Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 6
6.S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. janúar 1981 Hjörleifur Guttormsson, iðnaöar- ráðherra Alþingi tífaldaði fjáryeit- ingu til þeirra Tíu iönaöarverkefni Við afgreiðslu fjárlaga nú fyrir áramótin var samþykkt að veita á þessu ári 200 miljónir gkr. til sér- stakra athugana vegna orkunýt- ingar og vegna undirbúnings orku- freks nýiðnaðar. Þessi fjárveiting tifaldaöist i meöförum Al- þingis og hækkaði úr 20 i 200 miljónir gkr..Við snerum okkur til iðnaðarráöuneytisins og óskuðum eftir upplýsingum um helstu verkefni á þessum vettvangi sem nú er unnið að. Hér fer á eftir yfirlit frá ráðuneytinu um nokkur verkefni og það fjármagn, sem ráðu- neytið haföi áætlaö til þessara verkefna. Þrátt fyrir 200 miljóna fjárveitingu i gömlum krónum verður iðnaöarráðuneytið að skera þær upp- hæðir niður um rúman þriðjung. Verkefnin eru: 1. Framleiðsla á magnesium Iðntæknistofnun íslands vinnur nú að forat- hugun á þessu máli fyrir iðnaðarráðuneytið. A næsta ári er gert ráð fyrir framhaldsrann- sóknum sem áætlað er að kosti 40 m.kr.. 2. Framleiðsla á natriumklórati Frumathuganir sýna að hér geti verið um áhugaverðan iðnaðarkost að ræða, ef tekst að leysa ákveðin vandamál i sambandi við flutn- inga á þessari vöru á markað. Fáist jákvæð niðurstaða úr flutnings- og markaðskönnun, er gert ráð fyrir aö ráðist verði i' írumhönnun verk- smiðju á næsta ári og er áætlaður kostnaður um 30 m.kr.. 3. Framleiðsla á kisilmálmi Forathuganir hafa verið gerðar á kisilmálm- framleiðslu hér á landi sem benda til þess að hér geti veriðum áhugaverðan iðnaðarkost fyrir ts- lendinga að ræða. Nauðsynlegt er að þessum at- hugunum verði haldið áfram m.a. með gerð frumáætlunar um verksmiðju af ákveðinni stærö, athugunum á' hráefnisöflun svo og markaösmálum. Kostnaður við þessar athug- anir á árinu 1981 er áætlaður 25. m.kr. 4. Framleiðsla á innlendu eldsneyti Eldsneytisnefnd ráðuneytisins hefurskilað til- lögum til iðnaðarráðuneytisins varðandi þetta mál. Gert er ráð fyrir að samiö verði við rann- sóknaraöila i Bandarikjunum, en tilboð hefur borist frá þessum aöila i rannsóknir á fram- leiðslu eldsneytis úr innfluttum kolum og inn- lendu vetni. Jafnframt mun ráðuneytið beita sér fyrir sérstökum rannsóknum varðandi hugsan- lega eldsneytisframleiðslu i tengslum við lokaða kisiljárns- og kisiimálmofna. Aætlaöur kostn- aður er um 40 m.kr.. 5. Léttar eldsneytistegundir úr svartoliu Orkustofnun hefur verið falið að annast frum- athugun á þessu máli og hefur stofnuninni borist tilboð frá ráðgjafafyrirtæki i Englandi i athugun á sérstakri gerð oliuhreinsunarstöðvar hér á landi. Kostnaður er áætlaður 30 m.kr. og yrði greiddur af ráðuneytinu. 6. Álframleidsla og úrvinnsla úr áli Nauðsynlegt er að afla upplýsinga varðandi ýmsa þætti álvinnsluog i þvisamhengi að kanna sérstaklega möguleika á iðnaði er byggði á úr- vinnslu úr áli. Nokkrir aðilar hafa nýlega sýnt áhuga á þessu sviði. Aætlaður kostnaður er um 10 m.kr.. 7. Framleidsla á þungu vatni Engar athuganir hafa i seinni tið verið gerðar á mögulegri þungavatnsframleiðslu hér á landi. Ráðuneytið hefur hins vegar vitneskju um, að viss lönd hugleiði nú að byggja i auknum mæli kjarnorkuver sem nota þungt vatn i sinni fram- leiðslu. Ráðuneytinu þykir þvi rétt að endur- skoða eldri áætlanir um framleiðslu þungs vatns hér á landi og gera m.a. sérstaka markaðsat- hugun i þessu sambandi. Aætlaður kostnaður er um 10 m.kr. 8. Framleiðsla á pappir Finnskt ráðgjafarfyrirtæki hefur skilað skýrslu til Húsavikurkaupstaðar um þátt orkunotkunar i framleiðslu á dagblaðspappir, og á vegum ráðu- neytisins hafa átt sér stað viðræður við stjórn- völd i Kanada um hugsanleg kaup á hráefni þaðan. Þótt hér sé um byrjunarathuganir að ræða sýna þær þó, aö hér gæti verið athyglis- verður iðnaðarkostur á íerðinni. Ráöuneytið telur þvi rétt að verja á næsta ária.m.k. 20. mkr. til frekari athugana á þessu máli, auk þess sem tillaga er gerð um rannsókn á jarðhitasvæðinu við Þeystareyki. 9. Annað Ýmsir fleiri þættir eru tii athugunar og fleiri munu bætast við á næstunni. Er þvi gert ráð fyrir 10. m.kr. til að mæta slikum kostnaði, auk fyrirliggjandi framlags skv. fjárlagafrumvarpi. 10. Athuganir á staðarvali fyrir meiriháttar iðnrekstur Þann 3. október s.l. skipaði ráðuneytið nefnd til aðkanna, hvar helstkomi til álita að staðsetja meiriháttar iðnað i tengslum við nýtingu á orku- og hráefnislindum landsins. Er nefndinni ætlað að beita sér fyrir athugunum á slikum stöðum og taka tillit til liklegra áhrifa, sem slik fyrirtæki hefðu á atvinnulega og efnahagslega þróun, samfélag, náttúru og umhverfi. — Nefndin hefur ráöið sér verkefnisstjóra og gert áætlun um kostnað vegna útgjalda á árinu 1981. Nemur áætlaður kostnaður vegna starfa að þessu verk- efni á árinu 1981 samtals 115 m.kr.. Eidfaxi Nú um jólín barst okkur i hendur 12. tbl. Eiðfaxa árið 1980, fallegt að frágangi og fjölbreytt að efni eins og jafnan áður. Meðal efnis i blaðinu er forystu- greinin „Eru þáttaskil fram- undan?”, eftir Gisla B. Björns- son. „Viti til varnaðar”, nefnist viðtal Karl Yenser, þekktan tamningamann og dómara, þýtt úr ameriska timaritinu Equus. Fjallar viötalið um ýmis miöur geðsleg hjálpartæki sem notuð eru við reiðhestakeppni i Banda- rikjunum. Birt er skýrsla um hrossaeign Islendinga árin 1977, 1978 og 1979. Kemur I ljós, að á þessu timabili hefur hrossum litillega fjölgað á landinu i heild, eða um 539, fækkaö i sýslum en fjölgað að sama skapi i kaup- stööum. A Norðurlandi vestra er fækkunin mest um 900 hross og einkum áberandi i Skagafjarðar- sýslu, 499,og á Sauöárkróki, 178. Þá er siðari hluti viötals við Þorkel Bjarnason, hrossaræktar- ráðunaut: „Er ræktunarstarfiö á réttri leið?”. Magnús Sigsteins- son, ráðunautur, skrifar um loft- ræstingu i hesthúsum. Eyjólfur Isólfsson greinir frá ferð sinni til Noregs á sl. hausti, en þar stóð hann fyrir námskeiðum á vegum norska Islandshestafélagsins. Birtur er kappreiöaannáll ársins 1980 en á sumrinu voru sett 3 íslandsmet. Hér er aðeins stiklað á þvi stærsta en auk þessa er svo i rit- inu fjöldi smærri fréttapisla og fróöleiksþátta og myndir fleiri en tölu verði á komið i fljótu bragði. —mhg Röðull Þriðja tbl. Röðuls, — en hann er gefinn út af Alþýðubandalaginu i Borgarnesi og nærsveitum, — er að verulegu leyti hælgaður réttindabaráttu kvenna. Riður Þórunn Eiriksdóttir á Kaöalsstöðum á vaðið með grein er hún nefnir: „Þaö þokast i áttina”. Þá er hringborðsspjall um jafnréttismál. 1 þvi taka þátt þær Dóra L. Hjartardóttir, Vestari-Leirárgörðum, Magda- lena Ingimundardóttir, Akranesi, Úsk Axelsdóttir, Borgarnesi, og Sigrún D. Eliasdóttir, Andakils- árvirkjun. Jenni R. Ólason i Borgarnesi stjórnaði umræöum. Viðtal er við Þórunni Árnadóttur, verkakonu: „I karlavinnu”, en Þórunn „...hefur mörgum konum meira unnið i störfum, sem al- mennt ílokkast undir Framhald á bls. 13 105. árgangur Andvara kominn Aöalgrein timaritsins Andvara 1980 er að þessu sinni ævisögu- þáttur Arna Friðrikssonar fiski- fræðings (1898-1966) eftir Jón Jónsson en annað efni ritsins eftirfarandi: Vilhjálur Hjálmars- son: A sumardaginn fyrsta 1980; Ludvig Holm-Olsen: Snorri Sturluson og Norömenn (Tryggvi Gislason þýddi); Hannes Péturs- son: Til góðs vinar (kvæði); Arni Kristjánsson: Franz Schubert; Gils Guðmundsson: Svinaskála- bóndi segir tiöindi; Eugenia Olhina: Frá Vilhjálmi Stefáns- syni (Hallveig Thorlacius þýddi); Sveinn Skorri Höskuldsson: 1 minningu Guttorms; Guttormur J. Guttormsson: Tveir minninga- þættir; Helgi Sæmundsson: Þorsteinn Erlingsson (kvæði); Magnús Fjalldal: Kenning Lords og Parrys um tilurð og varðveislu munnlegs kveðskapar; Finnbogi Guömundsson: Skalat maðr rúnir rista, nema ráða vel kunni — . Loks flytur ritið safn bréfa frá sr. Jóni Þorsteinssyni, forföður Reykjahliöarættarinnar, til tengdasonar hans, Jóns alþingis- manns Sigurðssonar á Gaut- löndum (Finnbogi Guömundsson bjó til prentunar), og nokkrar gamansamlegar visur (eftir Kor- mák, Sighvat Þórðarson, Jón Arason, Staðarhóls-Pál, Sigurð Breiðfjörð og Bólu Hjálmar) eru rifjaðar upp til fyllingar i heftis- lok. Þetta er hundraðasti og fimmti árgangur Andvara. Ritsjóri hans er dr. Finnbogi Guðmundsson. Ritið er 143 blaðsíður að stærö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.