Þjóðviljinn - 17.01.1981, Qupperneq 11
ar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Kaldalóns •
100 ára
Einn afkastamesti og dáðasti
sönglagasmiður þjdðarinnar,
Sigvaldi Kaldalóns.átti hundrað
ára afmæli á þriðjudaginn var.
Hann var fæddur i Reykjavik 13.
janúar 1881 og dó þar 28. júli
1946.
Hann var lengst af héraðs-
læknir, i Keflavikurhéraði, með
búsetu i Grindavik og öðrum
smærri héröðum. Hann átti oft
við vanheilsu að striða og varð
þá að taka sér frl frá læknis-
störfunum, en tónsmfðum sinnti
hann þó hvernig sem viðraði og
liggja eftir hann ógrynni gull-
fallegra sönglaga. Sérstaklega
er fjöldi einsöngslaga mikill og
njóta m örg þeirra mikilla
vinsælda enn i dag. Þekkjum við
ekki öll og syngjum annað slag-
ið Suðurnesjamenn, Mamma
ætlar að sofna og Svanasöng á
heiði? Og varla er Island ögrum
skorið komiðúrtisku, eða hvað?
Opnir og lokaðir gluggar
Spjallað við Pál Pampichler Pálsson tónskáld og hljómsveitarstjóra
Það er aðeins einn
hljómsveitarstjóri sem
eitthvað kveður að bú-
settur hér i bænum. Hann
heitir Páll Pampichler
Pálsson og hefur stjórnað
allskonar tónleikum á
þrjátiu ára löngum ferli,
nú síðast fernum
sinf óníutónleikum. Á
fimmtudaginn var
stjórnaði hann frum-
f lutningi á eigin tónverki,
því hann er líka afkasta-
mikið tónskáld, en auk
þess voru á efnisskránni
verk eftir Haydn og Schu-
bert.
A sunnudeginum fyrir tón-
leikana rakst ég inn hjá Páli,
eða öllu heldur flýði inn úr frost-
inu og fannst upplagt að yfir-
heyra hann i leiðinni. Þau Páll
ogkona hans Monika Abendroth
eru nýflutt i eitt af gömlu fall-
egu hverfunum, þar sem sifellt
er verið að gera upp gamlar
ibúðir. Þessi gömlu hús eru ekki
alltaf strax dús við endurbæt-
urnar og það tekur tima fyrir
nýjar hurðir og glugga að venj-
ast aðstæðum og falla inn i um-
hverfið. Vandvirkni ogkunnátta
iðnaðarmanna segir lika sitt og
stundum dugir hún helst til
skammt. (Var ekki Gervasoni
annars spesialisti i svonalög-
uðu? Það er of seint að tala um
það).
Ég sæki að Páli i eldhúsinu
þar sem hann er að pæla i sjöttu
sinfóniu Schuberts:
„Maður varð að flýja fyrir
kuldanum i stofunni. Glugg-
arnir eru svo óþéttir að hitaveit-
an hefur alls ekki við norðanátt-
inni. Samt kyndi ég einsog hægt
er. Dugir bara ekki til.
Það er nú viða kaldara I hús-
um en þetta.
Já, já, og maður hefur gott af
að vera minntur á að maður býr
þrátt fyrir allt á Islandi”.
Hvernig stóð annars á þvi að
þú fórst að koma hingað?
,,Æ það er nú svo langt siðan
að það er varla hægt að rifja
það upp. Og þó... ég var tuttugu
og eins þegar ég koma hingað i
nóvember 1949 Þá var ég bú-
innað vera trompetleikari i
fjögur ár i filharmóniuhljóm-
sveitinni i Graz. þar sem ég er
fæddur og uppalinn.
Ég byrjaði semsé sautján ára,
að loknu námi i konservatoriinu
þar. Franz Mixa, sem starfaði
hér i Reykjavik við Tónlistar-
skólann, i nokkur ár fyrir strið,
var einn af kennurunum minum
og i gegnum hann vissi ég svo-
litið um ísland.
Svo var það að Björn gamli
Jónsson þú manst, kaupmaður
og framkvæmdastjóri Tón-
listarfélagsins kom til Graz.
Hann hafði verið sendur út af
örkinni að finna hæfa hljóðfæra-
leikara og kennara, m.a. stjórn-
anda fyrir Lúðrasveit Reykja-
vikur. Hann hafði strax sam-
band við Mixa, sem benti á mig
sem upplagðan stjórnanda:
Þarna er Páll Pampichler,
ungur og áhugasamur. Bless-
aður taktu hann. En ekki held ég
að Birni hafi litist alltof vel á
mig, svo litinn og með barns-
andlit og eiga að koma i staðinn
fyrir Prússann Albert Klahn.
En hann lét til leiðast.
Ég fékk árs fri úr hljómsveit-
inni og fór til tslands með eins-
árs reynsluráðningu uppá vas-
ann. Og ég hef aldrei séð eftir
þvi”.
Enn rómantík
A næstu sinfóníutónleikum,
fimmtudagskvöldið kemur,
verður einleikari frá Bandarikj-
unum. Þetta er Lawrence
W.eeler, vióluieikari, sem
raunar er íslendingur I móður-
ætt.
Hann mun leika einíeikshlut-
verkið I Harold á Italiu, sem
Berlioz samdi á sínum tima fyr-
ir Paganini. Þetta er heljarmik-
il og rómantisk sinfónia sem er
byggð á efni úr kvæði eftir
Byron „Child Harold”. Er þar
mikið um dramatiskar dyrðir
og tilfinningaspennu og fleyti-
fullt af fallegum melódium að
hugga sig við.
„Satt að segja fannst mér ég
strax eiga heima hér. Mér hefur
aldrei fundist ég vera útlend-
ingur hérna. Þú trúir þvi
kannski ekki, en það er satt. Og
ég hef aldrei fengið heimþrá til
Graz. Jú það er alveg satt sem
þú segir, að það er fallegt i Graz
og þar eru sæmileg hljómsveit
og ágæt ópera. En hérna voru og
eru svo mörg spennandi verk-
efni. Hérna hefur maður á til-
finningunni að það sé þörf fyrir
mann, að maður taki þátt i að
byggja eitthvað upp”.
Ég hef mest unnið við að
stjórna hljómsveitum, mest
lúðrasveitum, en stundum auð-
vitað sinfóniunni lika. Það er að
visu erfitt að kenna barna
lúðrasveitum, já mikið starf, en
það borgar sig. Maður sér svo
fljótt árangur af þvi og af þvi er
mikil gleði. Og ég var lengi með
Lúðrasveit Reykjavikur og svo
var ég i mörg ár fyrsti trompet-
leikari i sinfóniuhljómsveitinni.
Það var oft ekki mikill timi til
að sinna tónsmiðum. Er það
eiginlega ekki enn. Ég nota þá
helst jóla- og sumarfri til þess.
Nýja hljómsveitarverkið,
Fléttuleik, samdi ég að stórum
hluta nú um jólin. Að visu var ég
búinn að ganga með það i koll-
inum nokkuð lengi og búinn að
gera ýmsar tilraunir við að
koma þvi á pappir. En það
komst enginn skriður á það
fyrren i friinu, enda ekki um
annað að ræða en að duga eða
drepast. Þetta var jú komið á
prógramm”.
Þú hefur samið þónokkur
hljómsveitarverk og fiest þeirra
hafa verið frumflutt hér i
Reykjavik.
„Já, ég h.eld að ég hafi samið
fimm tónverk fyrir sinfóniu-
hljómsveit nú á siðustu tiu ár-
Weeier, vióluleikari af fslensk-
um ættum.
Manucla Wiesicr
Rómantík
hjá Tónlistar-
félaginu
Fjórðu tónleikar Tónlistar-
félagsins á þcssu starfsári,
verða i Austurbæjarblói i dag,
laugardag, kl. 14.30. Manuela
Wiesler flautuleikari ætlar þá
að leika ásamt Claus Cristian
Schuster pianóleikara frá Vín,
efnisskrá sem er i rauninni
býsna óvenjuleg i það minnsta
fyrir Manuelu sem oftast
heyrist hér annaðhvort leika
spánýja tónlist eða barrokk-
tónlist.
Þetta er semsé rómantiskt
prógramm. Þar eru verk eftir
Busoni, sem var einn af arftök-
um Liszts i pianóspili og
tónsmiðagöldrum, Reinecke,
eitt af þessum hálfgleymdu
stórmerku smásénium úr
kunningjahópi Mendelsohns og
Schumanns, Martinu, sem
samdi þrátt fyrir að vera
tuttugustualdarmaður, tónlist i
rómantiskum anda. Og svo er
þarna verk eftir Schubert bless-
aðan, tilbrigði við stef úr
Mala ra stúlkunni fögru,
kammertónverk frá árinu 1824,
þegar Schubert var i „stóra
stuðinu” og samdi td. oktettinn
og sellóvkintettinn.
Það þarf svo sannarlega ekki
að kynna Manuelu fyrir
reykviskum áheyrendum, þeir
þekkja hana orðið ansi vel og
vita að frá henni er ekkiað búast
við nema þvi besta. Nýjustu
fréttir af henni eru annars að
hún lék um daginn með Radió-
hljómsveitinni i Vin, á tónleik-
um I Musikvereinsalnum, og
gerðistormandi lukku. Schuster
er hinsvegar litt þekktur hér, en
áreiðanlegar heimildir herma
að hann sé einn af bestu pianó-
leikurum Austurrikis, af yngri
kynslóðinni.
um. Fram að þvi samdi ég nær
eingöngu kammertónverk
þ.e.a.s. ef ég tel ekki með
nokkur bernskubrek, fagottkon-
sertinn, sem ég samdi fyrir
Hans vin minn Ploder, að ég
held 1950 og fleira i þeim dúr”.
Hvar lærðir þú að stjórna,
Páll?
„Mest af reynslunni held ég.
En maður var i timum i þessu i
gamla daga og svo hef ég seinna
sótt námskeið hjá t.d. Schmidt-
Isserstedt i Hamborg og auðvit-
að haft gott af þvi. En mest er
þetta sjálfsnám. Einsog raunar
allt tónlistarnám”.
Fléttuleikur var fyrsta verkið
á sinfóniutónleikunum i fyrra-
kvöld og hann hljómaði afar
ljúflega, svona við fyrstu kynni.
Kannski einum of ljúflega.
Þetta eru tilbrigði yfir stef sem
hefur að manni finnst heyrst all-
oft áður, hvar hvenær og af-
hverju, veit maður eiginlega
ekki. Verkið hangir einsog i
lausu lofti. Auðvitað fyrst og
fremst vegna þess að það er af
ásetningi tónskáldsins látið
vera i einni og sömu tóntegund
allan timann. Einhverskonar
plat-cdúr. Það semsé vantar i
það botninn.
En geðugt er það samt og
áreiðanlega þess virði að heyra
það aftur. Svolitið skrýtið smá-
ferðalag, með viðkomu i gamal-
dags dansmúsik og sálmasöng
og jafnvel jassi, þar sem þeir
Karl Möller, Arni Scheving. Jón
bassi og Alfreð Alfreðsson
svinguðu á hvitunótunum eitt
augnablik. Eða einsog tón-
skáldið sagði sjálfur: „Likt og
opnaðir séu gluggar ókunnugra
húsa, hver af öðrum, eitt
augnablik, og lokað”. Og úti
stendur þú.
Stjórnandi verður Paul
Zukofski, sem er orðinn islensk-
um áheyrendum mikill aufúsu-
gestur, bæði sem stjórnandi og
þó ekki siður kennari og þjálfari
ungra tónlistarmanna, sem ætla
sér stórt, sbr. námskeið á veg-
um Tónlistarskólans undanfarin
sumur.
A efnisskrá þessara Sinfóniu-
tónleika verður einnig fyrsta
sinfónia Schumanns, svo ekki
ætti að skorta á rómantisku
vakninguna i Háskólabió að
þessu sinni.