Þjóðviljinn - 17.01.1981, Síða 13

Þjóðviljinn - 17.01.1981, Síða 13
Helgin 17.-18. janúar 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 13 Vændiskonurnar i Bankok koma flestar frá fátækustu héruðum Thailands og eiga ekki annarra kosta völ með þær til Bankok og láta þær vinna húsverk i Kinahverfi þar til þær eru færar um að sinna þvi sem þær eru keyptar til. Eftir 5-6 ára starf fyrir melludólginn sem keypti þær, hafa þær unnið af sér fyrir hann og eru „frjálsar”. Hvern mánuð koma póstávis- anir að upphæð samanlagt 120 þúsund nýkr. til Do Kham Thai frá dætrum i Bankok. Fólkið þar er á hungurmörkum og þá er það tilvinnandi að fórna dætrunum. 17% af bændum i norðurhéruðum eiga ekki land og jörðin þar er ekki nándar nærri þvi eins frjó- söm og sunnantil i Thailandi. Grundvöllur vændisins er sem sagt fyrst og fremst fátækt. Þén- usta gúmmiplantekruverka- manna og námuverkamanna er ekki svo mikil að stúlkur þurfi að hugsa sig tvisvar um áður en þær fara i vændið. Debhanom Muangman pró- fessorhefur gert könnun á högum 1000 vændiskvenna og komst að þeirri niðurstöðu að fátæktin væri aðalorsökin. Enginn veit hvort ibúafjöldi Bankoks er 5 eða 6 miljónir. A hverju ári flytjast þangað 100 þúsund fátæklingar frá lands- byggðinni. Og konur i Bankok eru 400þúsundum fleiri en karlmenn. Hvað geta þær annað gert en að selja sig? Skv. rannsókn próféssorsins koma 67% af vændiskonum frá N- og NA-Thailandi. Aðeins 2% af þeim töldu sig ánægðar með starf sitt. 30-40% eru mæður og 24% eiturlyfjaneytendur. Rannsóknin leiddi einnig i ljós hversu heilsufar vændiskvenna er bágborið. Yfirvöld reikna með að 3 miljónir Thailendinga hafi kyn- sjúkdóma og 19% allra kvenna i barneign þjáist af syfilis, oft án þess að vita hvaða sjúkdóm þær eru með. Sjúkdómurinn „Saigonrósin” sem bandariski herinn kom með til Bankok er orðinn mjög út- breiddur og penisilln virkar ekki á hann. En læknar auglýsa undrameðöl svo sem Rama 006 og „lifrænt joð” sem eiga að lækna rósina. Vændið hefur mjög mikil áhrif á efnahag Thailendinga. Næst á eftir hrisgrjónum og gúmmi eru samfarir stærsta útflutnings- varan. Vegna þess hve greiðslu- jöfnuður við útlönd er óhagstæður dirfist enginn stjórnmálamaður að leggja til að vændi verði aflagt. Þvert á móti hefur Sudsais hershöfðingi, leiðtogi hægri- flokksins sem hefur meirihluta i borgarstjórn Bankoks, lýst þvi yfir að samfélag án vændis sé kommúniskt samfélag. (GFr — byggt á Dagens Nyheter) FRÉTTASKÝRING E1 Salvador I Mið-Ameríkuríkinu El Salvador er nú háð grimm og blóðug borgarastyrjöld/ sem þegar hefur kostað þúsundir manna lifið. Sigur Fréttaflutningur af þessu stríði hefur frá upphafi einkennst af þeim föls- unum sem stóru frétta- stofurnar stunda þegar gangur mála er þeim ekki að skapi. Látið er í veðri vaka að baráttan standi milli //öfgamanna til hægri og vinstri" og að ríkis- stjórn landsins standi í miðjunni og reyni að miðla málum. Þessi útgáfa er f fullu samræmi við stefnu Bandaríkjastjórnar í málum E1 Salvador. Bandarikja- menn hafa stutt stjórn E1 Salva- dor dyggilega með hergögnum og peningum og þeir hafa með ihlut- un sinni reynt að gera stjórnina að einhverskonar „miðjuafli” til þess að hún llti betur út I augum umheimsins. Jafnframt er mikið gert úr þvi, að ástandið i E1 Salvador sé mjög frábrugðið þvi sem var I Nicaragua á siðustu dögum Somoza hins illræmda. Vissulega er margt sem greinir þessi nágrannalönd að, en i aðal- atriðum er baráttan hin sama og óvinurinn er hinn sami: spillt og rotið stjórnarfar sem hefur Bandarikin að bakhjarli. 1 báðum löndunum er um að ræða baráttu alþýðunnar fyrir frelsi, brauði og mannréttindum. Nú á slðustu dögum er fariö að tala um að vinstrimenn séu að berjast gegn stjórnarhernum, enda hefur stóru fréttastofunum varla verið stætt á þvi lengur að fjalla um stjórnarherinn sem hlutlausan friöelskandi aöila i slagsmálum öfgasinnaðra smá- hópa. En þá kemur önnur stefna i fréttaflutninginn: dag eftir dag er hamrað á þvi aö „dregiö hafi úr” bardögum, að lokasóknin sé aö „fjara út”, að stjórnarherinn hafi töglin og hagldirnar. Strax dag- inn eftir að lokasóknin hófst barst sú „frétt” út aö mjög hefði dregiö úr bardögum. Að visu bar ekki öllum saman um það, t.d. gáetti mikils ósamræmis i fréttum út- varps og sjónvarps hér á tslandi þennan dag. Það er erfitt að fylgjast með þvi sem er að gerast þegar fréttirnar eru svo óáreiðanlegar sem raun ber vitni. 1 E1 Salvador getur brugöið til beggja vona: það er mögulegt að fréttin um sigur vinstriaflanna berist okkur mjög bráðlega og komi þá flestum á óvart eftir allt hrakfarahjalið, og svo getur lika verið að baráttan verði lengri og krefjist fleiri mannslifa en okkur getur óraö fyrir nú. Hættan á bandariskri hernaðarihlutun er alltaf fyrir hendi I Mið-Ameriku og það er ekki aö ástæöulausu sem vinstri- menn I E1 Salvador leggja svo mikla áherslu á að knýja stjórnarherinn til uppgjafar áður Fjöldamorð eru daglegt brauð I E1 Salvador, í sjónmáli? en Ronald Reagan og kappar hans setjast á valdastóla 1 Wash- ington. En hverskonar land er E1 Salvador og hversvegna er barist þar? I heilbrigöis- og menntunar- málum er ástandið afar bágboriö, einsog viöar i þessum heims- hluta. Um 40% landsmanna eru ólæsir og óskrifandi. Einn læknir er fyrir hverja 3650 ibúa, og að sjálfsögðu starfa læknarnir flestir i borgunum, en landsbyggöin fer að mestu á mis við þjónustu þeirra. Mikill meirihluti lands- manna býr I ófullnægjandi hús- næði, bæði i borgum og sveitum. Rúm 60% þjóðarinnar búa i sveitum. Tölur um atvinnuleysi eru mjög á reiki, en það mun vera gifurlegt, bæði meðal sveitafólks og verkafólks i borgum. Til skamms tima réöu 50 fjöl- skyldur lögum og lofum I landinu og áttu stærstan hluta kaffi- og baömullarekranna. A siðari árum hafa nokkrar umbætur verið Götubardagi i höfuöborginni, San Salvador Eymd og auður E1 Salvador er minnsta riki Mið-Ameriku, aðeins rúmir 21.000 ferkilómetrar að flatarmáli, og Ibúar voru þar 4,3 miljónir árið 1977. Mikill meirihluti þessa fólks er af blönduðum uppruna indiána og Spánverja. Spænska er aöal- tungumálið, en einnig eru töluð nokkur indiánamál. Flestir ibúanna eru kaþólskrar trúar og kaþólska kirkjan er sterk i land- inu einsog vlðar á þessum slóðum. E1 Salvador er eldfjallaland og hefur oft hlotist mikiö tjón af eld- gosum og jaröskjálftum þar. Landbúnaður er aöalatvinnu- vegur E1 Salvador og helstu framleiðsluvörurnar eru kaffi, mais, sykur, tóbak, ávextir og bómull. Nokkuð er af málmum i jöröu, en þeir munu litið vera nýttir. Með aukinni vélvæöingu, þróun og fjármagni býður landið upp á mikla möguleika. Fallvötn eru fyrir hendi til orkufram- leiöslu. gerðar, en flestar eru þær kák eitt og enn er misskipting hinna veraldlegu gæða hrópleg. Sameining vinstri afla í stuttu máli má segja, aö yfir- gnæfandi meirihluti landsmanna búi við sárustu fátækt meðan fámenn yfirstétt makar krókinn. Þetta ástand er ekki nýtt og oft hafa menn risið upp til að breyta þvi, en með næsta litlum árangri. Eftir byltinguna á Kúbu 1959 fær- ist nýtt lif i róttæka baráttu i E1 Salvador, einsog reyndar viðast hvar I álfunni. En þeir flokkar og hópar sem stofnaöir voru störf- uðu lengi vel hver I slnu horni, fámennir og ofsóttir og eyddu miklu púðri i innbyröis deilur um baráttuaðferðir. En á undan- förnum tiu árum hefur sú þróun orðið, aö æ fleiri gerðu sér grein fyrir nauðsyn vopnaðrar baráttu og jafnframt fyrir þeirri gullvægu staöreynd að sameinaöir stöndum vér. Sameiningin hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig, en i byrjun árs 1980 varð hún loks að veru- leika með stofnun þjóðfrelsis- hreyfingarinnar Farabundo Marti.Þessi hreyfing varð til við samruna nokkurra skæruliða- hreyfinga og stjórnmálaflokka, og það er hún sem stjórnar þeirri lokasókn sem nú stendur yfir. Allt áriö 1980 var barist i borgum og sveitum E1 Salvador. Mannfall varð mikið, en enginn vafi leikur á þvi aö flestir hinna föllnu hafa veriö óbreyttir borgarar sem drepnir hafa veriö af slátursveitum stjórnarinnar sem ganga undir nafninu „hægri öfgamenn” og stjórnin hefur alltaf reynt að þvo hendur sinar af. Grimmd þessara morösveita er engu lik, nema kannski fram- göngu þjóðvarðliða Somoza i Nicaragua. Þessi grimmd hefur að sjálfsögðu aukist i samræmi við aukinn styrk skærúliöa og samtaka alþýðunnar, og jafn- framt hefur stjórnarherinn tekið slaukinn þátt I fólskuverkunum á harla opinskáan hátt. Ekki aftur snúið Einsog I Nicaragua hefur þessi mikla grimmd oröið til þess að þjappa fólki saman til baráttu gegn henni, og er þátttaka al- mennings og einnig kirkjunnar sögð mjög mikil i baráttunni I E1 Salvador. Konur, börn og prestar hafa á einn eða annan hátt gengiö til liðs við þjóðfrelsishreyfinguna i sivaxandi mæli. Hreyfingin hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum, og þvi mestu þegar sex af foringjum hennar voru myrtir seint á árinu. En hún hefur einnig unnið fræki- lega sigra og má nú ljóst vera að ekki verður aftur snúið. Hvort sem striöið tekur skemmri eða lengri tlma hlýtur þvi að ljúka með sigri alþýðunnar og fram- varðarsveitar hennar, þjóðfrels- ishreyfingarinnar Farabundo Marti. Bein hernaðarihlutun Bandarikjanna gæti aö visu breytt gangi mála, en það er ekki vist að hún dygði til að brjóta hreyfinguna á bak aftur. Miklar sviptingar hafa orðið innan stjórnarinnar og hafa for- kólfar hennar, sem kenna sig við kristilegt lýðræði, verið á stöð- ugum þeytingi til og frá Washing- ton til að taka við fyrirmælum og ráöleggingum. En það er sama hversu oft skipt er um pótintáta á forsetastóli og þaö skiptir heldur ekki höfuðmáli hvort herinn fer leynt eða ljóst með völdin, stjórn- in breytir ekki um eðli við það. Hvernig sem málið er fóðrað i fjölmiðlum stendur sú staðreynd óhögguð að I E1 Salvador stendur slagurinn milli snauðrar alþýðu sem á allt að vinna og engu að tapa og yfirstéttar sem drottnar með stuöningi Bandarlkja- stjórnar. Og einsog segir i frægum suður-ameriskum bar- áttutexta: sameinuð alþýöa verður aldrei sigruð. —ih

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.