Þjóðviljinn - 17.01.1981, Page 14

Þjóðviljinn - 17.01.1981, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJIN'N Helgin 17.—18. jariúar 1981 AAargir fræðimenn eru sannfærðir um að minn- ingar sem fólk á sér úr bernsku séu ekki annað en hugsmíðar utan um sögur sem foreldrar og vinir hafa sagt. Dæmi: sálfræð- ingurinn Jean Piaget mundi mjög greinilega að reynt var að ræna honum veru. I þessari skáldskaparvið- leitni hafa menn tilhneigingu til að laga minni sitt að þeirri mynd sem þeir sjálfir vilja helst gera sér af heiminum. Eitt dæmi: Mönnum er sýnd mynd þar sem sést svertingi með hatt og hvítur maður sem heldur á rakhnif. Þegar rifjað er upp, finnst mörgum endilega að svert- inginn hafi haldið á rakhnifnum (sem þýðir þá liklega að hvitir úr barnavagni á götu 7 París og svo vel, að hann sá fyrir sér skrámurnar á andliti fóstru sinnar sem bjargaði honum af sönnum hetjuskap. Síðar kom í Ijós, að fóstran hafði fundið þessa sögu upp og að aldrei var gerð tilraun til að ræna Jean litlum. Nú er fullorðnum sagt, að minni þeirra sé nokkurnveginn eins óáreiðanlegt og minni barna. Endurminningar fólks eru svo hlaðnar óskhyggju og tilgátum og persónulegum viðhorfum og reynsluforða, að þær eru oftar en ekki likari skáldskap en veru- leika. Um þetta fjallar bandariskur sálfræðingur Elizabeth Loftus i bók sem út kom fyrir ári og nefn- ist Eyewitness Testimony eða Sjónarvottur. Þar bar hún fram sterkar röksemdir gegn áreiðan- leik vitnisburðar fyrir rétti. Siðan hefur hún bætt við annarri bók sem Memoryheitir og tekur minni fólks til gagnrýninnar skoðunar. Eftirtekt og uppspuni. Elizabeth Loftus leggur i fyrsta lagi áherslu á það að fólk hefur blátt áfram ekki tekið nógu vel eftir. Hún minnir á það að fólk falli lygilega oft á einföldustu eftirtektarprófum eins og þvi að þekkja framhlið á algengri smá- mynt (eins sents peningi) sem fólk handleikur daglega. Þó skiptir það meira máli, að fólk gieymir vissum staðreyndum en fyllir upp i eyðurnar á milli þeirra atvika sem það man f raun og Minni manna er óáreiðanlegt Reiðir fram undarlega blöndu stað- reynda og tilbúnings Bandarikjamenn laga myndina að hugmyndum sinum um ein- hvern hugsanlegan háska sem stafi af fólki sem hafa annan litarhátt en þeir sjálfir). Um þetta segir Elizabeth Loftus: ,,Við fyllum upp i eyð- urnar i minni okkar og notum þá atburðarás, sem gæti verið rök- rétt. Okkar samúð og andúð, Elizabeth Loftus: við skáldum i eyðurnar, en gerum okkur ekki grein fyrir þvi sjálf. vonir og fyrri þekking — allt þetta er notað þegar við erum að fylla upp i eyðurnar og þær afskræma mjög það sem við munum”. Dá leiðsla? Höfundur bókarinnar Minnið varar einnig við þvi að menn trúi á að dáleiðsla eða „sannleikslyf” geti leitt fram rétta mynd af þvi sem gerðist. Það ástand sem fólk kemst i undir slikum áhrifum fær fólk til að einbeita sér en einnig til aðvera samstarfsfúsara við þann sem spyr. Og menn geta dáleiðst til að finna upp atvik sem aldrei gerðust og eftir að „sannleikslyf” eru tekin getur fólk logið upp heil- um sögum aðeins vegna þess að það vill gera spyrjendum til geðs. Meðal þess sem fram kemur i bók Elizabeth Loftus er þetta: — Heyrnarminni er bersýnilega eitthvað magnaðra i mannfólki en snertiminni, sjónminni eða lyktarminni. — Flestir eiga erfitt með að leggja á minnið meira en sex eða sjö atriði i röð (tölur t.d.). Ef menn reyna að skrá i huga sér t.d. lista yfir þær vörur sem nauðsyn- legt er að kaupa, eiga menn að setja það sem mestu riður á annaðhvort fyrst eða siðast — minnisatriði i miðri keðju þurrk- ast fyrst út. — Hæfilegt álag bætir minnið, mikið álag þurrkar það út. Menn sem eru i þann veginn að leggja sig i háska eiga erfitt með að leysa andlegar þrautir. — Hvaða alvarlegt áfall („sjokk”) sem er getur valdið minnisleysi. Rottur gleyma ýms- um brögðum sem þær hafa lært við rafmagnshögg. Minnisleysið, sem getur verið afleiðinga and- legs eða likamlegs áfalls, er oft undarlega duttlungafullt. Dæmi er tekið af konu, sem kenndi ensku við háskóla: hún gleymdi flestum atvikum og staðreyndum eigin æfi, en mundi enska bók- menntasögu nógu vel til að geta haldið áfram að kenna. Einstaka sinnum kemur það fyrir (og þeir sem fyrir þvi verða eru fáir) að kynmök leiða til minnisleysis, sem varir I nokkrar klukkustundir. Þessar uppákom- ur eru samt ekki taldar háska- samlegar á neinn hátt. Er minnið blekking? Margir hafa talið að ýmis veigamikil atvik og uppákomur i lifi manna setjist að i heila þeirra. Freud taldi að þessi fyrirbæri settust að i undirvitundinni. Seinni tima taugalæknar hafa komistað svipuðum niðurstöðum, m.a. með þvi að kalla fram upp- rifjun á liðnum atburðum með þvi að örva heilann i vanheilu fólki með rafmagni. Elizabeth Loftus segir hins- vegar, að rafmagnsörvun heilans kalli fram svipaða blöndu af stað- reyndum og tilbúningi og aðrar tilraunir til upprifjunar á þvi sem liðið er. Niðurstaða hennar er sú, að áreiðanlegt minni sé ekki til, þvi miður, segir hún, erum við ekki þannig úr garði gerð. áb endursagði UTSALA ,5-23% afslánur UTSALA SÓFASETT HORNSETT RAÐSTÓLAR 2ja manna svefnsófar — húsfreyju- og húsbóndastólar Sýnine laugardag kl. 10-15 Klæði: ull — pluss — leður _ _________________ Model-húsgögn hf. Staðgreiðsla — Afborganir Dugguvogi 2, sími 36955.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.