Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.01.1981, Blaðsíða 13
Nýkrónan og tékkamir Fimmtudagur 8. janúar 1981 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 13 Lítíð um of háar ávísanir Margir hafa velt því fyrir sér hvort menn hafi brennt síg á því að skrifa ávísanir upp á gamla mát- ann þe. upp á tugi eða hundruð þúsunda eftir að nýkrónan varð hinn löglegi gjaldmiðill. Þjóðviljanum bárust fregnir af leigubíl- stjórum sem björguðu mörgum sem í gleði nýárs- næturinnar voru til i að henda frá sér næstum öllu mánaðarkaupinu fyrir einn leigubíl. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar aö mjög litiö heföi veriö um grunsamlega háar ávisanir, en samkvæmt reglum um gjaldmiöilsbreytinguna eru allar ávisanir sem gefnar eru út frá og meö 1. jan. skráöar á ný- krónur. Þegar háar ávisanir hafa borist hefur veriö haft samband viö viökomandi aöila og máliö kannaö. Megniö af öllum ávis- unum koma frá fyrirtækjum og þau eru ábyrg fyrir þeim upp- hæöum sem þau skipta. Ef fólk veröur vart við óeölilega rýrnun innistæöna, þá er bara aö hafa samband viö bankana og kvarta, þeir athuga þá hvaö rétt er. —ká Samband íslenskra rafveitna: 10% hækkun lækkun í raun Formaður og framkvæmda- stjóri Sambands Islenskra raf- veitna hafa ritaö fjölmiðlum bréf þar scm sagt er að fréttir um hækkun á rafmagnsveröi hafi valdið misskilningi meðal al- mennings og i raun hafi leyfi rikisstjórnarinnar um áramótin um 10% hækkun verið „jafnvel lækkun á orkusölutekjum til hinna ýmsu rafveitna”. 1 bréfinu segir: Afskipti stjórnvalda af verð- lagningu á raforku hafa löngum verið gagnrýnd af ýmsum raf- orkufyrirtækjum í landinu, svo og af samtökum þeirra, Sambandi islenskra rafveitna. Þróun þess- ara mála hefur verið sérstaklega neikvæð siðastliðinn áratug. Á undanförnum 12—14 mánuðum hefur þó algerlega keyrt um þverbak i þessum efnum, og er ákvörðun rikis- stjórnarinnar nú i lok þessa tima- bils um „hækkun opinberrar þjónustu”, eins og iðnaðarráðu- neytið túlkar hana, mjög alvar- legt áfall fyrir rafveiturnar og þar með raforkunotendur i landinu. Leyföar hækkanir á smásöluveröi rafveitnanna á þessu timabili hafa ekkí einu sinni nægt til að mæta útgjöldum vegna hækkaðs heildsöluverðs Landsvirkjunar, Rafmagns- veitna rikisins og annarra raf- orkuframleiðenda. Siðasta ákvörðunin, þ.e. um 10% hækkun á smásöluveröi, en 16% hækkun á heildsöluverði, þýðir i raun jafn- vel lækkun á orkusölutekjum til hinna ýmsu rafveitna. Þvi verður vart trúað, að slikt hafi verið ætlun rikisstjórnarinnar. Raf- veiturnar telja þvi óhjákvæmilegt að fara fram á endurskoðun á þessari ákvörðun, og hefur Sam- band islenzkra rafveitna óskað eftir viðræðum við iðnaðarráðu- neytiö um máliö. Éftir aðgerðir þessar blasir við mikill fjárhagsvandi dreifiveitna, sem siðastliðna 12—14 mánuði hafa ekki einu sinni fengið að hækka gjaldskrár til að mæta að fullu auknum útgjöldum vegna aðkeyptrar orku hvað þá heldur öðrum útgjöldum i 50—60% verð- bólgu. Ákvörðun rikisstjórnar- innar nú um svo til enga hækkun vegna eigin dreifingarkostnaðar, jafnvel fyrirmæli um lækkun hjá ýmsum rafveitum, er tekin um það leyti, sem rafveiturnar eru að ganga frá íjárhagsáætlun fyrir árið 1981 og beiðnum um gjald- skrárhækkanir. Munu þær beiðnir nema um 20—30% miðaö við 1. febrúar 1981, að viðbættri hækkunarþörf vegna orkukaupa, en hún er nú hjá flestum dreifi- veitum um 50—65% af heildsölu- verðshækkun. Samband islenskra rafveitna lýsir eftir stuðningi iðnaðarráðu- neytisins til þess að forða raf- orkufyrirtækjum landsins frá alvarlegum rekstrarerfiðleikum, þannig að ekki þurfi að koma til skuldasöfnunar eða alvarlegrar skeröingar á þjónustu við almenning og atvinnufyrirtæki i landinu. —ekh ( UÓSASKOÐUN SKAMMDEGIÐ FER í HÖND. Viö aukum öryggi í umferöinni meó því aö nota ökuljósin allan sólarhringinn. rétt stillt og í góöu lagi. Ljós geta aflagast á skömmum tíma. og Ijósaperur fara aö dofna eftir u.þ.b. 100 klst. notkun. þannig aö Ijósmagn þeirra getur rýrnaö um allt aö því helming. 31 OKTÓBER á Ijósaskoöun aö vera lokiö um allt land. ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Selfoss og ná- grennis Garðar Sigurðsson verður með viðtalstima að Kirkjuvegi 7 Selfossi laugardaginn lO.jan. kl. 2. ' e.h. Garðar Námskeið í „art-þerapíu” Sigriöur Björnsdóttir mynd- listarmaöur Slökun, myndræn tjáning og umræöur eru viöfangsefnin á sérnámskeiöum, sem Sigriöur Björnsdóttir myndlistarmaöur gengst fyrir aö Freyjugötu 16 frá 19. janúar til 26. febrúar n.k. Þar sem nú er gengiö i garö Alþjóölegt ár fatlaöra segist Sigriöur fyrst og fremst ætla þessi námskeiö sérmenntuöum starfsmönnum á stofnunum fyr- ir fatlaöa. Telur hún, aö „art- þerapia” (þvi miöur þekkjum viö ekkert íslenskt orö yfir fyrirbæriö) geti veriö mikilvæg- ur þáttur i þjálfun fatlaöra, enda njóti sú meöferö vaxandi álits, sem sjá má á. aukinni notkun „art-þerapiu” i fangels- um, sjúkrahúsum, vistheimil- um og skólum. Hvert námskeiö stendur yfir i mánuö, einn dag i viku. Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er 7 manns, og er æskilegast aö hver hópur komi frá sömu stofnun. Eitt námskeiöanna veröur sérstak- lega ætlaö starfandi fóstrum. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru beðnir aö snúa sér til Sigriö- ar isima 17114, og veitir hún all- ar nánari upplýsingar. Sigriöur Björnsdóttir hefur viðtæka reynslu af „art- þerapiu” og hefur starfaö sem art-þerapisti viö Maudesley geösjúkrahúsiö i London, barnasjúkrahús og bæklunar- deildir i Bretlandi og Dan- mörku. Hún hefur haldiö nám- skeiö i „art-þerapiu” á alþjóð- legum og norrænum þingum fyrir barnalækna, leikþerapista og myndmenntakennara. Þess má geta, að fyrir 2 árum var haldin norræn ráöstefna i Finn- landi, þar sem fjallaö var um menningarframlag samfélags- ins til fatlaðra. Sigriöur stjórn- aöi þar „art-þerapiu"-nám- skejöi undir einkunnaroröinu „Samfélag fyrir alla”, og voru þátttakendur bæöi fatlaöir og ófatlaöir. —ih j$> Guðmundur Framhald af bls. 1 bætur og kaupmátt hjá almennu verkafólki þá er þaö ekki sann- færandi gagnvart almenningi, aö þingmenn taki viö sérstakri kjarabót úr hendi kjaradóms. Sjálfsagt er hægt aö benda á ein- ■ hverja hópa sem hafa betri kjör en þingmenn og eiga ekki meiri rétt til þeirra miöaö viö starfs- ábyrgö og vinnuálag en þing- menn, en ætli Alþingi aö ganga á móti veröbólgustraumnum verða þingmenn aö leggja eitthvaö á sig. Aö setja lög um ákveöna launastefnu sem þrengir um tima aö almennu launafólki en taka siöan ábyrgðarlausir viö stór- felldum afturvirkum kauphækk- unum sem brjóta hana niður — þaö kalla ég skinhelgi”, sagöi Guömundur J. Guðmunds- son aö lokum. — ekh Röðull Framhald af bls. 6 ,,karla”-vinnu”. Sagðar eru frétt- iraf borgfirskum kvenfélögum og Sambandi borgfirskra kvenna. Birtar eru niðurstöður könnunar, sem námsmeyjar i Bændaskól- anum á Hvanneyri 1976—1977 gerðu á „stöðu kvenna i sveit”. Rætt er við þá Konráð Andrésson ogEirik Ingólfsson um nýbyrjaða framleiðslu þeirra á steyptúm einingahúsum (Loftorka sf. og Byggingarfélagiö Borg hf). Hall- dór Brynjúlfsson ræðir um fjár- hagsáætlun Borgarness 1980. Sveinn Jóhannsson fræðir okkur um Stafholtstungur. Þá er frétta- þátturinn „Hefurðu heyrt það?” og tþróttaþáttur i umsjá Ingva Árnasonar. —mhg BNOC Framhald af bls. 1 gamlársdag 298 dollarar hvert tonn, en BNOC olian kostar 330 dollara tonnið. Ástæðan fyrir þvi að Rotterdamverðið hefur haldist nokkuð stöðugt og lægra en main-stream verð er almennur oliusparnaður, aukið birgöahald i iönrikjunum og minni áhrif striðsins við Persaflóa á framboð en gert var ráö fyrir. Um fram- tiðarþróun oliumarkaða er talið afar erfitt að spá. — ekh Enska knatt- spyrnan United áfram í bikamum Úrslit i ensku bikarkeppn- inni i gærkvöid urðu þessi: Brighton—Man.Utd. 0:2 BristolC—Derby 2:0 Sunderl,— Birmingh. 1:2 Tottenham—QPR 3:1 Garry Birtles var i miklu stuði þegar United tryggði sér áframhaldandi þátttöku- rétt i bikarnum og skoraði annað markið. United leikur næst gegn Nottingham • Forest. —IngH . Er sjonvarpió ^bilaó? IQJ Skjárinn S)ónvarpsverhsk5i Bergsíaáasírcati 38 simi 2-19-40 Verum viðbúin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.