a., að hann hefði vonast til að hægt hefði verið að m'eðhöndla einræðis- herra Nicaragua, Somoza, með einhverjum þeim „viðsýnum” hætti að ekki hefði þurft að slátra honum! A það hefur verið minnt, að það var einmitt Alexander Haig sem gegndi næsta skuggalegu hlut- verki við undirbúning valdaráns gegn rétt kjörnum forseta Chile, Allende, — og fól sá undirbún- ingur m.a. i sér morð á Rene Schneider, yfirmanni Chilehers, sem vildi reynast hollur stjórnar- skránni og var þvi í vegi fyrir Pinochet og hyski hans. Að öllu samanlögðu virðist þaö ljóst, að nú munu þeir sitja við stjórnvöl i Washington, sem heföu I hitteö- fyrra stutt i borgarastriði ein- hvern illræmdasta böðul Mið- Ameriku, Somoza i Nicaragua,og munu hvenær sem þeir telja nauðsynlegt steypa þvi lýðræði, sem er orðiö of róttækt fyrir þeirra smekk, eins og raun varð á i Chile. AB ÚTBOÐ Til sölu Tilboð óskast i búsið Suðurlandsbraut 93, timburhús ca 80 ferm að grunnfleti, hæð og lágt ris. llúsið selst til niðurrifs og brottflutnings og skal þvi lokið fyrir l. mars n.k.. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 og verða tilboð opnuð á sama stað þriðjudaginn 20. jan. n.k. kl. 11 f. hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavikur hefjastá mánudaginn 12. janúar 1981 , i Fáksheim- ilinu við Bústaöaveg. Barnadansar frá kl. 5-8. Gömlu dansarnir: fullorðnir kl. 8-11. Þjóödansar kl. 8-10 á fimmtudögum í leik- fimissal Vörðuskóla. Innritun og upplýsingar í síma 75770. Þjóðdansafélagið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.